Vísir - 31.07.1912, Síða 4
V f S I R
gera!« sagði Walter óttasleginn
þegar hann sá bróður sinn allan
blóðugan og bláan.
»Það voru bara áflog. Jeg gat
ekki sloppið frá þeim, Walter!
— Wiiton barði mig af því jeg
sagðist hafa sjeð Penn stela glas-
inu«.
»Ertu viss um, að þjerhafiekki
missýnst?«
»Já, sannfærður!«
»Nú jæja! Þá verður að leita
á Penn,« sagði Walteralvarlegur.
»Bíddu við«; sagði Power. »Jeg
er viss um að Penn snýr vösun-
um, ef við biðjum hans þess með
góðu«.
»Nei, það verður nú ekki af
því!» ságði Penn reiður og gram-
ur.
»Úr að því Kenrick hefur tekið
málstað þinn, spyr jeg þig þá,
hvort þú vilt að hann eða jeg
rannsaki vasa þína?«
»Hvorugur!«
»Jæja, gerðu það þá, Hender-
son!«
Hreyfingar varð vart með pilt-
unum' eins og þeir ætluðu sjer
að koma í veg fyrir þetta. En
áður þeir gætu nokkuð að gert,
hafði Henderson gripið um báða
úlnliði Penns og Whalley tók úr
hægri vasa hans fallegt Kölnar-
vatnsglas og hjelt því á lofti.
Steinþögn varð á svo ekki heyrði
stun nje hósta, er þessi áþreifan-
lega sönnun kom í ljós, en Power
tók til máls:
»Penn! þú ert sannurað sök á
því að hafa logið og stolið. Hvað
verður um St. Winifred, ef piltar
fara slíku fram? — Hvaða refsingu
skal hann fá?« spurði hann og
sneri sjer til umsjónarmannanna.
»Vandarhögg, hjerna undir eins
þar sem hann er staðinn að verk-
inu«, sagði Walter. »Yngri pilt-
arnir þurfa að sjá, hvað slíkt hefur
í för með sjer«.
»Rjett er það, — Symes, sæktu
prikið!«
»Þú snertir hann ekki!« hróp-
aði Kenrick. »Þú áttir ekkert
með að leita á honum!«
»Jeg ber hann samt, Kenrick.
Vill nokkur varna mjer þess?«
»Já, við!« hrópuðu margir og
bar þar mest á þeim Harpour og
Mackworth.
»Viljið þið koma í veg fyrir
það með ofbeldi?*
»Já.«
»Og þú hvetur til þess, Ken-
rick?«
»Já, svei mjer þá,« sagði hann
og hafði nú mist #lla stjórn á
sjer.
»En jeg verð nú samtaðberja
hann, það er blátt áfram skylda
mín!«
»Ogjegræð ykkur til þess að
skifa ykkur ekkert af því,« greip
Walter fram í, »þetta verður að
vera og skal verða!«
»Harpour!« sagði Franklín.
»Mundu það að samstundis og
þú beitir ofbeldi, er jeg einn fjand-
manna þinna«
»Og jeg líka æpti Bliss, ogtók
sjer stað gegnt Power, en fjöldi
pilta flykti sjer um umsjónarmenn-
ina til að aðstoða þá ef á þyrfti
að halda.
Symes kom með prikið. Power
greip það, og einn umsjónar-
manna hjelt fast um báða hand-
leggi Penns. Við fyrsta höggið
ruddust fimtubekkingar allmargir
fram, en urðu skjótt nndan að
hörfa, því allfast var tekið á móti,
og Harpour hnje niður endilang-
ur fyrir höggi er Franklín gaf
honum. Kenrick var einn þerra
er óðu fram. En hann varð ekki
lítið forviða og sneyptur þegar
Walter greip í axlir honum því
hann var þeirra sterkari, hjelthon-
um blýföstum og mælti lágt en
fast: »Fyrirgefðu að jeg geri þetta,
Kenrick! En þú myndir síðar
iðrast þessa og sú kemur tíðin,
að þú þakkar mjer fyrir það sem
jeg geri.« Frh.
)
Ur bænum.
Samsæti var Jóhanni skáldi Sig-
urjónssyni haldið í gær í Iðnó af
hálfu hundraði skólabræðra hans
og vina,
Skálar margar, gleði góð og aílir
ánægðir.
Austurstræti er nú byrjað að
rífa upp til steinlagningar.
Trúlofuð eru Oddur Hermanns-
son fógetafulltrúi og og ym. Þóra
Magnússon.
Dr. Helgi Pjeturss. er nýlaga
farinn í jarðfræðisrannsóknarferð
austur um sýslur, sjerstaklega um
jarðskjálftasvæðið.
Gefin saman í dómkirkjunni í
gærkveldi Júlíus Stefánsson disponent
frá Kaupmannehöfn og ym. Elín
Stephmssen (landshöfðingja).
Kristján Þorgrímsson consul
og Matthías Einarsson læknir eru
nýlagðir upp í skemtiferð um
Breiðuvík og kringum Jökul.
TAPAD-FUSSSDIBl
Gummihringur af barnavagni
tapaðist frá Stýrimannastíg 7 að
Hlíðarhúsum. Skilist á Bergstaða-
str. 9 B._______________
LEIGA
Ágæt stofa til leigu með sjer-
inngangi. R. v. á.
Til íeigu 1. okt. 5—6 herbergja
íbúð í Miðstræti 5.
Lárus Benediktsson.
KAUPSKAPUR ^
Hænsnahús til sölu. Upplýs-
ingar Laugaveg 27 B.
KLÆÐ AVERKSMIÐJ A
CHR. JUNCHERS
RANDERS.
Sparsemin er leið til láns og velgengni.
Þessvegna ættu allir sem vilja fá gott
og ódýrt fataefni (einnig færeyisk húfu-
klæði) og vilja fá að gera ull sína og
gamlar ullartuskur verðmætar, að skrifa
Klæðaverksmiðju Chr. Junkers í Randers
og biðja um fjölbreyttu sýnishornin,
er send eru ókeypis. — Qetið Vísis.
Útgefandi
Einar Gunnarsson, cand. phil '
Östlunds-prentsm. ,
ÖR
Hvítt01
01 ið má ekki geyma
of miklum hita
nje kulda
mM
»•••••••••*
•••••••••••
Hvítt
öl
\ fl. 012
1|2 fl. 0,08
Ekstrakt
Öl
fl. 0.12
Fæst hjá
Luðvig Hafliðasyni j Vesiurgötu 11.
Konfektbúðinni j Austurstræti 17.
Versluninni .Frón’, Lauea»eE24.
Marteini Einarssyni, Lauga»eg 44
Takið eftir!
1 LÁEU8 LÁEUSSON
m 5 LAUGAVEG 5
D Þar verða allar vörur seldar með
15 til 20°/o afsíætti frá 1, tll 10. águst
að báðum dögum meðtöldum.
NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ.
Lúðrafjelag
Reykjavíkur
fer skemtiferð sunnudaginn 4. ágúst upp að Saurbæá Hvalfjarðarströnd.
Farseðlar verða seldir hjá kaupmanni Nic. Bjarnasyni.
Nánar á götuauglýsingum.
HLAÐNAR PATRONUR
góðar og ódýrar
í verslun
ESNARS ÁRNASONAR.
Ingólfur fer til Borgar-
ness í íyrramálið kl. 61j2.