Vísir - 03.03.1913, Síða 1

Vísir - 03.03.1913, Síða 1
^49 14 Ostar bestir og ódýrastir t verslun Einars Arnasonar. PHT |1 — síiiitalshljóÖaukinn er nauðsyu- ;j legur hver]um sítnanotanda. Fæst að- ;i eins hja Ó1 Q. Eyjólíssyni. Austurstr.3. •; Kentur venjul.út alla daga nema laugard. Afgr.i Hafnarstræti 20. kl. U-3og4-8. 25 biöð frá 16 febr. kosta áafgr.50 aura. Send út um land 60 au.— Einst. blöð 3 au. Skrifstofa i Hafnarstræti 20. Venju- lega opin kl. 2—4. Sími 400. Langbesti augl.staður í bænum. Augl. sje skilað fyrir kl.3 daginn fytir birtingu. Mánud. 3. mars 1913. Jónsmessa. Háflóðk!.2,32‘árd.og kl. 2,58‘síðd. Háfjara hjerumbil 6 st. 12‘ síðar. Afniœli. Ámundi Árnason, kaupmaður. Jón Porláksson, verkfræðingur. Á morgun: Póstáístlnn: Ingólfur kemur frá Borgarnesi. Norðan- og Vestan-póstar koma. Veðrátta i dag. Lcftvog £ < Vindhraði Veðurlag Vestme. 734,2 0,3 V 4 Hálfsk. Rvík. 732,8 0,3 sv 1 Hríð ísaf. 735,2 3,8 NA 7 Hríð Akureyri 731,3 3,0 VNV 1 Hríð Grímsst. 697,0 6,5 0 Hríð Seyðisf. 729,9 0,3 V 2 Ljettsk. Þórshöfn 739,5 2,5 V 6 Regn N—noi ð- eða noiðan,A —aust- eða austan, S—suð-eða sunnan, V—vest- eða vestan. Vindhæo er talin í stigum þann- ig : 0—logn,l—andvari,2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur 8— hva-;;.'/iðri,9—stormur.l 0—rok, 11 — ofsaveður. 12—fárviðri. Frost táknað með skáletri, líílílfÍ<ttlirnQr viöurkendu, ódýru.fást miililbLUrnar ávalt tilbúnar á Hverfis- götu 6.—Sími 93,—HELGI og EINAR. 7 Ur bænum Vesta og Geir komu að vestan í gærkveldi. Ingólfur fór til Borgarness í morgun. Aukaskip sameinaða gufu- skipafjelagsins kom frá Kaup- mannahöfn í morgun. JarðarförGuðmundar Oddsson- ar (hjá Bryde) og konu l’ans fór fram á laugardaginn. Hafði Brydes- verslun látið sorgarklæða kirkjuna og vottaði með því þakkir fyrir langa'og dygga þjónustu. Óvenju- legt er að dómkirkjan sje sorgar- klædd, þegar ekki er höfðingi sem hlut á. En það leyfist þó. — Þ. Hljómleikar Brynjólfs í gær- kveldi voru ágætlega sóktir og munu margir hafa orðið að hverfa frá. Þóttu þeir hin besta skemtun. Mörg- Uni var nýnæmi á aö heyra svo stóran barnahóp, sem þar var, syngja saman. Voru börnin ágætlega sam- taka í söngnum og frammistaða þeirra söngkennaranum til mikils sóma. Hreinþvegnar ullarprjónatuskur og gamlar skóhlífar eru keyptar hsu verði p vöiuskiftum í Vöruhúsinu. Guðm. Benjamínsson, Grettisg. 10. flytur fólk og flutning milli R.víkur og Hafnarfj. Sími 149. &tfönd\xm. Sardínustríðið á Frakklandi. Skömmu eftir nýárið hættu 116 sardínu-niðursuðuverksmiðjur í Bretagne á Norður - Frakklandi starfsemi sinni. Höfðu margar þúsundir manna haft þar atvinnu og mistu hana nú. Tugum þús- unda skifti tala fiskimanna, er sardínuveiði stunduðu, og mátti svo heita, að heil þorp í Bretagne lifðu einvörðungu á sardínu- veiðum. Orsökin til þessa var, að verksmiðjueigendur höfðu krafist af fiskimönnum, að þeir tækju upp nýa veiðiaðferð, sem gerði veiðina liettari. En bæði var það, að fiskimenn þóttust ekki hafa efni á að kaupa hin nýu áhöld, og svo voru þeir hræddir um, að þessi nýaaðferð gæti spilt veiðinni, og neituðu þeir því að verða við þessari kröfu. Verksmiðjueigendur lok- uðu því verksmiðjunum og ríkir nú hin mesta eymd í hjeruðum þessum. Sardínuverkun hefur annars verið mjög arðvæn þarna og hafa verksmiðjueigendur orðið stór- ríkir á skömmum tíma. Fyrsta verksmiðjan í Bretagne var bygð 1842 og nú eru þær uær 150 talsins; — fáeinar vinna enn. — Sardínuverðið hefur verið afar- mismunandi. Kostaði þannig þúsundið 50 ffanka 1882, enað- eins 1 franka 1889 og 1890. Eignir Eússakeisara. Rússakeisari er ríkastur maður á jörð vorri, og nema tekjur hans dag hvern hálfri miljón kr. Land það, sem hann á sjálfur.er meir en fimm sinnum stærra en alt ísland. Þriðjungur þessa land- flæmis er bygður og seldur á leigu. Stunda leiguliðar keisarans aðal- lega akuryrkju, allvíða er vínyrkja á jörðum hans. Skóglönd á hann afarvíð, og er keisarinn eflaust mesti timbursali (viðbjóður) álf- unnar. í löndum hans eru og námar miklir og vinna þar hegningar- hússfangar, svo tugum þúsunda skiftir hvítagull, gull, silfur, kop- ar og járn. Þar fæst ekki að slæpast við vinnuna, því að eft- irlitsmenn keisarans eru strangir og beita óspart hnútakaðlinum. Námarnir gefa af sjer 30 miljónir kr. á ári með þessu gamla lagi, en talið, að tíufalt meira mætti úr þeim hafa, ef unnið væri með nútíðarvinnuvjelum í stað þess- ara úttauguðu manna. Eaddir almennings. Atvinnumál. Eftir S. B. Jónsson. --- Frh. — Með því að það er ekki auð- ið að framleiða ódugnað, leti, öf- undsýki og allskonar ómensku og kæruleysi, ef það er ekki með því, að launa mönnum, ekki eftir þeirra verkum, heldur eftir tímaeyðslunni eða eftir inetorðum eða öðrum enn vitlausari mælikvörðum. — Og í þriðja lagi, þá er upplagsvinna og skipuleg sun'durgreining vinnunnar, þar sem hver einn hefur tiltölulega fá verk eða handtök að æfa dög- um og vikum sáman, mjög mikils- vert skilyrði fyrir því, að auðið sje að afkasta miklu og vel uunu verki á stuttum tíina; sem og einnig fyrir því, að ekki þurfi iniklu að kosta til náms eða undirbúnings fyrir fólk, til þess að geta tekið þátt í vinnu á slíkum vinnustofum með viðun- anlegum árangri. Til þess að koma svona vinnu- stofum upp, þarf öflugt og alment hlutafjelag. — Og væri þar senni- lega verkefni fyrir »Iðnaðarmannafje- lagið* eða verkmannafjelagið >Dags- brún«, sem og fyrir »Báruna« eða sjómannastjettina í Rvík, að taka að sjer til framkvæmda í sameinijigu. — En auðvitað ætti bærinn að leggja þar fram ríflegt tillag í byrj- uninni, helst nægiiegt lán með sjer- staklega aögengilegum kjörum, nieð þvi að það ætti að geta orðið til þess, að draga úr útgjöldum bæar- sjóðsms til forsorgunar vinnufærum og vinnulausum þurfamönnum. Það sem svona verksmiðja kynni að framleiða umfram pantanir,og um fram að fullnægja annari eftirsókn, þá ætti það að seljast til útsölu á heild- arsöluverði til kaupmanna og ann- ara víðsvegar um landið, en að öðru leyti á opinberum uppboð- um í vertíðarlokin, eða í lok aðal- vinnutímabilsins. Þareð stofnun svona atvinnu- fyrirtækis væri að vissu leyti í þágu vinnuveitenda í Reykjavík, til þess að veita vinnufólki þeirra vinnu og forsorgun að einhverju leyti yfir þann tíma ársins, sem þeir hafa ekkert handa því að gera, og það hefur lítið á að lifa, eins og hjálparmeðal í sárri þörf í viðlögum —, þá mundi mega vænta þess að sjálfsögðu, að þeir flestir styddu fyrirtækið með fjár- franilögum eða á annan hátt til verulegra muna, ef þess yrði leitað. Einnig mundi mega vænta þess, að fólkið yrði fremur nægjusamt að því er kaupgjaldið snerti, (einkum fyrst í stað, meðan reynslan hefði ekki sýnt, hve hátt það gæti verið að skaðlausu); bæði vegna þess að hagur stofnunarinnar væri einnig og beinlínis hagur fólksins eða hluthafánna sjálfra, og svo af því, að vinnan mundi þykja fremur þægileg yfirleitt, til samanburðar við algengustu púlsvinnu, og mundu því jafnvel 30—50 kr. mánaðar- kaup þykja viðunanlegt, ef ekki væri kostur á betra, og það yfir þennan harðasta tíma ársins, þegar ekkert annað er, seni hægt er að gera. Þetta mál ættu Reykvíkingar að hugleiða. Frh. . eru undrandi yfir því, hve XV ótrúlega ódýr öll nauð- synjavaraer íVersl.Hermes,Njálsg.26. Bæarmanntalið. í »Vísi« sem kom út 23. þ. m., eru þau ummæli höfð eftir Pjetri bæarfulltrúa Guðtnundssyni á bæar- stjórnarfundi 6. þ. m. að »skýrslur við síðasta manntal vantaði enn þá úr nokkrum húsum.« Mjer er nýlega orðið kunnugt, að nýbygð- ur húskofi inn hjá Laugarnesi hefur gleymst, en að kalla hann »nokkur« hús, hygg jeg að fáir vildu hafa sig til, nema þessi hátt- virti herra bæarfulltrúi. Annars tel jeg bæarfulltrúanum sæmra, að telja upp þessi hús, sem hann telur að skýrslur vanti úr, heldur en að hlaupa með staðlaust slúður á bæ- arstjórnarfundi. Auðvitað vanta skýrslur úr mörgum húsum hjer í bænum, en það eru alt hús, sem enginn maður hefur búið í eða býr í. Mjet er það líka kunnugt, að sutn hús, sem búið hefur verið í undanfarið, liafa verið annaðhvort mannlaus í vetur, eða rifin niður með öllu, en ekki getur það talist undarlegt, þó að engar skýrslur sjeu úr þessum húsum. Sá maður, sem hefur nú um fjölda mörg ár borið út um bæinn eyðublöð undir manntalið, herra Þóroddur Bjarnason póstþjónn, bar þau einnig út í vetur, og hann er nriklu kunnugri fólki og húsum hjer í bænum, en þessi háttvirti bæarfulltrúi, og að auki er hann alþektur fyrir samviskusemi og ráð- vendni. Þá hefur þessi sami bæarfulltrúi verið að finna að því, hvað skýrsl- urnar sjeu ílla útfylltar. Hann tel- ur t. d. að oft vanti fæðingardaga og aldur o. s. frv. Þetta þykir nú engum undarlegt nem'a honum, því þegar fólk er fjærverandi, eru það oftast fáir, sem geta gefið rjett ■ ar upplýsingar, og mundi sama verða uppi á teningnum, þó að herra Pjetur Guðmundsson bæar- fulltrúi yrði sendur út af örkinni. í einni skýrslu hefur staða eins manns verið skrifuð í tvær línur, og þar sem þessi niaður er neðst- ur á skýrslunni, þá er ekkert nafn fyrir framan neðri línuna. Þetta

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.