Vísir - 20.07.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 20.07.1912, Blaðsíða 2
V I S I R Frá Mexiko. ,Eldyatn‘ Mexikómanna: Pulque Þjóðarbölið mikla. Margt er eftirtektarvert og undr- unarefni í borginni Mexikó. Nám- fús ferðamaður, sem ánægju hefur af fornfræði, getur aukið þar þekk- ingu sína í mörgum greinum, því margt ber þar óvænt fyrir augu og eyru. í þjóðmenjasafninu sjer hann alla kynjasögu ríkisins opna eins og minnismörk yfir blóðhitanum, blóð- þorstanum og grimdinni, en einnig yfir stórkostlegri, ríkri fegurðarþrá. Þessir voldugu minnisvarðar eru menjar Aztekanna og Toltecanna, fornþjóðanna í Mexikó á löngu liðnum öldum, — þeir vísa oss inn í myrkur, þar sem óljóst grillir í forna speki Mongólanna og mynd- letur Egypta. Blótsteinninn frægi þar sem Aztekarnir slátruðu óvin- um sínum og rifu úr þeim hjört- un, og tímatalssteinninn varpa ein- kennilegum bjarma á kynflokk, sem virðist hafa komið fram á tíma- mótum þeim, er austræn og suð- ræn menning runnu saman. Ef lengi er gengið og leitað vel í kirkjum borgarinnar, getur hittst á dýrmæt málverk eftir Murillo*). Vert er og að aka til Tacuba, og sjá trjeð, sem Fernando Cortez, blóðhundurinn hrausti, grjet undir, *) Bartholomé Estiban Murillo. spán- verskur málari, 1617—1'82, — málaðí einkum biflíumyndir og atvik úr götu- lífi í spánskum borgum. Var einhver hinn mesti litbrigðameistari í heimi, - Þýð. — þegar íbúarnir höfðu veitt honum ráðningu. Ferðamenn ættu líka endilega að fara um K/gn-skurðinn í Tlalpam, þar sem vatnið streymir krystals- tært um trjágöngin löngu, eða San Angel-gistihúsið, sem ergamaltklaust- ur breytt í nýtísku gistihöll og um- hverfis bústaðir auðkýfinga milli blómgarða og fegursta gróðrarlífs. Og sje manni ekki mjög sárt um líf sitt, er rjettast að fara til Amecameca, undur-fagra þorpsÍHs í forsælunni af Popocatepetl.*) En bæði í þessu þorpi og í Cuernavaca sem kallað hefur verið Ódáinsakur Mexíkóríkis, er nú sem stendur höggormur, sem er hættulegri en biflíuhöggormurinn gamli. Það er Zapata, stigamaðurinn, sem Iifir á því að ræna járnbrautarlestir þær, er voga sjer yfir fjallið hjá Tres Maria. Að vísu veit jeg það, að góðar, leiðbeinandi ferðamannabækur eru gefnar út og margan fróðleik er þar að finna um þjóðina og land- ið. En flestum mun þeim, er ekki dvelja í landinu langvistum, sjást yfir skuggann, sem >eldvatniðc kast- ar á íbúana og voöa þann sem af því stafar innbornum Mexíkómönn- um. »EIdvatnið« pulque er andinn illi í sögu Indíánanna, háskadrykkurinn, sem veldur ánægju og æði, freyðandi eitrið hannar Circe**), sem breytir mönnum í svín. Menn geta lengi átt heima í Mexiko áður en þeir verða þess varir að eldvatnið sje til. Það er ekki veitt *) Fjall í Mexikó, 5452 stikur á hæð í suðaustur frá Mexíkóborg. — Þýð.— **) Circe galdranorn á eynni Aia, sem breytti fjelögum Odysseifs í svin. Sjá Hómer Odyseifskvæði. — Þýö. — á bestu og dýrustu gistihúsum. Það er selt og drukkið í útkjálkum bæj- arins, í skuggahverfunum, þar sem fátæktin á heima, í afkimunum, þar sem óþrifnaðurinn er mestur og bólan deyr aldrei út. Þar rennur eldvatnið sem grugg- ugur straumur illra hvata og vilja- deyfandi eitur saman við letiblóö Mecikómannsins. En enginn sjer glöggt, hve voða- legt þetta þjóöarböl er, fyrri en hann hefur reikað um verkmannahverfin á sumardegi. Ekki er það áhættu- laust að koma á eldvatnsknæpurnar þegar drykkurinn rennur þar í straumum, því þá er rauði maður- inn eins og grimmur urrandi rakki við alla sem ljósari eru á hörund. En sleppi komumaður heill á hófi úr greipum hans, hefur hann fengið ljósari þekking á sálarsaurgun þjóð- arinnar. Ótrúlegt er það, en hagskýrslurnar sanna það samt, að daglega eru drukknir 500000 pottar af eldvatni í Mexikoborg. Járnbrautarvagnarnir mikluflytja það þangaðúr nágrenninu þar sem maguey jurtin vex á margra ferrasta frjóengi. Um uppruna eldvatnsins er þetta í frásögur fært: Á síðara helmingi 11. aldar á ríkisstjórnarárum Tolte- canna, rjeð sá konungur ríkjum í Mexicó, er Tepaucaltzin hjet. Einn af helstu höfðingjnm hans. Papautzin að nafni, varð þess vísari ein góðan veðurdag, að í agave-tegund þeirri er maguey heitir, er bragðgóður vökvi. Hann varð svo glaður við þessa uppgötvun, að hann sendi dóttur sína, Xochlit hina fögru, til konungsins til þess að gefa honum að bragða drykkinn. En það hefði hann aldrei átt að gera. Því þegar eldvatnið fór að svífa á konung fór hann að verða helsti fjörugur, tók stúlkuna fallegu traustataki og lokaði hana inni. Hann gat son við henni, sem drap föður sinn, er hann varð fulltíða og settist sjálfur að völdum. En upp frá því áttu Toltecarnir sjer ekki viðreisnarvon. Eldvatnið eyðilagði forna ættstofninn svo hann varð Aztekunum að bráð og Mexikómenn voru frá því ofur- seldir ófriði og styrjöldum. Það er lærdómsrík saga, er ætti að kenna hverju skólabarni í Mexiko. Því er nú ver, að Iítt er um skóla- menntun þar í Iandi; 50% af 15 miljónum Iandsbúa kann hvorki að Iesa nje skrifa. En lífið sjálft ætti að kenna þeim hvað til þeirra friðar heyri. Áhrif eldvatnsins leynast ekki, — þau eru auðsæ í þjóðareinkennunum, — eld- vatnið er gerefni allra innbyrðis óeirða. Það örfar stigamennsku- fýsnina, það er verkfærið í hendi þess sem meira má sín, til þess að ná tökum á öðrum veikari og nota hann til illverka. Og þegar skríll- inn veður við og við inn í Mexíkó- borg, með eitthvert byltingarslagorð- ið á vörunum, þá Ieggur af honum eldvatnslyktina. Hvað er þá þetta »eldvatn« ? Það er búið til eins og áður er að vikið, úr maguey-jurtinni, sem er risavaxin agavejurt af aloe-ætt- inni, og vex á afarvíðlendum svæð- um víðsvegar í Mexíkó. Stöngull- inn er stuttur og mjög digur eins og á öðrum agövum og ganga út frá honum eins og stór stjarna alt að 2 stikna Iöng blöð randtennt og eru þau alt að 20 sentimetra breið og 10 sentimetra þykk. Þegar jurtin blómstrar, eru enda- knappanir skornir af; í stöngulinn myndast hola, sem mánuðum saman fyllist stöðugt sætum safa, svo mjög að úr einni einustu jurt fást alt að því 2000 lítrar. Frh. Nokkur blöð af Vísi NOo 61 verða keyptá skrifstofunni fyrir 25 au. ef þau eru vel hrein. Nærföt hvergi betri en hjá Reinh. Andersson Horninu á Hotel Island. L.JOSASXIFTI NÝJAN LJÓÐFLOKK UM KRISTNITÖKUNA Á ÍSLANDI ÁRIÐ 1000 les Guðmundur Guðmundsson frá ísafirði í Bárubúð á laugardagskveld 20. júlí kl. 9. AÐGÖNGUMIÐAR á 50 aura eru seldir í bókaverzlun ísafoldar og við innganginn. á Jfc.^.^atttúeseus Botnvörpuskip til sölu. Folio 1109. — 139 feta. — Byggður 1906. Lloyds-þrí-gangs vjelar 67 fullk. hestaöfl 10 mílur á kl. tímanum með lítilli kolaeyðslu. Folioll03. — 130 feta. — Byggður 1911. Lloyds-þrí-gangs vjelar, 75 fullk. hestaöfl. 10 mílur á kl. tímanum með 6 tonna brúkun á sólarhringnum. — Hvalbak. kola- Folio 1078.—130 feta—-Byggður 1904. Lloyd þrí-gangs vjelar 70 fullk. hestöfl. IOVj mílu á klt. 6 tonna kolabr. á sólarhr.— Hval- bak. Lágt verð. Foilo 1063. — 120 feta — Byggður við endir ársins 1901. Lloyds þrí- gangs vjelar. Árið 1908 voru vjelarnar teknar úr skipinu og fullkomlega endurbættar — þá var einnig núverandi ketill, sem var að mestu leyti nýr 1905, settur í skipið. Kostuaður um 36 þús. krónur. Endurbótin með tillögðum Acetylen Gas- tækjum kostaði í heild sinni allt að 50 þús kr. Foilo 1073. — 100 feta — Byggður af járni 1891 til Lloyds, C. S. C. vjelar, 45 fullk. hestöfl. Nýr ketill innsettur við enda ársins 1909 er þoldi 120. c. pda. n. þrýsting. Mikið nýtt 1911. Nýr skrúfu ás 1909 Lágt verð. Viðvíkjandi frekari upplýsingum, uppdráttum o. s. frv. snúi lysthafendur sjer til Sharp Brothers, Baltic Chambers Newcastle-on-Tyne, sem hafa til sölu allskonar fiskiskip. Símnefni: »Speedy«, Newcastle-on-Tyne. Scotts Code. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. — Östlunds-prentsmiðja. A Sauðakjöt og slátur fæst í dag og framvegis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.