Vísir - 17.10.1912, Blaðsíða 2
1
v j s i r?
%
VETRARKÁPU R
fyrir karlmenn og drengi.
HARÐIR HATTAR.
ENSKAR HÚFUR.
SKINNHÚFUR.
Nýkomtð til
TH.THORSTEINSSON & CO.
HAFIAKSTRÆTI 4.
því, aö klendingar hafi sest aö og •
stofnað tvær nýlendur a Nýfundna-
landi, reist þar 14 kirkjur, tvö klaustur
og fleira álíka óáreiðanlegt.
Vilhjálmur Stefánsson er nú á leið
til New York. Hann er að semja
bók um ferðir sínar og fyrirlestra
mun hann flytja jafnframt. Verður
þess þá kostur að fræða Iesendur
vora nákvæmar um árangurinn af
norðurför hans. Ummæli Seattle-
blaðsins verða að nægja í bráðina.
Þar segir svo:
»Frá sjónarmiði mannfræðinnar
gengur það næst fundi glataöra
kynslóða af ísrael, er Vilhj. Stefánsson
prófessor hefur fundið kynflokk,1000
hvítra manna, sem ætlað er, að sjeu
afkomendur þeirra manna er fluttust
af íslandi vestur til Grænlands á
eftir Eiríki rauða fyrir aldamótin
lOOOog um það leyti fundu Ameríku
fyrstir siðaðra þj >ða. Þessi kynþáttur,
sem próf. Steíáns on fann, á heima á
Victoría-Island,30 st. austar en mynni
Mackenzie árinnar. Þeir eru enn
steinaldarbúar. Þeir hafa staðið f
stað þær tíu aldir, sem menningin
hefur verið að ryðja sjer til rúms
um allan hinn siðaða heim.
Prófessor Stefánsson kom til Seattle
9. þ. m. ©g um ferðalag hans er
það að segja, að hann lagði af stað
frá vetursetustöö sinni í grend við
Bank Land fyrir fjórum áru.n, ílla
; búinn að vistum. Mjölmat hafði
hann aðeins til tveggja vikna, en
salt og te hafði hann til eins mán-
aðar. Á þessum litlu vistum liföi
hann með því, sem hann veiddi sjer
til matar á hinum köldu og óvisi-
legu ströndum íshafsins. Lifði hann
því. nær eingöngu á hreindýrakjöti,
bjarnarkjöti og selum, en klæddist
skinnum eins og Eskimóar.
Árið 1910 sneri Stefánsson afíu-
til mynnis Mackenzle fljótsins. Þa ■
hitti hann Dr. R. M. Anderson, fje
laga sinn og skólabróður frá Iowa
háskóla. Nl.
Feðamolar
eftir
Sigurbjörn Á. Gislason.
---- Frh.
Svo var sagt, að inflúensan væri
komin af Austfjörðum; geysaði húr
um Þingeyar- og Eyafjarðarsýslu í
ágúst, og var farin að útbreiðast í
Skagafirði snemma í september. Hún
var talin fremur væg; raunar ferigti
margir mikla hitaveiki snöggvast,
en eftir 3 eða 4 daga var hún b&tn-
uð, þegar menn fóru nógu snemma
í rúmið. Hinir, sem »strituðust við
að vera á fótum«, voru margirsár-
lasnir um hálfan mánuð, og ein-
stöku maöur fjekk lungnabólgu upp
úr veikinni, en þá oftast fyrir óvar •
kárni, sögðu læknarnir.
EAIEMANIS-
FATIADITR,
nijög mikið úrval frá kr. 14,50, alföt.
NÆRFATNAÐUR
og flest allt, er karlmenn með þurfa til
Þessi inflúensa var illur gestur
um hásláttinn, þegar menr máttu
ekki vera að því að veikjast —
hvað þá að deya. — Má btíast við,
að hún fari að breiðast verulega
út hjer syðra úr þessu, og verður
líklega ekki mikið betri, þiítt hún
hafi verið furðu Iengi á leiðinni
suður.
Nokkra bæi og kaupstaði verð
jeg að nefna lauslega, þar sem jeg
kom í sumar, og byrja, þá á stór-
býlinu Grund í Eyafirði. — Jeg
korn að Grund fyrir 14 eða 15
árum og svo ekki aftur fyr en í
sumar, og hafði mikið breyst á
þeim árum. Þá flutti jeg þar bind-
indiserindi í kirkjunni, og á eftir
fór unglingspiltur að spyrja mig
nánar um stúkuna og bindindis-
starfið út á túninu á Grund, hann
hjet Garðar Gíslason, þá búðar-
maður hjá Magnúsi á Grund og
nú stórkaupmaður í Rvík. Þá var
Grundarkirkja í fáu frábrugðin flest-
urn öðrum íslenskum sveitakirkj-
um — en nú ber hún langt af
þeim öllum eins og kunnugt er.
Aldrei held jeg jafn margbreytt-
ar hugsanir hafi að mjer streymt,
þegar jeg hefi verið að skoða kirkj-
ur eins og í sumar í Grundarkirkju.
Oft hefur mjer áður biöskrað
ræktarleysi safnaða og kirkjuhaldara
við þau tækifæri. Bæði hefi jeg
alloft sjeð alls konar fatnað, ull og
reiðtýgi geymd í kirkjum,*) — þótt
hvergi hafi jeg þó sjeð eins mikið
af alls konar varningi og í Krísu-
víkurkirkju fyrir nokkrum árum, —
og svo hefi jeg sjeð kirkjurnar hálf-
fúnar, verjulitlar og valtar og ílla
hirtar á ýmsan hátt. Kemur nijer
þá meðal annara í hug Stærraár-
skógar-kirkja í Eyafjarðarsýslu, sem
verður að styðja ineð stærðar stoð-
uin á báða vegu svo að hún velti
ekki um koil þegar hvessir, og rið-
ar þó svo til í stormi, að kirkju-
bóndi kvaðst ekki þora annað en
banna heimafólki sínu að koma
nærri kirkjunni í vetrarhríðum, til
þess að það yrði ekki undir kirkj-
unni, ef hún hryndi.---Það tná
næiri geta, hvort mannmaigt sje
við slíkar kírkjur í misjöfnu vetrar-
veðri.
_________________________Frh.
Gymtelína
Mn fagra.
Eftir ^
Charles Garvice.
---- Frh.
»En hvað þú ert áköf,« sagði
North. »Honum er óhætt, þegar
hann hefur slíkan talsmann.«
Cymbelína hrökk við við orðið
»talsmaður«. »Eftir á að hyggja,
— hversvegna fór hún að taka svari
Godfrey Brandons?«
klæðnaðar,
best hjá
TH.THORSTEINSSON & CO.
HAMARSTKÆTI 4.
—Bff:
*) Því er ver og miður, að það er
enn í dag alltstt, að kirkjurnar sjeu not-
aðar líkt og þurkhjallar til hneyxlis öll-
uni erlendum ferðamönnum og þó
nokkrum íslendingum. Rjett í þessu
les jeg í norslm blaði, Missionæren frá
Larvik, frjettabrjcf frá West< rgaard,
hjálpræðishers-foringja, sem var hjer í
sumar, þar sem hann kvartar um, að
»prestskonurnar þurki þvottinn í kirkj-
unum«.
Hvernig átti hún að svara þeirri
spurningu? Ástar þekti hún enn
þá ekkert til. Það eitt vissi hún,
að henni fanst Godfrey Brandon
göfugasti maðurinn, sem hún hafði
sjeð til þessa. Karlmenn elska stund-
um konur vegna fegurðar þeirra,
en konur elska karlmenn örsjaldan
fyrir hana eina. —
Morguninn eftir að Cymbelína
hafði haldið varnarræðu sína fyrir
Godfrey Brandon, iók hún í hönd
sjer söngbók og fór um völluna til
kirkjunnar. Þegar hún kom upp
á kirkjutröppurnar, heyrði hún smíða-
glamrið frá höllinni. Hún nam stað-
ar um stund og starði á rauða stór-
hýsið. Fyrir hálfum mánuði var
þar alt hljótt og gamallegt. Nú
var alt fágað, nýtt og skínandi. Hest-
ar Ijeku sjer á afgirtum hringfleti í
garðinum, þjónar voru á hlaupum
fram og aftur, bjallan mikla í hall-
arturninum kvaddi alla til morgun-
verðar. »JarIinn af Bellmaire hlýt-
ur að vera hamingjumaður!* liugs-
aði hún og sá hann í huga sjer á
hvíldarlausu iði að líta eftir öllu.
En ekki gat hún samt felt sig við
mynd hans í huga sjer, og henni
varð ljettara um hjarta, þegar hún
kom inn í þöglu kirkjuna, þar sem
Bobby Plovers beið hennar, og
bergmálið í kórnum kvað við hljóð-
færaslátt hennar. Hún hafði ekki
leikið í fimm mínútur, þegarskugga
bar við þröskuldinn og Godfrey
Brandon kom inn í hægðum sínum.
Hann Ijet fallast í sæti með lita-
pentla og litaspjald í hendi, og hlust-
aði á, frá sjer numinn eins og i
leiðslu.
Cymbelína ljek alt »Te deum«
eftir Jackson og eftir þettað forna,
fagra helgilag tók hún að leika helgi-
sönginn fagra, >Ave Maria«, eftir
Gounod, sem henni þótti fegurstur
allra helgisöngva. Þegar hún ljek
»með alla sál sína í fingrunum«,
eins og Rossini komst að orði,
fyltu þessir dýrðarhljómar kirkjuna
og þegar síðasti tónninn í »Sancta
Maria« dó út, var sem Godfrey
Brandon vaknaði af draumi — ynd-
islegum draumi, því bláu augun
hans leiftruðu, sem heilagar hug-
sjónir þessara helgilaga spegluðust
í þeim,
Hann sat kyr. Og Cymbelína
kom hægt og hægt ofan stigann af
loftsvölunum, og hún vissi ekki
fyrri til en hún nærri rak sig á
hann og roðnaði út undir eyru. —
Hún rjetti honum hendina með
feimnissvip, sem fór henni dæma-
laust vel, og mælti:
»Jeg vissi ekki af yður hjerna.«
»Jeg er óboðinn gestur«, svaraði
hann og horföi í augu hennar með
sama einbeitta svipnum, sem henni
var altaf fyrir hugskotssjónum. »Jeg
heyrði organsláttinn, þar sem jeg
var úti að mála og gat ekki á mjer
setið að fara inn. »Ave Maria«
eftir Gounod er mjer kærast af öll-
um lögum, sem jeg þekki. Og það
er yður víst Iíka, eða svo er að
heyra á því, hvernig þjer leikið
það?«
»So-o?« sagði hún og brosti.
»Já, mjer þykir vænt um það. En
mjer þykir verst að jeg hef tafið
yður frá verki.«