Vísir - 19.05.1912, Blaðsíða 4
74
V l S I R
S.d.Aðventisíar. I
Fyrsti söfnuður.
Opinbera samkomu heldarDavid
östlund á sunnudag kl. 6l/a síðd. í
Samkomusalnum f Berg-
staðastræti no. 3 (húsi hr.
Ásgr. Magnússonar). Allir velkomnir.
ósköpin öll í nefið og skóku og
hristu hárkollurnar. Eftir all-langar
umræður samþyktu þeir að krefjast
fullraeftirlauna, ef ljettúðugi geggjaði
ríkiserfinginn ljeti þá fara frá völd-
um. Var það í raun rjettri ekki
ábyrgðarhluti að sleppa stjórnar-
taumunum og lyklum ríkisfjárhirsl-
unnar í hendur þessa sóunarsama
ríkiserfingja?
Hið virðulega ríkisráð ákvað loks
að koma á nýum launalögum, er
gætu orðið öllum meðlimum þess
að liði, hvað sem í slæðist. Þegar
þeir höfðu tekið þessa ráðsályktun,
er þeim var svo mikilsverð, gengu
þeir allir hljóðir og daprir í bragði
inn í borðsalinn. Allir höfðu þeir
svarta korða Qg svartar beltissylgjur
og lfnsmokka með svörtu kögri.
Þeir settust að snæðingi blíðir og
virðulegir i svip. Með fylta gull-
fasana og háar ostrukeilur fyrir framan
sig. Þeir snæddu þegjandi, en fjár-
málaráðherran, föngulegur maður í
svörtum fötum úr silkiflosi, var að
brjóta heilann um það hvernig hann
ætti nú að fara að því að ná sjer
í lán úr ríkissjóði, þegar hann og
hinir ráðherrarnir þyrftu á launa-
greiðslu að halda fyrir fram.
Þegar höfðingjarnir höfðu matast,
urðu þeir óttaslegnir, því þeir heyrðu
að einhver hrapaði niður líkpalls-
riðið rjett fyrir utan dyrnar. Það
var rísiserfinginn, sem var að koma
frá dansmey nokkurri. Hann hafði
farið að finna stúlkuna til þess að
að færa henni ríkisgimsteinana að
gjöf, og hvort sem það var nú af
harmi eða öðrum ástæðum, misstje
hann sig í stiganum og steyptist
kollhúfu ofan allan stigann.
Þegar þeir loksins höfðu komið
honum á fæturna, kom það í Ijós>
að hann hafði stóreflis kúlu á miðju
enninu. Allir ráðherrarnir konugs-
ins sálaða komu þvi í halarófu og
spurðu áhyggjufullir, hvernig Hans
Tign liði. Fjármálaráðherran þakkaði
guði fyrir þessa kúlu, þvi nú gafst
honum tóm til að gera nauðsynlegar
árjettingar á ríkisreikningunum, tii
að starfsemi hans fengi betri blæ og
heppilegri í augum þjóöarinnar.
_______________________Frh.
Frimerki brúkuð kaupir hœsta
veröi Inger Östlund, Laufásv. 43
Líkkistur og
líkklæði
er best að kaupa í verksmiðjunni
á Laufásveg 2 hjá
EYVINDI ÁRNASYNI.
Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna.
Nærföt
best og ódýrust í
VÖRUHÚSINU,
Austurstræti IO.
fíílrlrietlirnnr viðurkendu, ódýru, fást
lilKHISLUraar ávalt tilbúnar á Hvertis-
götu 6.—Sími 93.—HELQl og EINAR.
tdlstimpla
útvegar
afgr. Visfs.
Úr bæntim
Sterling fór anstur og til útl.
föstudagskveldið og meö því (meðal
á 3. hundrað farþega): heimspekís
nemi Vernharður Þorsteinsson til
útlanda, Magnús Th. Blöndahl, Ri-
chard Jensen, Ólafur læknir Lárus-
son og Jón Ólafsson alþm. ásamt frú
til Seyðisfjarðar, Bjarni Björnsson
leikari og Sveinn Björnsson mál-
færslumaður til Vestmannaeya.
Flóra kom frá útl. kringum land
í morgun og með henni fjöldi far-
þega.
Botnvörpungarnir hjer hafa
fiskað þetta á vertíðinni:
Snorri Qoöi (til 11. maí) 283 þús.
Skallagrímur (til 14. maí) 254 —
Bragi (til 11. maí) 200 —
Snorri Sturlus. (til 14. maí) 192 —
Garðarlandn. (til 18. maí) 185 —
Skúli fógeti (til 30. apr.) 168 —
Baldur (til 1. maí) 160 —
Mars (til 30. apr.) 152 —
Westhely (til 11. mai) 160 —
Jón forseti (til 16. maí) 146 —
íslendingur (til 4. maí) 130 —
Lock Naver (til 11. maí) 118 —
Freyr (til 6. maí) 94 —
Valur (til 16. maí) 38 —
Einar Pálsson kanpmaður á
Fáskrúðsfirði, faðir Mattíasar læknis
andaðist hjer á föstudagsmorguninn
eftir 3 daga legu í sykuraýki. Hann
var í kynnfsför hjá syni sfnum.
HJálYerkastjning
Ásgríms Jónssonar
í Vinaminni.
Síðastí sýningardagur
í dag.
Opin frá 11—6
Rakarastofan á Hótel ísland er
opnuð. Inngangur frá Aðalstræti.
A T V I N N A
Þjónustu geta nokkrir karlmenn
fengið á Laugaveg 27.
Garðyrkjumaður vanur vill fá
vinnu. Júlíus læknir Halldórsson
(Kirkjustræti 12) vísar á.
U ngli ngspiltu r getur fengið góða
stöðu nú þegar. Eiginiiandar um-
sókn merkt »Staða« sendist ritstj.
Vísis.
Stúlka óskar eftir vist frá kl. 9
árd. til kl. 9 síðd. sem fyrst. Afgr.
vísar á.
Telpa óskast ti! að gæta barna
á Laugaveg 75.
Gamall verslunarmaður óskar
eftir umsvifalitlu hægu starfi. Er
að hitta í Mjóstræti 10 uppi. (kl.
10—11. 3—4, 6—8)
( Háktau fæst strauað á Hverfisg. 6
)TAPAD- FUNPIo|||
Brjóstnál töpuð í gær af Njáls-
götu 13 niður á Pósthús. Skilist á
Njálsg. 13 gegn fundarl.
Peningabudda töpuð á götum
bæarins. Skilist gegn fundarl. á
Spitalast. 8.
5 Ijósmyndlr tapaðar frá Sveins-
stöðum í Kaplaskjóli að ljósmynda-
stofu P. Brynjólfssonar. Skilist á
afgr. Vísis gegn fundarl.
Budda meðpeningum fundin 13.
þ. m. Vitja má að Smiðjustíg 11.
KAUPSKAPUR
Filmumyndavjellítil (handabyrj-
endum) I sölu. Afgr. vísar á.
Sjúkrastóll til sölu. Afgr. vísar á.
Freðísa vestan frá Snæfellsnesi
er til sölu í Mjóstræti 10.
Möttulkantur lítið brúkaður til
sölu Litlu-Grund Bjargarstíg.
Tveggjamannafar nýtt til sölu
Símon Kristjánsson, Laugarnesspítala.
Lftll Ijósmyndavjel ágæt er til
sölu með gjafverði. Afgr. vísar á.
Útgefandi
Einar Gunnarsson,cand. phil.
Prentsmiðja D, Östlunds.