Vísir - 27.08.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 27.08.1912, Blaðsíða 1
382 Tækifæriskaup á vindlum í.vindlabúðinni á Hótel ísland í nokkra daga. 25 Föt og- Fataefni suSfíí^ úrval. Föt saumuð og afgieidd á. 12-14 tímum Fivergi ódýrari en í ,DAGSBRÚN‘. Sími142. Kemur venjulega út kl. 12alla virkadaga. 25 blöð frá 30. júlí kosta: Á skrifst.50a. Afgr.í suðurenda á kjptel Isl. lll/2-3og5-7 Send út um landðO au. — Einst. blöð 3 a. _ )., i «................. . ■ Skrifstofa í Pcsthússtræti 14A. lega opin kl. 8—10, 2—4 og Venju- Langbesti augl.staður i bænuni. Augi. 6—8. sjeskilað fyrir kl.3 daginn fyiir birtingn. Priðjud. 27. ágúsi 1912. Fullt tungl. Háflóð kl. 5,7‘ árd. og 5,22‘ síðd. Háfjara hjer um bfl 6 st. 12‘ siðar. Afmœli. Frú Hólmfríður Þorláksdóttir. Frjí Dorothea Halberg. 70 ára. Frú Ingunn Einarsdóttir. Jón Ásmundsson, afgreiðslumaður. Klemenz'Jónsson, landritari, 50 ára. Á morgun; Póstar. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Álftanespósíur kemur og fer. Veðrátta í dag. Loftvog ^£3 £ < Vind hraði Veðurlag Vestm.e. 759,1 7,2 0 Hálfsk. Rvík. 759,3 2,8 ASA 1 Heiðsk. ísaf. 763,0 5,7 NA 4 Skýað Akureyri 761,1 4,8 NV 2 Alsk. Grímsst. 725,5 2,0 N 2 Skýað Seyðisf. 760,9 5,1 A 2 Regn Þórshöfn 756,4 5,7 0 Skýáð *$xí uttöwdum. ííámaslys við Boclium. í námunni »Lothringen« í Bo- chpm hjeraði í Prússlandi urðu sapi- tímis tvær gassprengingar fimtud. 8. þ. m. um morguninn, er átján hundruð matins voru að vinnu niðri í námugöngunum. Á svæð- inu milli sprengistöðvanna voru um 200 manns, er allir urðu inniluktir. Voru þegar gerðar ailar hugsan- legar tilraunir til að slökkva eldinn og grafa upp göngin, sem fallið höfðu, en það gekk seint þar sem þetta var tvær rastir fyrir innan námuopið. Á þriðja degi var þó verkinu lokið, höfðu 27 menn náðst Ufandi, en mjög særöir og 147 lik fundust ogallmörg þeirra svosködd- uð, að þau voru óþekkjanleg. Aleðal þeirra sem fórust yorp tveir forstjórar náinunnar. Samskot voru þegar hafin til hjálpar eftirlifandi ekkjum og börn- um hinna dánu og gaf Vilhjálmur keisari fyrstur. Greftrun líkanna fór fram 12. þ. nt. með mikilli viðhöfn. Fylgdu meðal annara um 400 fjelög und- ir fánum sínum. Stromboli gýs. Eldfjallið Stromboli hefur um miðjan þenna niánuð gosið afar núkið, svo að slík gos iiafa ekki úr því komið á síðustu 100 árunr. Eyin, sem eldfjallið stendur á — hún er 13 ferrastir að stærð — er þukin stiku þykku öskulagi. íbúar hennar og (íærliggjandi eya hafa flúið burtu eftir því sem föng hafa verið til. Hjer með tilkynnisí að jarðarför Jpseps sái Jós- epssonarfer fram 28. ágúst frá heiinili hans Sjávarborg ki. llf/' Merkileg skifti fóru nýiega fram milli Rússlands og Þýskalands á tveimur mönnunt, sem grunaðir voru um njósnir. Annar þeirra lijet Kostevitch, rúss- neskur höfuðsniaður, sem sat í fang- elsi í Leipsig og var látinn laus gegn 27000 kr. veði. ínotum þessa ljet rússneska stjórnin lausan þýska herforir.gjann Dahm gegn jafn háu veði, en hann hafði setið í fangelsi, í Varsjá. Báðir fengu heimfarar- leyfi tií síns föðurlands, en voru skyldaðir til að hverfa aftur og svara ákærum á sínum tíma. Stórfeldir jarð- skjálftar hafa orðið á Tyrklandi. Þrjá- tíu borgir og þorp hrunin og brunnin. Fjöldi manna ferst. ftarlegar frjettir í fyrramálið. Elsta l)lað heimsins hsettir að kcma út. »King Bao« hjetþað Kínverska blaðið sem stofn^ð var árið 400 af Gou Chung í Peking. Hann hafði fundið upp nokkurs konar prentun og gat því gert nokkur eintök af því í einu. Síðan það árhefurblaðið kom- ið reglulega út. Það hefur aðal- jega verið frjettablað, en þó hef- ur það látið meiningu sínaíljósi er því hefur þótt úr hófi keyra í landsmálum. Einu sinni, á 8. ö!d,. kom það ppp samsæri er einn prinsanna hafði stofnað til. Var þá aðal- ritstjóri þess kvalinn hræðilega af yfirvöldum landsins (rjettvfs- inni) og síðan brendur á báli.. Þá bar það og til á 12. öld að yfirritstjórinn sem þá var Gur Nu-Chang, einn af helstu skáld- pm Kínverja, stakk upp á því gð ríkissjóðurinn fjelli nú frá fornri yenju og tæki upp þá nýung að senda vitra menn til Norðurálf- pnnar til þess að sjá þar, heyra pg læra. Svaraði stjórnin með því að láta hálshöggva ritstjór- stjórann, voru eyrun skorin af höfðinu og tungunni svift burtu en það síðap þengt á stöng og Játið standa á aðalstræti bæarins til aðvörunar þeim sem kynni að hafa tekið »hinn hættulega hugs- unarhátt landráðamannsins*. Nú hefur Yuan-Shi-Kai, forseti j líðveldisins skipað svo fyrir að ' blaðið skuli hætta að koma út. £oUe*\æl\o. El festisi hið vesira. Þingmenn halda nú í átthag- ana. »Flestir voru fúsir af þeim að fara að hátta.« Stutt verður skammdegið hjá alþýðu, þegar þeir segja henni frá síðustu Bjarmalandsför sinni. Sár geta þeir sýnt. Aldrei voru brennimerkin eins mörg og örg. Segi .þeir er vilja, að kjötið sje óstimplað á fslandi. Núna,þegar reykinn af brenni- fórn guðanna leggur inn í hvern kofa á þessu landk Ervitt reyudist að fá steinolíu- löginn rædd í efri deild, og var þó ekki ætlast til meira en að fela hinum Hafsteininum að verða steinolíubjargvættur. Því skyldi Hannes Hafstein ekki mega ráða hvað miklu Philipsen nærfyrir steinolíu? Miljónir, sem gefnar voru út- lendu auðvaldi með lotterílögun- um, nægðu ekki. Pjóðhöfðingjar íslands fagna nýum konungi næsta ár. Kampavínið og önnur gleði verður því miður af skornum skamti. Væri nú ekki ráð, að við, sem við forneskju erum riðnir og ófreskisgáfur höfum, vektum upp fylgjur þjóðhöfðingja okkar og skemíum konungi með því að sýna honum safnið? Kyæðum gamla Meyer úr túnn- unni. Sönnuðum, að innflutta blóðið gefur því innlendaekkert Júdasar- eftir. Látum okkur ekki bilt við verða, landar góðir, þótt reimieikar nokkr- ir Ieggist á í húsum sumra þjóðhöfðingja síðari hiuta vetrar. Meira. Hjeðinn. * Ur bænum. Alþingi lauk í gær. Það hafði til tneðferðar 15 stjórn- arfrumvörp. [Afgreiddi 7 þeirra* feldi 4 og 4 urðu ekki útrædd.] Og 54 þiugmannafrumvörp. [Af- greiddi 20,-feldi 15 en 19 uröu óútrædd]. Þákomþar fram 31 þingsályktuii- artillaga. [Voru 15 þeirra samþykt- ar og afgreiddar í þingsályktunartil- lögu-formi, 3 samþykt en eklci af- greidd í þ ingsál.till.-iormi, 7 feldar, en 2 teknar afíur og 4 ekki útr.]. Fyrirspurnir til ráðherra urðu 4 og rökstuddar dagskrár 11. Dánir: (16. ág.) Olaf Hansen hattari (67 ára gamal) lfæddur í Ber- gen. Hann kom hingað til lands fyrir 35 árum. Kunnugur maður getur þess, að hann hafi verið mik- ill íslandsvinur og talið það föður- Iand sitt og, er hann fór utan, þráði hann jafnan iieim aftur. Jarðar- förin fór fram á föstudaginn var. Var spilaö á horn í viðhafnar-skyni. (18. ág.) Jakob Frímannsson bóndi frá Efra-Skúfi í Norðurárdal. Andaðist á Vífilstaðahæli um 40 ára að aldri. * (21.) Jósep jósepsson, Sjáfar- borg, 71 árs. Faðir Hrómundar skipstjóra og þeirra bræðra. Ingólfur fór til Akraness í fyrra- dag, skemtiferð. Til Islands á vjelarMt. Til Vestmanneya kom lítill vjelar- bátur á fimtudaginn var og hafði hann farið alla leið frá Gautaborg ■í Svíþjóð og verið aðeins 10 daga á leiðinni. Bátur þessi kom svo til Hafnarfjarðar á laugardaginn og hingað í gær. Báturinn er bygður í Gautaborg í sumar, hann er hálf tíunda stika að lengd og hefur vjel þá sem köll- uð er »Hexa.« En þeir eiga hann Ágúst Flygenring í Hafnarfirði og Trolle kapteinn,sem er forstjóri Hansa- ábyrgðarfjelagsins danska. Var sjálfur með bátnum þessa ferð. Þeir hrepptu all ílt veður i hafi, en öll gekk þó ferðiu vel og réyndist bæði bátur og vje! ágætlega. CymMina hin fagra. Eftir Charjes Garvice. »En jarlinn, — jeg meina jarlinn sál. hlyti að hafa vitað af því, pabbi!« »Jeg veit ekki, — þetta mál er svo flókið og alt á huldu. Eins og ástatt var um þá feðga, gat gamli jarlinn dáið án .þess hann hefði minnsta grun um það, hvort sonur sinn væri lífs eða Iiðinn. Herra trur, lögfræðingarnir fá nóg að gera, þetta er vatn á þeirri mylnu, bölvaðra!* — »Herra Bradworthy, ungfrú!« sagði Jana og lauk hurðininni upp á gátt. Glettnisblæ brá fyrir í augum Cymbelínu rjett í svip. Bradworthy var lögfræðingur og málaflutnings- maðurinn í Bellmaire. Hann var lög- fræðislegurráðunauturjarlsættarinnar, »Ekki þarf annað en nefna djöf.... — Iögfræðinginn, og þegar í stað er hann kominn, það veit sá heilagi Georg!« hrópaði yfirforinginn, rauk upp og æpti: »Komið þjer inn! Hvernig líður yður? Hafið þjer snætt morgunverð? Jana, disk, hníf, bo)la!«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.