Vísir - 19.05.1912, Blaðsíða 3

Vísir - 19.05.1912, Blaðsíða 3
V 1 S I R 73 & A E D I N TJ T A TJ nýkomin, seljast mjög ódýrt i’jájónaían Þorstesnssyni, Laugav.31. Sláturfjelag Suðurlands Tómas Jónsson kaupm. selja nautakjöt næstu viku í smásölu með því verði er hjer segir: Steikarkjöt 0,40 au. pd. Hárif 0,36 au. pd. Brjóst 0,34 au. pd. Bóga 0,32 au. pd. Síðu 0,30 au. pd. Nýtt flesk fæst einnig fyrir Hvítasunnuhátíðina. Divanteppi, pluss alls konar og húsgögn ódýrast að Uaupa hiá Jónatan Þorsteinssyni. Laugav. 31. UNG STGLKA, sem talað getur ensku og þýsku, getur fengið atvinnu nú þegar, til þess af veita móttöku peningum. Umsóknir skulu vera skriflegar, munnlegar umsóknir verða ekki teknar til greina, og eiga umsókn- irnar að vera komnar fyrir hádegi á þriðjudaginn « J. P. T. BRYDES verslunar. Veggjapappír og rósettur í fjölbreyttasta úrvali hjá Jónatan Þorsteinssyni, Laugav. 31. j&Y&ðum fara allir, sem þurfa að fá skó eða aðgerð, beint til Sprengikúlu kastað í leikhúsi. Meiðingar og manndráp. Fimtudagskveldið 25. f. m. (á sum- ardaginn fyrsta) var kastað spregi- kúlu í leikhúsi í Sebastopol á Tyrk- landi meðan veriö var að leika. Þrír menn Ijetust þegar i stað og tuttugu aðrir særðust mjög. Ógur- Iegur felmtur greip mannfjöldann, sem nærri má geta og vatð svo mikil þröng fyrir öllum dyrum, að margir tróðust undir. IUvirkinn var þegar tekinn höndum, alkunn- ur stjórnleysingi. LTIX € HIEÐKLÆBSKEEI. Eftir Svend Leopold. Borgin var öll í svörtum sorgar- hjúp. Konungurinn var dáinn. Sorg- in var átakanleg alsherjarsorg. Sorgarlag var leikið uppi í dórn- kirkjuturninum með hálftíma bili. Kallararnir riðu um þögul strætin og skýrðu íbúum frá því, að gainli kóngurinn væri látinn og væri nú hásæll horfinn til feðra sintja. Atlar búðir voru iokaðar, hlerar byrgðu hvern glugga. Fólkið varð að ganga um bakdyrnar, sem vildi versla við búðarþjónana. Og þeir höfðu nóg að gera. Sæmiiega giatt á hjalla fyrir innan lokuðu hlerana, því sorgin á götunum þótti hálf þreytandi til lengdar. Þegar menn höfðu lyft sjer upp í innri búðinni var farið aftur út á svörtu strætin til þess að syrgja góða, gamla kóng- inn, sem hafði verið allri þjóðinni ástúðlegur faðir. Hvernig gat það nú átt sjer stað að hann væri látinn! Hann hafði ríkt tvo mannsaldra. Þess vegna kom sorgarfregnin svo óvænt, að menn áttu örðugt að átta sig á henni. Marga langaði tii þess að trúa því.aðenn þá væri ekki úti öll von, gengu því til hallarinnar og þreyðu þolgóðir fyrir utan háu hallar- svaiirnar, En fáninn á iiallarmæninum hjekk raunalegur í hálfri stöng. Klukkurn- ar kváðu við I borginni og kallar- arnir bljesu sorgarslaginn á torgun- uin. Einvaldurinn hlaut því áreiðan- lega að vera faflinn frá. »Slíkan konung fáum vjer aldrei aftur«, sögðu menn sín á milli, og tóku um leið snögtandi vasaklútana með svörtu röhdmni upp úr lafa- vösunum aftan á, — »baraaðhann væri enn á lífi, — þá skyldum við aldrei kveiná undan álöguokinu, — öllum sköttunum, sein ætla okkur lifandi að drepa. Við skyldum alveg haltta áö ásaka hann fyrir það að hafa altaf ónýta og óheiðarlega ráð- gjafa. Nú sjáum við fyrst hvað við höfum mist!« Þessi var dómur þjóöarinnar. En uppi í höllinni sátu menn líka í alvar- legum hugleiðingum. Inni í hásætissalnum sátu ráð- herrar andaða einvaldans umhverfis stórt, kringlótt borð og hjeldu ríkis- ráðsfund. Hagsmunir ríkisins voru til umræðu. Gömlu höfðingjarnir sátu þarna sótrauöir í framan, tóku

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.