Vísir - 14.03.1913, Blaðsíða 1
- 24
559}
Sa
bestir ujj ódýrastir
li verslun
Einars Árnasonar.
ipsr “3®s |
— símtalsliljóðaukinn — er nauðsyn- !;
legur hverjum símanotanda. Fæst að-
eins lij.i Ol. Q. Eyjólfssyni, Austurstr.3. ;i
Kemur veniui.út alla daea nema Iaugard. 25 blöð frá 16 febr. kosta á afgr.50 aura. I Skiifstofa í Hafnarstræti 20. Venju- Langbesti augl.staður í bænum. Ain-Í.
Afgr.í Hafnarstræti 20. kl. ll-3og4-8, Send út um land 60 au,—Einst. blöð 3 au_ | lega opin kl. 2—4. Simi 400. j sje skilað fyrir kl.3 daginn fynr birtmgu.
Símskey ti.
Snjóflóð í Noregi.
London, 13. mars, kl. 7,30 síðd.
gœrkveldi hljóp afarmikið snjóflóð yfir þrjá bœi í Guð-
brandsdal í Noregi og fórust þar 16 menn.
(Central N^ws.)
Föstud. 14. mars 1913.
Háflóðkl.9,8‘árd.og kl. 9,37,‘ siðd.
Háfjara hjerumbil 6 st. 12‘síðar.
Afmaii.
Frú Marie Hansen.
Ungfrú Sigríður Sigurðardóttir.
Guðni. Loftsson, bankarifari.
Jens B. Waage, bankaritari.
Sigurður Björnsson, kaupmaður.
Á rnorgun:
Póstdæílun:
Ingólfur kemur frá Borgarnesi.
Veðrátta i dag.
1 Loíivog £ < o rt v— -5 c I bfi v- 0J I *>
V'estme. 720,9( 0.5 \J 4 S íjor
Rvik, 724,1 1,0 N 5 Snjór
Isaf. 73 5.4 2,4 NA 9 Alsk
Akureyri 735,1 3.0 NA 7 >njór
m r'ííssi. 69 ).<) 8.0 A 8 Sniór
Seyðisf. 732 S 1,2 NA 7iSniór
Þórsliöin 73ð,2 3,6 VNV 5|Alsk.
l.jiiííj^fnpr jr yiðurkendu, ódvm.tást
filbúnar á Hverfis-
•' íELOI oi: EINAR.
ýkomtð :
dags-m&U'ð.
Nokkrar athuganir
við rit Aí/. C. ti. Cox:
»Vfllukenning s. d. adventista«.
David Östlund.
’ »
ur bænum.
Nýa guðfræðin er umrasöuefni
sjera Meulenbergs á alþýðufyrir-
lesfrinum á sunnudaginn en ekki
biblíurýningin.
lðnaðarniannafjelagið hjelf að-
alfund í fyrrakveld. Þar var kosin
ný stjórn, formaður Þorvarður Þor-
varðarson (42 alkv.) í sfað Knúts
Zimsen (15 afkv.), gjaidkeri Pjetur
Hjaltested (42 atkv.) í stað Hall-
dórs Þórðarsonar (11 atkv.), ritari
Guðm. Waage (40 atkv.) f stað
Arinbj. Sveinbjarnarsoriar (5 atkv.);
sömuleiðis var kosin ný varastjórn
og endurskoðendur. Á tveim síð-
ustu fundum hefur fjelagsmönnum
fjölgað um 25.
Sögufjelagið hjelt aðalfund í
fyrrakveld. Var þar endurkosinn
í stjórn Hannes Þorsteinss )n, sömu-
leiðis varastjórn og endurskoðend-
ur endurkosnir.
Sterling fór ekki í gær til út-
landa sökum illviðris.
»Björn Ólafsson* hafði rent á
grunn á rifinu út af Akurey í nótt-
Björgunarskipið Geir fór í morg-
un að reyna að ná honnm út og tókst
það. Skipið er eign Duus-versl.
Trúlofuð eru ungfrú Lucinde
Hansen og hr. Hjálmtýr kaupm.
Sigurðsson.
Stórhríð var í nótt og í morgun,
sem vel getur tafið fy«ir skipunum,
sem í dag eiga að fara.
uUówávxm.
Dr. George Jurner
heitir enskur læknir, sem nýlega
hefur hiotið riddaratign á Bretlandi,
að undirlagi sjálfs konungs. Or-
sökin til þessarar sæmdar er sú,
að Sir George Jurner hefur ótil-
kvaddur varið mörgum árum æfi
sinnar til þess að hjúkra holdsveik-
uin mönnum í Suður-Afríku en að
lokum sýkst sjálfur, svo að hann
er nú orðinn örkumla maður. Hann
starfaði jafnan í kyrþey, svo að fáir
vissu um líknarstarfsemi hans fyr
en hann sýktist sjálfur. Margir hafa
að vísu látið líf sítt við rannsókn
þessa þungbæra sjúkdóms, en því
þykir meira um vert starf Sir Geor-
ge’s en annara, að hann hafði Iengst-
um öðrum störfum að gegna, að
hann fór að fást við rannsókn holds-
veikinnar í hjáverkum sínum, bæði
til að hjúkra sjúklingunum og
reyna að finna ráð við sýkinni.
Það má marka af orðum blaðsins
»Times«, hve mikið hann lagði á
sig. Þar segir svo:
»Þegar Sir George Jurner var í
Pretóríu, var þar holdsveikra-spítali,
sem í voru 50 Hollendingar og eitt-
hvað 40 þarlandsmenn. Hann varði
öllum tómstundum sínum til að
líkna sjúklingum þessum, reyndi á
allar lundir að Ijetta þeim okið,
og var vakinn og sofinn við rann-
sóknir á eðli sjúkdómsins. Um
þriggja ára skeið vann hann að
þessu starfi án nokkurrar minstu
þóknunar. Hann vitjaði sjúkling-
anna snemma á morgnana og síð-
an á kveldin að loknu dagsverki.
Alla laugardaga og sunnudaga var
hann hjá þeim. Þaraðauki krufði
hann svo mörg lík, sem honum
var unt í rannsóknarstofu sinni, og
fór á fætur í dögun til þess að
geta kornið þessu i framkvæmd. í
spítalanum eru margir menn holds-
veikir, bæði Evrópu-búar og inn-
lendir, og gestkomandi maður, sem
sá Dr. Jurner ganga í milli sjúk-
linganna, ber honum það vitni, að
hann hafi notið frábaerrar vináttu
og aðdáunar sjúklinganna.t
Dr. Jurner vitjaði og holdsveikra
í Robben Island. Þegar hann hafði
lengi starfað í Suður-Afríku, kom
hann til Englands í því skyni að
setjast þar að fyrir fult og fast, og
ætlaði hann að rannsaka holdsveiki
enn ýtarlegar. Einn morgun, fyrir
eitthvað tveim árum, tók hann eftir
hvítum bletti á hendinni, þegar
hann var að raka sig. Það var
órækur vottur þess sjúkdóms, sem
hann hafði verið að stríða víð.
Veikin hafði leynst svo að árum
skifti. Hann er nú orðinn mált-
Iaus í vinslra handlegg, en sálar-
gáfur hans eru óskertar. Það er
mælt hann hafi í hyggju að hverfa
til Suður- eða Vestur-Afríku, og
eyöa þar því sem eftir er æfinnar
meðal holdsveikra manna.
Landsmönnum hans þykir mikið
koma til starfsemi hans og fádæma
ósjerplægni, sein vonlegt er, og er
það ósk þeirra, að honum mætti
takast art finna ráð við þessum
þungbæra sjúkdómi, sem enn gerir
víða vart við sig í Afríku og Asíu
og hjer á landi og í Noregi, þó
að hann sje í rjenun í hinum sið-
asttöldu löndum.
Fasteignasala,
þinglesin 10. mars.
1. Sfeinunn Stefánsdóttir selur
Gunnari Gunnarssyni húseign-
iua nr. 6 við Mjóstræti, 21.
des. f. á.
2. Tómas Gunnarsson selur Stein-
unni Stefánsdóttur 5. ágúst
f. á. sömu eign.
3. Tómas Tómasson selur Tóm-
asi Gunnarssyni 1. maí f. á.
sömu eign.
4. Sigurður Jónsson selur Guð-
rúnu Jónsdóttur húseignina
nr. 32 A við Grettisgötu, 7.
þ. m.
5. Björn Guðmundsson selur Jóni
Magnússyni húseignina nr. 22
við Njálsgötu, 7. f. m.
6. Jóhann Jóhannesson selur Bene-
dikt Jónssyni húseigina nr. 8
við Mjóstræti, 7. f. m.
• eru undrandi vfir bví, hve
ótrúlega ódýr öll nauð
synjavaraer íVersl.Hernfbs,Njálsg.26.
Ur umræðum
bæar stjó rnarinnar.
6. mars.
---- Frh.
Tr. Gunnarsson sagði, að Kr.
Þ. hefði talað vel, og hann gæti
verið samþykkur því, er hann
héfði sagt. — Það væri brúkað
mikið af peningum, er teknir
væru að láni, og skuldabyrðin
yrði altaf þyngri og þvngri á
bænum.
Hvað gerðabókarritunina snerti, N
þá hefði alt henni viðvíkjandi
gengið vei. Það að flutnings-
maður vildi láta skrifa ræður
fulltrúanna, þá væri ekki hægt, að
færa þær jafnóðum inn í fundar-
gerðabókina, þar oft kæmi fyrir
sð ræður manna afiöguðust svo
í liöndum skrifaranna, að þar
kæmi alt önnur meining fram, en
upphaflega hefði verið, og setn-
ingar og orð byggju þeir til, er
ræðumaður hefði aldrei sagt.
Hann kvaðst vita þetta frá al
þingí, þó sætu þar 4 til 6 skrif-
arar, er skiftust á að skrifa ræð-
ur manna, slíkar skriftir vær
ómögulegt fyrir einn að fram-
kvæma, væri slíku komið á, yrði
fyrst að gera uppkast af umræð-
unum og ganga svo með það
meðal fulitrúanna til leiðrjetting-
ar, en hann kvaðst ætla suma
þeirra nógu leiða á fundum
bæarstjórnarinnar, þótt þeir ekki
þyrftu að leiðrjetta ræður sínar
utan funda, áður þær yrðu inn-
færðar í gerðabók. Hann kvaðst
hafa hugsað, að Sveinn Björns-
son mundi hætta við að koma
þessu máli að á dagskrá (því
hefði áður verið frestað), þegar
hann nú væri laus við skrif-
arasætið. (Aths. Sveinn Björns-
son var kosinn til að skrifa
fundargerðir á meðan K. Zimsen
var erlendis.)
Frh.
Ekki er alt gull,
sem glóir.
Skáldsaga
eftir Charles Qarvice.
---- i rh.
Hún stóð agndofa af undrun, er
hún sá hin fögru uppljómuðu her-
bergi og svo vel búið fó'k; hún
hafði aldrei á æfi sinni sjeð neitt
þessu líkt og fanst þetta fremur
vera draumur, en veruleiki.
Eftir litla stund rankaði hún þó
við sjer, að hún átti annað erindi,
en að standa og glápa inn um
gluggann.
Hana langaði til að sjá stúlkuna,
sem Tazoni var ástfanginn í. Hún
hafði látiðColin lýsa fyrir sjerstúik-
unni, sem átti hestana sem verið
var að temja, og þóttist viss um
að hún myndi þekkja liana, ef hún
sæi hana.
Maya var avo óreyud og baina-
leg, að hún hjelt, að ef hún aðeins
bæði Veroniku tim að skifta sjer
ekki frantar af Tazoni, þá mundi
hann glevma henni strax og allar
raunir hans vera á enda.
Nú kom ljóshærð stúlka út að
glugganum og við hlið hennar hár
og grannur maður, en Maya gaf
engan gaum að bonutn, hún starði