Vísir - 02.06.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 02.06.1912, Blaðsíða 2
10 heima hjá sjer í Lundúnum fyrir nokkrum árum; þar voru saman komnir vinir hans og var hann sjálfur hrókur alls fagnaðar, eins og vant var. Þar kom talinu, að hann kvað upp úr hvers dauðdaga hann vildi helst óska sjer, þegar ætlunar- verki hans væri lokið í heiminum, — því að Stead trúði því staðfast- lega, að honum væri ejerstakt starf falið af drotni sjálfum, að vinna í ritstjórasessinum og væri til þess vígður með engu ótraustari vígslu heldur en prestur af biskupi með postullegu vígsiuvaldi. í þann mund barðist hann hart fyrir rjettu máli, en allur almenningur stóð á móti með miklum ofsa. Þá mælti hann: »Jeg vil helst deya þeim dauðdaga, að vera slitinn sundur lið fyrir lið af óðum skríl — að deya píslar- vættis dauða fyrir rjettan málstað og leiða fram í ljósan dag á þess- ari öld sigurdauða þess „lýðæsingja“, sem aldatal vort miðast við.« Og enn fremur mælti liann: »Mjer er nær að halda, að ef vjer fylgdum dæmi hans betur en vjer gerum, þá yrði píslarvættis dauði einn af siðum kirkjunnar.* Hann fjekk ekki þann dauða, sem hann óskaði sjer, en dauðdagi hans eða hvarf er samt að vissu leyti áþekkur skapferli og starfi þessa mikla, breska ntanns. Hann fór af heiminum með þeim hætti sent sætti miklum tíðindum, olli mikilli sorg og fáir eða eng- inn skilur með hverju móti varð. Og var ekki Stead einhver sá mesti tíðindamaður sem nokkru sinni hef- ur haldið á penna? Hann hafði margar ráðagerðir, almenningi sinn- ar þjóðar og annara til hagsbóta og betrunar og fylgdi öllum þeim ráðageðum af allri orku, en hörmu- leg endalok fengu þær flestar, og í þriðja lagi má með sanni segja, að enginn skildi Stead, nema þeirsem voru honum handgengnatir. Hann var nálega öllum ráðgáta. Hann skipaði Madame Blavatsky á bekk með spámönnum heimsins. [Mad. B. hefur skrifað bækur um »guð- spekit, sem af almenningi er álitið rugl og vingl. — Þýð.]. Hann sá ekki sólina fyrir Parnell, en kvað upp áfellisdóm yfir Sir Charles Dilke. [Frægir menn á Bretlandi, er drýgðu sömu yfirsjónina báðir. — Þýð.]. Hann barðist fyrir því, að leggja deilumál þjóða í gerðardóm í Hague, en fylgdi því haröast af öllum að auka breska flotann á borð við V í S I R SArtryx..r-. ■> Jeg undirrituð sem hef reynt hið nýa vöskunarduft »VASOUIT«:, gef með ánægju þá yfirlýsingu um -þaö, að það er mikið ódýrara til brúkunar en sápur og sódi, sparar ótrúlega inikið erfiði, gerir tauið hvítara og blæfallegra, og það, sem mest er í varið, að tauið slitnar miklum mun minna við þvottinn. Reykjavík 1. júní 1912. Hólmfríður Gísladóttir. KARTÖPLUR ágætar í verslun Einars Arnasonar. K) •• Ö og orgelsgjald í Reykjavíkursókn, sem fjell í gjalddaga 31. desember 1911, eru sóknarmenn ámintir um að greiða undirrituðum oddvita sóknarnefndar fyrir 15. júní næstkomandi. Að öðrum kosti verður gjaldið innheimt með lögtaki. Ojaldinu er veitt móttaka í Suðurgötu 8B hvern virkan dag kl. 4—7 síðdegis. k. Zimsen. ,"0as$\xU’ fæst í Versl. Einars Árnasonar. Duglegur drengur 14 ára ge4ur fengið stöðu sem sendi- sveinn við vefnaðarvöruverslun Egils Jacobsens. Laun 15 kr. um mánuðinn. fcesftv ód^vasVu \ Versl. EinarsÁrnasonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.