Vísir - 12.09.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 12.09.1912, Blaðsíða 2
VI S I R inn á hliðinni, með seglin upp og var brotinn kjölurinn. Ætla menn, að hann hafi rent á sker og hvolft þar. Botnía fór frá Leith í gærkveldi. Vegagerðin í bænum. Enginn Reykvíkingur mun neita því, að vegagerðir í bænum sje eitthvað af því allra bráð-nauðsyn- legasta, sem hjer þarf að gera. Um hitt kunna meiningar að verða fleiri, á hvern hátt það verk skuli fram- kvæmt. Það er alt annað en höfuðstað- arlegt, að geta ekki geng'ð svo á mi|li húsa þegar rigning er, að ekki sje um forardýki að fara, og þegar þurt er um og vindur nokkr uð sem heitir, að þurfa þá að kafa í þykkum moldarmekki, verri nokkr- um hríðarbyl. En eitthvað svipað þessu mun ástandið vera í; höfuðstaðnum nú á dögum. Úr þessu þarf að bæta, og verð- ur að bæta. — En hvernig? Að »makadamisera« öll stræti Reykjavíkur og helluleggja gang- stjettirnar jafnframt, eins og nú er verið að gera í Austurstræti, er þaö heljarverk, bæði að kostnaði og tíma.sem það tekur, að jeg fæ ekki sjeð að það verði vær.legasta að- ferðin. Sje það satt sem sagt er, að kostnaðurinn við þessa vegagerð i Austurstræti einu, muni verða full 15 þús. krónur eða meir, þá geta menn svona nokkurnveginn gert sjer hugmynd nm, hvað kosta muni að makadamisera, qll strætiu hjer og helluleggja gangstjettirnar. Það er óefað svo mikið fje, að engin minsta von er til, að bæar- rnenn geti risið undir þeim útgjöld- um til vegagerðar, auk annars sem bæarfjelagiö þarfnast; Það verður víst Austurstræti eitt, sem fær þannig lagaða viðgerð, hin strætin fá víst að bíða óákyeð- inn tíma eftir inakadamiseringunni, og forardýkin týna lítið tölunni þó Austurstræti einu sleppi. Sem sagt, — jeg held að það sje ekki heppileg braut, sem vega- gerðin er komin inn á, og best að hætta áður lengra er farið og dýpra sokkið í kostnaðarfenið. Bæarbúar munu ekki þykjast stórum bættari fyrir það, þó ausið sje svo mörgum tugum þúsnnda í eina stutta götu, að um ófyrirsjá- anlega langan tíma verði engar aðr- - ar vegabætur hægt að vinna. Þeir munu heldur kjósa það kostnaðarminna og jafnara, sem unnið er að strætunum, og er ekki hægt að lá þeim það. Það sem mjer virðist liggja næst að gera, og hægt eða kleift sje að gera, er það, að leggja sæmilegar gangstjettir í sem allra flestum stræt- um bæarins. Það verð.ur til al- menuastra nota, og það má ekki alveg missa sjónar á því. Allir bæarmenn eiga þá sanngirnis- kröfu til bæarstjórnarinnar, að til- ! lit sje til þeirra tekið allra, þegar | að ræða er .um útgjöld úr bæar- sjóði lii framkvæmda í þarfir bæ- arfjelagsins. Fyrir það fje, sem nú er varið í makadamiseringuna í Austurstræti einu, mundi eflaust mega hellu- leggja gangstjettir á mörgum stræt- um bæarins, á sama hátt og gang- stjettirnar í Austurstræti nú eru hellulagðar. Það væri mjög við- unan|eg vegabót í bráð, og gæti fljótt orðið á allflestum strætunum. Miöbik vegarips eða strætauna verð- ur að bíða betri tíma, því ekki virðist ósanngjarnt, að mannaveg- irnir sjeu þó látnir ganga fyrir ak- vegum og reiðvegum, þegar ekki er kostur á að gera allan veginn í einu, eins og menn helst kysu að hann væri. Borgari CymMína hin fagra. Eftir ^ Gharles Garvice. ---- Frh. »Mjer er hrein og bláköld alvra! — Vertu jarl af Bellmaire í minn stað, Arnold! Þú verður betri höfðingi en jeg, þú ,ert betur til þess fallinn og getur leikið aðals- manninn af snild! Komdu nú og sláðu þessu föstu!« Arnold Ferrers nam staðar, kom til hans, horfði í augu honum með nærri því hvössum rannsóknaraug- um, — Godfrey brosti og rjetti fram höndina. Arnold tók í hana — hönd hans sjálfs var brennheit. »Jeg geng að þessu.U sagði hann. »Gott, mjer öatt það í hug! — Það gleður mig mjög mikið,« »Bíddu!« sagði Ferrers kuldalega, eins og hann væri að deila um hugsanfræðilegt atriði. »Nú skyldi sannleik mínum verða mótmælt. Einhverjir hljóta að vita, að þú erl erfinginn að jarlsdæminu?« »Nei, engimu', sagði Godfrey Brandpn. »ginhver þjónn?* sagði Ferrers. »Nei, það er, eða það var ekki nema einni manneskju til.að dreifa, fóstrunni, sem fór með mig til.föð- ur míns við það tækifæri, er jeg minntist á. — Hún er dáin,« Æn lögmennirnir? Hvernig á jeg að sanna þeiin að jeg sje, sá er jeg segist vera ?« Hann spurði þessa með svip og myndugleika sem væri hann íraun og veru jari. »þar er ekkert til fyrirstöðu. Fóstra mín fjekk mjer áður en hún dó skjöl og ýms önnur skil- rílci, sem ekki verður móti mælt, sem jeg þarf ekki annað en sýna, til þess að sannfæra jafnvel hinn tortrygnasta lögmann. Þau afhendi jeg að sjálfsögðu. Og hvað er þá að?« spurði Godfrey brosandi. »Þetta til dæmis: Hefur þú at- hugað það, að ef jeg geng að þessu, gef jeg mig alveg þjer á vald, er alveg í þinni hendi ? Auð- vitað er mjeróhættað treysta þjer!« KAUPANGI fæst: pundið 20 au., skóiaAwaSu* aWsliowav handa konum, körlum og börnum, þar á meðal sandalar, verkmannastígvjel og inniskór( frá 75 au. til 3 kr.), tilbúinn fatnaður. Kaffi og sykur með ágætu verði, og ýmislegt fágæti, sem upplýsingar verða gefnar um í búðinni, Munið að góðar vörur eru seldar með lágu verði 1 Lindargötu 41. KENSLUKONA óskast í Viðey frá 1. okt. n. k. til að veita 15—20 börnum tilsögn. Umsóknir, sem tilgreina kaupgjald, eiga að sendast ásamt meðmælum til undirritaðs fyrir 25. þ, m, Viðey 11. sept. 1912 Ól. Briem* Tómar flöskur verði þriggja pela kaupir hæsta J P. T. Brydesverslun. bætti hann við alt i einu, þegar hann sá Godírey hnykla brýrnar, *en samt sem áður er jeg á þínu valdi.« »Satt er það«, sagð) Godfrey. »Hvað get jeg gert?« Frh. A T V I N N A Stúlka óskast í vist frá 1. okt. Hún verður aó sofa úti í bæ. R.v.á. Vetrarstúlka óskast á fáinent heimili. Gotl kaup. R. v. á. Vetrarstúlka, vön húsverkum, óskast nú þegar eða sem fyrst í góða vist. R. v. á. Stúlka óskast í vist frá I. okt. Upplýsingsr á Laugaveg 46 uppi. K E N S L A Kandídat veitir kenslu í íslensku, dönsku og þýsku. R. v. á. Kensla f þýsku ensku og dönsku fæst hjá cand. Halldóri Jónassyni Vonarstræti 12 11. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. Östlunds-prenstm. Ungur, góður og laglegur piltiir óskar eftir ungri og laglegri stúlku til sarnbúðar og samferðar á ófarinnl lífsleið. Upplýs- ingar gefnar ;aðeins stúlkum) á skrifstofu Vísis. Kaupskapur"^ Nokkur smáhús til sölu og íbúðar strax. Finnið Runólf Stefáns- son, Skólavörðust. 17 B. Agætt skyr aftur komið í Vest- urgötu 35 uppi. Selt alla virka daga; 20 au. pd. F Æ D I Fæði fæst á Laugaveg 30. Ágætt fæði er selt í Bárubúð. á ágætum stað í bænum fæst frá 1. okt. Upplýsingar í versluninni Gretlisgötu 1. ÚSjNÆÐlg 1 stofa fæst í miðbænum. Fæði á sama stað. R. v. á._ 1 herbergi qskast í Vesturbæ, R. v. á. Stofa ásamt húsgögnum til leigu frá 1. okt. fyrir einhleypa. R. v. á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.