Vísir - 10.07.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 10.07.1912, Blaðsíða 1
341 9 Nærfótv best og ódýrust í ÖRUH'JSm U Austurstrætí 10. Föt og Fataefnl sSnnel úrval. Föt saumuð og afgreidd á. 12-14 tímum. Hvergi ódýrari en í ^DAGSBRÚN', Sími 142 Kemur venjulega út kl. 12 alla virkadaga. Afgr.í suðurendaá Hótel fsl. lH/j-Sogö-? 25 blöð frá 1. júlí kosta: Áskrifst.50a. Send út um land 60 au. — Einst. biöð 3 a. Skrifstofa í Pcsthússtræti 14A. Venju- lega opin kl. 8—10, 2—4 og 6—S. Langbesti augl.staður í bænum. Augl. sjeskilað fyrir kl.3 daginn fyrir birtingu. Miðvd. IO. júlf 1912. Háflóð kl. 1,2‘árd. og kl. 1,43 síðd. Háfjara hjer um bil 6 st. 12‘ síðar. Afmœli. Frk. Hólmfríður Gísladóttir for- stöðukona. Guðm. Magnússon næturvörður. Carl Finsen, verslunarmaður. Ólafur Jónsson, lögregluþjónn. Páll Þ. Matthíasson, skipstjóri. k morgun: Póstar. Ingólfur fer til Borgarness. Botnia kemur norður um land. Þingvallavagn kemur. - Veðrátta í dag. Loftvog £ ti Vindhraði > e 0« ffQ ÍL p Rvík. 742,2 9,3 SA 2 Ljettsk. ísaf. 746,3 8,5 A 3 Alsk. BI.ós Akureyri 745,1 10,0 0 Hálfsk. Grímsst. 711,7 10,0 S 1 Ljettsk. Seyðisf, 747,3 8,8 0 Hálfsk. Þórshöfn 751,9 10,7 S 5 Regn Vestm.e. 743,1 9,4 A 3 Ljettsk. Skýringar. N—norð- eða norðan, A —aust-eða austan, S—suð- eða sunnan, V—vest- eða vestan, Vindhæð er talin í stigum þann- ig: 0—logn, 1 —andvari, 2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9—stormur,10—rok, 11 — ofsaveður, 12—fárviðri. í/íkkiqfnpmir viðurkendu, odyru,fast LmhlblUI Udl ávalt tilbúnar á Hverfis- ötu g6.—Sími 93.—HELGl og EINAR, Á föstudaginn koma foringjar saman í Bárubúð kl. 8% og segja þá frá því, sem á dagana hefur drifið síðan ársþingið næst á undan. Á sunnudaginn eru 3 samkomur; þá er barnavígsla kl. 1 i í kastalan- um, en samkoma á Austurvelli kl. 4. Á mánudaginn er fyrirlestur í dómkirkjunni og eru seldir að hon- um aðgöngumiðar á 35 au. er renna til ekkna drukknaðra fiski- manna. Á aðrar samkomur kostar aðgangur 15—25 au., en aðgangs- miði að öllu þinginu kr. l,oo. Þinginu stjórnar majorTh. West- ergaard. Gefin saman í gærkveldi Sig- urður Kristjánsson sjómaðurog ym. Guðjónína Sæmundsdóttir, Njálsg. 40 B. Vestri kom í gærkveldi úr strand- ferð. Með honum komu: Halldór Steinsson alþm. frá Ólafsvík, Mattías Ólafsson alþm. fráHaukadal, Ólafur G, Eyólfsson skólastjóri, Kreins kaupmaður, Carl Groth leikari, Sig- fús Sveinbjarnarson fasteignasali (alls 20—30 manns. Þjóðverjar í landi. Veðrið í gær var hið ákjósanleg- asta og hafa Þjóðverjarnir getað skemt sjer vel fyrir því. Þeir voru nú fleiri saman hingað en áður og betri móttökustaður þar sem stóri salurinn í Iðnó var. > Ur bænum. Ársþing heldur Hjálpræðisherinn dagana 11. til 17. þ. m. og er það hið 17. hjer á landi. Er von á all- mörgum foringjum utan af landi með Botniu á morgun til þess að sækja þingið. Maður var að bjóða Þjóðverjum hesta á götu. Einn þeirra fór á bak, snæri var hnýtt upp í hestinn í beislis stað. Þjóðv. kippti ísnærið en hesturinn stóð ýmist grafkyreða gekk aftur á bak. Þjóðv. fór af baki og sá hvers kyns var; hann leit á snoppu hestsins, varð bálreiður og bölvaði. íslendingurinn skildi ekkert orð; hinn benti förunautum sínum á munninn á hestinum og snærið. Þeir hristu höfuðið og gengu burtu. Þá kom annar ís- lendingur með hest og bauð Þjóð- verjanum. Hann hrisíi enn höfuðið og labbaði upp á Laugaveg — gangandi. Fallegur kafli úr ferðasögu frá íslandi, sá um snærið og snoppuna! Inni á Laugavegi reið hópur Þjóðverja. Fremstur reið maðut á blesóttum hesti og mátti þar kenna Blesa frá Biesastöðum sem hjer hef- ur unnið verðlaun á kappreiðum. Mikið fjör var í hestinum þó hann sje nú nokkuð við aldur og var auðsjeð að maðurinn rjeði tæplega við hann. Þarna geklc öldruð kona eftir . götunni (á að giska sjötug). Hún gekk hægt, fann sig örugga í skjóli bæarreglugerðarinnar, sem bannar harða reið á götunum. En óðar en varir hefur Blesi hlaupið á hana og hún hendist í götuna. »Þetta er góður hestur« segir Þjóðverjinn, »hann þarf jeg endi- lega að fá aftur í kveld.« Unglingsstúlka þýsk reið í öðrum hóp, ánægjan skein út úr henni, þetta hefur líklega verið í fyrsta j sinni á æfinni er hún reið íslensk- um hesti og í söðli. Köttur hljóp eftir göiunni og hesturinn stöðvaðist snögglega, stúlkan hrökk af baki og var komið niður í bát og flutt | út í skip: Niðurl. bestir og ódýrastir í verslun Einars Árnasonar. Hannyrðasýning við Landakotsskóla Að afloknu hinu munnlega prófi var hinn 27. og 28. júni haldin sýning á handavinnu þeirra barna er gengið hafa í þenna ágæta skóla. Sýmngin fór fram í stórum sal í í sjálfu skóiahúsinu og var hann fullskipaður til allra hliða með fjöl- breyttum sýnisgripum. Herra prestur /Ví. Meulenberg gekk sjálfur ásamt Systranum um sýning- arsalinn ogskýrði mönnum nákvæm- Iega frá liinum framlögðu sýningar- munum, o. s. frv. Inni ísýningar- stofunni var alt svo hljótt, látlaust og prútt, en þó jafníramt óþvingað líflegt og Ijett. Það sem maður alveg ósjálfrátt rak allrafyrst augun í, varhiðsnildar- lega fyrirkomulag og hin smekklega niðurröðun á öllu, — smáu sem stóru, hjer var alt fágað og hreint, — og hjer sást, ef svo má að orði komast, hvorki blettur nje hrukka á neinu, — því alt var svo snoturt og fínt. Hjer voru sýndar allskonar teikn- ingar á ýmsum framfara- og lær- dómsstigum, auk þess undrafagrar vatnslita-málningar af margbreyltri gerð, hjer var línsaumur og prjóna- vinna í afarfjölbreyttum myndum og loks einkarfagrir og tilkoinumiklir blómsaumar og málverkaútsaumar. Hvað málverkaútsauminn snertir, þá skyldu menn nær því frekar ímynda sjer, að hjer hefði hin þaulæfðaog þrautseiga listamannshönd unnið verkið, en ekki hin æðloft titrandi barnshönd, — en þess ber þó að gæta, að þegar auga barnsíns er skarpt og höndin er hög og hugur- inn víðsýnn, þá er oft og einatt nœstum ótrúlegt, hvað góðir kennarar geta glætt hið góða og leitt hið háa og fagra fram úr djúpi barns- sálarinnar. Páll. (Ingólfur.) Frá Mexiko. Brautryðjendurnir í Virginíu. ---Niðurl. Menningarblærinn er ekki inn- bornu þjóðinni að þakka. Inn- flutningur frá öðrum álfum hefir átt bestan þátt í lionum. Ennþá eru þar stór flæmi ónumin til jarðyrkju. Norskir bændur eru víða í grend við Newport News og eru mjög ánægðir með af- raksturinn. Fjórtán rastir fyrir vestan bæinn er norsk nýlenda. Hún heitir »Noregur«; hafa ný- lendubúar skóla, kirkju og prest útaf fyrir sig. Húsin eru norsk og eru miklu sterkari en venju- legu vindlakassarnir án grunns og kjailara, sem víðast eru vest- ur þar. Garðrækt er þar í blóma miklum og jarðyrkja fyrirmynd þar í landi. Norðmenn stunda þar einnig skipasmíð. Er verið að smíða þar sem stendur tvo »óraga« 30,000 smálestir og vinna að því 5000 manns. Þar er stærsta skipasmíðastöð í Vesturheimi. Hinumegin við Chesapeake- flóann er helsta borg Virginíu Norfolk, voldug hafnarborg, og liggja þangað 6 járnbrautir. Borg- in er með stórborgarbrag, þar eru stór hvít hús nýbygð, skýja- kljúfar og glæsilegar opinberar hallir. Margar miljónir dollara eru þar í veltunni. Það er mesta skemtiborgin í ríkinu. Gistihús- ið ið stærsta í borginni heitir Montecello—voldugt gímald, fullt af Iistaverkum og vestheimsku, óhófi. Leikhús eru þar mörg og kvikmyndahús; leikrit Ibsens eru leikin þar, en ekki sem best. Þegar á alt er litið eru inn- flytjendurnir brautryðjendurnir f landinu. Bæði í jarðyrkjurakuryrkju, jarð- rækt og iðnaði hafa þeir bent á nýar leiðir og rutt menningunni til rúms. Margir þeirra Norð- manna er þar búa, eru frábærir dugnaðarmenn, er sjá glöggum augum alt það, er verslun og iðnaði má að mestu gagni verða. Vjer höfðum tal af þeim mann- inum, er þar er kunnastur í borginni, A. B. Johnson stór- kaupmaður, ungum nianni og afar duglegum. Vjer leyfum oss að birta hjer kafla úr samræðu hans við oss, með því að efnið snertir mikilsvarðandi verslunar- mál. »Eitt málefni vildi jeg sjerstak- lega benda löndum mínum á«, sagði hann — »það er tiibúning- ur á niðursoðnum fisksnúðum. Af þeirri vöru er allmikið flutt frá Norðurlöndum. Hvað sem því veldur, er vara þessi mjög gölluð þegar hún kemur hingað. í Noregi ern niðursoðnir fiski- snúðar ágætir, en þeir sem oss eru sendir eru als ekki boðleg vara. Mjer er óhætt að fullyrða að 75% af dósunum er skemd- ur matur. Oft er ekkert annað í dósun- um en grautur, snúðarnir hafa leystst upp. Jeg veit ekki ástæð- una til þessa. En verksmiðju- eigendur og úrflytjendur verða að veita þessn athygli og bæta úr skák utn tilbúninginn. Pví Vesturheimsmenn eru farnir að gera líkmgu eftir vörunni. Þeir mala þorskinn og blanda hann mjólk. Varasú er nefnd Shredd- ed Codfish ogbúinn til í Nýju Jórvík af firmaþvíer Beardsley heitir. Vara þessi erskæðísam- keppni, en getur ekki keppt við reglulega góða norska vöru.«—— Viðstöðunni í Virginíu er lok- ið. »Mexicano« leggur í haf, fer á fieygiferð fram hjá furðu- ströndum Floridaskagans inn í dimmblátt megindjúp Mexícofló- ans, yfir hvarfbaug krabbans, inn í hitann, til hákarlanna, flugfisk- anna, og svörtu flugdrekanna í Vera Cruz. (Frh. á öftustu bls.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.