Vísir - 16.07.1912, Síða 1

Vísir - 16.07.1912, Síða 1
346 Nærföt best og ódýrust í VÖRUHÚSINU Austurstrætí 10. Föt og Fataefni Slaufur mesta úrval. Föt saumuð og afgreidd á. 12-14 tímum. Hvergi ódýrari en í ,DAGSBRÚN‘. Siml 142. Kemur venjulega út kl. 12alla virkadaga. Afgr.í suðurenda á Hótel ísl. 1 l‘/2'3og5-7 Þriðjud. 16. júií 1912. Háflóð kl. 6,48‘ árd. og kl. 7,10 síöd. Háfjara hjer um bil 6 st. 12‘ síðar. Afmœli. Sig. Thoroddsen, ingeniör. Á morgun: Póstar. Póstvagn fer til Þingvalla. Perwie ketnur úr strandferð. Veðrátta í dag. 25 blöð frá 1. júlí kosta: Áskrifst 50a. Send út um landóO au. — Einst. bloð 3 a. Skrifstofa í Pósthússtræti 14A. Venju- lega opin kl. 8—10, 2—4 og 6—8. Langbesti augl.staður í bænum. Augl. sjeskilað fyrir kl.3 daginn fyrir birtingu. Loftvog ‘43 £ 42 "< Vindhraði Veðurlag Rvík. 766,7 10,3 0 Skýað ísaf. 765,5 9,5 V 5 Skýað Bl.ós Akureyri 765,1 11,0 VSV| 1 Skýað’ Grímsst. 730,8 10,6 0 Ljettsk. Seyðisf. 766,4 10,1 V 3 Hálfsk. Þórshöfn 768,3 10,9 V 3 Alsk. Vestm.e. 767,8; 10,0 I 0 Ljettsk. Jón Magnússon þm. Vestmanney. Jón Ólafsson 2. þm. S.-Múlas. Jósef Björnsson 2. þin. Skagfirð. Júlíus Hafsteen 1. kkj. þm. Kristján Jónsson þm. Borgfirð. Lárus H. Bjarnason 1, þm. R.víkinga Magnús Andrjesson þm. Mýram. Mattías Ólafsson þm. Vestur-ísfirð, Ólafur Briem 1. þm. Skagfirðinga Pjetur Jónsson þm, Suður-Þingeyinga Sigurður Eggerz þm, Vestur-Skaftfell, Sigurður Sigurðsson 1, þm. Árnesinga Sigurður Stefánsson þm. ísfirðinga Skúli Thoroddsen þm. N.-fsfirðinga Stefán Stefánsson 1. þm. Eyfirðinga Stefán Stefánsson 5, kkj, þm. Steingrímur Jónsson 4. kkj, þtn. Tryggvi Bjarnason 2. þm, Húnvetn. I Valtýr Guðmundsson, þm, Seyðf. Þórarinn Jónsson, 1. þtn. Húnv. Þorleifur Jónsson, þm. Anstur-Skaftf. Skýringar. N—norð- eða norðan, A— aust- eða austan, S—suð- eða sunnan, V—vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þann- ig: 0—logn, 1 —andvari, 2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5-—stinningsgoja, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9—stormur,10—rok, 11 — ofsaveður, 12—fárviðri. Úr bænum. Sterling kom í gærkveldi og með því frú Á. Thomsen með tvo syni, * frú Ólafsson, Hjálmtýr Sigurðsson kaupmað- ur, Ólafur Magnússon ljósm. frk Soffía Thorsteinssen, Gfsli Guð- mundsson (Sanitas) Haraldur Sig- urðsson (píanisti, frá Kaldaðarnesi), frk. Fríða Jónsdóttir (frá Múla), Gregersen frímerkjakaupmaður, stud- entarnir Gunnar Sigurösson (frá Selalæk), Helgi Guðmundsson (frá Reykholti) og Samúel Thorsteinsson. Heimdallur kom með botnvörp- ung í gærmorgun, sem hann haíði tekið við ólöglegar veiðar í Garð- sjónum. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk og hann sektaður um 1000 kr. Aflinn varmetinná 1365 kr. Alþingi var sett í gær, nánari fregnir á morgun. Alþingismenn eru Ágúst Flygenring 3. kkj. þm. Benedikt Sveinsson þm. N.-Þingey. Bjarni Jónsson þm. Dalam. Björn Jónsson þm, Barðstr. Bj. Kristjánss. 1. þm. Gullbr.- og Kjósars. Björn Þorláksson 6. kkj. þm. Eggert Pálsson 2. þm. Rangæ. Einar Jónsson 1. þm. Rangæ. Einar Jónsson 2. þm. N.-Múlas. Eiríkur Briem 2. kkj. þm. Guöjón Guðlaugsson þm, Strandam. Guðl. Guðmundsson þm. Akureyr. Halldór Steinsen þm. Snæfell. Hannes Hafstein 2. þm. Eyfirð. Jens Pálsson 2. þm. Kjósar- og Qullbr.s. Jóh. Jóhannesson 1. þm. N,- Múlas. Jón Jónatansson 2. þm. Árnes. Jón Jónsson 2. þm. R.víkinga Jón Jónsson (frá Múla) 1. þm. S.-Múlas Opið brjef . til J. C. Raft og Erik Arnesen. [Eftirfarandi brjef sendijegþeim herr- um Raft og Arnesen áður en þeir fóru frá landi í gær kveldi, til þess að þeir gætu lesið það samtímis og lesendur þessa blaðs. D. Ö.] Reykjavík 15. júlí 1912, kl. 4 síðd. »Jeg fer heim«, sagði Vigfús á Hala í Mannamun; hann varkom- inn í bobba. Ferð ykkar hjeðan kemur flest- um á óvart. Safnaðarmenn ykkar sumir, sem sífelt voru með ykkur á samkomunum, sögðust ekki vita um ferð ykkar í gær, kl. 6—7 síðd. Ekki gat jeg vitað betur en þeir. Og til þess að ganga frá kæru- máli ykkar gagnvart mjer voruð þið þó hingað komnir. Við ýmsa hjer höfðuð þið sagt, að þið viss- uð ekki, hvenær þið færuð. Ykkur leist ekki á að hætta út í það, að leggja »Frækorna« málið í gerð eftir alt, sem á undan var gengið; teljið þá uppástungu mína »þýðingarlausa«; en sjálfsagt vitið þið, að gerðardómar alment eru taldir ágæt trygging þess, aö rjett- lætið nái fram að ganga; þið vitið, að langt um stærri og flóknari mál en »Frækorna«-málið hafa verið lögð í gerð; jafnvel stórmál ríkja á milli eru einatt útkljáð á þann hátt. | Þiö sjáið ykkar óvænna: Þið þorið ekki að leggja þetta mál í gerð, og þið færist undan íslensk um dómstólum, en þið vitið, að jeg er 'of fátækur maður til þess að sækja mál gegn ykkur erlendis, og er það, ef til vill, eina hróksvaldið ykkar. Nú lýsi jeg ykkur hreint og beint ósannindamenn að þessum »Fræ- korna«-áburði. Jeg á og hef alt af átt »Frækorn«. Það hef jeg sagt, og það segi jeg enn. Þið segist vera »fúsir« til þess aðkoma»með sannanir í þessu máli.« Jeg skoraá ykkur að gera það fyrir ísl. dómstólum. Hvortsöfnuðurinn vill sækja »Bet- els«-málið er ekki mitt að kveða á um; hann ræður þar sjálfur, en viss er jeg um, að rjettan málstað á hann gagnvart ykkur í því máli. Ósannindi þau, sem fram komu í fyrri staðfestingarumleitun O. J. Olsens, sem hann ómótmælanlega hefur gert sig sekan í, — kallið þjer »smávægileg aukaatriði«. Aumur er þessi þvottur á hr. Olsen! Og um leið bágborin mynd af ykkur sjálfum. Skuldir virðast vaxa fljótt hjá ykk- ur: Á fimtudaginn var þóknast ykkur að segja frá óuppgerðam milli- reikningi okkar, og eruð svo ósvífn- ir að »hjala« um að jeg skuldi sambandinu »fleiri þúsundir króna«. Nú eru þúsundirnar alt í einu orðnar »margar«! Hefðuð þið dval- ið hjer eina vikuna enn, er ekki gott að vita, nema þær hefðu orðið að miljónum!! Þjer, hr. Raft, eruð orðinn gleym- inn. Þúsundkróna-skuldbinding yðar til mín í fyrra er þó vottföst. Og samningsrofið við mig um prentun — sem auðvitað yrði mjer til inn- tekta talið að fullri upphæð samn- ingsins — nemur talsverðri upp- hæð. Þið vilduð ekki tala við mig í þetta sinn. Jeg skil það vel, að }ið ættuð bágt með að horfast í augu við mig, eftir að hafa brotið }á háðtíðlegu sætt, sem gerð var á safnaðarfundi 5. sept. 1911, þar sem alt sem okkur hafði borið á milli, skyldi dautt og grafið vera og aldrei framar minst verða. Og var þess unninn helgur eiður. Þið bjuggust við, að ykkur kynni að verða vísað burtu með lítilsvirðingu - á sama hátt og þjer vísuðuð konu minni burt eftir að hafa lofað henni samtali 3. júlí síðastl. og svikið það. Dylgjum ykkar um liitt og þetta sem þið þykist vera svo »náðugir« að þegja yfir, svara jeg því, að jeg hræðist alls ekkert frá ykkar hlið; meðan mjer er hægt að svara fyrir mig, mun skugginn falla á ykkur svartari og svartari, eftir því sem þið haldið lengur áfram. En einir til frásagna verðið þið ekki meðan jeg stend uppi. Fyrir þáskuld megiö þið og ætt- uð helst að koma með alt brjef stjórnarráðsins frá 10. júlí 1912. Hjartalag ykkar hefur ekki verið svo gott í minn 'garð þessa dagana, að þið hefðuð stungið undir stól því setn þið birtuð ekki, — hefði það verið mjer til vansa. Þið leitist við að telja almenn- ingi trú um, að úrskurður Stjórn arráðsins 3. apríl 1912(semeg he birt orðrjettarí), enga þýðingu hafi En sannleikurinn er þó sá, að með þessum úrskurði var þó leitt í ljós, að þessi »Frækorna« kæra gataldrei að sakamáli orðið. Þetta skiljið þið alveg eins vel og eg, þó þið viljið láta líta öðruvísi út í blaðagrein- um. Einu í grein ykkar í dag er jeg sammála: «Tíminn mun áreiðan- lega gefa almenningi tækifæri til þess að mynda sjer sjálfstæða skoð- un« á Sambandssöfn. og s. d. adventistasöfnuðinum. Jeg held að hann sje þegar búimi að gera það að miklu leyti. »Og ánauð vjer hötum, því andinn er frjáls, Hvort orðum hann verst eða sverðunum stáls«. David Östlund. P. S. Margt fleira mætti segja, en jeg nenni því ekki. Jeg skal láta sitja við að láta ykkur vita, að jeg þékki til, hvernig þið höguðuð ykkurmeð þessar tvær greinar ykkar, sem áttu að ríða mjer að fullu. Þið keypt- 1500 eint. af hvoru blaðinu til út- breiðslu og tókuð því um leið fram við útg. að ekkert orð frá mjer mætti vera í þessum tölublöðum, ekki einu sinni það að svarað yrði af mjer seinna. Hvort þeir mörgu, sem fá þessi þessi 1500 eint. af greinum ykkar fái nokkurn tíma' mín svör — á því berið þið ábyrgð. D. Ö. Frá Mexlko. iá norska rœðismanninum í Mexiko ---- Frh. jeg heimsótti norska ræðis- j manninn í Mexicoborg, Nikolai Fossum. Pað er áhugamaður, duglegur og áreiðanlegur. Hon- um á jeg marga skemtistund að þakka. Hann er starfsýslumað- ur mikill þar í borginni og selur norskar vörur. Hann býr í miðri borginni í Flamencos-götu 28, í gömlu og góðu spánversku steinhúsi. Þeg- ar komið er inn um víða hliðið, er sem komið sje í kastala. Ræð- ismaðurinn sagði líka brosandi, að hann mundi þola viku um- sátur innan víggirðinga sinna. Öll birta kemur ofan að og frá garðinum; á hliðunum eru engir gluggar. Víða eru veggskot fyr- ir líkneski guðsmóður. Svona eiga húsin að vera þar sem lýð- urinn er fingralangur og blóð- þyrstur. Útlendingar eru þar all ugglausir. í herbergjunum eiu þrjár Winchester-byssur og skot- færi nóg. Slík vopn hefir hvei einasti útlendingur fengið sjer þessa síðustu og verstu daga. Þegar svo er komið, mánærn o-eta, að viðskiftalífinu er hnekk- fr búinn og ekki all lítil). En menn vænta þess að úr öllu rakni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.