Vísir - 07.01.1913, Síða 2
V I S I R
s&erciUJevcS tvt
3slands.
Eftir A. S. Bardal.
Frh.
Við vorum óheppin að því leyti
til, að nú var farið að rigna, og
nutum því ekki útsýnisins eins ve!
og við óskuðum. Við áðum á
Laugarvatni og höfðum þar mat,
og þar á meðal þann rjett, er jeg
hefi aldrei sjeð áður, en það var
»hverbrauð«, þjett í sjer og þungt í
vigtina eins og gull, svo að jeg hef
aldrei neitt þvílíkt sjeð, og ekki
þorði jeg að borða það. »Hver-
inn«, sem það ersoðiðí, og líklega
flest annað, sem sjóða þarf, er í
túninu á vatnsbakkanum, og þar
mun verið hafa »laug« sú, er Sunn-
lendingar voru skírðir í, eftir að
kristni var lögtekin á alþingi árið
1000. — Við/fórum þaðan í mik-
illi rigningu og komurn að Qeysi
kl. hálf ellefu um kveldið. Þar var
enginn, þegar við komum að gisti-
skálanum, en eftir litla • stund kom
stúlka af næsta bæ og vei'.ti okkur
beina. Enginn var til að taka hest-
ana eftir k!. 9 á kveldin, svo að
við Karl fóru.n á stað með þá og
rákurn þá í rneir en klukkutíma í
myrkrinu, unr eintóma berjamóa,
þangað trl við fundum haga. Þeg-
ar við komum afurr til skdlans, var
búið að bera a borð, laust fvrir
miðnættið, vel til búinn og góðan
mat. Við frjettum, að Geysir hefði
gosið um tnorguninn, áður en það
fólk kom á fætur, sern beið við
hann, og vildi jeg ekki, aö eins færi
fyrir okkur. jeg ætlaði að fá ein-
hvern til að vaka, því aö við vor-
um þreytt, og bauð 5 kr. fyrir vöku
dreng, en ekkr tjaði það. Andvara
ætlaði jeg að hafa á mjer, og það
tókst; jeg vaknaði kl. hálf þrjú og
vakti í klukkutuna, cn þá tók Karl
við, og vakti til kl. 5. Þá byrjaði
gamli Geysir ð hlunka, svo að
við hlupum öll út, en ekki reynd-
ist það umbrot nema gabb í hvern
um, en við þoröum ekki að sofna
eftir það. Eftir það komu tíynkir
öðruhvoru, en ekkert gos. Loksins
gaf stúlkan okkur það ráð, að láta
í hann sápu, svo að jeg keypti alla
sápu sem til var, 15 pund, og offr-
aði hvernum, og leið svo til nóns,
að hann tugöi liana og rendi nið-
ur, en varð ckkert bumbult af, og
fórurn við svo búin, að við sáum
ekki Geysi gjó>sa. Svæðið umhverf-
is hverinn er einkennilegt, soðið
sundur af hveragufu, og bullar þar
sjóðheitt vatnið upp um ótal gluf-
ur. — Jeg er viss um, að það mætti
gerá þennan siað að einum hirium
mest sóttu siöðum heimsins, ef
reynt væri með rjettri aöferð. Banff
hefur ekki nema fjallaioftið og brenni-
steinsböðin upp á að bjóða; þessi
staður hefur það sama og Geysi
að auki. Það þarf vitanlega að
kosta töluverðu til, að útbúa böð-
in og alt annað, sem með þarf, til
að gera efnuðum útlendingum til
hæfis. Keyrsiuvegur liggur þang-
að frá Reykjavík, landið sjálft á
Geysi og lanoið í kring, svo að
það er vonandi, að eitthvað verði
gert, landinu til gagns og sóma, !
Þorskanetagarn,
írskt, 4-þætt, sjerlega góð tegund, fæstí
Frönsku Versluninni,
Hafnarstræti 17.
Aðeins kr, 1,10 hespan.
Hrognkelsanetagarn, 3-þætt, lægsta verð, sem hjer hefur heyrst.
Laugaveg 18.
Stór útsala
15°|o—5O°|0
Sjúkraumbúðir — Sápur —
Sireiniætisvörur — Ilmvötn, frönsk og
ensk.
navara o fi.
HLAÐNAR
sroáar og stórar
í verslun
en ekki til m'nkunar, eins og nú er.
Gistihúsið, sem nú er við Geysi, er
laglegt, en lítið; annað er þar ekk-
ert af mannavoldum gert, til þess
að laða fólk að stað.ium.
Frh.
Ekki er alt gull
sem
Skáldsaga
eftir Chaiies Oarvicr.
------ Fih.
»Ójú jeg held jeg þori það nú,«
svaraði hann og kveikti ofur-rólega
í leirpípu sinni, og fór aö reykja
einstaklega glaðlegnr á svip. »Og
svo ætla jeg að segja þjer að það
vær.i miklu fljóílegra, ef þú vildir
nú hlusta rólega á það, sem jeg
ætla að segja þjer, og ekki alt af
vera að grípa fram í fyrir mjer.«
»Barnið okkar dó í kveld; skil-
urðu mig ekki, jeg segi að barnið
okkar hafi dáið í kveld,« endurtók
hann enn hærra, »og ef þú þorir
að mótmæla því, þá drep jeg þig;
skilurðu mig.«
Marion vissi varla af sjer leng-
ur, hún studdi sig við hilluna
fyrir ofan eldstóna til þess að detta
ekki, hjelt höndunum fyrir andlit
sjer og baðst fyrir í hálfum hljóð-
um.
»Guð hjálpi mjer! Guð hjálpi
mjer!«
Luke Smeaton horfði á hana með
fyrirlitningu, gekk svo til hennar
og sagði kuldalega:
»Simnon gamli Iæknir dó í
kveld og jarlinn er nýfarinn frá
London til meginlandsins og kem-
ur ekki heim að svo stöddu. Barn-
ið, sern liggur þarna inni í innra
herberginu, er erfingi að öllum
Northbridge auðæfunum, nú vona
jeg loksins að þú skiljir hvað jeg
á við.«
3. kapítuli.
Á fögrum vormorgni stóð há og
grönn yngismey viðháan bogaglugga
í Darthworthhöll. Lægri hluti
gluggans var opinn og inn streymdi
angandi vorloft og sólskin; fyrir utan
gluggann sungu fughr írunnum og
trjám. í efri hluta gluggans voru
mislit gler og gegn um þau fjell
ljósið á liið föla andlit mærinnar,
svo hún Iíktist fremur undurfagurri
dýrðlingsmynd, en mannlegri veru.
M°nn sögðu sín á milli, að hin
mikla vinátta,'sem lengi hafði verið
milli húsbæridanna í Darthworíh
höll og Norfhbridge lávarðar ætti
innanskamms að tengjast enn sterkari
böndum, við giftingu háttvirtrar ung-
frú Veroniku Darthworth og Ray-
monds lávarðar, erfingja Nortbridge
auðæfanna.
Hvað sem nú að foreldrunum
kann að hafa farið á milli um þetta
má', þá höfðu hjónaleysin aldrei
gefið tilefni til slíks orðróms.
Satt að segja virlist Raymond iá-
varður liafa nóg með sjálfan sig
og sína eigin vellíðan, og ekki hafa
tíma tii að hugsa um neitt annað.
Hann var að náttúrufari ákaflega
eigingjarn; og eins ólíkur jarlinum
og móður sinni sálugu í lund eins
og í útliti.
Venjulega var hann þegjandaleg-
ur, stundum önugur og fýldur,
og tók svo vel eftir öllu, og öllum
ókunnugum fjell oft mjög illa, hve
nákvæmlega hann atliugaði þá. Hann
var dökkur á brún og brá og mundi
hafa verið áiitinn fremur laglegur ef
útlit hans hefði ekki borið svo skýr
nierki um óreglulegt og slarkfengið
líferni. Hann var þrútinn og blár
í kringum augun, og gerði það hann
fremur óálitlegan.
Hann var nýoröinn myndugur,
en leit út fyrir að vera miklu eldri.
Veronika aftur á móti var rjett
tvítug, og hafði hún aðeins óljósa
hugmynd um, að það væri ósk for-
eldra sinna, að hún giftist hinum
svallsama erfingja Northbridge-auðs-
ins.
En þess skal getið, Darthworth
lávarði og konu I ans til afsökunar,
að þau vissu eigi hið sanna um
líferni Raymonds, en mintust þess
aðeins, að hann var eftirlætisgoð
besta og elsta vinar þeirra.
Veronika sneri frá glugganum
og ætlaði inn í lierbergið sitt til
þess að skifta um búning, áður en
hún stígi á hestbak, því hún var
vön að ríða dálítinn sprett á hverj-
um morgni, en í því bili kom móð-
ir hennar inn.
»Ertu hjerna, Veronika?«' mælti
hún; »jeg er búin að leita a£^ þjer
um alt«.
»Northbridge lávarður biður að
heilsa okkur og býður okkur til
miðdegisverðar hjá sjer í kvö!d.«
Veronika leit niður og dró
snöggvast fyrir þóttasvip á andliti
liennar.
»Manstu ekki eftir, mamma mín,
að Judy frænka mín kemur í
dag ?«
»Jú, lávarðurinn veit þaö Og
býður henni líka«.
»Langar þig til að fara, mamma?«
»Já, auðvitað«, svaraði frúDarth-
worth, »og jeg er viss um, að Júdy
þykir gaman að fara, það er til-
breyting fyrir liana. Þar að auki
getur faðir þinn ekki neitað heim-
boði frá Northbridge lávarði«.
jjæja, blessuð, við skulum þá
fara,« sagði Veronika og ætlaði að
ganga út.
Frh.
Eggerí Claessen.
Yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17.
Venjulega heima kl. 10—11— og4— 5.
Talsími 16.
Magnús Sigurðsson
Yfirrjettarmálaflutningsmaður.
f(irkjustrœti 8.
Venjulega heima kl. 10—11 árd..
Kensla í þýsku
ensku, dönsku o. fl. fæst hjá
cand. Halldóri Jónassyni
Vonarstræti 12. II.
Sími. 278.
V I INI N A
Stúika óskar cftir vist. Uppl. á
Vatnsstíg 8.
KAUPSKAPUR
Nýmjóík á 16 au, potturinn, er
seld á Grettisg. 38.
Til sölu 1 Konsólspegill, 1 horn-
»Etagere» og skrifborð. Afgr. v. á.
Auglýsingar komi fyrir kl. 3 dag-
inn fyrir birtingu.
Útgefandi:
Einar Gunnarsson, cand. phil-
Östlunds-prentsm.