Vísir - 07.03.1912, Side 4

Vísir - 07.03.1912, Side 4
58 V I S 1 R sjó, fór öðru fram á völlunum hjá ánni. ( Jones gekk þar fram og aftur með einum sinna nóta, er Mack- worth hjet. Kenrick var þar einnig á gangi með Whally vini sínum og mætti oft hinum. Kenrick tók þegar í fyrsta sinn eftir því að þeir Jones hniptu hver í annan, og glottu hæðnis- lega til hans. Hann var enginn vinur þeirra, en var þó hissa á þessu. Jones hafði farið illa með hann, frá því hann kom fyrst til skólans og þangað til hann ekki lengur þorði það. Því hafði hann ekki gleymt, enda aldrei dregið dulur á fyrirlitningu þá er rætni og ógerðarskapur Jones verskuldaði. Mackworth var ógerðarlegur nokkuð á annan hátt. Hann var frernur greindur en var ákaflega hreykin af því að vera af aðalsættum. Bræðrung- ur hans var barún og lagði hann sig mjög niður við að rekja ættir þóttist vera haeverskur í fram- göngu og barst mikið á í klæða- burði. Hann hafði ferðast víða og stældi merkismenn i framkomu. kölluðu piltar hann því almennt »franska gljáann«. Yfirleitt voru piltar hræddir við hæðni hans því hann var naprastur allra skóla- pilta í orðum, og ljek sjer að því að leggja til minstu drengj- anna. Pegar Kenrick kom fyrst í skóla þá var hann bæði í illa saum- uðum og slitnurr. fötum, vegna þess að móðir hans var fátæk. Fyrstu orðin er Mackworth mælti til hans voru þessi: »fJú busi, hvað erfaðir þinn?« »Faðir minn er dáinn«, svaraði Kenrick daufur í bragði. »Hvað var hann þá?« »Hann var prestur í Túsbý«. »Var hann prestur, — það var Ijóta vinnan. Ertu viss um að það hafi ekki verið í Lúsbý.» Kenrick brá mjög við þessi orð, reiddist mikið og horfði hvat- skeytislega framaní Mackworth. Ekki brá Mackworth við það; miklu fremur hafði hann gaman af því, að Kenrick skyldi reiðast. Hann var ekki enn af baki dott- inn og sagði: »Því glápirðu svona á mig, þjer líkar máske ekki það sem jeg sagði?« Frh. Kartöflur fást á Laugaveg 63 hjá Jóh. Ögm. Oddssyni. o$ \*essa 10§ afslátt að auk. GOÐ JARÐEPLI ]íú \ ^ötufvú^vuu, jVu^tuvsUæU \ö. Talsími 158. Slifsisborðamir alþektu eru nú komnir í afarmiklu úrval í VERSLUNIN N I DAGSBRÚN. Nýkomið mikið af ágætu og ódýru Skótaui :—til versl. »VON«, Laugaveg 55. KAUPSKAPUR Rúmstæði og borð fást með tækifærisverði á Túngötu 48. Eikarborð og eikarstóll er til sölu með hálfvirði. Afgr. vísar á. uudau hjá Jóni frá Vaðnesi. TAPAD-FUNDIÐ Hjólhestur alveg nýr og óbrúk- aður, kostaði 150 kr., en fæst nu með afslætti. Afgr. vísar á. Dýravininn 1. hefti óska jeg að fá keyptan. Aðalbjörn Stefánsson, Gutenberg. Bátur vel útbúinn undir 5 hesta vjel óskast til kaups. Upplýsingar gefur Guðm.Bergsveinsson, Vesturg. 48. Heima kl. 3—4 e. m. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. Östlunds-prentsm. Peningabudda með gullhring í fundin. Vitja má gegn fundarlaun- um til Sigrúnar Sigurðardóttur Stýri- mannastíg. Herbergi til leigu frá 14. maí á Þingholstsstræti 22. Eggert Claessen Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 4—5. Talsfmi 16.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.