Vísir - 17.01.1913, Blaðsíða 2
V í S I R
ti
^ sficwUJet? iii
3stan&s.
Eftir A. S. Bardal.
Frh.
Jeg skora á alla sanna íslend-
inga, að standa sem fastast með
vínbannslögunum, og láta ekki
óvini þeirra brjóta þau á bak aftur.
Allir góðir og þjóðhollir menn
ættu að taka höndum saman til
þess að stuðla að því, að lögin fái
að standa, þartil það er reynt, hve
holl þau eru fy'rir Iand og Iýð.
Alþingi íslands gaf heiminum
frægð og fagurt eftirdæmi, er það
fyrirbauð vínsölu og gerði Bakkus
lögrækan úr landi. Þá frægð má
það ekki bletta, hvorki sjálfs sín
vegna nje landsins nje góðs mál-
eínis.
Á alþingi kom jeg allra snöggv-
ast og sá þar nokkra gamla kunn-
ingja, Jón Ólafsson og Einar Hjör-
leifsson m. fl. Þar sat margt af
úrvalsmönnum og mun óvíða finnast
gervilegri hópur. Mjer þótti slænd
að geta ekki dvalið þar dálítið, til
að kynnast mönnum og málum.
Jeg sá þar fornan vin minn, sem
eg gat ekki talað við; það var
Tryggvi Bjarnason, þingmaður Hún-
vetninga, bróðir sjerajóhanns Bjarna-
sonar í Árborg, Manitoba. Maður
finnur margan leikbróður, ef mað-
ur leitar vel, en Tryggvi var sá
eini af gömlum fjelögum frá smala
árunum, sem jeg sá á alþingi.
Seinasta ferðalag okkar á hest-
baki var til Hafnarfjarðar. Það
er einkennilegur iítill kaupstaður,
mest sjómannabýli að mjer virtist.
Þar er góð höfn og mikið verkað
af saltfiski. Við heimsóktum þar
Jóhannes Sveinsson og var vel
tekið. Hann var að taka á móti
heyi, sem hann hafði keypt og lát-
ið flytja að á bát, því að enginn
heyskapur er við kaupstaðinn
Hafnarfjörður var fyrstur til að
taka upp rafiýsingu allra kauptúna
á íslandi og notaði til þess lítinn
læk, sem rennur gegnum bæinn.
Þar var einnig stofnsett hin fyrsta
smíðastoía með vatnskrafti, þar seni
vandsmíðaðir innviðir í hús voru
gerðir, svo sern hurðir, gluggar og
dyra-umbúningar, og ætla jeg að
Jóhannes hafi verið frumkvöðull
þessara framfara.
Hafnarfjörður er líka merkilegur
fyrir það, að þar var verkfall
gert til að fá kauphækkun, líklega
það fyrsta sem oröið hefur á land-
inu, og er þ.í sögulegra, sem
stúlkur gerðu það, en ekki karl-
menn. Stúlkur stunda þar vinnu
við að þurka fisk, og gerðu sam-
tök til að heimta hærra kaup og
fengu það jafnskiótt og þær sýndu
að þeim var alvara. Það er ekki
að efa, að þær hafa haft góðan
málstaðinn.
Við fórum frá þessum kvenn-
frelsis bæ undir kveldið, og skild
um þá tii fuils og alls við hestana.
Jeg hjet því þá, að jeg skyldi
reyna að fá mjer hest vestur, áður
langt liði og efndist það von
bráðar. Frh.
VlSISSÍMI
e r 4 0 0
Raddir
almennings.
„Svartsýni.
Magnús Gíslason skrifar í Vísi
13. þ. m. um svattsýni og átelur
það mjög, hve haldið sje fram
skuggahliðum Iífsins og spillingu í
ræðu og riti — það skapi þjóðinni
ílla lund, geri hana kvíðafu'la, von-
dapra og þunglynda.
Því miður mun það rjett hermt,
Og hinsvegar styður það mjög
að því, að fjarlægja söfnuð og
prest, vekja óánægju og kulda.
Og einmitt í þessa öfugu átt
miða ummæli hr. M. G. — gefa
»vonleysi og angist, I víða og mis-
skilning* byr undir báða vængi,
sem þó mun ekki hafa verið til-
gangurinn.
Jeg vil í þessu sambandi Ieyfa
mjer, að vekja athygli á einu at-
riði, sem vikið var að í ræðu
anuars dómkirkjuprestsins nú ný-
skeð.
Hann mintist sem sje þess, til
marks um áhugah-egðu um kirkju
og kristindóm, að getið -væjil
(í blöðunum) þvf nær hverrar sa»-'
komu sem haldin væri, en lítið eðá
ekki minnst á guðsþjónustugjörðira-
ar hjer í kirkjunum, sem -vera
mundu þó hvað fjölsóttastar alfra
samkoma.
Væri það ekki vel til falIiQ, a.ð
blöðin tækju nú upp þann sið,";sð
vekja athygli á þessum samkoinuiu
— meira en verið hefur? — heTðu
þar jafnvel frjettaritara?
Mundi það ekki efla áhugann ú
»eilífðarmálunuin?«
Örn leikniaðar.
að yfirleitt er dökkum litum lífsins
haldið meira á lofti en hinum.
j Máske ekki meira úr þeim gert,
en vert er, en of lítið og of sjald-
an sýndir hugnæmari litirnir — það
sem örvar til góðs, er til fyrir-
myndar og hefur sannverulegt
gildi, — en meira látið um smá-
muni og fánýtan hjegóma, og má
ætla að blöðin okkar eigi þar hvað
mesta sökina. Þau eru orðin svo
áhrifarík og skiftir svo afarmiklu
um afskifti þeirra--ekki einungis
þegar um »stórmálin« er að ræða,
heldur og þau, er sýnast smá.
Það er þó eitt atriði í grein hr.
M. G., sem mjer finst ekki mak-
Iegt — og ekki rjett að láta það
óandmælt. Hann segir svo:
»Komi menn í kirkju, heyra þeir
prestana halda þrumandi ræður um
spillingu fólksins og afleiðingar
hennar .... ræður þeirra eru svo
úti á þekju og uppi' í loftinu«
o. s. frv.
Mjer finst þetta ekki rjett mælt
eða maklegt — um prestana »upp
til hópa«, t. d. þá, er lesendur
Vísis hafa einkum saman við að
sæla. Mjer finst þeim að jafnaði
tamara, að bregða upp fyrir oss
björtum ljósum en skuggamyndum;
finst þeim eiginlegra að vekja von,
en slökkva — Ijúfara að hugga og
gieðja, en að hryggja.
Minnumst nýliðinna hátíða: Nutu
ekki margír ánægjulegra stunda í
kirkjunum? Eða voru þær ánægju-
legri annarsstaðar?
Er það ekki svo, að svo lengi
og alment er búið að hnjóða í
prestana, að fátt eða ekkert sjest
nýtilegt í fari þeirra? Það er eins
og allir geri sjer það að skyldu, að
niðra kennimanns-starfsemi þeirra,—
jafnvel hversu góð sem hún er.
Og hvarvetna er slíkum hallmæl-
um Ijeð eyrun.
Það er síður en ekki uppörv-
andi eða ánægjulegt fyrir prestinn,
að verða fvrir slíkri »samúð« og
; »viðurkenningu« fyrir starf sitt.
ÍSLENSKT SMJÖR
ágætt, ódýrt, reglulega gott hangikjöt og kæfa, ennfremur sauðskinn.
Jón frá Vaðnesi.
eftir allra nýustu tísku. W
sem eyða flösu og hárroti og þarafleiðandi gefa mikið og faguzi,
hár. Ennfremur. jj
Allskonar vinna úr hári. Na iamanieure,:
Laufásveg 17. .\
^vxsUu 3^0XXV^0^
AEMÆLI
St. »Nýárssól« verður haldið laug-
ardaginn 18. þ. m. kl. 7'/2 e. m
Meðlimir vitji aðgöngumiða sinna
til hr. Vald. Jónssonar. Fjelags-
menn hafa leyfi til að bjóða 2
með sjer gegn 75 aura gjaldi fyrir
hvern.
NEFNDIN.
TAPAD-FUNDIÐ.^
Silfurhattprjónn tapaðist í gær.
Skilist á afgr. Vísis.
Karlmannshattur (harður) fund-
inn. Afgr. v. á.
Gráröndótt karlmannsmilliskyrta
liefur tapast í eldra laugahúsinu.
Skilist á. Vatnstíg 10 B.
Blikkbretti fundið. Vitjist á afgr.
Vísis.
Þú, sem tókst loðnu vetrarhúfuna
í forstofunni á Þingholtslræti 18.,
skilaðu henni á sama stað.__
(gj$) KAUPSKAPUR gg:
Gömul fiðla (violin), járnrúm,
þvottaborð til sölu. Afgr. v. á.
Hvítir dansskór til sölu undir
hálfvirði. Afgr. v. á.
Ágæt lóð til sölu, Semjið við
Sigurð Jónsson, Grettisg. 54.
L E I G A
Gi ímubúningur fæst til Ielgu
á Laufásvegi 17.
V I N N A
Stúlka, sem ekki er mjög kaup-
dýr, óskast í vist. Afgr. v. á.
Dugleg og þrifin stúlka óskast
á gott sveitaheimili, helst nú þegai'.
Uppl. Uppl. Laufásv. 12.
Kvenmaður óskast nú þegar á
heimili við Rvík. Uppl. Lv. 75.uppi.
H Ú S N Æ Ð í
Lítið hús eða minni íbúð með
Laugavegi óskast frá 14. maí n. k.
Skriflegt tilboð, merkt »íbúð«, legg-
ist inn á afgr. Vísis.
Gegn afarlágri leigu fæst stór
og ágæt íbúð á útsýnisbesta stað f
bænum, frá 14. maí til 1. okt..
Afgr. vísar á.
Salur, stór og góður, fæst til
afnota til fundarhalda, uppboðshalda
og dansleikja Semjið við Halldór
Kjartansson.
Utgefandi:
Einar Gunnarsson, cand. phH.
Östlunds-prentsm.