Vísir - 24.04.1912, Side 2

Vísir - 24.04.1912, Side 2
98 V í S I R FERÐAMENN sem koma til höfuðstaðarins í sumar mega ekki — sjálfs síns vegna — undanfella aö líta inn í bestu klæðskerabúð Iandsins og fá sjer þar ný föt og annað, er með þarf til búnaðar. Þar er alfatnaður fullgerður á tveim dögum. En öllum, sem reynt hafa, ber saman um, að sú búð er Á HORNINU Á HOTEL ISLAND hjá Reinh. Andersson. Nokkrir duglegir hásetar geta komist að á fiskiskip á Vestfjörðum frá 14. maí sem hálfdrættingar Upplýsingar hjá Jes Zimsen. 4. gr.: í stað orðsins. »deriblandt« í danska textanum komi: »saasom.« 5. gr.: Aftan við 1. málslið bætist: »að öðru jöfnu«. 6. grein orðist svo: Þangað til öðruvísi verðurákveð- iö með lögum, sem ríkisþing og alþingi samþykkja og konungurstað- festir, fara dönsk stjórnarvöld einnig fyrir íslands hönd með ríkisvaldið fyrir málum þeim, sem sameiginleg teljast samkvæmt 3. gr. sbr. 9. gr., þó þannig, að ísland lætur íslensk- an ráðherra, búsettan í Kaupmanna- höfn og með ábyrgð fyrir alþingi sem ekki hefur öðrum stjórnarstörf- um að gegna, gæta hagsmuna sinna gagnvart hinum dönsku stjórnar- völdum í stjórn allra sameiginlegra mála, og skal hann eiga rjett til setu í ríkisráði Dana. 7. gr. fyrri málsgrein orðist svo: ísland leggur fje á konungsborð og til borðfjár konungsættmanna hlutfallslega eftir tekjum Danmerkur og íslands. Framlög þessi skulu ákveðin fyrir fram um 10 árísenn með konungsúrskurði, er forsætis- ráðherra Dana og íslenskur ráðherra undirskrifa. Að öðru leyti tekur ísland ekki, meðan það tekur ekki annan þátt í meðferð hinna sam- eiginlegu mála, annan þátt í kostn- aöi við þau en að greiða laun hins íslenska ráðherra í Kaupmannahöfn. Niðurl. Ný „land“-ráð, Fyrir skömmu hafa Templarar leigt »HóteI ísland« frá 1. maí næst- komandi og hættir »landið« þá að vera gistihús. Leigjandi er herra Carl Sæmund- sen umboðssali o. fl. — Leiga ár- langt er sögð um 11 þúsund kr. og er þar í reiknað viðhald, skatt- ar og skyldur, sem leigjandi tekur að sjer að inna af hendi. Salirnir, sem vita út að Veltu- sundi, verða hafðir í einu- lagi til kvikmyndasýninga. Þarf þar að gera breyting á húsinu, hækka loft- ið í sölunum o. fl. —Herra Pjetur Brynjólfsson hirðljósmyndari mun standa fyrir kvikmyndafjelagi þessu. Aðrar stofur hússins verða sumar hafðar til sölubúða, ennfremur vöru sýninga. Rakarabúð á að verða þar sem nú er knattborðið, o. s. frv. Sagt er, að dálítill »klúbbur« verði einhversstaðar um miðbikið, svo sem endurminning fornrar frægð- ar »Iandsins«. Uppi á Ioftinu verða herbergi leigð einstökum mönnum, — skrif- stofur o. fl. S. Leiðrjetting. Vísir segir að skipið »Titanic« hafi verið 45000 smálestir og ísa- fold kemst upp í 63000 smálestir. Hvorugt er rjett. »Titanic« var 43000 lestir, næststærsta skip heims- ins, »Ohmpic« er 45000. »Gi- gantic*, sem nú er verið að smíða fyrir »White Star« á að verða 65000 smál. >Grosser Kurfúrst« er ekki mesta skip sem hingað hefur kom- ið, það varskipið »Cincinnali« sem er 16000 smál., og kom hingað í fyrrasumar. M u n i n n. pjrímerki brúkuð kaupir hæsta * verði Inger Östlund, Laufásv. 43 Dóttir okurkarlsins. (Þýtt). --- Frh. Að vísu skrifaði hann alt sem með þurfti hjá okurkarlinum, og þar þurfti bæði að skrifa og reikna talsvert. En auk þess fór hann allar sendi- ferðir, heimsótti viðskiftamennina og njósnaði um kringumstæður þeirra er leituðu eftir peningaláni hjá Tucker. — Auk þess var það starfi hans að halda skrifstofunni hreinni, og þurfti hann að verja hálfri stund á hverjum morgni til að sópa þar og taka til. Þegar Tucker var í málaferlum varð herra Spring að mæta hans vegna fyrir rjettinum. Fyrir öll þessi marg- háttuðu störf sfn fjekk herra Spring hin konunglegu laun, — eitt ster- lingspund um vikuna. Það er hjer um bil nægilegt

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.