Vísir - 16.07.1912, Síða 2
V I S I R
SktWinifrecL
Ensk skólasaga
eftir
F. W. Farrar.
---- Frh.
Wilton fjekk bestu einkunn. Kenn-
arann furðaöi að vísu, hvernig á
þessu .stóð, því Wilton var ekki
vanur að standa sig svo vel. En
hann sá ekki við hrekkjum hans
og Wiiton fullvissaði hann alt af
um það, að hann fengi hvergi
hjálp.
Nú þótti Wilton tími kominn
til þess að draga fánann í fulla hæð,
— svo óheyrilega óskammfeilinn
var hann, að hann gekk með Char-
lie út úr skólastofunni, mælti flátt
og fagurt við hann, sem ekkert
hefði í skorist og tók loks í hand-
legg hans og leiddi hann. Nú var
Charlie nóg boðið. Hann vildi
ekki vamm sitt vila, kipti að sjer
handleggnum, nam staðar og horfði
beint framan í hann.
»Nú«, sagði Vilton, — »kjóstu
nú, vinir eða fjandmenn? Hvort
eigum við að vera?
Ef þú vilt fá mig til að svíkja,
ljúga og vera lubbamenni,—verð-
um við ekki vinir.«
»Gott og vel, mundu þá að vi&
erum fjandmenn, — en varaðu þig
á afleiðingunum, Evson litli. Má
jeg bara spyrja þig um eitt: ætl-
arðu að segja bróður þínum frá
þessu ?
Charlie Joagði.
»Nú, jeg sje að þú ætlar að
kjafta frá. Jæja, mjer er sama. Það
er þjer sjálfum verst!«
»Jeg skal þegja!« sagði Charlie
stuttur í spuna, og gekk í þungu
skapi inn í borðstofuna og hugs-
aði um vanda þann, er að höndum
fór.
Og þess var ekki lengi að bíða,
að hann fengi að kenna á afleið-
ingunum. Alt var honum gert til
meins og óþæginda. — Reynt var
að gabba hann og tæla á allavegu,
og er það tókst ekki, þá að svívirða
hann í orði og verki. Af því að
hann tók ekki þátt í drykkju með
þeim Noelítunum, heltu þeir víni
í rúmið hans, yfir höfuð honum,
í skyrtuna hans. Ekkert þýddi að
kvarta, því þjónustufólkið var keypt
til að bera Ijúgvitni ef á þyrfti að
halda. Eldri strákarnir börðu hann
og spörkuðu í hann, yngri strák-
arnir hæddu hann og smánuöu.
Charlie þoldi alt og þagði yfir
öllu. Loforð sitt brá hann ekki.
Walter vissi, að illa var með hann
farið, en fjekk engu að ráði til veg-
ar komið honum til hjálpar. Ken
kærði sig kollóttan um alt og skól-
inn var á fleygiferð niður á við.
Bliss var sá eini, er var Charlie
til nokkurs trausts og reyndi að
hughreysta hann, en bæði kennarar
og piltar höfðu horn í sfðu Bliss.
Hann reyndi að hjálpa Charlie á
marga vegu, en hafði engin áhrif.
Þeir Charlie festu með sjer trausta
vináttu er hjelst meðan Bliss var í
St. Winifred skólanum.
Noel kennari tók o.ft yngri dreng-
ina tali, sem hann gjarna vildi varð-
veita fyrir freistingum. En því
miður var hann gufa, sem ekkert
vissi hvað fram fór í húsinu.
Einu sinni sagði hann við Char-
lie: »Áttu nokkra vini hjerna í skól-
anum?«
»Ekki marga.«
»Einmitt það! Það er slæmtjjeg
vildi gjarna, að piltar yrðu vinir
æfilangt. Hjer eru margir snotrir
piltar, t. d. er nú harin Wilton.
Fellur þjer ekki vel við hann?
Hvarfús er hann og latur, en jeg
held hann sje besti piltur inn við
beinið.«
Charlie gat varla varist því að
fara að brosa, en þagði.
»Hverjum piltanna ertu samrýnd-
astur?« spurði Noel.
»Bliss!« svaraði Charlie undir
eins.
»Bliss? Hvað er nú að tarna?
Hver vegna gefur þú þig að hon-
um? Er hann ekki dutiungafullur
og heimskur?
Charlie var nú ekki á því. »Bliss
er besti náungi; bara að fleiri væru
hans líkar hjerna. Hann er perlan
í húsinu okkar og sáeini sem rjett-
ir mjer hjálparhönd þegar mikið
liggur við.«
Auglýsing.
Ný sölubúð opnast á
Laugaveg 12.
Hjermeð tilkynnist háttvirtum bæjarbúum og nærsveitamönnum
að jeg undirskriíaður byrja verslun hjer í bænum á Laugaveg 12,
og sel þar flest allar hinar smærri matvörutegundir, ásamt ýmsu
fleiru, sem nauðsynlegt er fyrir hvern mann og búanda, en sem
væri oflangt lijer upp að telja. —
Jegóska eftir viðskiftum við ykkur óg vonaþið gjörið svo vel að
líta inn í búðina og sjá, hvað jeg hefi á boðstólum og heyra hvað
verðið er. — jeg hefi verslað bæði vestan hafs og austan — og
hefi því töluverða reynslu í þeirri grein. —
Meginregla mín verður nú sem áður: Góðar og
vandaðar vörur, lítill ágóði og greið viðskifti, seinast
en ekki síst, gott og alúðlegt viðmót við alla. —
Virðingarfyllst
Jón O. Finnbogason.
Andersson
Horninu á Hotel Island.
Nýkomið
jög fjölbreytt fata-
efni
Ágætt tækifæri.
ir Alþingismenn og ferðamenn
í bænum.
Reinh.
m
fýr
Það er ekki þýðingarlaust að
heyra, hvað ræðismaðurinn segir
um horfurnar fyrir erlendan mark-
að í Mexíco fyrir ýmsar vörur í
framtíðinni — og skal því skýrt
frá orðum hans í fáum orðum.
(Hjer er það eitt tekið af um-
mælum hans, er fslendinga get-
ur varðað nokkru.)
Um niðursoðin matvœli er það
að segja, að hjer seljast ógrynn-
in öll af sardínum. Norskar sar-
dínur eru eins og kunnugt er,
talsvert minni en þær sem koma
frá Frakklandi og Spáni, og oft
er borið á móti því að það sjeu
sardínur. Aftur á móti eru stærri
tegundir, er nefndar eru »síld«
á einkennismiðunum, útgengi-
legri hjer, standast betur sam-
keppnina við Frakka og Spán-
verja. Enginn efi er á um það,
að liílu sardínurnar eru »fínni«
vara, en fjöldinn, sem er aðal-
viðskiftanauturinn, vill helst fá
sem mest að fyrirferðinni fyrir
lægsta verð.
Mikið er selt af niðursoðinni
mjólk. En einkum eru það þekkt
firma, er hana selja. Ný firma
gæti eflaust úrvegað sjer markað,
en þá mega þau hvorki spara
meðmæli nje auglýsingar í fyrstu
eins og hin eldri gerðu.
Norskur saltf'skur fæst alstaðar
í Mexico. Og ástæða er til þess
að ætla, að hann rými saltfiski
annara landa þar út framvegis.
Þó er víða kvartað um, að salt-
fiskurinn geymist illa og kaup-
andi megi altaf búast við tapi
vegna skemda. Útflytjendur salt-
fisks ættu að gefa þessu gaum,
því ágerist þetta, er markaðinum
norska þar hætta búin. Þjóð-
versk verslunarhús eru milliliðir
við söluna. Bein salafrá Noregi
á sjer ekki stað.
Borgunarskilmálarnir hafa vald-
ið þeim mestum örðugleikum,
er byrjað hafa starfsýslu í Mexico.
Frh.
Enskar
húfur
Afar stórt og
fjölbreytt úr-
val. Meirá en
áður hefur
komið í einu til borgarinnar ný-
komið á
Hornið á Hotel Icland
Reinh. Andersson
»Jæja, það gleður mig að þú hefur
fundið vin, Evson!« sagði Noel
góðlátlega.
— Meðal annara reyndi Bliss að
vekja Ken og kvarta við hann um
meðferðina á Charlie. En Ken var
kæruleysið sjálft, — hann svaraði
illu einu og sýndi Bliss þótta og
lítilsvirðingu, Og þó bar hann und-
ir niðri virðingu fyrir drenglyndi
og hreinskilni hans. Hann fann að
jafnvel Bliss, sem allir litu horn-
auga til, var sjer fremri að mann-
kostum og öllu góðu. Hann gat
ekki brotið odd af oflæti sínu og
satt að segja leið honum verst af
öllum piltum í St. Winifred skólan-
um.
Frh.
Í/Ílílíktlirnar viðurkendu, ódýru, fást
LtlhhiolUl Udl ávalt tilbúnar á Hverfis-
ötu gö.—Sími 93.—HELGI og EINAR,
Líkkistur og
líkklæði
er best að kaupa í verksmiðjunni
á Laufásveg 2 hjá
EYVINDI ÁRNASYNI.
Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna.
Útgefaridi
Einar Gunnarsson, cand. phil.
Östlunds-prentsmiðja.