Vísir - 07.05.1912, Page 2

Vísir - 07.05.1912, Page 2
30 V í S 1 R Ofriðurinn. Fioti 'ltala fer til Tyrklands — og heim aftur. ítalir Ijetu efndir verða á hótun- um sínum 18. f. m. og sendu þá flota sinn til Dardanella-sunds, er Væringjar kölluðu »EUipalta«. Var sagt, að ferðinni væri heitið beint til Miklagarðs. Stórveldunum fór ekki að lítast á blikuna og lögðu fast að Tyrkjum að slaka til, en þeir settu þverí nei fyrir. Floti ítala komst í skotmál við ystu vígi Tyrkja við sundið og skaut fáeinum skotum. Tyrkir skutu á móti og hittu eitt skipið. Síðan lögðu ítalir frá og sigldu heim til sín. Ljetu þeir hið besta af »fræki- legri framgöngu og góðum erind- islokum.t JEl JSyóirn *^tx\s^átvsson Yefaaðarvara Málnmgarvara Pappír og ritföng Leður og skinn Sjölin landsfrægn Skóflurnar góðu Þaksaumurinn alþekti ^yóvtv yvvsY^átvssotv Tyrkir segja, að leikurinn hafi verið gerður til þess að neyða þá fil að banna alla ferð um sundið, en slíkt farbann hamlar mjög versl- un stórþjóðanna og mátti því vænta, aö þær skærist f leikinn og þröngv- aði Tyrkjum til þess að gefa upp Trípólis-Iand. — Farbann hefði komið harðast niður á Englending- um, því að þeir reka verslun mikla í Svartahafi og við Tyrkland. Fara meir en 1200 bresk skip ár hvert þar um sundin og flytja yfir hálfa þriðju miljón smálesta. Ekki sjest, að ítalir hafi haft neinn hag af þessu einkennilega flota-flani. Horfurnar eru samar sem fyrr. Seinustu fregnir. Tyrkir hafa neyðst til þess að hefta siglingarum Dardannella-sund sölcum árásar ítala. Lundúnamenn eru uppvægir af þessu, því að kaup- menn borgarinnar skaðast um 200 þús. kr. á hvern dag, sem sundið er lokað. Eru ensk skip tept hundr- uðum saman báðum megin sunds- ins. ítalar hafa haldið herskipum að eynni Lemnos og jafnvel sagt, að þeir hafi sett þar her á land. Hafa þeir hótað að hertaka fjórar eyar í Orikklandshafi og heimta þar skatta og skyldir upp í herkostnað sinn. Mikligarður hefur verið iýstur undir herlögum. Er ofsaleg heift borgarmanna í garð ítala. Sagt er, að Tyrkir hafi ætlað að taka sprengivjelar upp úr sundinu og leyfa umferð bráðlega, og er þá að sjá, sem þeir óttist ekki nýja árás ítala þangað. Blöð í Þýskalandi taka hart á ítölum fyrir herhlaup þeirra. Stór- veldin eru að ganga á milli og hafa Tyrkir tekið mjög vel mála- leitan þeirra, en þverneita þó að Iáta af hendi nokkur lönd í Afríku. Verdens Gang 28. apríl. Skærur f Marokko. Serk- neskir hermenn gerðu uppþot í Fes í Marokko um miðjan mán- Uðinn sem leið, drápu 15 verkfræð- inga (úr Norðurálfu), þrjá símamenn einn bankamann og enn nokkra Norðurálfumenn, er þar voru gest- konmir. Rændu síðan gistihús og banka, Útlendingar höfðust við í húsum sínum og kvöddu frakkneskt lið til hjálpar. Síðustu frjettir segja að Frökkum hafi veitt þyngra, liðið fengið skell og margir fallið. — Uppþotið stafaði af því, að liðsmenn reiddust, eru það nýmæli var upp- tekið að greiða þeim nokkurn hluta málans í matvöru. Einvígi háðu þýskir liðsforingj- ar tveir 18. f. m. Hjet annar Otto von Héeringen, náfrændi hermála- ráðgjafa Prússa og hlaut hann bana af skammbyssuskoti. Sagt er, að kvennamál hafi orðið mönnum þess- um að rógi. Kína er að friðast, eftir því sem síðustu frjettir herma. Stjórnin hefur tekið hátt ríkislán í Norður- álfu, hyggja hermenn gott til fjársins og láta nú fríðvænlega. Ófriður í Tibet. Hinn 19. f. m. bárust þær frjettir frá Calcútta að orusta hefði orðið með Tibet- ingum og Kínverjum í Lhasa, borg- inni helgu í Tibet. Kínverjar höfðu 2000 manna og þrjár fallbyssur (Maxim). Skutu þeir niður 3000 Tibefinga og var þar á meðal margt kvenna og barna. Lhasa er í hers- höndum. Sitja Tibetingar umhverfis borgina rneð vopnum, en Kínverjar Iáta greipar sópa innan borgar og brenna húsin. Loftfar með þrettán far- þegum varð fyrir slysi við Baden í Rínardal 13. f. m. Loftfarið hjet »Schiitte-Lanz« og var þettafyrsta för þess. Smiður loftfarsins, Schiitte háskólakennari, hlaut meiðs ásamt 5 mönnum öðrum í því er farið lenti Slysið stafaði því, að stýriö var í ólagi. Uppreisnin í Mexico. Bandaríkjastjórn hefur sent stjórninni í Mexico tilkynning um, að Banda- ríkin telji stjórn og landslýð þar í landi bera ábyrgð á, ef lífi og eign- um Bandaríkjaþegna, sem þar búa, er ,stofnað í hættu. Áþekt brjef hefur Bandaríkjastjórn sent Orosco for- ingja uppreisnarmanna. Japanar hafa mikinn hug á aðleggjanndir sig Mandsjúríu meðan Kínverjar eru að friða land sitt eftir byltinguna. Segja menn, að það eitt hamli Japönum, að þeir óttist afskifti Breta. Sfærsfa flugvjelaverk- smiðja heimsins eraðkomast á stofn f Jóhannes-dal skamt frá Berlín, að því er þýsk blöð segja. Fjelagið heitir »Albatross-flugvjela-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.