Vísir - 26.03.1913, Blaðsíða 2
V f $ I R
MótorMtur
til fiskiveiða óskast til lcaups eða leiSu;
Tilboð, með tilgreindu verði, meM:
*K. 100«, sendist afgr. Vísis.
minni »Landsyfirrjetfardómur«.Vil
jeg því biðja yður, lir. ritstjóri,
fyrir eftirfarandi línur.
Jeg játa hreinskilnislega, að
þegar jeg ritaði grein mína:
»Landsyfirrjettardómur«, datt mjer
ekki símastjórinn í hug. Þetta
var auðvitað yfirsjón, er jeg bið
velvirðingar á, en eins og greinin
sjálf ber með sjer, er hún ekki
stíluð til neins sjerstaks á síma-
stöðinni, hvorki fyr eða nú, og
kom mjer þvf óvart svar síma-
stjórans.
Að vísu er mjer ekki síma-
stjórinn persónulega kunnur, en
af rithættinum þykist jeg mega
fullyrða, að hann er enginn um-
skiftingur. Nú eigum við því
láni að fagna, að hafa fýrir síma-
stjóra hinn velvirða ágætismann,
hinn ráðvanda og ráðsnjalla Oísla
Ólafsson, en hvað varir sú sæla
lengi ? Og einmitt þegar lánið
stendur sem hæst, er margur
fallinu næst. Misti nú síma-
stjórans við, gæti þá ekki hugs-
ast, að jafnvel íilkynjaðir götu-
strákar eða aðrir labbakútar fyrir
styrk vandamanna sinna kæmust
að starfinu, og væri þá ekki of
seint að byrgja brunninn, þegar
barnið væri dottið ofan í?
Símastjórinn virðist eklci gjöra
mikið úr dómsúrslitunum fyrir
mig, og hvað upphæðiria snertir,
er það að vísu rjett, að hún er
ekki tilfinnanleg, einkum þar sem
jeg hefi tekið rnínar varúðar-
reglur gagnvart símasambandi og
þannig Iosað mið við stór út-
gjöld, en þegar hann hins vegar
talar um núverandi símasambönd,
get jeg ekki varist að geta þess,
að jeg hefi átt tal við þessa
símanotendur: Jústítíaríus í
landsyfirrjettinum, verkstjóra Ið-
unnar, Hjört snikkara Hjartarson,
Jóhann kaupmann Jóhannesson,
prentsmiðjustjóra David Östlund,
og hafa þeir einróma lýst því
yfir, að þeir hafa orðið fyrir því
sama og jeg, en við fleiri síma-
notendur hefi jeg ekki átt tal.
Hvernig fór með reikninginn,
er unglingspiltur hjá Jónatan
Þorsteinssyni fjekk sendan frá
símastöðinni fyrir samtal til Dýra-
fjarðar nú skömmu fyrir jólin ?
Var það í tíð Gísla Ólafssonar,
Oísla J. Ólafssonar eða Oísla
Jónssonar? Spyr sá, sem ekki
veit.
Jeg vil að endingu taka það
fram, að jeg ætla mjer ekki frek-
ar að eiga orðakast við síma-
stjórann. Jeg efast ekkert um,að
hann er maður mjer miklu fróð-
ari um það, hvað símameyar, sjer-
staklega á landssímastöðinni,
þurfi á miklu refjaviti að halda
en að því er hann sjálfan snertir,
þykist jeg mega fullyrða, sum-
part af aldursþroskanum, og
sumpart af því, að hann stendur
undir handleiðslu landssíma-
stjórans, og getur haft hann til
fyrirmyndar, að hjer sje þroska-
vænleg planta í upprensli, er
hafi fundið hinn rjetta jarðveg.
Einar M. Jónasson,
cand. juris.
Prenttmiðja D. Östlunds.
Aukafnndur
verður haldinn í Kvennfjelagi Frí-
kirkjunnar á venjulegum stað og
tíma á morgun 27. mars.
CymMlína
hin fagra.
Skáldsaga
eftir
Charles Oarvice.
---- Frh
»En hjer getur ósk og upp,
fylling orðið samferða. Það líður
aldrei á löngu, áður en hann
gerir einhverja skömm af sjer-
pilturinn sá, taktu eftir því, og
þá skal jeg ekki vera iengi að
taka í lurginn á honum. Mig
furðar annars, að þú skulir geta
liðið hann hjerna, þegar hann
hefur gert þjer þessa skráveifu.«
Oodfrey brosti.
»Mjer er ekkertíllavið þennan
mann-garm,' — jeg borgaði hon-
um fyllilega fyrir mig. Jeg býst
svo sem við því að það fari eins
og þú segir, að hann komist í eitt-
hvert klandur áður en lýkur, jeg
held þetta sje ílla vaninn og
ósiðaður þorpari.*
Slade gnísti tönnum og hristi
hnefann reiddann til höggs fyrir
utan dyrnar, þegar hann heyrði
þetta. Skrítið var það, að svo var
sem hann ljeti sig engu skifta*
íllmæli jarlsins um sig, en fólsk-
aðist út af þvf, sem Oodfrey
sagði. Hann gat ekki fyrirgefið
Godfrey höfuðhöggið, sem hann
fjekk hjá honum.—
»Enginn efi er á því,« sagði
jarinn. »Ertu albúinn ? Kemurðu?*
Oodfrey roðnaði örlítið. Hann
hafði ætlað sjer að ganga til
kirkjunnarog hlusta á hljóðfæra-
slátt Cymbelínu, — mæta henni,
ef auðið yrði og að eyða hjá
henni nokkrum augnablikum.
»Ekki í dag,« sagði hann. »Jeg
held jeg gangi heldur spottakorn.
Þú getur riðið þína leið fyrir
því!«
Bellmaire jarl horfði hvast á
hann; — honum dufdist ekki
roðinn og svipbreytingin í and-
liti hans.
»Jæja þá,« sagði hann. »Vertu
sæll! Vona að þjer verði frakkn-
eskir rjettir að góðu! Jeg fæ
svei mjer ekki nándarnærri eins
góðan mat, það þori jeg að
ábyrgjast.* Hann gekk hvatlega
út, svo hratt að hann nærri því
datt um Slade, sem stóð á hleri
við hurðina.
Bellmaire jarl leit á hann, brosti
hæðnislega og mælti:
*Nú, já, já! Þú stendur á hleri,
karl minn ? Sá heyrir sjaldan lof
eitt, er á hleri stendur! Ertu ekki
ánægður?*
Slade skakklappaðist til dyra á
eftir honum og lauk upp hlið-
inu með þrælslegri auðmýkt.
»Þjer hafið ekki hugsað yður
neitt verk handa mjer, lávarður
minn?« sagði hann í væluróm.
Bellmaire hló aftur og fór á
bak. Frh.
Ekki er alt gull,
sem glóir.
Skáldsaga
eftir Charles Oarvice.
----- Frh.
»Þjer vitið víst alls ekki hvað
þjer eigið við, niaður minn, blessað-
ir hætlið þjer nú þessu þvaðri.«
»Jú, nú er jeg loksins kominn að
erindinu* sagði Luke brosandi »þjer
eruð í miklum peningakröggum og
það er jeg líka, svo það er líkt
ákomið með okkur. Jakob Levy
hefur verið að ítreka kröfur sínar
við yður nú í síðustu viku og svo
eigiö þjer einnig margt annað ó-
borgað, er ekki svo? Yður veitir
ekkert af einum tvö þúsund Sterling-
pundum (ca 36 000 kr.).«
Raymond sagði ekkert, en hann
varð altaf meira og meira forviða
á, hve vel þessi dularfulli maður
vissi um alla hagi hans, jafnvel það,
sem hann hjelt að enginn vissi nema
hann sjálfur.
»Tvö þúsund pund eru nú engln
óskðp af peningum, en það er þó
meira, en faðir yðar lætur yður fá. Við
skulum þá hafa það tvö þúsund
og fimm hundruð pund, þessifimm
hundruð eiga svo náttúrlega að vera
handa mjer.«
»Jeg get ekki neitað því að þjer
eruð fróður maður og skemtilegur,
en jeg vildi nú helst að þjer færuð
bráðum að hætta þessu rugli yöar,
jeg ætla mjer ekki að híma hjer í
alla nótt< sagði nú Raymond óþolin-
móðlega.
»tkkert liggur á; nú eigum við eftir
að finna eitthvert ráð til þess að ná í
þessa peninga, sem okkur vantar.*
»Þaö var mikið! Jeg hefi veriö
að bíða eftir þessu, fyrst þjer þykist
vita svona vel um hagi mína, þá
vitið þjer víst líka einhver ráð ti!
þess að koma mjer úr klípunni.*
»Það er ekki eins erfitt og þjer
haldið, þjer vitið að það, sem maður
ekki fær með góðu, það tckur mibur.
Faðir yðar vill ekki láta yður fá
nægilega mikla peninga, þá verðið
þjer að taka þá sjálfur.*
»Nú, þjer eigiö við að stela, það
lá að«.
»Þjer þurfið ekki aðkalla það stuld,
það getur alveg eins kallast lán
því þegar öllu er á botninn hvolft,
þá eru þetta yðar eigin peningar
aðminsta kosti verða þeir þaðseinna*.
Raymond beit á vörina, en þagði.
»Þjer þekkið fjehirslu föður yðar«
hjelt Luke áfram í lágum róm, þar
geymir hann mikla peninga og sömu-
leiðis gimsteina móður yðar því, eins
og þjer vitið, þá heldur hann að
eignir sínar sjeu óhultari þar, en í
nokkrum banka.« Frh.
Fæði
gott og ódýrt fæst á
Klapparstíg 20. Frá 14.
maí fást líka rúmgóð herbergi með
húsgögnum, nálægt mentaskólanum,
hjá Hildi Hjálmarsson.
Irl Ú S N Æ Ð I gg)
2 herbergi samanliggjandi fást
til leigu fyrir einhleypa, reglusama
pilta eða stúlkur frá 14. maí til 1.
okt. með eða án húsgagna. Upp!.
gefur Pjetur Hjaltested úrsiniður.
2 herbergi óskast nú þegar til
eins árs. Skrifborð fylgi. Afgr. v. á.
Herbergi fyrir einhleypa til leigu
frá 14. maí á Lindargötu 7.
Ung stúika af verslunarskólanum
óskar eflir atvinnu við verslunarstörf.
Afgr. v. á.
Stúlka vön verslunarstörfum ósk-
ar eftir búðarstörfum. Góð með-
mæli ef óskað er. Tilboð, merkt
»Atvinna«, sendist afgr. Vísis.
12 duglegar síúlkur,
vanar fiskverkun, óskast til Norð-
fjarðar.
Gfsfi Hjálmarsson
Klapparstíg 20.
;»unr.3.»i>oi.-vT^»upvrraCTi/t]iiin)i>ii, iiwi—w—
KAUPSKAPUR (jp)
Fermingarkjóll og skór eru til
sölu. Afgr. v. á.
Ofn stór, sama sem nýr, sem
kostað hefur á annað hundrað kr.,
er til sölu fyrir hálfviröi á Lindarg.7.
Fermingarkjóll er til sölu á
Bræðraborgarst. 25.
Reykt sfld fæst í pakkhúsi Edin-
borgar.
Munlð eftir bakaríinu í Fichers-
sundi 3. Sími 380.
Myndavjel til sölu. Afgr. v. á.
E%g kaupa Uppsalir hæsta verði.
Blómsturfrœ, matjurtafræ, Be-
góníulauka af ýmsum litum, Kaktus-
Georginer, fæst keypt hjá Marfu
Hansen, Lækjargötu. Afgreitt frá
2—4 e. m.
TAFAP-FUNPIÐ gg
Silfurbrjóstnál fundin á Vesturg.
Afgr. v. á.
Kapsel með myndum hefur tapast
á 2. í páskum. Finnandi vinsaml.
beðinn að skila því á Lindarg. 30.
gegn fundarl.
Skytta úr saumavjel fundin. Afgr.
v. á.
5 kr. seðill tapaður 19. þ. m.
frá tóbaksverslun Pjeturs Gunnars-
sonar að Austurstræti 1. Skilist á
Vesturg. 12.
Peningabudda með peningum
og lyfjaseðli hefur tapast. Skilvís
finnandi skili á Bræðraborgarstíg 23.
gegn ríflegum fundarl.
Silfurnæla hefur tapast. Skilist
í Iðnskólahúsiö (uppi) gegn fundarl.
Sálmabók, merkt N. A., hefur
tapast frá Laugavegi niður á Aðalstr.
Skilist til Hólmfr. Rosenkrans, Upp-
sölum.
Sá, sem tók í misgripum pakka
með ýmsu á Torvaldsensbasar, skili
honum þangað.
Útgefandi:
Einar Gunnarsson, cand. phil.