Vísir - 10.03.1912, Qupperneq 2
V í S 1 H
Barnaskólinn í Reykjavik
Jeautí.
Unglingur dæmdur Í30
ára fangelsisvist af þvf
að hann er kvenna-
Ijómi.
[Sænsk blöö og vestheimsk flytja
langar greinir um mái það, sem hjer
fer á eftir. »Vísir« gerir ráð fyrir að
lesendum hans þyki fróðlegt að heyra
söguna].
Folke Brandt heitir piltur sem
borinn er og barnfæddur í Stokk-
hólmi. Hann var ekki hjónabands-
barn og kom móðir hans drengnum
á fóstur. Síðan giftist hún föður
drengsins og ætlaði að taka svein-
inn heim, en fósturforeldrar hans
unnu honum svo, að þau vildu
ekki sleppa honum. Hann óx upp
og varð bæði forkunnarfríður sýn-
um ogSvænlegur í öllu íramferði.
Honum varð vel til starfa, en er
hann var átjánfvetra rjeðst hann til
Vesturheinís áð leitá sjer fjár og
frama. Hann varð allra hugljúfi
hvar sem hann kom; og svo var
hann mikill kvennaljómi, að á hon-
um sannaðist hið fornkveðna:
»Allar vildu meyar
með Ingólfi ganga
þær er vaxnar vóru«.
En þetta varð honum að ó æfu
því að hann var ekki nógu sterkur
á svellinu og ljet leiðast villur vega.
Folke gekk í þjónustu auðkýfings
nokkurs, er Schiff hjet. Sá átti
konu unga og fríða. Komst Folke
þar í sama öngþveiti sem Jósep
hjá Pótifar. Frúin feldi blossandi
ástarhug til hans og gat ekki farið
dult með; kailaði hann f heyranda
hljóði yndi sitt og ástviu. Schiff-
Pótifar vildi vera einn um vífið og
leitaði ráða.
Hann rak piltinn úr þjónustu
sinni og bannaði honum að koma
fyrir sín augu meir. Skömmu seinna
fekkFolke rósrautt brjef frá frú Schiff,
sagði hún að karlskrjóðurinn væri
farinn að heiman í langferð og nú
yrði hann endilega að finna sig.
Sveinninn fagri varð við boði frú-
arinnar og kom á fund hennar.
Voru þau saman í miklum kærleik-
um.
En þegar minst varði er Schiff
gamli kominn heim eins og fjand-
inn úr sauðarleggnum. Frúin þaut
á burt eins og elding en öldungur-
inn og unnustinn fóru í hár saman.
Skammirnar dundu eftir því sem
ensk tunga og sænsk leyfðu frekast
en leikslok urðu þau,að Folkehjet
að koma daginn eftir til fundar við
Schiff; átti hann að fá fjesjóð nokkurn
gegn því að fara úr landi og eiga
ekki afturkvæmt.
Þegar Folke hinn fagri kom í
skrifstofu Schiffs daginn eftir til
þess að veita peningunum viðtöku
voru þar fyrir tveir lögregluþjónar,
sem hnepptu hann í varðhald »fyrir
húsbrot og stuld hjá Schiff*.
Rjett á eftir fær hann kveöju frá
frú Schiff og segir hún honum að
játa á sig það, sem á hann sje borið,
hún skuli svo leysa hann úr öllum
vanda. Hið sama rjeð honum tals-
maður hans, danskur málafutnings-
maður, er Fischer fiansen heitir.
Folke Brandt vildi ekki segjasannleik-
ar.n, til þess að koma frúnni í neina
klípu, enda treysti hann á, að hún
mundi síðar koma lionum úr vand-
ræðUHum, H&nn játaöi þvf á sig það,
sem hann hafði aldrej gert og var
dæmdur í
þrjátíu ára fangelsi.
Pað er nú ætlan manna, að Schiff
hafi mútað málaflutningsmanninum
til þess að gefa piltinum þessi ráð,
og hafi lögregluþjónarnir og dóm-
ararnir þegið mútur til þess að
bera vitni og dæma að hans vild.
Þessir atburðir gerðust árið 1907
og síöan hefur Folke Brandt setið í
fangelsi. Hann hefur ávalt skrifað
fósturforeldrum sínum heim til Sví-
þjóðar og fullvissað þau um, að
hann sje saklaus. En frú Schiff
hefur ekki getað komið honum að
liði.
í fangelsinu hafði hann lagt stund
á dráttlist og auðkýfingur nokkur,
sem sá handaverk hans, hjet að
styðja málstað hans og koma hon-
um í skóla, ef hann fengi frelsi.
Af þessu atviki hafa blöðin komist
að sögunni, taka þau öll málstað
hans og telja hann dæmdan sak-
Iausan.
Ensk blöð telja þetta mál vitni
um órjettvfsi og spilling dómenda
í Vesturheinii. Fje er borið í dóma,
ljúgvitni leidd og menn dæmdir
saklausir. Telja allir víst, að pilt-
urinn sje saklaus með öllu. Schiff
gamli hefur skrifað »rjettvísinnic að
honum sje ekki móti skapi, að
málið sje tekið upp af nýju.
Utanríkisstjótn Svía hefur og
skrifað til Vesturheims til þess að
fá glöggva vitneskju um þetta kynja-
mál.
Mynd af Folke Brandt er í
Vísis-glugga í dag.
Allar ungar stúlkur velkomnar.
Útgefandi:
Einar Gunnarsson, cand. phil.
östlunds-prentsm.