Vísir - 22.06.1912, Blaðsíða 3

Vísir - 22.06.1912, Blaðsíða 3
79 V í S I R « inkhvítu ,blýhvítu er best að kaupa hjá JÖNI ZOEGA. 4 4 4 4 Norskir OSTAR uýkomnir í verslun Einars Árnasonar. Líkkistnr og líkklæði er best að kaupa í verksmiðjunui á Laufásveg 2 hjá EYVINDI ÁRNASYNI. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. gumarsjol komu nú með Sterling. Margir smekklegir nýtísku litir. Vöruhúsið Austurstræti 10. veginum, og er alt fremur ódýrt á þeim, t. d. rúm fyrir nóttina 25 aura o. s. frv. Best af gistihúsum þessum er Kolviðarhóll. Á Eyrar- bakka er ágætt gistihús og tel jeg það eitt af þeim betri á landinu. Yfirleitt má telja menn gestrisna, þó selt sje, og ber þó meir á gest- risninni sem fjær dregur aðal veg- inum, en þess verður þó vart að hún er í hnignun. Á prestsetrum þeim tveim, sern jeg kom á, Stóra- hrauni og Hraungerði, átti jeg lít- ilsháttar tal við báða prestana, en hvorugur bauð mjer inn, og datt mjer í hug að mikil væri breyting tímanna, því í mínu ungdæmi voru prestsetrin orðlögð fyrir gestrisni og höföingsskap, og þá þar bugað eitthvað að öllum sem á heimilið komu, þó fátæklingar væru. En þetta er nútíðar risnan, og þareftir höfðingsskupurinn. En þess vil jeg geta, að jeg var gangandi, og álíta menn þar um slóðir það bera vott um efnaleysi því það er svo óvana- legt að sjá mann gangandi. Mestu og bestu sveitaheimilin sem jeg kom á voru Brekkur og Syðri-Rauðalækurí Ásahreppi. Sýndi Sigurður bóndi mjer fjárhellra sína sem staðið höfðu jarðskjálftann bæði nú og fyrrum, án þess að haggast hið minsta, þó að önnur 'iús þar hefðu orðið fyrir stórskemdum, og virðist það benda á að steinhús gætu staðið jarðskjálfta. Sigurður bóndi var hinn þægilegasti í við- móti og hefur unnið töluvert að húsabyggingum og túnrækt á jörð- inni. Runólfur hreppstjóri Halldórsson hefur allan aldur sinn alið á Rauða- Iæk og unnið jörð þeirri mikið til bóta. Húsabygging er fremur góð í sveitum þeim er jeg fór um, þó sjá megi á sumum stöðum ljelega moldarkofa en víðast eru þó timbur- hús eða reisulegir bæir. R.vík 20. júní '12. Torfi J. Tómasson. S.d.Aðventistar. Fyrsti söfnuður. Opinbera samkomu heldurDavid Östlund á sunnudag kl. 6V2 sJöd. í Samkomusalnum f Berg- staðastræti no. 3 (húsi hr. Ásgr. Magnússonar). Allir velkomnir. Raddir almenning’s. Eldspítur. Nafnlausa blaðið — af því að það vill endilega láta uppnefna sig, en hæfilegt nafn hefur ekki fundist — gugnaði alveg á kolaeinokuninni á Iaugardaginn. Treystist eigi til að haldá henni fram á móti stór- veldunum, en dettur þá í hug að láta landið lifa i stað þess á öðru eldsneyti sem sje eldspítum. Greinin er fróðleg að vanda blaðsins. N. b. segir að Þjóðverjar tolli eldspítur, það á víst að skiljast svo að einokun sje á eldspítum á Frakk- landi og er það rjett. — Þá er talið að meðal heimili kaupi eldspítur fyrir 5 kr. á ári, þetta er sagt á 1. síðu, en á annari er farið að spara þessi útgjöld, svo ekki koma nema 2 kr. á heimili. Eru eldspíturnar reiknaðar þar á 2 au. stokkurinn og mun það eiga að skiljast svo að stokkurinn sje seldur hjer í smásölu á 1 eyri, og er það einnig alveg rjett hjá blaðinu. Blaðið er ekki vonlaust um, að fleiri vegi mætti fara til viðreisnar »ef heilinn vœri lagður vel í bleytu sem mundi »að lfkindum* »naumast ógerningur* »að nokkru leyti«. Sv. Byggingar- lóð á ágætum stað í bænum til sölu. Afarlágt verð. Lítil útborgun. Östlund. Eggert Claessen Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 4—5. Talsími 16. Nærföt hvergi betri en hjá Reinh. Andersson Horninu á Hotel Island. Cf^merki kaupir háu veröi 1. * ■ ■ Östlund, Laufásveg 43.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.