Vísir - 21.05.1912, Side 3

Vísir - 21.05.1912, Side 3
V í S I R V Hvítasunimvörur er best að kaupa hjá Verslunin Björn Kristjánsson. NB. Frönsku sjölin eftirspurðu nýkomin; einnig Cachemiresjöl. Búðir og Skrifstofuherbergi til leigu nú þegar í Austurstr. 14. Semja má við Eggert Claessen yflrrj ettarmálaflutningsmann. Nærföt best og ódýrust í VÖRUHÚSINU, Austurstræíi IO. Líkkistur og líkklæði er bes' aó kaupa ’í verksmiðjunni á Laúfásveg 2 lijá EYVINDI ÁRNASYNI. ' Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. Eggert Qaessen Yfirrjettarmálaflufningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heiina k. 10—11 V- . Talsimi 16. MUNIÐ brjefspjalda úrvalið á afgr. Vísis Kosta frá 3. au. Frímerki brúkuð kaupir hæsta verði Inger Östlund, Laufásv. 43 að maður væri kóngur, þótt aldrei væri nema dauður kóngur! Það er eitthvað annað að sitja hjerna og strita og streitast við að útflúra svona þessa gömlu beinagrind með rauðu glitflosi og rósasilki.* Alt í einu datt litla Lux nokkuð í hug. »Það væri hreinasta háðung að láta öll þessi fallegu föt fara undir eins í gröfina, án þess að sem allra fiestir gætu skemt sjer við að horfa á, hvað þau fara vel.« Hann hljóp ofan af borðinu í hendingskasti og fór í silfurglit- brækurnar. En hvað þær fóru honum vel og voru fallegar! Svo fór hann í alla dýrðina, kast- aði rauðu silkifloskápunni um herð- ar sjer og setti seinast upp hvítu silkiskóna meö rósborða kringlun- um háu og purpurarauðu hælunum. »Nú fer jeg ofan og sýni þjón- unum, hve vel jeg er búinn,'* hugs- aöi hann. »jeg finn þá í pilta- stofunni, ef jeg flýti mjer ofan stig- ann.« Orð og gjörðir fóru nú alveg Frh. Úr ruslakista Plausors. Seinni messan 1 Dal. Merkilegur viðburður úr kaupstaða- lífinu frá 19. öld. Pað var eftir messu í Dal. Fólkið var komið út úr kirkjunni og hafði kvenfólkið safnast á víð og dreif út um kirkjugarðinn, en sumt stóð á stjettinni fyrir framan bæarhúsin og var að bíða eftir því, að pilt- arnir kæmu, svo það gæti farið að komast af stað. En piltarnir þurftu að tala við kunningja sína og stúlk- urnar höfðu margt að segja hver annari, því ýmislegt hafði breyst síðan þær sáust seinast. Sumar vissu nýar trúlofanir, sem aðrar höfðu ekki heyrt, og sumar þóttust vita fyrir nýat trúlofanir, því þessi og þessi pilturinn hafði fylgt þeirri og þeirri stúlkunni bæarleiö, eða orðið í fylgd með henni til kirkjunnar og jafnvel einhverntíma lagt á fyrir hana og verið svo stímamjúkur í kringum hana, að það gæti ekki öðruvísi verið, en að þau væru áð hugsa hvort um annað. Sumar höfðu líka heyrt að einhver konan væri nýbúin að eignast barn, en vissu þó ekki hvort búið væri að skíra það; en þá voru aðrar, sem gátu sagt frá því og eins livort það væri piltur eða stúlka og hverjum það væri líkt. Sumar sögðu það væri eftirmyndin lians föðúr síns og sumar að það væri líkt henni móður sinni, og nokkrar voru, sem sögðu að það væri engum líkt. Margt höfðu þær og fleira að 'minn- ast á, svo sem vistaráð og vinnu- brögð og viðurgerrúng hjá nágranna- konunum. Pitarnir höfðu og ýmislegt að segja hver öðrum. Þeir þurftu að minnast á heyskapinn og fjallgöng- urnar og ýmislegt annað; en til . þess að vera í næði meðan þeir töluðu saman, höfðu sumir farið upp í húsagarð, en aðrir lágu úti í túninu, og víðsvegar höfðu þeir safnast í hópa. Fyrir ofan bæinn i Dal er há brekka í túninu og ás fyrir ofan, sem kallaður er Kambur, og er grjóthrúga stór uppi á Kambinum, framanverðum, sem margir hafa sagt, að væri fornmannahaugur og saman.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.