Vísir - 10.08.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 10.08.1912, Blaðsíða 1
368 Föt og Fataefni s7íú?“Ví úrval. Föt saumuð og afgieidd á_ 12-14 tímum Hvergi ódýrari en í ,DAGSBRÚN'. Sími142. Kemur venjulega úlkl. 12alla virkadaga. Afgr.í suðurenda á Hótel Isl. 1 l‘/2-3og5-7 25 blöð frá 30. júlí kosta: Á skrifst.50a. Skrifstofa í Pósthússtræti 14A. Send út um landóO au. — Einst. blöð 3 a. lega opin kl. 8—10, 2—4 og % Venju- Langbesti augl.staður í bænum. Augi. 6—8. sjeskilað fyrir kl.3 daginn fyiir birtingu. Laugard. 10. ágúst1912. Háflóð kl. 3,17‘ árd. 3,46‘ síðd. Háfjata hjer um bil 6 st. 12‘ síðar. Afmœli. Frú Inger Östlund (40 ára). Jón Guðmundsson, póstur. Jóhannes Sigfússon, adjunkt. Þórður Geirsson, næturvörður. Á morgun. Afmœli. Sigfús Blöndahl, agent. Chr. B. Eyólfsson, námaagent. Alþingishússgarðurinn opinn 12—2 Póstar. Vestanpóstur fer Norðanpóstur fer Ingólfur fer tii Borgarness. Botnia kemur frá útlöndum Vesta kemur umhverfis land frá útlöndum. Póstvagn kemur frá Þingvöllum. Líkkisturnar viðurkendu, ódýru, fást ávalt tilbúnar á Hverfis- götu ó.—Sími 93.—HELGl og EINAR, Frá Alþingi. Nefndarálit meiri hl. við frumvarp til laga um stofnun peningaiotterís fyrir ísland. Lotterí er til nálega í landi hverju, og á sjálft Iandið annaðhvort lotte- ríið, eða landið selur einstaklingum einkarjett til lotteríhalds gegn háu afgjaldi. Með öðruhvoru mótinu verður lotterí að vera, því ella næði landið ekki aðaltilgangi sínum með lotteríhaldi eöa lotteríleyfi, þeim að afla sjer auðfenginna tekna. Hjer á landi hefur lotterf aldrei verið til og verður tæplega til í fyrirsjáanlegri framtíð. Þjóðin er of fámenn og fátæk til að geta borið slíka stofnun ein, en ógern- ingur að afla sjer hjeðan viðskifta- vina í öðrinn löndum. Fjarlægðin of mikil til þess. Viðskiftavinirnir vilja fá vitneskju um, hvort þeir hafi unnið samstundis og »dregið« er, en það geta þeir því að eins, að greiðar sjeu samgöngur við drátt- staðinn. Nú gefst íslandi hinsvegar kost- ur á að hafa það gagn af Iotteríi, sem önnur lönd sækjast eftir, og losast þó jafnframt við það ógagn, sem talið er fylgja Iotteríi fyrir lítt- þroskaðan almenning. Gagnið þetta, að geta fengið álitlegartekjurlands- sjóði til handa, án nokkurrar áhættu eða fyrirhafnar. Og skaðlaust eða skaðlítið fyrir almenning, með því að lotteríið má ekki hafa nema mjög svo lítil viðskifti við lands- menn, en viðskifti lotterís við seðla- kaupendur lotterís ávalt til mikils hagnaðar, en viðskiftavinum þess yfirleitt til óhagnaðar. Vinningarnir úr hverju lotteríi lægri en iðgjöld- in, sem til þess renna. Af því að lotterí eru annarsveg- ar mikil gróðalind, en hinsvegar til í flestum löndum, fá færri lotterí- leyfi en vilja, enda þess vegna leit- að nú til löggjafarvalds íslands. Leyfisleitendurnir fara þó ekki fram á að lotterí verði stofnað hjer á landi, og ætla því heldur ekki á viðskifti íslendinga að nokkru ráði. Þeir byggja þvert á móti nálega eingöngu upp á viðskifti við út- Iönd. En til þess að geta aflað sjer viðskiftavina erlendis, verða þeir að fá leyfi einhvers lands til lotteríhalds- ins og verða jafnframt að reka það þar sem hægt er að ná til þess. Þeir fá ekki slíkt Ieyfi í löndum, sem lotterí eru til í, og hafa því leitað liingað, en þykjast hafa vissu fyrir að mega reka það í Kaup- mannahöfn, fái þeir leyfi löggjafar- valdsins, konungs og alþingis, til lotteríhaldsins. Þeir fara þannig í rauninni aðeins fram því, að mega kenna lotteríið við fsland. Lotteríið á þó að vera undirgef- ið stjórn Iandsins. Hún útnefnir stjórnendur þess, setur því reglugeið og getur svift leyfishafa leyfinu, standi lotteríið ekki að öllu leyti í skilum. Auk nafnsins, sem landið á að leggja til, er aðeins ætlast til þess, að utanríkislotteríum verði ekkileyft að keppa hjer við lotteríið —íþví einu er einkarjetturinn fólginn — og svo til hins, að landið ábyrg- ist tryggingarsjóð lotterísms gegn vinnendum, eu sú ábyrgð eraðeins í orði kveðnu, því að sjóðurinn verður undir hendi ráðherra. Lotteríið verður með líku fyrir- komulagi og danska ríkislotteríið og nýlendulotteríið, en þau eru talin, einkum hið fyrnefnda, meðal liinna bestu lotteria. í notum þess, sem landið legg- ur til samkvæmt ofansögðu, fær það 4% af öllum iðgjöldunum. Seldust allir seðlarnir, 50000 talsins, fyrir 150 fr. hver, fengi landið 270000 kr. gjald á missiri, eða 540000 kr. á ári. Og hvað sem seðlasölunni líður, eru landinu trygðar um 100000 kr. á inissiri, eða 200000 kr. á ári. Sú lágmarksupphæð er landinu trygð, enda á lotteríið að setja landssjóði veð fyrir skilvísri greiðslu upphæð- ar þessarar. Auk þess á laudið að fá helming þeirra vinninga, sem ekki verður gengið eftir. Leyfishafarnir fullyrða, að land- inu skuli verða sett trygging fyrir því, að leyfið verði notað, áður en Iandstjórnarinnar verði leitað um útgáfu leyfisbrjefsins, enda á leyfið að verða ónýtt, verði það ekki not- að innan 31. desbr. 1913. Hjer að ofan er málavöxtum lýst svo sem þeir mundu verða með breytinguni þeim, sem nefndin ber fram á sjerstöku þingskjali. Og fær nefndin, eða meiri liluti hennar, 6 af 7, ekki sjeð betur en að sjálf- gefið sje, að taka málinu vel, jafn brýn og fjárþörf landssjóðs nú er, og engin áhætta honum til handa á aðra hönd. Þó vill nefndin láta þess getið, ' að valt væri að byggja á mjög mikl- um tekjum af lotteríinu til fram- búðar, sem föstum tekjum á fjár- lögunum, enda vel til fallið, að eitthvað af tekjunum væri látiðganga til fastra landsstofnana, svo seni til landsbankans og byggingarsjóðs. Neðri deild Alþingis, 3. ágúst 1912, Eggert Pálsson, Lárus H. Bjarnason, formaður. skrifari og framsöguin. Valtýr Guðmundsson. fón Ó/afsson. Pjetur Jónsson. Björn Kristjánsson. Fyrsrspurm til ráðherra. Frá Jóni Ólafssyni, Lárusi H. Bjarnasyni, Pjetri Jóns- syni, Bjarna Jónssyni, Birni Krist- jánssyni, Eggert Pálssyni, Valtý Guð- mundssyni. Er það satt, að stjórnarráðið hafi leyft að flytja hingað á höfnina frá útlöndum áfengadrykki, sein geymdir sjeu í skipi hjer á höfninni lil af- hendingar erlendum skipshöfnum, og það ótollað? Ef svo er, með hverri Iagaheimild og af hverjum ástæðum er þetta gert? Ur bænum Messað verður í Fríkirkjunni á morgun. Píano-hljómleika heldur hr. Jónas Pálssou söngfræðingur frá Winnipeg í kveld í Bárubúð. Spil- ar hann þar meða! annars heims- fræga hljómleika eftir Beethoven, Chopin, Paderewzky, Sinding, ofl. Má þar óefað búast við ágætri skemtun, því að hr. J. Pálsson hef- ur í rnörg ár stundað nám hjá full- komnustu hljóðfærameisturum Ca- nada. aj tatvdl. jóhann Bessason bóndi áSkarðií Dalmynni er nýlátinn, þjóðhaga- smiður og búhöldur mikill, forn í skapi og einkennilegur ílits. Mynd hans er í Óðni. Raddir almennings. Sviknar vonir. Jeg þóttist heldur en ekki heppinn í sumar, þegar mjer tókst að út- vega nrjer »aðgöngumiða að hliðar- herbergjum þingsins og lestrarsal alþingis*. Jeg vænti nú að fá að njóta þeirrar ánægju, að hlusta* á ræðugarpa þingsins í góðu næði óhindraður, jeg arkaði með miðann upp á vasann niður í þinghús, nokkrunr dögum eftir að þing var sett. En hvernig fór. — Jeg komst auðvitað inn í lestrarsalinn; én ekki hafði jeg dvalið þar lengi, er jeg var orðinn sannfærður um, að það var að fara í geitarhús að leita ull- ar, að fara þangað til að hlusta á ræðumennina í neðri deild. — Há- vaðinn og gauragangurinn var svo mikill í lestrarsalnum, að ekkert orð heyrðist sem sagt var inni í deiid- inni — Verst ljet þessi skrifaralýður þingsins og strákahópur, sem virð- ist álíta það eitt af helstu störfum sínum á þinginu, að glepja sem allra mest fyrir áheyrendunum — þeir eru að tala saman og rífast hástöfum á lestrarsalnum, og þegar þeir gauga um gólfið, drynur und- ir í ailri byggingunni, og virðist líklegast að allir sjeu þeir ramlega skaflajárnaðir. Ef þeir þurfa að færa til stól, er eins og þeir álíti að þessi makalausa framtakssemi þeirra þurfi endilega að verða öilum þing- heimi kunnug, svo öfluglega aka þeir stólunum eftir gólfinu, og alt er hátternið eftir þessu. Þá virð- ist og svo, sem sumir þingmanna sjeu ekki ánægðir með að hafa orð- ið inni í deildinni, heldur þurfa þeir einnig að valsa afturábak og áfram um lestrasalinn talandi í há- um tónuin við sjálfa sig og aðra.— Þegar ieg var orðinn saddur líf- daga í lestrasalnum, færði jeg mig inn í hliðarherbergið þar inn af, en þar tók lítið betra við, að vísu var skarkalinn minni, en þrengslin aft- ur meiri, svo að litlu meir varð mjer þar ágengt, með að fá heyrt nokkuð til ræðumannanna. Nú hugsaði jeg með mjer, að fyrst svona erfitt væri uppdráttar í áheyrendaherbergjum neðri deildar, þá skyldi jeg nú snúa mjer næst að þeirri efri, en þá kastaði nú fyrst tólfunum. Inn íneðri deildarsalinn, sem var tómur, mátti jeg ekki fara, og af því jeg hafði aðgöngumiða, mátti jeg ekki hafast við á áheyr- endapöllunum, hliðarherbergið var troðfult. enda tekur það nú víst ekki nema um 30 inanns. Jeg staðuæmdist þá f ganginum, svo nærri dyrum efri deildarsalsins sem jeg komst, en heyrði þar hvorki nje sá svo sem neitt af því, sem fram fór í deildinni. Jeg sá nú að öli sund voru lok- uð, og snjeri heimleiðis bölvandi og ragnandi, og naði ekki upp í nef- iö á mjer fyrir reiði í marga daga. En þegar reiðin fór að rjena, vakn- aði hjá mjer löngun til að spyrja hina háttvirtu þingmenn, hvort þeir vildu ekki reyna að finna einhver ráð til þess, að sem flestir gæti í þolanlegu næði fengið að hlusta á þá. Því þó að óneitanlega sje mörg ræðan þunn, og mörg sje þar vitleysan sögð, þá eigum við kjósendur landsins þó heimtingu á, að alt mögulegt sje til þess gert, að við getum fengið að heyra ræð- urnar eins og þœr eru talaðar, en ekki eingöngu eins og þœr eruprent-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.