Vísir - 02.10.1912, Page 1
413
6
Ost,arbesti‘«°f-'“»díras,lr
Vy U Ul/U-L Einars Árnasonar
Föt og Fataefn í Slaufur mesta
úrval. Föt saumuð og afg,eidd á_ 12-14 tímum
Hvergi ódýrari eni,DAGSBRÚN‘. Sími142.
Kemur venjul.út alla daga nenia laugard, I
Afgr.í suðurendaá Hótel ísl. ll-3og4-6.
Miðv.d. 2. okt. 1912.
Háflóð kl. 8.54‘ árd. og kl. 9,24' síðd.
Háfjara hjer um bil 6 st. 12‘ síðar.
Afmœli.
Hannes Thorsteinsson, cand. jur.
Einar Björnsson, verslunarm.
Veðrátta í dag.
Loftvog £ |Vindhraði|| Veðurlag
Vestm.e. 768,9 5,2 NV 2 Skýað
Rvík. 768,7 6,0 V 3 Alsk.
ísaf. 768,5 1,7 0 Heiðsk.
Akureyri 767,6 0,0 s 1 Þoka
Grímsst. 731,5 L8 s 1 Ljettsk.
Seyðisf. 769,2 0,7 s 1 Skýað
Þórshöfn 763,1 1,7 0 Skýað
Skýringar.
N—norð- eða norðan, A—aust- eða
austan, S—suð- eða sunnan, V—vest-
eða vestan.
Vindhæð er talin í stigum þann-
ig: 0—logn, 1 —andvari, 2—kul, 3—
gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6—
stinningSkaIdi,7—snarpur vindur,8—
hvassviðri,9—stormur.l 0—rok, 11 —
ofsaveður, 12—fárviðri.
Kuldi taknaður með skáletri.
■■—iwniw nmsm BBHBn 'zxsim
Líkkisturnar
viðurkendu, ódýru, fást
ávalt tilbúnar á Hverfis‘
götu 6.—Sírni 93.—HELQl og EINAR-
Ungmennafjelag
Reykjavfkúr
niinnist fæðingardags síns fimtud.
3. okt, í Iðnaðarmannahúsinu kl.
8V2 s. d.
Margt verður þar sjer til gamans
gert.
Aðgöngurniðar fást hjá hr. Agli
Guttormssyni, Edinborg, og hr.
kaupm. Engilbert Einarssyni, Banka-
str. 12. STJÓRNIN.
*
Ur bænum.
Austri kom í gærmorgun og
með honum margt farþega, meðal
þeirra var: sjera Guðm. Quðmunds-
son frá Gufudal, Páll Jónsson kenn-
ari frá Hvanneyri, Bjarni Þ. John-
sen yfirrjettarmálfærslumaður frá
Akureyri, Andrjes Björnsson og
Sigurður Sigurðsson frá Vigur, há-
skólanemar; frök. Herdís Mattíasar-
dóttir, nokkrir mentaskóla-piltar og
fleiri.
Stýrimannaskólinn var settur
í gær með 63 nemendum, þar af
33 nýsveinar. í efstu deild skól-
ans eru 19 nemendur, í miðdeild
22 og í þriðju deild 22; 7 af nem-
endutn skólans ætla að læra vjel-
fræöi.
Verslunarmannaskólinn var
settur í gær_ [ þann þafa sótt til
efstu deildar 23 nemendur, 64 til
miðdeildar og um 20 til yngstu
deildar; óvíst er að skólinn geti
tekið svo marga nemendur.
Mentaskólinn var settur í gær
með 140 nem., er búistvið fleirum.
f barnaskóla Reykjavíkur.sem
var settur í gær, verða í vetur um 1
25 blöð frá 26. sept. kosta: Á skrifst.50a. Skrifstofa í Pcsthússtræti 14A. Venju- Langbesti augl.staður í bænum. Augl.
Send út um landóO aiy. — Einst. biöð 3 a. lega opin kl. 8—10, 11—3 og 6—8 . sje skilað fyrir kl.3 daginn fynr birtingu-
■r!------------------------------—--------------------—
Alla þessa viku
verður sami mikli
Afslátturinn
0
®
Sl
13
®
gefinn af skófatnaði
hjá
Lár llsíGtí LúðYígssyni, 1
Þinghoftssiræti 2.
Allir. sem reynt hafa. full-
yrða, að hest sje að verslaí
.LIVERPOOL’.
REYNSLAN ER ÓLÝGNUST.
eitt þúsund börn og hálft hundrað
betur.
Frá gasstöðínni. Nú eykst
með degi hverjum gaseyðsla í bæn-
um. f sumar var eytt frá 4 til 5
hundruð tenings metrum á sólar-
hring, nú er hún komin upp í 900
tenings metra og er búist við að
hún aukist um helming ennþá.
Uppboð var haldið á laugar-
daginn var í Bárubúð á bókum
tilheyrandi dánarbúum prestanna
Arnljóts Ólafssonarog Þorleifsjóns-
sonar.
Var þetta uppboð sjerstaklega
merlcilegt fyrir þá sök, að þar voru
í boði eldgamlar og merkar guðs-
orðabækur og fleiri markv. bækur
og buðu þar mestu bókamenn bæ
arins í 'bækurnar, hver í kapp við
annan.
Einn þeirra kvað hafa boðið í bæk-
urnar fyrir útlent fjelag, en við
þann náunga kvaðst dr. Jón engri
þeirri bók hafa slept, sem ekki mátti
fara út úr Iandiuu. »Því það má
alls ekki Ifðast að rjetlur vor sje
þannig fyrir borð borinn*, sagði
hann, með mikilli áherslu.
Stefán.
Háskólinn. Þar er nú rektor
próf. Guðmundur Magnússon, svo
sem áður er sagt og deildarforset-
ar eru:
Próf. Haraldur Níelsson í guðfræð-
isdeild.
— Jón Kristjánsson í lagadeild.
— Guðm. Hannesson í læknadeild.
— dr. Ágúst H. Bjarnasoní heim-
spekisdeild.
‘Jxá uUötvdum.
(Eftir nýum blöðum enskum,
sem Vísi hafa borist, en öðrum
ekki hjer.)
Baron Biebersfein
marskálkur dáinn.
»Mesti maður ÞjéBverja eftir
Bismark.«
Baron Bieberstein marskálkur
varð bráðdauðr í Badenxveiler á
Þýskalandi þriðjudagsmorguninn
24. f. m. Hann var nýorðinn
sendiherra Þjóðverja í Lundúnum,
en áður hafði hann verið allmörg
ár sendiherra þeirra í Miklagarði
og hafði getið sjer þar hinn mesta
orðstír.
Hann var fæddur í Karlsbað,
lærði fyrst í Frankfurt og nam
síðan lögvísindi við háskólana
í Freyberg og Heidelberg. Síðan
gaf hann sig mjög við stjórnmál-
um og var aldavinur Bismarks.
Honum var kent, að keisari sendi
Kriiger Búaforseta skeytið fræga,
er stælti hann gegn Englending-
um. Upp úr því var hann ger
sendiherra Þjóðverja í Miklagarði
og hjet svo, að það væri gjört
til refsingar fyrir afskifti hans af
málum Búa. — Þar kom hann ár
sinni svo vel fyrir borð, að kallað
var, að hann hefði Abdul Hamid
Tyrkja-soldán »ívasanum«. Fekk
hann mörgu mikilvægu framkomið
þar til hagsmuna þjóð sinni í
• ýmsum samningum við Tyrki,
meðal annars leyfi tll að leggja
Bagdad-járnbrautina, sem Eng-
lendingum hefur verið mestur
þyrnir í augum.
Pega tyrkir tóku völd,
hugðu margir, að lokið væri valdi
Biebersteins þar í Miklagarði. En
það fór annan veg, því aðaldrei
varð vegur hans og vald meira
en þá og ljek öðrum rfkjum
öfund á um snild hans. Þótti
hann mestur vitringurallra sendi-
herra álfunnar.
Ekki sópaði síður að Bieber-
stein áfriðarþinginuí Haag. Mátti
kalla, að hann hefði ráð þingsins
í hendi sjer og eyddi hann ger-
samlega ýmsum áhugamálum
Englendinga þar.
Hann var berorður og hrein-
skilinn, en þögull ef þess þurfti
við. Hann var mikilmenni um
hvorttveggja: vöxt og vitsmuni.
Þykir Þjóverjum hinn mesti skaði
að fráfalli hans.
Mynd hans er í Vísisglugga í dag.
Einn kemur öðrum meiri.
Vísir skýrði frá því nýlega að
M. Roland Garros hefði fIogið;hærra
en öðrum hafði tekist þangað' til
og komist 16400 fet f loft upp.
Nú hefur Frakkinn Legagneux kom-
ist enn hærra, eða 3 mílur enskar
og hálfa betur. Hann fjekk í verð-
laun 230 sterl. pd., eða 1 franka
fyrir hvern meter. Hann hafði um-
búnað um höfuðið með slöngu til
að anda að sjer súrefni, er hann
hafði með sjer, til þess að »blanda
mjöðinn* (þ. e. a. s. heiðloftið, sem
er heldur þunt þar efra).
Mynd af honutn og útbúnaðin-
um í Vísisglugga í dag.
Flugmaður fórnar lífi sínu
tll þess að varðveita
áhorfendur.
Það bar við fyrra laugardag ná-
lægt Belfast á íriandi, að enskur
flugmaður, Mr. Astley, beið bana af
því að hann gat ekki lent þar sem
hann ætlaði sjer sakir áhorfenda er
þar stóðu. Vann hann til að stýra
í ógöngur og fórna þar með lífi
sínu til þess að verða ekki öðrum
að tjóni.
Myndir af Mr. Astley eru í Vísis-
glugga í dag.
Egypísku
Cigaretturnar
Cousis M 3
Mondiale
Macedoine
Prince of Wales
Dybec
eru almennt viðurkendar þær
bestu.
Fást aðeins í tóbaksverslun
R. P. Leví.