Vísir - 20.12.1912, Page 2
V I S I R
frændsemi. Á Aðalbóli býr Jón
Benediktsson, einn ríkasti. bóndi í
Miðfjarðardölum; þar er laglega
bygt og myndarlega um gengið og
þar sá jeg hlöðu fyrir töðuna, sem
er einstakt í dölunum. Á Aðal-
bóli var okkur boðinn matur, og
get jeg þess af því, að það er fá-
gætt, að bjóða ókunnugum mat á
bæum, þó þeir komi á matmáls-
tímum, heldur kaffi og kökur, og
mun það stafa af misskildri gest-
risni, fólk vill ekki bjóða gestum
sama mat og heimilisfólkinu er
skamtaður, heldur taka þeim með
viðhöfn; til þess fer iangur tími,
sem er dýrmætur bæði heimamönn-
um og ferðafólki, enda er borð-
haldið oft margrjettað; til dæmis
að taka: taldi jeg 13 rjetti á borð-
um á einum bóndabæ, þar sem við
komum. Við riðum frá Aðalbóli að
Hnausakoti; þar býr Rögnvaldur
Líndal, og var í önnum eins og
aðrir, við heyskapinn; hann er
forsprakki Good-Templara fjelags-
skaparins í bygðinni og duglegur
maður til alls sem hann á annað
borð gefur sig við. Þaðan fórum
við yfir ána til Skárastaða; þar
kannaðist jeg við mig, því að þar
var síðasta heimili mitt á íslandi.
Synir Guðmundar búa þar nú, sem
áður var í Hnausakoti og voru þeir
bræður að byggja upp bæinn. Þar
tók jeg eftir því, að ein sljetta í
túninu, sem pabbi minn hafði lát-
ið sljetta, var orðin að smáu þýfi.
Jeg hugsa, að ástæðan sje sú, að
frost hafi ekki verið komið úr
jörðu, þegar gengið var frá henni,
syo að sumar þúfurnar hafa ekki
verið stungnar í sundur ofan í
botn, en það er vitanlega nauð-
synlegt, en ekki síður hitt, að torfið
sje ekki skorið misþykt ofan af;
enn er það eitt, sem ekki má und-
an fella, að rennbleyta sljettuna
eftir að búið er að sljetta og valsa
hana svo með nokkuð þungum
vals, á eftir; þetta þarf að gera
nokkrum sinnum, en gæta þess vel,
að flæða hana fyrst í vatni.
í Barkarstaðaseli býr Sigurbjörn
Guðmundsson; hann er fálækur
og Iangar til Ameríku, en Björn
býr enn á Barkarstöðum, og hefur
vakandi áhuga á öllu sem fram fer,
þó gamall sje og steinblindur.
Sunnudaginn þar á eftir fórum við
á G. T. fund á Brekkulæk og rið-
um þaðan til kirkju á Staðarbakka,
og vorum við messu hjá sjera
Jóhanni Briem. Hann hjelt góða
ræðu sem fyr. Eftir messu var
haldinn opinn G. T. fundur og
þar töluðum við sjera Jóhann um
vínsölubann og bindindi. Hann
leiddi mönnum fyrir sjónir, hversu
áríðandi bindindi væri fyrir hvern
einstakan og heillaríkt fyrir þjóð-
ina í heild sinni og gjörði það
með viðkvæmum og hlýum orð-
um, og sögu, sem hefði átt að
snerta hvers manns tilfinningar.
Jeg ætlaði mjer og efndi það, að tala
hlífðar- og frýuiaust, því að jeg
hef komist að þeirri niðurstöðu,
að Bakkus hlífir engum og að það
er óþarfi að hlífa honum. Eitt-
hvað 8 drengir gáfu sig fram til
að ganga inn á næsta fundi, og
vona jeg að margir fari á eftir.
Frh.
é
m m
m
Jólaveigar
Gullinveigar
Guðaveigar
Ben. S. Þór.
Flestallar
sem menn þurfa til jólanna er
ekkert viðlit að kaupa annars-
staðar en hjá
>
Yerslun Einars Árnasonar
er nú eins og að undanförnu vel birg af flestöllum nauðsynjavörum til
jólanna. Sömuleiðis alskonar Jóla sælgasti t. d. Chocolade Kon-
fekt, Konf. Rúsínur, Krakmindlur, Hnetur o. fl. o. fl. Ennfremur kerti
og spil góð og ódýr.
Aðeins vandaðar cg góðar vörur.
Hver býður betraP
Jón frá Vaðnesi selur Baldwins Epli á 20 aura pd. og
Vínber á 40 aufa
16 aura spilin fá Jivers manns hrós,
Stór kerti frá 4 aura stk. Barna-kerti er sjálfsagt að kaupa,
Leikföng erulíka til
Hveitið góða er núkaupandi.
Chocliolade frá 65 aura.
Viljið þið ekki skoða skautauaP
Sykurinn segir til sín.
Væri ekki gott að fá sjer hangikjöt og íslenkt smjör
fyrir jólin?
Veggalmanak fyrir árið 1913 fá þeir sem kaupa fyrir 2
krónur, en til þess þurfa menn ekki að kaupa óþarfa.
Jön frá Vaðnesi.
í