Vísir - 04.10.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 04.10.1912, Blaðsíða 2
V I S I R ^eJnaBavvoifu- vevst, Ingólfshyoli, hefur langmest úrval í borginni af allri Vefrmðarvöru. Ljerefl frá 0,16. Flónel, frá 0,21. Tvisttau, frá 0,19. Sirts, frá 0,26. Sængurdúk, m. teg. __ Morgunkjólatau. FÓðurtau allskonar. Vinmifataefni, mjög gott. Dömuklceði, frá 1,45— 2,90. KIseo'i, frá 2,90: Kjolatau. ullar, frá 0,65. Káputau, Svuntutau, m. teg. Silki og Flauel. Silkíbönd afarfalleg, UllarbðiP, frá 0,65. Sokl ar. Vettlin£,ar. Skí iinhanskar. Rúmtef. [ti. Va :Jtteppi. Leggin|;rtr á kjóla og ct i.ntur. Broien’ngar. Allar c. t ávörur mik- if úrval. Vetrarsjól. Ká:i.r. Gólften >1. GóH vaxdúkur. Saumavjelar. Prjt navjelar. Fiður :g Dúnn. Best hjá hTh. Fyrirlestur Hróalds Ámundasonar ---- Frh. Þann 27. fórum við fram hjá vistaforðanum á 80.gráðu suðurbr. sem var í sinni röð og reglu. Þann 4. mars náðum við 81. gráðu — þar ljetum við 1050 punda forða og 3 menn sneru aftur, 5 menn hjeldu áfram og náðu 82. gr, s. br. hinn 8. mars og voru þar lögð 1250 pund vi5ia. 22. mars vorum við aftur heima. Ennþá, og það í síðasta skiftið, fórum við af stað meö 2200 pd. af nýu selakjöti og 400 pd. af öörum vistum til forð- ans á 80. gráða. Vegna þess hvað ísflákarnir voru eins alstaðar, þá var um að gera, að merkja geymsluforðana þannig, að hægt væri að finna þá aftur. Því að ef við hefðum mist forðana, þá vorum við búnir að vera. Slað- irnir voru þá merktirán þenna hátt: Út frá forðanum, sem miðpunkti voru sett niður flögg í 9 kílómetra langa röð, hvoru megin, eða í 18000 metra lengd frá austri til vesturs, þvers um á Ieið okkar; hvert flagg var sjerstaklega merkt og vísaði á hvað langt við vorum frá vistunum og í hvaða átt þær væru. Þessi aðferð reyndist óyggj- andi, þrátt fyrir kafniða-þoku hepn • aðist okkur að finna vistirnar. Áttavitar okkarog önnur verk- færi voru Iíka rannsökuð, og við gátum reitt okkur á þau. Ferðirnar til vistgeymslustaðanna voru okkur til stórgagns. Við feng- um mikla reynslu, því að hitalág- mark sumarsins var (-?-) 45 gráður — svo að það var um að gera, að hafa alt í röð og reglu. En sleðar okkar voru of viðamiklir og þess vegna of þungir, það varð að gera þá Ijettari án þess að veikj, þá um of. Og ennþá varð aö gera ýmsar breytingar á útbúningi okkar. Til þess átti veturinn að brúkast. Síðasta selveiðin, sem gaf af sjer 120,000 pund af kjöti handi okku.- og hundunum, var nú eftir, áður eu sólin hyrfi. Við höfðum með okkur 10 stór 16 manna tjöld og þau brukuðum við handa hundunum. Með því að grafa undir þessum tjöldum 16f. djúpar grafir tókst okkur að r.á þeirri dýpt sem var nægileg til þess að koma í veg fyrir hrímhjeluna, sem er svo óþægileg fyrir hundana. Jafvcl þegar kuldinn var mestur, fundu þeir ekkert til hans þarna,' en var þvert á móti mæta vel borgið. I hverju tjaldi var rúm fyrir 12 hunda og hver maður hafði sinn lióp að passa. Eftir að búið var að sjá fyrir hundunum kom röóin að okkur sjálfum. Náttúran, móðir okkar, rjetti þá hjálpandi hönd með því að hylja hús okkar í snjó strax í apnT). í þessum nýfallna snjó grófum við »neðanjarðar« herbergi meðgöngurn bæði sín á milli og í sambandi við húsið. Á þennan hátt bjuggum við til úr eintómum snjó smiðju, verk- stöðtil umbúðaogsauma og kjallara fyrir' kol, olíu og vistir, — að ó- glymdu baðherbergi eftir nýustu týsku með steypibaði og gufubaði, allt þettað undir ísnum. Hvers geta menn óskað meira? Veturinn gat komið með snió *) Þess ber að gæta að veturinn byrjar á suðurhelmingi jarðar um leið og fer að sumra hjá oss. (Þý5.) kulda og endalaust myrkur. Við hugsuðum um hann alVeg hryllings- laust. Sem fyr ádrepið ætluðum við að nota veturinn til þess að bæta og fullkomna útbúnað okkar. Sleðar okkar töpuðu þá tveim þriðju hlut- um þunga síns i höndunum á dugnaðarmanninum okkar Bjaaland. Þar að auki gerði hann við skíðin okkar. Að sama skapi var þunginn á öllu minkaður. Hinum 42000 hlutum farangursins var snúið á alia vegu áður en þeir fengu sinn rjetta stað. Og svona var það með alt og gaf það okkur nóg að starfa allan veturinn. Með mikilli vinnu fylgdi ágætt skap, liúsið var heíttog þurt, heilbrigðin hin besta og í stuttu máli, við lifðum eins og kóngar. Veðrið var mjög hagstætt fyrir Ioftrannsóknir okkar. Að undan- teknum tveimur ekki mjög áköfum stormum, þá bljes einlægt jafn vindur frá austri. Loftþyngdin var heldur lág en stöðug. Ársins meðalhiti (~r) 25 gráöur er sá lægsti sem nokkurstað- ar hefur verið mældur. I fimm mánuði ársins höfðum við undir ~ 50 gráðum. Hinn 13. ágúst var kaldasti dagurinn með + 59°. Frh. Áferðum Grafning. Eftir Magnús Gíslason. VI. í síðastlíðin 25 ár liafa miklar breytingar orðið á ymsu í Grafn- ingi. Þá sást livergi járnþynna á húsi, síðan hafa nær öll bæarhús og baðstofur þar verið endurbygðar miklu vandaðri en áður, með járn- þökum og víða eldavjelum. Þá var til heyhlaða á einum bæ, Villinga- vatni (með trjeþaki), nú eru víðast hvar heyhlöður fyrir allan heyskap. Þá var lítið um túngarða eða girðingar, nú eru þar flest tún girt með gaddavírs-girðingum. Fyrir nokkrum árum Ijetu Grafn- ingsmenn gera akfæran veg frá Sogs-brúnni, hjá AlviðrU í Ölftisi, upp að Úlfljótsvatni; hann kostaði 1400 kr., fengu þeir hjá sýslunni 600 kr., 800 kr. lögðu þeir til, af því voru 400 kr. teknar að láni, 400 lögðu þeir sjálfir fram. í síð- astliðin tvö ár hafa þeir lengt ^eg- inn upp að Villingavatni, og það kostaði um 200 kr., ætla þeir þann- ig að halda áfram með veginn,og láta alla hreppsvegavinnu ganga til hans, uns lokið verður. Eins og áður er um getið, eiga Grafningsmenn afrjett á parti af Mosfellsheiði fyrir norðan Dyrafjöll, aðra afrjett hafa þeir eigi, geng- y&slmarms- Jataueirs^. TH. TH. & CO. Hafnarstr. 4., % ' hefur mest af öllu, er karl- menn með þurfa til klæðnaðar, frá innsta til ysta. Alklæðnaði frá 14,50. Veirarkápur. Regnkápur. Reiðjakkar, Skinnjakkar og Vesti. Peysur. Erfiðismannaföt, Sokkar. Nærfatnað, mikið úrval. Hálslín. Mancheitskyriur. Slipsi og Slaufur, Harða og lina Hatia. Húfur og margt smávegis. Faiaefni mjög falleg. Sömuleiðis hefur versl, Karimannsfaia Saumastofu. Best lijá ur því fje nær alt í heimalöndum bænda og eru þau smöluð til rjetta. Áður höfðu þeir rjettir með Ölf- usingum í Hveragerði, en þar eð mönnum þótti andstætt, að reka fje sitt úr héimahögum fram í Ölfus, til að draga það þar sundur og reka svo heim aftur, fengu þeir rjett- irnar skildar og bygðu sjer sjálfir rjettir 1910. Standa þær í miðri sveit ááljett- um völlum, er nefnast Selflatir. Segja Grafningsmenn, að óvíða muni hjer á landi fegurra rjettar-stæði. Flat- irnar eru nokkuð stórar og svo sljettar, að unga fólkið dansar eftir þeim eins og húsgólfi, þegar það er að skemta sjer í rjettunum á haustin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.