Vísir - 25.10.1912, Blaðsíða 3
V I S I R
að ræða um mjög aðlaðnndi, lát-
lausan, ungan listamann, sem jeg
liafði aldrei sjeð, Mjer þykir furða,
að enginn skuli liafa kvartað undan
þessu í blöðunum, því ótrúlegt er
að jeg einn hafi ástæðu til að kvarta,
—en hanaþykist jeg sannarlega hafa
— því þessi höfuðbúningur virtist
vera mjög svo »tnóðins« í höfuð-
staðnum nú.
En fyrir nú utan það, hvað þessi
höfuðbúnaður er Ijótur og ógeðs-
legur á ungum og fallejum stúlk-
um, þá er það ófyrirgefanlegt, að
einstaka manneskjur skulu óátalið
geta spillt fyrir manni þeirri ánægju,
sem maður ætlar að veita sjer og
hefur borgað fyrir eins þær, og
fyrst þær sjálfarhafa ekki svo mikla
sómatilfinningu eða kurteysi til að
bera gagnvart öðrum, að takaþetta
af höfðinu meðan þær eru inni,
þá virtist rjett að þeim væri gjört
það að skyldu, það er ekki meira
fyrirþær að siíjaberhöfðaðar en okk-
ur karlmennina. Jeg vona að þess-
ar línur verði til þess, að hlutað
eigendur athugi þetta mál.
Ferðamaður.
Ferðamolar
. eftir
Sigurbjörn Á. Gísluson.
----- Frh.
En hitt verðiir ekki oí oft sagt,
að brauðasamsteypurnar eru fyrir-
tak til að smávcnja fólk af kirkju
og kristimiómi. Ekki er það held-
ur undarlegt, þótt þeir, sem er sarna
um öll trúmál eða beinlínis and-
stæðir kristinnj trú, vilji ekki láía
landsjóð loka snögglega peninga-
skápum sínum, þegar kirkjan btr
að dyrum, því að þ.t gæti veriö að
ahnenningur vaknaði við vondan
draum og reyndi að koma mcira
lífi ínýa fríkirkju en áður varí þjóð-
kirkjunni. Hitt inun hyggiiegra fár
þeirra sjónarmiði, að búa svo um
hnútana með Ijelegum undirbúii-
ingi og ofstórum verkahring pres'a,
aö trúaráhrií þeirra verði sárlítil, og
jojóðin verði svo smátt og smátt stein-
leið á öllum prestum og kirkjum,
og hati einskis að sakna, þegarþjóö-
kirkjan er lögð niður.
Það eru engin dularfull íyrirbrigði,
þótt kæruleysingjar og andstæðing-
ar kristindómsins hugsa á þess,
leið, en hitt er torskíldara að marg-
ir lderkar og kirkjuvinir sjá ekki
önnur lifandi ráð, en lifa og deyja
upp á þessara manna uáð. —-------
En jeg ætti líklega að biðja les-
endurna velvirðingar á því, að jeg
fór svo víða um iand úr kirkju-
turninum á Orund.
Annars væri ekki úr vegi að
nefna það, fyrst jeg er kominn að
Grund aftur, að skarnt frá kirkjuimi
eru 4 önnur »dálagleg hús í sveit:«
íbúðarhús og verslun Magnúsar,
tvílyft timburhús nokkuð við aldur,
og ennfremur stórvaxin heyhlaða,
20 kúa fjós með safnhúsi á neðra
gólíi, og samkomuhús mikið með
slátrunarhúsi og fjárböðunarhúsi á
neðra gólíi. Þessi þrjú hús voru
öll úr steinsteypu, en 2 hin síðari
voru í smíðum, kostuðu líklega ná-
lægt 10 þús. kr. hvert.
Það er ekki gróðafyrirtæki að
reisa vandað samkomuhús í sveit,
þar sem mannfundir eru svo mikhi
UÍIarkambar nýkomnir.
Emaileraðar vörur mjög ádýrar.
BoHapör með háSfwiröj.
Þvoítabretti, hvergi meira úrva!.
Sykur og kaffi ódýrt að vanda.
Handofnar fyrir handkalda.
Fæst í
versluninni á Bankastræíi 12.
í Bergstaðastræti 3. verður settur 26. þ. m.
kl. 4 e. h.
I
í heiium toppum
27~2T\2eyr\ pundið,
niðurhöggvinn 28au.
Notáð hið Sága verð í
hjá
Bjarnason,
á ungiinga og fullorðna, mikið úrval
Andersson
á ,Hótel Island’.
Horninu
sjaldnar en í kaupstöðum. En
Magnús telur það eins holt sveit-
ungum sínum, að sækja skemtun
og fróðleik að Grund, eins og til
Akureyrar, og því hikaði hann ekki
við að byggja fundarhúsið að nýu,
þegar hið fyrra fundarhús hans
var brunnið.
jeg þekti einusinni barnlausan
stórefnamann, eftir íslenskum mæli-
kvarða, sein bjó við harla ljeleg
húsakynni, neitaði sjer um flestþæg-
indi, nema vilj.uga hesta og »brenni-
vínstár«, og þvertók að gefa kirkju
sinni fyrir klukkum eða hljóðfæri,
hvað þá meira; »jeg má það ekki
vegna erfingjanna*, sagði hann,
þegar hann fór að eldast, ef nokk-
ur hvatti hann til að leggja fje í
þarfleg fyrirtæki. — Betur að erf-
ingjar hans væru aðrir eins fram-
kvæmdarmenn oir Magnús á Grund.
Frh.
SILKI BCRÐARNIR
alþekktu
nýkomnir í
»Dagsbrún.«
Cymbelína
hin fagra.
Eftir ^
CharíeB Garvice.
--- Frh.
Þegar þau voru rjett komin að
höllinni, brunaði vagn að fordyrinu;
þjónarnir voru til taks, hestasvein-
arnir voru á hlaupum, og hægt og
virðulega stigu þau úr vagninum
hertogahjónin Coverlands og ung-
frú Marion, dóttir þeirra.
Hertoginn af Coverlands var auð-
ugasti landeigandinn Worthskíri.
Hann var hár, gráhærður, gamall
snyrtimaður, bar aldur sinn prýði-
íega, veiðimaður mikill og dóms-
forseti í hjeraði og mikilsvirtur í
öldungadeild þingsins, — mjög
mikils metinn og skildi vel þýðingu
stöðu sinnar, enda sá ekki í skild-
inginn lii þess að halda uppi heiðri
liennar og tign. Heimsókn hans
var því lieiður mikill fyriij Bellmaire
jarl og rjeð hertogafrúin þar mestu
um af góðri og gildri ástæðu: ung-
frú Marion var nefnilega gjafvaxta
og náðug frúin haföi spurn af milj-
órtunum jarlsins unga. —
»Þarna eru þau komin!« sagði
Bellmaire jarl lágt, yfirgaf Cymbe-
Ifnu og yfirforingjann, en flýtti sjer
að fagna þessum veglegu gestum
sínum.
Cymbelínu leit varla við hertoga-
hjónunum, — sá varla allan fyrir-
rnannaháít þeirra. En henni varð
heldur en ekki starsýnt á Marion
hertogadótlur. Aldrei þóttist hún
sjeð hafa fallegra andiit. Ungfrú
Marion var björt yfirlitum, nærri
livít, með djúpblá augu, sem Cymbe-
lína hugsaði sjer að mundu virðast
svört, ef ungfrúin kæmist í ákafa
geðshræringu. Hún var einkenni-
lega yndisleg og yndislega einkenni-
leg. En það sem Cymbelínu þótti
mest um vert var stillingin og róin í
svip stúlkunnar.Hún var eins ogfögur
standmynd úr marmara, gædd lífi
og áhrifamiklu valdi, sem hún hjelt
í skefjum itieð viljamagninu einu.
Ef gríman fjelli einhvern tíma af
þessum dímmbláu auguin, ef roði
færðist í þessa fölvu, hvítu vanga,
þá yrði unfrú Marion fögur og meira
én fögur, — hún yrði ómótstæði-
leg. Frh.