Vísir - 13.12.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 13.12.1912, Blaðsíða 2
V í S I R - ma^aUvxsa - í Edinborg. Af því að ákveðið er að leggja niður Saumastofu, Skófatnaðardeild og Nýlenduvörudeild verslunarinnar, verða vörurnar í þessum deildum seldar með meiri afslæiti, en dæmi eru til áður. Hvergi er hugsanlegt að geta fengið Jólagjafir og alt, sem til jótanna þarf, að undancekinni messugjörð og sálmasöng, heldur en hjer. í seinustu auglýsingu vorri lofuðum vjer, snotrustu jóiaútsölunni f bænur, og ætlum oss að enda það. Skrifið þetta bak við eyrað! Eadair almeimiiigS' Á yíð og dreif. Eftir Pjetur Pálsson. --- Nl. Það mun hafa verið meining sumra, að landssjóður þyrfti ekki tekjuauka, þó vínfangatollurinn hyrfi, og að í þess stað mætti spara fjár- veitingar meira, en að undanförnu. Vera má að spara megi fje land- sjóðs að einhverju leiti, en um það munu skiftar skoðanir, í hverju sá sparnaður eigi að vera fólginn. — Að draga ur eða nema burtu fjárveitingar til verklegra fyrirtækja, bókmenta og lista, virðist næsta ó- viðeigandi fyrir þá þjóð, er feta vill áfram á braut framsóknar og menningar. — Aftur á móti mundi landsbú- skapurinn fremur græða en tapa á því, að strykað væri yfir suma þá gjaldliði, er nú standa í fjáriög- um vorum, þar sem fje er varpað á glæ. Tel jeg par til allt það fje, sem varið er til eflingar og viðhalds ríkiskirkjunni. Öllum þeim peningum, sem renna til þeirrar stofnunar, hvort heldur eru gjöld einstaklinga eða fjártillög úr land- sjóði, er að mínu áliti sama sem kastað í sjóinn. — Og jeg spyr: Er eigi þjóðkirkjan orðin rotin á- vöxtur í þjóðlifi voru, sem þarf að sníðast á brott með rótum? — Afnám eftirlauna er og annað stórt sparnaðaratriði, og ef til vill mætti minka sum önnur tillög land- sjóðs. — Þegar um það er að ræða, að auka tekjur landsjóðs, finst mjer að taka verði nokkurnveginn tillit til efnahags einstaklinganna, sem þjóö- in samanstendur af, því eins og áð- ur er sagt, koma tollar, skattar og verðhækkanir á vörum niður á þá. Verður því að gæta þess, hvort þjóðin yfirleitt hafi gjaldþol til að taka á sig slíkar byrðar. — Það er því auðsætt, að ekki dugar að demba á þjóðina nýum og nýum lögum um tolla og skatta, er hún eigi má rönd við reist. Geíur svo farið, ef slíku heldur áfram, að úr því verði full kúgun og að enda- lokin verði sundrung og uppreisn eða þá algerð þjóðareyðilegging, ef ekki það, að ungt og efnilegt fólk fari hópum saman af landi burt, — flýi ættjörð sína sökum kúg- unar og harðrjettis. — Hvaða ráð á nú alþýða hjer að taka, til þess að geta sæmilega sjeð fyrir lífsnauðsynjum sínum og auk þess staðist skattaálögur og liækk- andi útgjöld? Það virðist liggja næst, að bund- ist verði öflugum samtökum um það, að hækka að mun öll vinnulaun, hvort heldur er við iðnað eða al- menna erfiðisvinnu. Og með tilliti til aukinna útgjalda virðist hæfilegt, að lágmark á kaupi verkamanns, er vinnur alla erfiðisvinnu, verði 6 kr. fyrir hverjar 10 klst. (>~Loftkasta]ar!« munu menn segja.) Að hverjum vinnuveilanda verði gert að skyldu, að greiða öli vinnulaun, að minsta kosti vikulega o. s. frv. — Þessar lauslegu uppástungur mínar mundu þó ekki þykja allskostar heppilegar í framkvæmdinni, því af þessu mundi leiða dýr viðskifti á öllum svæðum. En er þing og stjórn vildi draga úr óþörfum peninga-austri úr land- sjóði og leitast við að efla atvinnu- vegina og hlynna að iðnaði í land- inu, þá er eigi vonlaust uin. að full- komið viðskiptalegt jafnvægi mætti haldast, þótt vinnulaun hækkuðu. Jeg verð að sleppa mörgu, sem jeg gjarnan hefði viljað setja í sam- band við þessa grein, en skeð getur að jeg fái tækifæri til að minnast á það síðar. — Mjer er það raunar full-ljóst, að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.