Vísir - 02.12.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 02.12.1912, Blaðsíða 1
466 9 Ostar bestir og ódýrastir i verslun Einars Árnasonar. Föt og Fataefni. ^íufírmes"! úrval. Föt saumuð og afgreídd á 12-14 tímum. fí /;rgi ódýrari en í ,DA QSBRÚN'. Simi 142. Kemur venjul.út alla daga nema laugard, 25 blöð frá 24. nóv. kosta: Askrifst.50a. I Skrifstofa í Posthússtræti 14A. Venju- Afgr.í suðurenda á Hótel ísl. ll-3og4-6. Send út um land 60 au —Einst. blöð 3 a. lega opin kl. 2—4 og 6—8. Samsöngur í domkirkjunni endurtekinn þriðjudag 3. þ. m. Aðgöngumiðar kosta 50 au. og fást í bókaverslun ísafoldar og Sigf. Eymundssonar. Mánud. 2. des. 1912. Háflóðkl. 11,58‘árd. Háfjara hjerumbil 6 st. 12‘ síðar. Afmœli. Bened. Sveinsson, alþingismaður. Guðjón Gamalíelsson, múrari, Stefán Egilsson, inúrari. Þórhallur Bjarnason, biskup. \Söguviðburðir: Orustan við Auster- litz.] Söfnunarsjóðurinn opinn kl. 5. Veðrátta f dag. Loftvog r Vindhraði bJ3 3 >o <D > Vestme. 755.2 0,1 A 9 Hálfsk. Rvík. 753,8 2,4 A 5 Skýað ísaf. 757,8 4,9 NA 5 Heiðsk Akureyri 758,5 18,5 0 Ljettsk. Grímsst. 722,0 7,0 S 2 Ljetísk. Seyðisf. 759,5 8,3 NNV 1 Heiðsk Þórshöfn 755,3 1,0 N 3 Skýað N —norð- eða norðan, A—aust- eða austan, S—suð- eða sunnan, V—vest- e‘ða vestan. Vindhæð er talin í stigum þann- ig: 0—Iogn, 1 —andvari, 2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9—stormur.l 0—rok, 11 — ofsaveður, 12—fárviðri. Kuldi táknaður’með skáletri. ‘Jvá útlöndum. Afnám þrælahalds í Kína. Miklum stakkaskiftum héfur Kína tekið, síðan lýðveldið komst á fót og þjóðin sjálf fór að hafa hönd í bagga með stjórn ríkisins. Harð- stjórnarhelsi einvaldsstjórnarinnar, sem legið hefur sem farg á þjóð- inni um fleiri aldir, er nú ekki meir, og þjóðin er sjer þess fylli- lega meðvitandi, að hún er nú al- frjáls þjóð í alfrjálsu landi. Sjerstaklega vakti það fyrir leið- togum þjóðarinnar, að afnema hina afaróeðlilegu stjettaskipun, sem átt hafði sjer stað þar í landi frá ómunatíð og koma jöfnuði á. Þeir vissu fullvel, að meðan einn flokkur stóð öðrum langtum ofar í mannfjelaginu, sem skoðaði sig fyllilega sem æðri verur, alla leið frá fæðingu, gat ekki verið að tala um einhuga þjóð. Þess vegna kendu Ieiðtogarnir, að allir væru jafnir frá fæðingu, og það væru að eins hæfileikar og dugnaður, sem gætu sett einn öðrum ofar í mann- fjelaginu. Stjettaskipun frá fæðingu væri heimskuleg og skaðleg fyrir framgang þjóðarinnar. Samfara þessu var það kent, að þrælahald væri ómannúðlegt og ranglátt, og hófu leiðandi menn þjóðarinnar þegar baráttu gegn því. í Kína voru það mestmegnis stúlkur, sem voru í ánauð og gengu kaupum og sölum þegar frá fæðingu. Karlþrælar voru fágætir á hinum síðari árum, og þá helst þjónar í höllum höfðingjana. En öðru máli varað gegna meðambáttirnar. í hverri borg og bæ og þorpi voru markaðir fyrir ambáttir á öllum aldri, og jafn- vel farandssalar ferðuðust um Iandið víðsvegar og seldu og keyptuamb- áttir. Þessi þrælaverslun byrjaði fyrst við ungbarns vögguna. Fátækir foreldrar, sem höfðu orðið svo ó- lánssamir að eignast slúlkubarn, töldu sig Iánssama, ef einhver umferða- kerling kom að garði, sem var viljug að taka á burt með sjer meybarnið, því þá losnaði faðirinn við það ógeðfelda verk, að bera út hina ný- fæddu dóttur sína. Farandkerling- arnar fluttu svo stúlkubörnin til næstu bæa og seldu þau fyrir nokkur cent til Ieikhússeigenda, ferjukvenna eöa reglulegra þrælakaupmanna. Frh. y Ur umræðum bæar- stjórnarinnar 21, og 25, nóv. ---- Frh. Jón Þorláksson flutti breytingar- tillögu þess efnis, að til afþorgun- ar af skuldum yrði varið 7 þúsund krónum meira en áætlað væri og að framvegis væri 25. liður greind- ur í sundur, svo að vextir væri taldir sjer og afborganir í öðru lagi. Tr. Gunnarsson vildi ekki láta áætla hagatollinn 1500 kr. tekjur, heldur færa hann niður í 1200 kr. Aftur vildi hann hækka tekjur af ístöku úr 250 kr. í 400 kr. og tekjur af salernahreinsunargjaldi vildi hann færa niður úr 7500 í 6000 kr., því hann sagði, að menn þyrftu ekki að hugsa til, að fá eins mikið af því gjaldi og ákveðið væri. í gjöldum vildi hann færa niður fje til skrifstofu bæarverkfræðings- ins úr 1200 kr. niður í 300 kr. Hann sagði, að það væri sama),upp- hæð og honum hefði verið ætluð í fyrra, því af þeim 500 kr., sem voru látnar í skrifstofukostnað til hans, hefði verið ákveðiö að kaupa fyrir 200 kr. skrifstofu-tæki. Gæti heldur ekki annað sjeð, en að 300 kr. væru nógar til skrifst.kostn. fyrir hann. f sambandi við þettað mint- ist hann á lækjarvinnuna í bænum í sumar og kvað það hafi verið hörmung, að sjá hvernig unnið var, og sagðist hann hafa getað gert sama verk fyrir 10 þús. króna minna, en til þess hefði farið. Því aðferðin við vinnuna hafi verið svo heimskuleg og virst, að þeir, sem stýrðu henni, hefðu lítið verks- vit haft. Styrk, 800 kr., til ráðningarstofu fyrir verkamenn, vildi hann fella í burtu. Kvað verkamannafjelagið »Dagsbrún« ekki vera styrkjandi til framkvæmda, og ætluðu »Dags- brúnaromenn að brúka þrælatök og hækka ennþá kröfur sínar um að fá hærri tímaborgun, upp í 35 aura um tímann. Eins væri það rangt hjá Dagsbrún, að heimta sama kaup fyrir duglega menn og ónytjunga. Einnig vildi hann fella niður gjaldlið 24 f., til að mæla vatns- magn í Elliðaánum, 200 kr., sagði, að bæarverkfræðingurinn gæti það, bænum að kostnaðarlausu. Kristján Þorgrímsson sagðist vilja styðja tillögu Tr. G. um að hækka tekjulið 9. af ístöku upp í 400 til 500 kr. Aftur vildi hann lækka gjaldlið 8, cr væri 800 kr., sjer findist það of hátt, að gefa svo mikið fyrir jafn ramvitlaust manntal og það síðasta hefði verið. Við gjaldlið 10 til skrifstofu- kostnaðar bæarverkfræðings. Hann kvað bæarverkfræðinginn ekki hafa unnið til verðlauna, og þar honum væri helst ætlað að hafa umsjón með holræsagerðum næsta ár, væri ekki ástæða til að greiða rnikið fje t l skrifstofukostnaðar fyrir þær og kvaðst furða sig á því, að L. H. Bjarnason blygðaðist sín ekki fyrir að vilja láta 12 Iiundruð kr. auk þess er gjalda bæri fyrir ílla gerð- ar vegabætur, og að auka laun bæ- arverkfræðingsins þegar störf hans minkuðu. Hann kvaðst vera á móti þvi, að veita fje til skógræktarstöðv- arinnar við Rauðavatn, því að Ijót- ari sjón væri ekki hægt að sjá en hana. Viðvíkjandi ráðningarskrif- síofu fyrir verkamenn væri hann á sima máli og Tr. G., og að end- ingu kvað hann skömm að þvi hvert clnbogabarn veganefndin væri hjá fiárhagsnefnd. Þorvarður Þorvarðarson kvað það \ ekja undrun hjá sjer, að heyra, bversu Tr. G . lægi orð til verka- manna, þar flestum af verkamönn- Langbesti augl.staður í bænum. Augl sje skilað fyrir kl.3 daginn fytir birtingu. um þeim, er hjá honum hefðu unmð, væri vel (il hans. Hann kvaðst heldur eigi skilja að Tr. G. hefðileyfitil að verðsetja vinnu verka- manna, og hvað það snerti, að all- ir hefðu sama tímakaup, þá yrði það að jafna sig upp, þeir duglegu og þeir, er minna kæmu í verk[; slíkt gengist við hjá háum, sem lágum, laun embættismanna væru greidd jafn há, hvort sem maður- inn væri duglegur eða eigi. L. H. B. sagði, að Kl. J. hafi barist mjög ákaft fyrir þeirri vega- bót, er gerð hafi verið í Austur- stræti, að hún kæmist á sem fyrst, og að því leyti honum að kenna, að eigi hafi verið nægur tími að íhuga, hvernig þeirri vegabót hefði átt að haga. Tr, Gunnarssyni kvaðst hann vilja segja það, að hann gæti ekki sjeð ofsjónum yfir því, þó verkamenn fengju 35 aura fyrir þá tíma, sem þeir ynnu, það yrði 3 kr. og 50 au. á dag fyrir 10 tíma erfiði og fjöl- skyldumönnum veitti sannarlega ekki af því. »Við Tryggvi fáum um 50 aura, ekki einungis fyrir þá tíma, sem við vökurn og vinnum, heldur og líka þegar við sofum*. Frh. (Þýtt). ----- Frh. »Jeg ætla að fara með yður beint heim, og láta yður sverja á biblíunni í votta viðurvist, að þjer aldrei skuluð ganga að eiga dóttur mína.« »En ef jeg nú neita að sverja?* »Þá mun jeg lúberja yður, það gjöri jeg, herra minn.« »Hvaða skrambi! þjer gleymið »Habeas corpus«-lögunum, hr.Grim- ley!« »Svei! Jeg er ekki hræddur við lögin. Þegar jeg var ungur hef jeg ferðast uni þá parta heimsins, þar sem hver maður er neyddur til að vera sín eigin Iög. Auk þess gleym- ið þjer, að þjer hafið hegðað yð- ur svo svívirðilega, að jeg þarf ekki annað, en að gera málið heyr- um kunnugt, til þess að rjettlæta framkomu mína.« Vjer voruni nú lcomnir í nánd við Highgate Mill og jeg áleit að tíminn væri kominn til þess, að gjöra upp málin frá minni hendi, því sagði jeg: »Best er, að þjer segið ökumann- inum, að stýra til vinstri handar, er vjer komnm að gamla veitinga- húsinu —.« »Því þá það?« »Það skal jeg segja yður,« og af því að jeg var hræddur um, að hann mundi grípa fram í fyrir mjer, sagði jeg honum í flýti, og bar svo fljótt á sem jeg gat, frá óhappi því, sem dóttir lians hafði orðið fyrir af hjólhestinum, og hver jeg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.