Vísir


Vísir - 06.08.1912, Qupperneq 2

Vísir - 06.08.1912, Qupperneq 2
V l S I R stíga a: baki, fá þeir hestinn í hendur útlend gum sem jafnt berja þá í höfuðið sem annarstaðar, er ekki von að nokkur maður, sem á góðan hest og er ant i>m hann, vilji láta hann í annað eins at. Z. Frá Japan. Brot úr menningarsögu nútið- arinnar í Áusturheimi. Menn eiga bágt með að trúa því að nokkuð sje orðið eftir af Ár- ljómalandi inu forna: Japan, hvorki í siðum nje þjóðarlunderni, þegar litið er á byltinga og breytinga- hamfarirnar þar í landi á siðustu áratugum, Þess vegna er gaman og fróðleikur að heyra, hvaða dóm rithöfundurinn Lafcadio Hearn kveð- ur upp í þessu efni í bók sinni: Kyasha, um nútíðar menningu Ja- pana, sem nýlega er komin út er- lendis. Orð hans eru því þyngri á metunum sem þarna er maður, sem þekkir Japan, — sem dvalið hefur þar í landi í mörg ár, ekki sem ferðalangur, heldur sem vinur og kennari bestu manna þar, — maður, sem farið hefur um þetta fagra land þvert og endilangt og kynt sjer það til hlítar, lifað lífiallra stjetta þjóðarinnar og unnað Japan sem annari ættjörð sinni. Hann getur öðruin framar dæmt um gildi og áhrif endurbóta þeirra sem rutt hafa sjer til rúms með þjóðinn . Japan hefur fyrst og fremst tek- ið þeim íflestu stakkaskiftum heima fyrir, sem hugsanleg voru urn nokk- urt land í Austurheimi. Ganúa ljensstjórnar-fyrirkomulagið, með al- ræði aðalsins og prestastjettarinnar, sem klauf og sundraði þjóðfjelag- inu í eilífum óeirðuin, ieið undir lok, og uppreis þingbundið kon- ungsríki, með jfjóðræði og þing- ræði. Þessu næst hófust endurbæt- ur í framkvæmdalífi og menning- arstarfinu inn á við og út á við. Japan tók upp herskipun og vopna- burð að fordæmi frenrstu herþjóða Norðurálfunnar, Frakka og Þjóð- verja. Nýtísku skotvopn smá og stór voru keypt, herskip smíðuð í Engiandi, er jafnvel voru fyrirmynd annara nýtísku herskipa. Hafnir voru gerðar og skipakvíar, reglu bundnum eimskipaferðum komið á —þeim fyrstu fyrir forgöngu austur- landaþjóða sjálfra. Vitar voru byggðir og flóðgarðar svo mikl- ir, að slíks eru ekki dæmi úm víða veröld. Járnbrautir voru lagðar svo sem nauðsyn bar til vegna her- flutnings og samgangna innan ríkis. Þá voru settar á stofn verksmiðjur, námar unnir, járnsmiðjur, mylnur og púðurverksmiðjur gerðar, uns auðið varð að keppa við iðnað og framfarir Vesturheimsmanna. Þá var mentamálum komið í lag, þjóðinni veitt almenn fræðsla, skólar settir á stofn og hærri mentastofnanir, sem fyllilega standa vorum jafnfætis ef ekki framar. Fullkomið trúarfrelsi lögleitt og, hverjum leyft að verða sæll við sína trú alveg óátalið. Yfir- Ieitt var frelsi veitt til alls þess, er að alþjóðaheill laut og hagkvæm- así var Austurlandabúum í hvívetna. Áiit var kenut, ailt var noíað, sem að haldi kom, og í tveim stórstríðum sýndi þjóðin. að hún hafði lært meira en nokkurn útlendinga rendi grun í og gat látið sjer á sama standa án ótta við yfirvofandi ofur- efli, ef í harðbakkann slæi. En sá fer mjög villur vegar, sem heldur að Japan sje orðinn vest- rænt ríki, þrátt fyrir allar þessar ógurlegu byltingar og breytingar á síðasta mannsaldri. Japan varð ná- Jívæmlega það sem það var og eins og það var. Erlendar uppgötvanir og áhrif hagnýtti þjóðin sjer svo rjett og með slíkum árangri, sem mikill listamaðup' eða hstasmiður hagnýtir sjer ný áhöld, sem honum eru boðin, og endurbættar vjeiar, en sjálf sál þjóðarinnar breyttisi ekki, pólitískt markmið og allir innri straumar, sem eru undirrótin að þjóðarkrafti Japana, breyttust ekki frekar en listastefna og markmið snillingsins breytist, þótt hann skifti um áhöld og aðferð, svo verkið gangi fljótar og verði vandaðra. Nýlega hefurmikið verið ritað um ina einkennilegu, japönsku glímu; Ju-jitsu, sem hver einasti vel upp alinn Japani lærir mjög rækilega. Það er einkennileg aðferð, að bera ekki fyrir áhlaup mótstöðumanns- ins, því síður að ráðast á hann á móti, heldur nota sjer þau svo hann falli á sjálfs sín bragði. Sá sem er æfður í Ju-jitsu veitir hrind- ingum, höggum og árás mótstöðu- manns síns ekkert viönám, hörfar þvert á móti svo undan, að hinn falli um sjálfan sig. Hann styður hreyfing hans með djöfullegri slægð, uns hann gætir sín ekki og gerir sjálfum sjer skaða. Hann lætur 'i mótstöðumanninn sjálfan grafa sjer gröf, án þess að gera nokkuð að því sjálfur. Hann tælir hann til þess að slá sjáifan sig úr liði, hand- leggsbrjóta og jafnvel hálsbrjóta sig. Þessari glímulist, sem byggist á andlegum yfirburðum í stað líkam- legra, líkir Lafcadio Hearn, sem fyr var getiö, við það, hvernig Japan- ar haga sjer gagnvart menningar- áhlaupi vesturþjóðanna. Frh. SktWinifred. Ensk skólasaga eftir F. W. Farrar. ---- Frh. 36. kapítuli. í djúpinu. Undarlegt kann það að virðast, að "enrick skyldi ekki undir eins fara til Walters og játa órjett sinn eftir þetta. Enhanngat ekki komiðsjer að því. Alt gekk í gamla horfinu. Kenrick var þó breytíur nokkuð til hins betra. Hann tók stöðu sína sem Jiinu lægsti umsjónarmaður undir stjórn Hendersons og hjálp- aði Whalley til að halda Noelítum í skefjum. Mest var hann þó breytt- ur gagnvart Walter, sem hann áð- ur hafði verið öndverður í öllu og talið skyldu sína að sýna mótþróa. Nú veitti hann Walter að málum í öllu og sýndi honum góðvild í öllu og gladdi það alla, en eink- utn þó Walter og Power. ll f* ^ar a meðal 4 ágætir reiðhestar eru til sölu með I B t/ö !<d li mjög lágu verði nú þegar. Til sýnis á túni við hús hr. Pjeturs Brynjólfssonar fimtud. kl. 2 e. h. Menn snúi sjer ti! Emil Strand. VíH Og Ö versiun Sfvovsteiiassoiíi, 3tt&6i$sf\\ioti er að vanda vel birg af allskonar vínum og öli, selur aðeins vandaðar vörur frá besíu vínhúsum í útlöndum. Þar fást urn 50 teg. af Whisky. Cognac, Rommi, þar á meðal margar hjer annars óþektar tegundir af Whisky, sem taka þeim eldri langt fram. 20 tegundir af Portvíni, Sherry, Madeira. 20 tegundir Rauðvín og Hvítvín. Likörer og Champagne margar tegundir. 10 tegundir af brennivíni hver annari betri. Það eru landsirts bestu brennivín. Alls konar öltegundir, með og án áfengis, og margar tegundir af gosdrykkjum. Talsími 167. Talsími 167. Smátt og smátt ávann Kenrick sjer aftur traust og loks samþyktu umsjónarmennirniráfundþað brenna blaðið úr gerðabók þeirra, þar sem Kenrick var rekinn úr yfirumsjón- arstöðunni og hann þá hækkaður aftur nokkiið í tigninni. j En nú bar nokkuð við, sem I reyndi mjög á lunderni Kenricks og sannaöi best að hann sá eftir fyrri afglöpum sínum. Eftir að Mackworth var rekinn úr skóla og Whalley tók við stjórn- inni baínaði talsvert ástandið með- al Noelítanna. Charlie Evson, sem Kenrick var nú góður, varð miklu betur kyntur meðal yngri pilta en Wilton. Nú var kvöldveislum, drykkju og reykingarsamkomum hætt og öllum sameiginlegum ó- sanninda flækjum. En einmitt þegar lag var að kornast á alt, fór smáþjófnaður að gera vart við sig hvað eftir annað. Peningar hurfu úr jakkavösum i piltanna þegar þeir voru háttaðir, ‘ stolið var úr skrifpúltunum, svefn- söíunum og lestrarstofunum. Eng- inn gat leyst gátuna, hver þessa væri valdur, og grunurinn jell á nýan pilt, á Elgood litla. Margt virtist benda á, að hann væri sá seki, einkum fát það, er á honum var, þegar honum var gefið þetta í skyn. Loks var einu og hálfu sterlings pundi stolið úr herbergi Whalley’s og af því að Elgood gelck mest um það, hjeldu piltar að hann myndi vera þjófuripn. Lengra hugsuðu þeir ekki eða dýpra. Að síðustu virtist óhjákvæmilegt að yfirheyra Elgood. Hann var kaliaður fyrir og Wilton skoraði á hann að játa á sig glæpinn. Elgood skalf og nötraði, roðnaði, grjet og svaraði út í hött. Fn fjarri fór því að hann játaði, hann hjelt fast fram sakleysi sínu. Og þegar Charlie Evson fór að spyrja hann spjörun- um úr, færði hann fullar sannanir i á sakleysi sitt, — gat sannaðað alla peuinga þá er hann átti og hafði eytt, hafði hann fengið að gjöf heiman að. En ekki löngu eftir þessa sýknun Elgoods, var Wilton staðinn að því að stela peningum úr lestrarstofu einni, — það var Kenrick og fleiri sem stóðu hann að því verki. Hann gat ekki þrætt og bar það fyrir sig að bann hefði verið orðinn svo skuldugur hjá Dan og fleirum, sern hann hefði slarkað hjá í fjelagi við þá Hatpour og hans nóta, sem líka höfðu tælt hann til spilamensku. Þá brá Kenrick, því það fann hann vel að hann hafði gefið Wilton ilt for- dæmi og spilt honum. Við yfir- heyrsluna kom það í ljós, að Wilton var valdur að öllum þjófnaðinum í skólanum. Hann bar sig illa ög baðst vægðar. Málið kom fyrirdr. Lane og endirinn varð sá, að Wilton yrði rekin úr skóla, en þó var pilt- um ekki almennt gert opinskátt, hver þjófurinn var, en allir vissu að þjófnaðurinn var orðinn uppvís og honum hætti. Svo djúpt var Wilton fallinn í djúpið. Frh. K. F.U.M Biblíulestur kl.8'/2. Hvaturfótbolti kl.9. TAPAD-FUNDIÐl Kíkir gleymdist á laugardaginn var á Austurvelli. Skilist gegn fundar- iaunum. Afgr. vísar á. A T V I N N A Röskur drengur 11. ára óskar eftir atvinnu við snúninga og þ. h. Ritstjóri vísar á. Ein stofa með eldhúsaðgang og eitt herbergi fyrir einhleypa til leigu. Árni Nilculásson rakari. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil Östlunds-prentsm /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.