Vísir - 02.08.1912, Blaðsíða 4

Vísir - 02.08.1912, Blaðsíða 4
V I S 1 R Ályktar orð. í 1.--3. greinum stöðulaganna, sem Danir hafa sjálfir sett Og ei u því bundnir við, á mál- staðr vor það vígi, sem óvinum er ílt að sækja — já, sem aldrei verðr sótt, meðan verjendr eru ein- arðir og beita vopnum af viti. Frá þessum iögum átti sjálfstæðisæsing- in að leiða athygli þjóðar íslands og—hún hefir gjört það! Að véla ísland i eyðleggingu og glötun með skuldum mun tkki vera >alment málefni ríkisins* (Rigetsal- mindelige Anliggende*) í skilningi stöðulaganna, eða í nokkurum skiln- ingi aö heldur. .Vér sjáum í þeirri ráðstöfun ekki annað enn stórbrot á lögum Guðs og manna. Eiríkur Magnásson. Nýa Bíó. Herra ritstjóri. Leyfið mjer með örfáuni orðurn að svara hinni nýu ókurteisi P. Brynjólfssonar í minn garð í »Vísi« 29. júlí. Jeg vil fyrst birta vottorð með- spilenda minna, sem sýnir, að P. Brynjólfsson er ekki sjálfnr fær um að dæma uin hvað er kurteisi: Hjer með vottum vjer undir- ritaðir, að enda þótt Pjetur Brynj- ólfsson með miður kurteislegutn hætti færi fram á við okkur og P. Bernburg að spila á aukasýn- ingu í Nýa Bíó, þá skoruðumst við engir undan því, þó oss bæri ekki skylda til þess. Reykjavík 20. júlí 1912. Vilhelm Stefánsson. Jón fvarsson. ímyda jeg mjer, að ekki þuríi frekari sannanir um þetta. Annars játar P. að hann hafi ekki haft rjett til að skipa okkur að spila en fer í kringum sannleikann, þar sem hann gefur í skyn, að hann hafi fengið annan til að spila af því jeg hafði verið búinn að segja upp! En jeg hafði ekki sagt upp pláss- inu fyr en frá 1. ágúst en hann sagði mjer upp frá 12. júlí — auð- vitað í óleyfi. Að öðru leyti álít jeg að það sje jafn satt hjá P. B. að hann sje aðaltnaður fjelagsins, og það að þeir sem þekki mig telji hann hepp- inn að vera lausan við mig, og er hvorttveggja sami heilaspuni sjálfs hans. P. O. Bernburg. Sjálfblekungar Waterman’s Ideal eru bestir fást hjá Sig. Guðmundssyni Hafnarstr. 16. Taða fæst í Sauðagerði. TAPAD-FUNDIÐ 10 kr. seðill tapaður. Skilist gegn fundarlaunum til Garðars Gíslasonar Hverfisgötu 12. LEIGA Hús fyrir 50—70 hesta afheyi er til leigu á Spítalastíg 6. Östlunds-prentsm í-ia— — —- ---....... i fjarveru tninni 1.—13. ágúst gegnir hr. Sæmundur Bjarnhjeðinsson læknir embættisstörfum mínum. Jón H. Sigurðsson hjeraðslæknir. gegn flestum hættum fyrir lægst gjald The British Dominion Insurance Co., London, gefur kost á vátryggingu húsa og lausafjár (verslunarvara og húsgagna) með óvanalega góðum kjörum. Mannheim Insurance Co. Mannhei m býður ódýra vátryggingu á sjó.. The Scottish Metropolitan Insurance Co Edinburg, tekst á hendur lífsábyrgð með óvanalega góðum og fjölbreyttum kjörum, Nú ættu engir lengur að draga að vátryggja gegn fiestum hættum fyrir lægst gjald Frekari upplýsingar fást hjá umboðsmönnum ofannefndra vátryggingafjelaga, G. Gislason & Hay Lfd. Reykjavík. (Jrriislakistu Plausors. Seinni messan í Dal. ---- Frh. »Nú líst mjer ekki á að vera hjer !engur«, sagði Bárður í Snös. »Það er því best að komast eitthvað í burtu<-. ■»En hvernig eigum við að fara að því?« spurði drukkni maðurinn með barðastóra hattinn, sem alt kvöldið hafði seíið við borðsendann og ruggað kollinum þegjandi síð- an hann tók inn rommarann. Það var eins og nú væri farið að renna af honum aftur. »Við erum hjer lokaðir inni«. sagði hann. »Við förum út um gluggann«, mælti Bárður. »En það eru hlerar fyrir houum að utan«. »Gerir ekkert til! Við mölvum efstu rúðuna og smeygjum okkur svo út fyrir ofan hlerann«, Tók hann svo einn brotna stólinn og sló honum við rúðuna. »Svona fór bolinn að á Hrafna- björgum«, sagði haiin um leið og hann vatt sjer út um gluggann og svo hver af öörum nema skeggjaði maðurinn með mórauðu húfuna, því hann var of fuliur og komst ekki lengra en með höfuðið, þvi herðarnar vildu vera inni og varð jeg svo frá að hverfa, en skaut mjer inn í skápinn, sem var a hurðar- baki og slökti Ijósið á lampanum. Skeggjaði maðurinn með mórauðu húfuna valt kylliflatur undir borðið. Það leið ekki á löngn áður en jeg heyrði að stúlkan kom inn aft- ur og gestgjafinn með henni. »Hjer er niðamyrkur og engin lifandi sál«, mælti hann um leið oghann lauk upp hnrðinni. »Komdu fljótt með eldspýliir«! Kveiktu þau svo aftur á lampanum. »Hvað er þetta? Allir farnir!« sagði stúlkan, steinhissa. »Jeg læsti þó á eftir mjer«. »Ekki hafa þeir elt þig í gegn um skráargatið« »En hvaða bölvaður gustur er þetta?« »Brotin rúða; sjerðu það ekki stelpa, þar hafa þeir náttúrlega farið út. Þú verður nú strax að fara út og ná í vaktarann. Við verðum að hafa höndur í hárinu á þessum piltum. Hverjir voru það annars, sem voru hjer inni? »Það voru strákarnir, sem vanir eru að slóra hjerna á hverju kveldi: hann Mangi draugur, Pjetur púkk. Oddur klínir, Bárður í Snös, Dóri í Hjallinum, Gvendur í Stöng og Siggi drellir; — og svo var hann Máni hjerna stundarkorn«. »Já, jeg sá nú þegar hann fór út. En hvað skulduðu þeir þessir þorparar?« »Æ, það veit jeg ekki! Sjálfsagt eitthvað í kríng um krónu; eina flösku af brennivíni og nokkuð af öli. Maður verður botnvitlaus í öllu saman þegar þessi blindös er«. »Heila flösku af brennivíni og svo nokkuð af öli. — Það munar nú hvorugan, skárra er það. Það Nærföt hvergi betri en hjá Reinh. Anderson. Hornið á Hotel lcland kemur manni alveg út á húsgang að hafa svona hjú, sem ekki vita hvað þau gera. En hvað er skrif- að þarna á þilið: »60 jon Álta Kall 60?«« ' »Já, hann skuldar 60 aura«. »Hvaða maður er það?« «Hann er ofan úr sveit og borg- ar í fyrramálið«. »Þetta er dægileg frammistaða! Farðu nú strax og náðu í vaktar- ann«. Stúlkan fór út, en gestgjafinn gekk stundarkorn um gólfið, neri saman höndunum og tautaði eitthvað fyr- ir munni sjer, en augun hafði hann ávalt á þilinu þar sem tölurnar voru. Til allrar hamingju leit hann aldrei niður á gólfið eða undir borð- ið þar sem maðurinn lá í myrkr- inu, Eftir dálitla stund slökti hann á lampanum, en steig þá um leið á fótinn á honum og vaknaði hann við illan draum og rak upp hljóð mikið. Tautaði gestgjafinn þá enn hærra og fór að leita að eldspýtum aftur enn fann þær ekki. Frh. Axel V. Tulinius yfirdómslögmaður Miðstræti &, Tals. Box 174. EldsvoðaábyrgO: Nordisk Brand- forsikring Varnarþing hjer. Lífsábyrgð: »Dan«. Sjóskaðaábyrgð: »Det kgl. Sö- assur nce-Kómpagni«. Magnús Siguðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Kirkjustrœti 8 Venjulega heima kl. 10 —11 árd kl. 5—6 síðd. Talsími 124. KLÆÐAVERKSMIÐJA CHR. JUNCHERS RANDERS. Sparsemin er leið til láns og velgengni. Þessvegna ættu allir sem vilja fá gott og ódýrt fataefni (einnig færeyisk húfu- klæði) og vilja fá að gera ull sína og gamlar ullartuskur verðmætar, að skrifa Klæðaverksmiðju Chr. Junkers í Randers og biðja um fjölbreyttu sýnisliornin, er send eru ókeypis. — Getið Vísis. Eggert Claessen Yfirrjeítarmá!aflutningsmaður Pósthússtræti 17 Venj lega heima kl. 10—11 4—5 Talsími 16 Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.