Vísir - 02.10.1912, Qupperneq 2
vM S i R
m
i
VEF N AÐARVORU VERSL.
TH. THORSTEINSSON,
INGÓFSHVOLI,
hefur fengið mikið af allri
Smávöru,
Leggingum, Broderingum
o. m. m. fl.
Fyrirlestur
Hróalds Ámundasonar.
[Nú er hinn heimsfrægi suðurskauts-
fari, Hróaldur Ámundason, tekinn að
halda fyrirlestra sína. en þá heldur
hann víða hjer í álfu og einnig í Vest-
urheimi. Peir verða allir nær þbreyttir
eins og hinn fyrsti, sem hann hjelt í
Kristjaníu, en hann kemur hjer í út-
leggingu nær orðrjett:]
Hin þriðja ferð »Frams« skiftist
í tvent: baráttuna um Suðurpólinn
og íshafsrannsóknirnar.
í kveld veitist mjer sú æra, að
segja frá hinu fyrra af þessum hlut-
verkum.
í kringum aldamótin hafa frakk-
neskar, enskar, þýskar, skoskar og
sænskar rannsóknarferðir unnið sam-
an að því að lyfta skýlunni af flák-
um Suður-íshafsins. Takmark margra
ferðanna hefur áreiðanlega verið
vísindalegt, en þó heldjeg að mjer
sje óhætt að segja, að póllinn sjálf-
ur hefur verið hið eftirþráða tak-
mark. Ernst Schackleton er þó sá
eini, sem kannast við að hann hafi
þreytt kapp um að ná pólnum.
Jeg skal í kveld aðeins stuttlega
drepa á þá, leiðangra sem hafa unn-
ið á þeim svæðum sem við geng*
um út frá,
þegar suðurpóllinn var orðinn
takmark okkar, þá ákváðum við að
reyna að komast á »Fram« eins
Iangt og mögulegt væri suður á
bóginn og byggja okkur þar stöð,
til þess að sleðaferðin gæti orðið
svo stutt, eins og hægt væri. Jeg
vissi að Englendingarnir ætluðu til
sinna fyrri vetursetustaða í Mr. Mor-
doso-sundinu, og að Japanarnir
höfðu trygt sjer Játvarðarland. En
til þess að ónáða engan, þá var
ekki orðið um annað að gera fyrir
okkur, en að byggja kofa okkar á.
sjálfum ísmúrnum, eins langt frá
hinum Ieiðangrunum og hægt var.
Hinn mikli Suöur-íshafsmúr eða
Ross-múrinn liggur á milli Suður-
Viktoríu-lands og Játvarðarlands.
Hann er hjer um bil 450 mílna
langur. Pað var Sir James Clark
Ross, sem árið 1891 hittiá þennan
geipimikla ísmúr og var langt frá
því að hann hjeldi seglskipum sin-
um upp að honum, en ljet sjer
heldur nægja að rannsaka hann í
skynsamlegri fjarlægð. En þessar
rannsóknir sýndu þó þá þegar, að
þessi geysi múr var brotinn með
köflum og á korti Ross fundum við
heljarstóra flóalögun (164 gr. vest-
url. og 78,30 gr. suðurbr.).
Næsti leiðangnrinn var sá er
»Southern Cross« fór árið 1900.
í þessum leiðangri fanst flóinn aft-
ur og það 60 áruin á eftir Ross.
Þá hepnaðist líka að lenda í öðr-
viljun, heldur kemur hún af lands-
lagi neðansjávar.
Það var einmitt í þessum Hval-
flóa að við lögðum byrjunargrund-
völlinn til fyrirtækja okkar, 350 míl.
frá stöð Englendinga og 100 míi.
frá Japönunum.
Frh.
CymMína
Tiin fagra.
Eftir
Charles Garvice.
—-- Frh.
»Það er rjett og vel mælt! Það
gleður mig og jeg er yður þakk-
látur fyrir þessa skyldurækni yðar,
Bradworthy!«
»Jeg er vergi og ábyrgðarmaður
þessarar ætíar og eigu,« hjelt lög-
maður áfram, »og er eins og þjer
segið, aðeins að gera skyldu niína,
þegar jeg nú bið yður að sanna
m jer, að þjer sjeuð Claude Bellmaire,
sonur Bellmaire jarls, sem nú er
nýlátinn,*
»Jeg er sonur Bellmaire jarls
. . 1 m • • m ie
m
fidtje - mm,
Sængnrdúkar
best hjá
TH.THORSTEIN SSOJST,
INGÓLFSHVOLI.
um minni flóa »Ballon Bight« nokkr-
um mílum fyrir austan stóra fló-
ann og komast þar upp á ísmúr-
inn, sem hingað til hafði verið
álitinn ókleyfur og óvinnandi farar-
tálmi suður á bóginn. Árið 1901
sigldi enskaskipið »Discovery« með-
fram múrnum og staðfesti alger-
lega það, sem Southern Cross leið-
angurinn hafði skýrt frá. Það
heppnaðist líka þessum leiðangri að
finna land í þeirri átt, sem Ross hafði
skimað um: Land Játvarðar kon-
ungs. Scott lenti Iíka í »Ballon
Bight* og varð var við mikinn flóa
í austri, eins og þeir sem áður höfðu
komið þar.
Árið 1908 kemur Schackleton á
»Nimrod« og heldur því fram að
sá fláki, sem lá á’ milli þessara
tvcggja flóa hafi Iosnað og gert
einn flóa úr báðum. Þennan nýa
flóa kallar harm Hvalflóa, og hættir
við áform' sitt að lenda þar, því
að honum virðist ísmúrinn ofhættu-
legur til vetursetu.
En það er víst að flóinn á korti
Ross og Hvalflóinn er það sama,
því að hann hefur á þessu 70 ára
bili aðeins lítið breyst. Annars er
þéssi flóamyndun ekki orðin af til-
sál.« sagði hans tign og kynlegum
glampa brá fyrir í augnm hans.
»Á það get jeg með ánægju fært
gildar sönnurU
Að svo mæltu tók hann upp úr
vasa sínum skjalaböggul, litla mynd
af jarlinum og vottorð frá fóstru
unga jarlsins, og lagði alt á borð-
ið.
Bradworthy tók það upp og að-
gætti allt mjög nákvæmlega, og fór
sjer ekki óðslega að neinu.
»Jeg sá aldrei föður minnsáluga
frá því jeg var fárra mánaða gamalt
barn,« sagði Bellmaire lávarður.
»Fóstra mín flutti mig til París,
eins og vottorðið ber með sjer, þú
manst að jeg hef sagt þjer þá sögu,
Brandon?«
Godfrey Brandon kinkaði kolli.
Lögmaður leit af skjölunum.
» Mjer er fullnægt í alla staði,
lávarður minn; ef þjer viljið leyfa
mjer það, skal jeg geyma þessi
skjöl!«
»Með ánægju!«sagöi jarlinn auð-
mjúkur.
»Þá er nóg!« sagði Bradworthy;
síðan hvesti hann alt í einu augun
á Brandon, sem stóð þegjandi hjá.
»Þjer vitið, herra minn, að þessi
maður er jarlinn af Bellmaire?*
»Mjer er kunnugt að hann hef-
ur fullan rjett til þeirrar tignar, já!«
sagði Godfrey.
»Rjett er það, alveg rjett!« sagði
lögmaður. »Látið mignú ekkitefja
yður Iengur, lávarður minn. Lofið
mjer að opna herbergin fyrir yð-
ur. Jeg hef reynt að halda höll-
inni svo vel við sem mjer hefur fram-
ast veriðauðið.«
»Allt er í ágætu standi,« sagði
Bellmaire lávarður. »Jeg er yður
mjög skuldbundinn, Bradworthy Iög-
maður«,
Þeir fóru aftur inn í salinn. Sig-
urgleðin skein út úr dökkva andliti
lávarðarins, þegar hann tók undir
arm yfirforingjans aftur.
»Nú er alvarlegum störfum senn
Iokið,« sagði hann með viðfeldnum
hlátri »jeg held að Bradworthy hafi
verið hræddur um, að jegværi ein-
hver annar en jeg er!«
Þau hjeldu áfram að ganga um
höllina.
Jarl rendi augunum yfir spónlögðu
gólfin, dýrmætu gólfábreiðurnar,dýru
veggtjöldin og veggskrautið, skornu
bríkurnar og stundum út um glugg-
ana, út á víðáttumikla garðana og
víðlendu akurlendin með fögrum
hjáleigubýlum og kotum.
»Hvað langt sem þjer horfið í
þessa átt, Iávarður minn <, sagði North
og benti eins og fylgdarmaður, »þá
er allt yðar eign. Bestu jarðirnar
í hjeraðinu, er það ekki satt, Brad-
worty? Veiði yfirfljótanleg. Jarl-
inn sál., faðir yðar, varði rjett sinn
vel; engin miskun við veiðiþjófa!
Burt með þá ! Sex mánaða fangelsi«
VEFN AÐARVORUVERSL.
TH. THORSTEINSSON,
hefur fengið mikið af
TJUarboluni,
Sokkum og Vetlingum.
• o ggjgl • • m