Vísir - 09.08.1912, Síða 1
3Ö7
Föt og Fataefni s1íaáú?;ímes0tf
úrval. Föt saumuð og afgiddd \ 12-14 tímum
Hvergi ódýrari en í ,DAQS3RÚ N‘. Simi 142.
Kernur venjulega út kl. 12alla virkadaga.
Afgr.í suðurenda á Hótel Isl. n‘/2-3og5-7
Föstud. 9. ágúst 1912.
Háflóð kl. 2,4‘ árd. 2,41‘ síðd.
Háfjara hjer um bil 6 st. 12‘ síðar.
Afmæli.
Bened. Gröndal, skrifari
Frú Elinborg Christjansson
Brynjólfur Magnússon, kennari.
Á morgun.
Póstar.
Póstvagn til Þingvalla.
Hafnafjarðarpóstur kemur og fer.
Veðrátta í dag.
Loftvog r iVindhraði Veðurlag
Vestm.e. 761,5 6,7 .0 Móða
Rvík. 761,3 8,0 N I Skýað
ísaf. 761,6 5,7 A 3 Alsk.
Akureyri 761,1 3,5 0 Skýað
Grímsst. 726,0 5,6 0 Heiðsk.
Seyðisf. 762,2 5,6 0 Ljettsk.
Þórshöfn 754,8 10,4 ANA 1 3 Alsk.
Skýringar.
N—norð-eða norðan, A —aust-eða
austan, S—suð- eða sunnan, V—vest-
eða vestan.
Vindhæð er talin í stigum þann-
ig: 0—logn,l—andvari, 2—kul, 3—
gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6—
stinningskaldi,7—snarpur vindur,8—
hvassviðri,9—stormur,10—rok, 11 —
ofsaveður, 12— fárviðri.
Ulrlmturnsir viðurkendu, ódýru, fást
ullUUollll Ildl ávalt tilbúnar á Hverfis-
götu 6.—Sími 93.—HELGl og EINAR,
y
Ur bænum.
Vesta fór frá Akureyri 7. ágúst
síðdegis.
Botnia fór frá Leith 7. ágúst
árdegis.
Ceres kom til Leith 6. ágúst ár-
degis.
Hestaskip Zöllners kom í nótt
með kol til Edinborgar.
Frá Alþingi.
Dagskrá alþingis í dag.
Nd. (kl. 12)
1. Peningalotterí 3. u.
2. Vatnsveita á Sauðárkrók 2. u.
3. Nýnefni 1. u.
4. Vatnsveita í verslunarst. 3. u.
5. Sírhakerfi íslands 2. u.
(Zf. d. kl. 1)
1. Hafnarlög Reykjavíkur 2. u.
2. Flateyrar verslunarióð 2. u.
Till. til þingsál.um meðferð fjár-
kláðans 1 umr.
Nefndarálit
minni hlutans um frv. til laga utn
stofnun peninga/otterís fyrir fsland.
Enga samleið á jeg við hina nefnd-
armennina i þessu máli. Ber eink-
um tvent til. Þaö fyrsta, að jeg vil
með engu móti bendla nafn Iands-
ins við slíkt fjeglæframál. Hitt aun-
að, að jeg er þeim ósamþykkur um
25 blöð írá 30. júlí kosta: Á skrifst.50a.
Send út um landóO au. — Einst. blöð 3 a.
fyrirkomulagið á happdrættinu, ef
það á að komast á fót.
Happdrætti nefni jeg slík fyrir-
tæki, því að jeg Ijæ eigi mitt lið
til þess að Iögfesta orðskrípið lotíerí
í íslensku máli. Ágæti happdrætt-
is sjest ljósast á ætt þess og upp
runa. Það er runnið af veðmálum
og fjárhættuspilum og hefur enn
einkenni þeirra, þótt menn hafi leit-
ast við því, að gera áhættunaskap-
Iegri fyrir þá, sem kaupa happdrætt-
ismiðana. Hefur það verið gert
með því, að takmarka miðafjöld-
ann og fjölga happadráttum, koma
föstu skipulagi á dráttinn og hafa
eftirlit með því, að eigi sje svikið.
En eigi að síður hefur bæði Frakk-
land og England lagt niður þau
happdrætti, er þar höfðu verið, og
allir kannast við, að peningahapp- j
drætti sjeu fjeglæfrar. Sama má
auðvitað segja um iðnaðarhapp-
drætti, en þó er hættan þar langt-
um minni og einkum er freisting-
in margfalt minni fyrir almenning.
Svo er og um góðgerðahappadrætti
í eitt og eitt sinn og eins um vaxta-
happdrætti. Hitt et* alkunna, að í
peningahappdrætti eru menn gintir
með voninni um að geta unnið stór-
auð, 1000000 kr., eða þar um bil.
Auk þess er hlutum skift í sundur,
jafnvel í tíundir, til þess að fátækl-
ingar ginnist til að kaupa. Eru því
margir ágætir menn á þeirri skoð-
un, sem kemur frani i þessum orð-
um Dr. Max von Heckel, kennara
í háskólanum í Múnster í W.: »Rík-
ið má aldrei nje á nokkurn hátt
styðja happdrættisskaðræðið, því að
það verður að vita siðferðisskyldu
þá, sem á því hvílir, og þekkja verk-
efni sín í þjóðarbúskapnum og í
lagasetning um alþjóðar hag«. Seg-
ir hann þetta bæði um það, er rík-
ið rekur sjálft happdrættið, og er
það leigir það öðrum eða veitir
öðrum leyfi til slíks fyrirtækis, eða
ábyrgist eða hefur eftirlit með slík-
um fyrirtækjum, og jafnvel um happ-
drætti í góðgerðaskyni.
Hiu ýmsu ríki líta misjafnt á þetta
mál, og hafa sum þeirra peninga-
happdrætti. Þó eru hin fleiri, sem
hafa aldrei haft það, eða lagt það
niður, þótt þau hafi haft það áður.
Nú eru peningahappdrætti í þess-
um ríkjum: Austurríki, Ítalíu (í þess-
um báðum töluveðjanar happdrætti),
Þýskalandi (Prússlandi, Saxlandi,
Hamborg), Ungverjalandi, Hollandi,
Spáni, Danmörku og Serbíu. Hjer
af má sjá, að það eru ýkjur hjá
meiri hluta nefndarinnar, að »Iotteri
er náiega til í landi hverju«.
En hitt er rjett, sem þar segir,
að ýmist reka ríkin slík fyrirtæki
sjálf, eða þau selja þau einstökum
mönnum á leigu. En hvort fyrir-
komulagið sem haft er, þá er hjer
um ríkiseinokun að ræða, ríkisein-
okun á vöru, sem ríki er ósam-
boðið að versla með, ríkiseinokun
Skrifstofa í Pcsthússtræti 14A. Venju-
lega opin kl. 8—10, 2—4 og 6—S.
á tálvonasölu. Þykir mjer harla ein-
kennilegt, er þessi nefnd gleypir við
þessari ríkiseinokun, en má enga
aðra heyra nefnda. Eru þó sann-
arlega færri blóðpeningar í þeim
gróða, sem landið gæti haft af því
að versla sjálft með steinolíu, tó-
bak o. fl.
Uppruni happdrættis er iliur,
grundvöilurinn er ginning og gróð-
inn illa fenginn. Og hvernig verða
afleiðingarnar? Árið 1873 var stofn-
aður fyrsti sparisjóðurinn hjer á
landi. Þá áttu menn enga spari-
skildinga, en nú eiga þeir hjer um
bil 6 miljónir i sparisjóðum. Þar
á sjest uppeldiskraftur þeirrarstofn
unar. Peningahappdrætti vinnur í
alveg öfuga átt, það tvístrar og kenn-
ir mönnum að láta kylfu ráða kasti
og að ala blindar vonir. Eru þær
afleiðingar fátækri þjóð allhæitu-
legar. En þó verða þær afleiðing-
ar oss hættulegri, að virðing lands-
ins og Iánstraust fer alveg forgörð-
um, er aðrar Jojóðir sjá oss taka til
slíkra örþrifráða. Mun slíkt vekja
grun þeirra um, að hagur landsins
allur sje á fallanda fæti, einkum fyr-
ir þá sök að fylgismenn þessa frum-
varps munu reyna að rjettlæta til-
tektir sínar með erfiðum fjárhag.
Þó er það á allra vitorði, að fjár-
hagur landsins er alls eigi þröng-
ur, heldur stafa misfellurnar af því,
að of mikið hefur verið lánað úr
viðlagasjóði, svo að peningaforði
er eigi nægur sem stendur. En sú
hin sama nefnd, sem fjallar Uiii
þetta mál, hefur með höndum gnægð
af frumvörpum og tillögum, sem
hvert um sig nægir til umbóta á
þessu.
Af framantöldum ástæðum verð-
ur tillaga mín sú, að ísland setji
aldrei peningahappdrætti á stofn,
allra síst með þeim hætti, að það
selji öörum í hendur einokun á
svo glæfralegu gróðafyrirtæki, Skora
jeg því á deildina að fella þessi
lög.
En jeg þykist mega ráða það af
undirtektum nefudarmanna og ann-
ara þingmanna, að meiri hluti þeirra
verði svo frekur til fjárins, að þeir
vilji hafa það fyrir hvern mun. Jeg
geri því til vara nokkrar breytingar-
tillögur, sem bæta nokkuð úr, ef
illa á að fara.
Það er vitaður hlutur, að þeir
menn, sem nefndir eru í 11. gr„
hafa eigi fjármagn til að reka slíkt
fyrirtæki, og að aðrir nienn standa
að baki þeirra; En vel má vera,
að aðrir menn geti fundið aðra
bakhjarla, er byði betri kjör. Er því
rjettast að binda heimildina ekki
við neitt nafn.
Leyfisbeiðendur vilja sleppa með
því, að happadrættir nemi 70% af
j samantöldum iðgjöldum fyrir alla
hlutina í flokknum. En í fleslum
flokkuðum happdrættisfyrirtækjum
mun þessi hundraðstala vera hærri,
Langbesti augl.staður i bænum. Augi.
sje skilað fyrir kl.3 daginn fyúr birtingK.
a!t að 90%. Sýnist því eigi of-
íiátt, þótt þetta væri sett 80%. Því
að naumast er ráð fyrir því ger-
endi, að þingmenn vilji leigja nafn
og heiður landsins, nema fyrir því
verði sjeð, að áhætla hlutkaupanda
verði eigi meiri en tíökast annar-
staðar. Hjer þyrfti að bæta inn í
ákvæði um það, hversu rnargir
happadrættir skuli vera.
Alþingi hefur eigi vald til þcss
að setja lög um, að slíkí fyrirtæki
sem þetta skuli eiga heima í Kaup-
mannahöfn. Því að við höfum
engin yfifráð yfir Dönum. Gæt-
um vjereins vel sett í lögin að drætt-
ir skyldu fram fara í Hamborg cöa
Paris. Væntanlegum leyfishöfum
yrði slíkt lagaákvæði ónýtt, ef það
fengi eigi góðfúslega leyfi hjá stjórn
þess lands, eða væri það heimilt
eftír þess lögum. Hins vegar get-
ur oss enginn liagur verið í því,
að binda þá við Kaupmannahöfn,
frenmr en einhvern annan stórbæ
einkum þar þar sem á öðrum stað
í lögunum er bannaðað selja happ-
drættismiða í Dantnörku. Mundu
og flestir liyggja, að hjer væri um
nýtt nýlendu happdrætti (Kolonial-
Iotterie) að ræða, enda mundu Dan-
ir leyfa slíkt einmitt í þeirri veru
(sbr. orðin utan ríkis í 4. gr.). Af-
Ielðing þessa er sú, að fyrirtækið
verður að eiga heima í Reykjavík.
og drættir að fara fram hjer.
Þrjátíu ár er langur tími. í Ung-
verjalandi leigir stjórnin hlutafjelagi
einu rúml. hálfu stærra happdrætti
og lætur [jað gjalda 3000000 franka
eftir á ári hverju, og þó ekki nema
til 20 ára.
Árgjaldið til landssjóðs er altof
lítið. Ungverjalands var getið hjer
að ofan. Prússar borga 1630000
niörk fyrir samskonar leyfi í Brúns-
vík. Holland jhefur peningahapp-
drætti, þar sem alls eru seldir
105000 seðlar á 90 kr. hver. Upp
úr því hefur landið 846,000 kr.
eða 8.95%. Hið flokkaða happ-
drætti Dana (Klasselotteriet) 100000
hluti á ári fyrir 50 kr. hvern og
og græðir á þvíl 550000 kr. (1909)
þ. e. 31%. Spánn tekur 27% í Iands -
sjóð sinn og græðir 35250000 franka
(peseta) [1909]. Serbia selur á ári
60000 hluti á 120 franka hvern og
fær í hreinan ágóða 600000 franka
eða 8.33%. Hygg jeg að eigi muni
vaxa lánstraust íslands, ef það ljær
nafn sitt fyrir svo lítið, sem til er
skilið í frv.
Að setja þjóðbankanní Kaupmanna-
höfn inn í þessa lagasmíð er með
ölluástæðulaust. Tryggingin áhvergi
annarstaðar aö vera en í landsbank-
anum.
Óskiljanleg er injer sú meir.bægni
við Dani og nýlendur þeirra, að
banna þeim að freista hamingju sinn-
ar í þessu happdrætti, ef þá fýsir
Eða mundi leyfið tekið aftur, ef
Danir leyfðu sjálfir sölu þar í landi?
Hvað þýða orðin »utan ríkis«?