Vísir - 20.07.1912, Qupperneq 1
350
18
ew nýar °g eam,ar fást'
Kartfoilur vöruhús.nu
Austurstræti 10.
"0\s\v
Föt og Fataefni Slaufur mesta
úrval. Föt saumuð og afgreidd á. 12-14 tímum.
Hvergi ódýrari en í ,DAGSBRÚN‘. Sími 142.
Kemur venjulega út kl. 12alla virkadaga.
Afgr.í suðurenda á Hótel ísl. HV2-3og5-7
Laugard. 20. júlí 1912.
Háflóð kl.9,34 ‘ árd. og kl. lOIsíðd.
Háfjara hjer um bil 6 st. 12‘ síðar.
Afmceli.
Frú Hólmfríour Björnsd.
Frú O. Hanson.
Eyþór Oddsson slátrari.
Á morgun:
Póstar.
Perwie fer í strandferð.
Ingólfur fer til Straumfjarðar og Akra
og kemur aftur.
Sterling kemur frá Breiðafirði.
Ceres kemur frá útlöndum.
Póstvagn kemur frá Þingvöllum.
Þinghúsgarðurinn opinn
sunnudaga kl. 1—21/2
Af því verið er að mála »Bet- j
el« verða ekki haldnar þar
sunnudagssamkomur fyrst um
sinn.
O. J. Olsen.
Líkkisturnar
viðurkendu, ódýru, fást
ávalt tilbúnaráHverlis-
ötu gó.—Sími 93.—HELOl og EINAR,
1
Ur bænurrL
Sterling fór í fyrrakveld til
Stykkishólms og Flateyjar og með
því frú Einilia Lorenge frú Ouð-
rúnClausen, ArreboeClausen mál-
ari, Lúðv. Hafliðason kaupm. frú
Ingibjörg Johnsen ungfrú María
Þorvarðardóttir.
Skúli fógeti koin í gær hafði
verið úti 2 daga, og fiskað um
3000.
Flóra fór fimtud.kv. norður um j
land og með henni sr. Matthías j
ochumsson og Elín dóttir hans,
frú Agústa Bjarnason og frk. Emilía
dóttir hennar, Júlíus Havsteen cand.
jur. og frú, Rögnvaldur Ólafsson
húsameistari, bræðurnir Skúli og
Vilhjálmur Skúlasynir kaupmenn á
ísafirði, frú Unnur Benidiktsdóttir frá
Húsavík, ungfrú Katrín Thorodd-
sen, Friðþjóíur Thorsteinsson, Böð-
var Jónsson cand. jur. og frú, marg-
ir Hjálpræðishersrnenn.
Frá alþingi.
Neðri deild.
4. fundur 19. júlí.
Á dagskrá voru:
1- Færsla þingtímans.
2. Símakerfin.
3. Vestmanneya-símakaup.
Sig. Sig. búfr. reis upp örðugur
gegn 1. frv. í því er gjört ráð fyrir
því, að þing byrji 1. virkan dag í
júlím., og hafði ráðherra mælt með
því nokkrum orðuni, einkum vegna
háskólans, sem þarf að hafa hús-
rúm í þinghúsinu á vetrum. En
S. S. kvaö vetrarþing hentugri öllum
nema »höfðingjum«. Engu skiftir
þó herbergm niðri sjeu notuð í
þarfir háskólans um þingtímann, þau
hafi áður verið bókaherbergi Iítið
notuð síðan í þarfir þingsins, nema
til flokksfunda, en þeir væru óhollir
25 blöð frá 1. júlí kosta: Áskrifst.50a. Skrifstofa í Pósthússtræti 14A. Venju- Langbesti augl.staður í bænum. Augl.
Send út um landóO au. — Einst. blöð 3 a. lega opin kl. 8—10, 2—4 og 6—8. sjeskilað fyrir kl.3 daginn fytir birtingu.
mr UPPBOÐ tn
verður haldið í dag, Iaugardag 20. júlí við pakkhús »Thore* fje-
Iagsins í Kolasundi.
Selt verður: c. 30 pokar hveiti, 1 kassi sólskinsápa, nokkrir
pakkar af striga (umbúðum) o. fl. sem skemst hefur á leið hingað til lands
Uppboðið hefst kl. 5 síðdegis.
samsærisfundir, þar lem talað væri
um ímynduð vjelráð mótstöðumanna
og hagsmuni einstakra flokksm.
(Forseti: Þetta eru ekki þingmann-
leg orð). (Sk. Th.: Þetta er ekki
ræða fyrir háttv. kjósendur.) — Þá
kvaðst ræðum. hafa heyrt sagt að
þingið mundi tefja fyrir störfum há-
skólans. Ef svo færi þá kæmi það
at stjórnleysi þar. Kvað frv. óhentugt
bændum og sjómönnum. (Ráðherra:
Sjómönnum?) Kvaðst skilja að
kennurum kæmi illa vetrarþing, en
þeir einstöku menn yrðu að lúta
fyrir heilum stjettum, -—• Það hefði
flogið fyrir, að í samb. við þetta
ætti að hækka dagkaup þingm., en
ekki vildi hann frv. ef þetta væri
ein aðalástæðan. Vonandi að það
yrði fellt.
Ráðherra kvað hann haía mik-
ið erfiði við að ráðast á svo Iítið
frv. og kvaðst ekki hafa vitað að
svona brandur væri hlaupinn í hann.
Frv. sje óhjákvæmilegt, nema S. S.
vilji útvega okkur háskólahús hið
allra fyrsta. Hann hafi engin rök
fært, en talað um þjóðarvilja,' sem
ekki sje til í því efni. Bændastjett-
in sje þar skift, margir segist helst
vilja vera burt í júlí og ágúst,
kvaðst minnast þess um föðursinn
o. fl. Hjelt að enginn tími væri
verri, en sá, sem nú er ákveðinn,
enda sumarþing haldin hjer álandi
frá 930 alla tíð. Fáir af þeim bænd-
um, sem bjóði sig fram muni ann-
ars standa við oriið (S. S. Jú.) (Bj.
J. fr. V.: Ekki eru þeir einyrkjar),
E i na r J ó nsso n. Tók í sarna
streng og S. S. Sagði sumartím-
ann dýrmætann bændum. Vissi
ekki hvort það væri rjett, sem haft
væri eftir L. H. B. að hann yrði
landinu 15 þús. kr. ódýrari. Því
hafi verið haldið fram þegar há-
skólinn var stofnaður, að hann þyrfti
ekki að reka sig á þinghaldið. Von-
aði að frv. lifði ekki lengur en
þenna kl. tírna.
J. Ól. kvað sjer fyrir sitt leyti
standa á sama um þetta, en ekki
rjett hjá S. S. að frv. hafi fallið við
lítinn orðstír í fyrra, flestir þáverið
á því, að breyta til, en bara ekki
getað komið sjer saman um tím.
ann. — Vetrarferðalög ekki einung-
is dýrari, heldur og hættulegri vegna
hafíss, Á vetrarþingum liefðu verið
vandræði að fá sæmilega þingskrif-
ara. Satt, að söfnin sjeu nú á burt
úr húsinu, en háa loítið sje fult af
bókum alþingis oghitapípmn. Vand-
ræði, að þurfa að halda nefnda- og
flokkafundi úti í bæ, þar eð bóka-
kosturinn er allur hjer. Fjarstæða
að sjómönnum sje vetur hentari
en sumar, enda fátt um þá á þingi,
sem vanræki fyrir það sjómensku.
— Þm. lausari við störf á vetrum
vegna skemtana — menu megi brosa
að því, en satt sje það. — Alment
sje kjósendum sama um tímann,
bara að þing sje háð, og það þeg-
ar þm. hentar best, en þeim sje
ekki sama um 15 þús. kr. sparnað.
Pjetur Jónsson var með frv.
Sagði sína reynslu að haust og vor
væri best að vera að heiman. Þessi
tími því góður, ef þing dregst fram
á hausí. — Annars ætti að launa
þm. svo, að þeim sje skaðlaust að
fara að heiman, þótt það sje ekki
gjört nú. Og þótt mest tillit sje
tekið til bænda, þá megi ekki úti-
loka aðrar stjettir. Það hafi kjós-
endur sjálfir úrskurðað með þvf að
kjósa menn af þeim þing eftir þing.
Jón Jónssonsagði að hávaðinn
frá þinginu mundi gjöra kenslu því
nær ómögulega í húsinu.
Málinu var vísað til 2. umræðu.
Um annað málið gat ráðherra
þess, að það hefði dagað uppi í e.
d. í fyrra. Með því frv. ætti að
vera girt fyrir það, að þingm. ot-
uðu hver sínum tota í símamál-
um. — Annars væri þess að geta,
að rjett áður enn hann fór með
það á ríkisráðsfund hefðu verið haf-
in mótmæli gégn því þar ytra, ein-
hver sagt að 9. gr. þess mundi
koma í bága við gjörða samninga
við St. Norr. ritsímafjel. (í 6. gr.
er heimild fyrir Iandstj. til þess að
láta reisa loftskeytastöð í R.vík til
sambands við útlönd.) En ráðh.
kvaðst vona að það fjel. gerði sig
ánægt ineð þetta, því aðal höf. fr,-
varpsins, Forberg, hefði talað við
stjórn þess um þetta áður. — í öðru
lagi mundi stjórn Engl., seni eigi
mikið í símum þeim, er tengja
Danm. við umheiminn, þykja nóg
um svo víðtækt símasamd. hjeðan.
Og í 3. Iagi kynnu sumir að líta
svo á, sem þetta heyrði til sameig-
inlegu tnálanna. Kvaðst eigi hafa
haft tíma til að svara þessum mót-
bárum öðru en því, hann skyldi
leggja það til við alþ., að Iaga frv.
sanikv. samninguin, en óskað allra
skjala hingað, er málið snertu, þau
sjeu sum ókomin enn. Vísaði til
stjr. um upplýsingar.
Málinu var vísað til 2. umr. og
sett 7 m. nefnd í það.
Einar Jónsson. Jóh. Jóhannes-
son. Halld. Steinsson. Jón Magnús-
son. St. Stefánsson.
Um 3. málið urðu umræður
Bj. Kristj. hafði það á móti því
að þessum síma væri hættara við
skemdum en öllum öðrum og væri
því best að láta hann sýna sig áður
hann yrði keyptur, enda landssjóður
ekki við þeim fjárútlátum búinn.
J.Ól. kvað hræfuglabragð af því að
vilja fyrst ekkert styrkja Vestmey. til
þess að koma upp sfmanum, en taka
hann svo strax af þeim, er sýnt
væri að hann bæri sig.
Jón Magn. hvað kjósendum sín-
um símann síður en eigi útfalan, en
kvaðst þó ekki geta varið það, að vera
á móti þessu frv. fyrir landsins hönd,
með því að það græddi á kaupun-
um. Vonaði þó að ekki yrði tekið
af Vestmey. það sem þeir hafa þegar
grætt á símanum fram yfir venjul.
sparisjóðsvexti.
Málinu var vísað til nefndarinnar
í næsta máli á undan. Næsti fund-
ur í dag kl. 12.
Dagskrá:
1. Viðaukalag um verslun og veiting
áfengis.
2. Eftirlit með þilskipum og vjela-
bátum.
3. Æðsta umboðsstjórnin.
Alt 1. umr.
4. Till. til þingsályktunar um síld-
veiðaaftirlit útlendingu nyrðra.
Efri deildar dagskrá í dag:
1. Vatnsvðita á Sauðarkrók.
Dr. Svend Hedin hefur
verið rekinn úr Iandfræðisfjelaginu
rússneska fyrir ritling hans, þar
sem hann reynir að sanna, að Rúss-
ar ætli sjer að ráðast á Svía. Ritl-
ingurinn og þessi atburður hefur
vakið mikla eftirtekt.
Maurice Maeierlinck, sá
er fjekk síðast bókmenta-verðlaun
Nóbels, hefur hlotið frakknesku
bókmenta-verðlaunin fyrir leikrita-
smíði. Verðlaunin fær hann fyrir
heimsfræga æfintýraleikinn»Bláfugl«.
Þetta eru þriðju verðlaunin er hann
fær.
Marmari í Spitsbergen.
Frá London er nýlega farið skip
til Spitsbergen með þrjátíu mönn-
um sem eiga að vinna þar í mar-
maranáinu mikilli. Skipið hafði
og 4 hús tilhöggvin sem þar á að
reisa.
TAPAD-FUNDIÐ^
4 silfurskeiðar og plettskeið
fundið í Laugarnesi.
Budda með peningum tapaðist
fráZimsensbúð á leið upp Hverfis-
götu að Laugaveg 12. Skilist í
afgr. Vísis gegn fundarlaunum.
Brjóstnál úr gulli með tveim
tönnum töpuð á leið frá Laugar-
nesi. Skilist á Apótekið.