Vísir - 10.09.1912, Blaðsíða 1
394
12
Ostar
bestir og ódýrastir
í verslun
Einars Árnasonar
"\D\su
Föt og Fataefní Slaufur mesta
úrval. Föt saumuð og afgicidd á. 12-14 tímum
Hvergi ódýrari en í ,DAGSBRÚN‘. Sími 142.
Kemur venjulega út k). 12alla virkadaga.
Afgr.í suðurenda á Hótel ísl. ll‘/2-3og5-7
Þriðjud. 10. sept. 1912.
Háflóð kl. 4,44‘ árd. og 5,1* síðd.
Háfjara hjer um bil 6 st. 12‘ síðar.
Afmœli.
Frk, Hólmfríður Rosenkrans, veitinga-
Frú Hanna Sveinsdóttir [kona
Frk. Sigríður Sigurðardóttir.
Magnús Th. S. Blöndahl, fv. alþm.
Á morgun:
Póstar.
Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer.
Álftanespóstur kemur og fer.
Ingólfur fer til Borgarness.
Veðrátta í dag.
Loftvog i£ Vindhraui 1 Veðurlag
Vestm.e. [770,7 7,6 A 3 Regn
Rvík. 768,9 8,0 Á 6 Alsk.
ísaf. 768,9 4,3 0 Ljettsk.
Akureyri 768,7 6,3 0 Skýað
Grímsst. 734,6 9,0 0 Heiðsk.
Seyðisf. 770,1 2,7 0 Skýað
Þórshöfn 772,0 5,4 VSV 2 Hálfsk.
CHR. JUNCHERS
KLÆDEFABRIK
RANDERS.
Sparsommelighed er Vejen til Vel-
stand og Lykke, derfor bör alle som
vil have godt og billigt Stof (ogsaa
Færöisk Hueklæde) og som vil have
noget ud af sin Uld eller gamle uldne
strikkede Klude, skrive til Chr. Junc-
hers Klædefabrik i Randers efter den
irgholdige Prövekollektion der tilsen-
des gratis.
Líkkisturnar
viðurkendu, ódýru, fást
ávalt tilbúnar á Hverfis-
götu 6.—Sími 93,—HELOl og EINAR,
Úr bænum.
Ceres fór í gær til útl. og með
henni: Fredriksen og frú, Isofjær
og frú, Chouillon og frú, Helgi
Zoega og sonur hans, verkfræðing-
ur Narfstað, stórkaupm. Thaulow,
hjúkrunarkona, frk. Christensen frá
Vífilstöðum, Einar Benediktsson, fv.
sýslumaður,með frú og 3 börnum,
frú Newmann, sjera R. Pjetursson
og frú, Jónas organleikari ásamt
konu og börnum.Mr Ord og Mr.
Cleary, námumenn, sem hjer hafa
dvalið í sumar, Chr. B. Eyólfsson
Magnús Bröndahl, frú MölIer(kona
Aage Möllers), um 15 vesturfarar,
alls ca. 85 farþegar.
Kappleika
hjelt U. M. F. R. á sunnudaginn
suður á íþróttavelli og hlutu þar
verðlaun þessir:
100 stiku hlaup:
Kristinn Pjetursson 1 23/ö sek-
Jón Þorsteinsson 13 —
Spjótkast:
Carl Ryden 30,97 stikur
Magnús Tómasson 30,67 —
Lúðvig Eir.arsson 28,80 —
25 blöð frá 28. ág. kosta: Á skrifst.50a.
Send út um landóO au. — Einst. blöð 3 a.
Stangastökk:
Ben. G. Waage 2,45 stiku
Ólafur Sveinsson 2,40 —
Lúðvig Einarsson 2,35 —
Tryggvi Magnússon 2,30 —
Oirðingahlaup 110 sikur:
Kristinn Pjetureson 21 sek.
Ben. G. Waage 213/6-
Niljonius Ólafsson 213/5
Flokkaglímur:
1. fl. (Þyngd yfir 150 pd.)
Sigurjón Pjetursson 1. verðl.
Kári Arngrímsson 2. —
2. fi. (135 — 150 pd.)
Magnús Tómasson 1, verðl.
Ólafur Gíslason 2.
3. fl. (undir 135 pd.)
Magnús Tómasson 1. verðl.
Helgi Salómonsson 2. —
Sunnudaginn áður hafði fjelagið
stofnað til 10 rasta hlaups. Var
fljótastur Guðm. Jónsson 39’27”.
^rvá útlötvAum.
^avs.
Aars er bær á Jótlandi með um
1200 íbúum. Þar hefur Steingrím-
ur læknir Mattíasson verið nýlega
og lýsir honum að nokkru í ferða-
pístlum í Gjallarhorni 29 f. m. Hon-
um þótti mikið til bæarins koma,
en mest þótti honum varið i svína-
slátrunarhúsið þar. Lýsingin ertekin
hjer upp eftir lækninum:
Það er voldug bygging, sem hef-
ur kostað 200,000 krónur. Þar er
slátrað tvisvar á viku alt að 250
svínum á dag árið í kring. Svínin
koma ekki aðeins úr nágrenninu
heldur með járnbrautunum nokkuð
langt að. . Til þess að sjá slátur-
húsið, skulum við fytgja svínarekstr-
inum, sem kemur frá járnbrautar-
stöðinni, Þau eru rekin í halarófu
inn um dyrnar, inn eftir þröngum
gangi. Á miðjum ganginum er
hleypt niður tveimur lokum, sem
afkvía snöggvast eitt og eitt svín.
Þar er pallur í gólfinu, sem um
leið sígur lítið eitt niður, en hann
er í sambandi við vigt, sem sýnir
þunga svínsins. Maður er þar sem
gætir vigtarinnar og merkir um leið
hvert svín og skrifar upp þunga
þess. En þetta gengur svo fljótt,
að svínin þurfa varla að stansa, og
halarófan heldur svo áfram inn í
klefa — aftökuklefann. Þar stend-
ur böðullinn. Breiður, tvíeggjaður
morðkuti liggur á borði út við
vegginn og þar er opin geil í
veggnum og sjer inn í næsta her-
bergi. Járnkeðja hangir niður úr
Skrifstofa í Pcsthússtræti 14A. Venju- Langbesti augl.staður í bænum. Augi.
lega opin kl. 8—10, 2—4 og 6—S sjeskilað fyrir kl.3 daginn fytir birtingu
Sláturfjelag
Suðurlands
selur daglega nýti dilkakjöt í stór- og smásölu í
kjötbúðinni við Lindargötu.
Verð í kroppum 26 au.
Stúlka,
ung og lagleg, sem er vön
verslunarstörfum, óskar eftir
atvinnu við verslun eða í bak-
aríi sem allra fyrst. Ritstj. vísar á.
loftinu með krók á endanum. Böð-
ullinn er skinnklæddur með upp-
brettar ermar. Hann þrífur nú
næsta svínið, smellir á það fót-
járnum á afturfæturna og krækir
þar á járnkeðjunni. Óðara hefst það
á loft og öskrar voðalega. Það hang-
ir nú dinglandi með hausinn niðnr
í veggjargeilinni beint fyrir framan
böðulinn. Hann stingur það í hóst-
ið tneð rýtingnum. Blóðbunan foss-
ar niður í steinsteypuþró, sem er
þarna innmúruð í vegginn. Svínið
grenjar ennþá nokkrar sekúndur og
berst um, meðan því blæðir út, en
jafnskjótt hefst annað svín á loft og
er sama að segja frá því og svona
gengur koll af kolli. NI.
CymMína
hin fagra.
Eftir ^
Charles Garvice.
--- Frh.
Godfrey Brandon gekk feti fram-
ar til hans, sneri svo til hurðar og
læsti henni, gekk rakleiðis til Arn-
olds og lagði höndina á öxl hon-
um.
»Arnold, á meðan þú varst að
tala, datt mjer nokkuð í hug, —
nokkuð ótrúlegt og undarlegt. Þú
talar um að skifta við mig kjörum.
Þú vildir feginn fara í mína skó,
en-að jeg færi í þína. Og jeg er
líka alveg ánægður að vera eins
og jeg er, Arnold! Ef við nú ljet-
um svo fara. Hugsum okkur að
þú sjert Claude Bellmaire, jarl af
Bellmaire og Forth Clyd og barón
af Drieloy?*
Orð hans höfðu undarleg áhrif
á Ferrers. Hann stökk á fætur með
eitthvað svipað blótsyrði á vörum
og horfði á Brandon sólgnu og
grunúðgu rannsóknar augnaráði. En
hann varð einskis vísari annars en
hreinskiini og vinarhug.
»Hvað gengur að þjer ?« spurði
Godfrey. »Jeg ætlaði ekki að móðga
þig, ArnoldU
»Það — það var í gamni sagt,
var ekki svo ?« sagði Ferrers með
áraun, »þú sagðir það ékki í al-
vöru?»
»Jú, í fylstu alvöru. Vertu ekki
reiður, Arnold, en hlustaðu nú á
mig til fenda! Jeg hef sagt þjer
alt satt, jeg hata nafnið og auðinn
af fleiri ástæðum en þú veist af.
En við getum líka sagt, að jeg er
orðinn svo samgróinn þessu lista-
manna sultarlífi að jeg get ekki
skilið við það og vilji heldur vera
frjáls og fátækur en auðugur í gull-
fjötrum. Öðru máli er að gegna
um þig. Þú ert metorðagjarn, Arn-
old. Þú vilt ná í peninga til þess
að öðlast valdið með þeim. Að-
alsnafnið gerði þjer æfina, — já
hvað — að jarðneskri paradís! Gott
og vel, hjer er tignarnafnið, hjer
er miljónin. Gerðu svo vel, taktu
við því og vertu sæll! Mjer er
þetta alvara! Þegar jeg las auglýs-
inguna, rjeð jeg af að fara til Eng-
lands, fá löndin, fjeð og alt i hend-
ur bústjóra eða umboðsmanni og
fara svo á flakkið mitt gamla aftur,
sem Godfrey Brandon einu sinni
enn, sá hinn sami sem myndirnar
eru nú farnar að hanga eftir í sýn-
ingarhöllinni í London og Parísar-
borg.«
Arnold Ferrers var þungt um
hjarta og horfði fast á brosandi
andlit Godfreys, sem hjelt áfram
máli sínu:
Frh.
S T Ó R UTSALA — VEFNAÐARVÖRUVERSLUN
I TH. THORSTEINSSON. ingólfshvoli, er nú byrjuð og stendur til laugardagsins 14. september.
—