Vísir - 20.04.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 20.04.1913, Blaðsíða 2
V 1 S l R ■'( EJtir Bjarna Lyngholt. ~~~ t ÍÆRINN er úfinn, en svipvindar skýbólstrum íeykja. Sæbratta ströndina brimtungur mjallhvítar sleikja. Stormbarin nes skýla djúpskornum víkum og vogum. Vella þar boðar á skerjum, með orgum og sogum. Kalt er í sveitum, en sól-þrot um grundir og hjalla. Situr á gnýpunni valur og horfir til fjalla, Þar sem að sauðaval krafsar um þeyslegna rinda í þráviðris dal milli brattra og snæþaktra tinda. Rýkur upp mjallfok, en rökkvar um lióla og dali. Ráfar á hjarninu þreyttur og ld.eðlítill srpali. Bragandi norðurljós Iys’ ’onum hrímstorknar leiðir, En lífvana gilbúinn svellhjúp á fjölgresið breiðir. Stórviðris byljir, er stand’ allan guðslangan daginn, Steypa úr snjódufii múr kringum vistþrota bæinn, Háttar þar fólkið í rúm undir svignuðum súðum, Er syrtir að nótt fýrir hrímuðum baðstofu-rúðum. Svo kemur vorið, en dagarnir lýsast og lengjast Og lengst inní afkima vermandi sólgeislar þrengjast. Himininn blámar, en haföldur klökkar og þýðar Hvarfla til lands, þar sem blasa við grænkandi hlíðar. Söngfuglar kvaka, en sóleyar brosa í túnum, Suðandi smálsekir steypast af dalanna brúnum, Spenna þar kjarr-viðir greipar u n sprungur og hjall?, En speglast í svanatjörn ásjónur dimrr.blárra fjalla. Bæla sig jórtrandi hjarðir um hóla og dali, Hoppar í kríngum þær Ijettfættur, syngjandi smali, Glóandi daggperlur glitra um laufþakinn völlinn, En guðvefjar skikki na kvöldroðinn breiðir um fjöllin. Laxar og silungar leika í straumum og hyljum. Ljóð syngja fossar, en berglindir ólga í giljum. Troðjúgra lambærnar standa við stekkinn og jarma. En stórárnar þögular fló’ útá grösuga barma. Lág-þýðir, titrandi lífhljómar hvervetna óma, Lútir hvert strá, hjúpað tárfögrum eilífðar blóma. Af frjó-hjelu-dögg verða reyrinn og reinirinn rakir, En rauð eins og eldur á hafinu náttsólin vakir. Þannig er ísland. Hver gæti því gleymt, þó hann vildi? Svo grimmúðugt, hrjóstrugt, en sveipað í fegurð og mildi! Landið, sem veður í hafíss og stórelda streymi. Stórskorna landið, sem fegurst er allra í heimi! Landið, sem Garðar og Ingólf af hafinu hylti. Hamingju-landið, sem morgunsól frelsisins gylti. Landið, sem fyrst skráði lýðstjórn í menningar sögu. Landið, sem afreksverk geymir í þungskildri bögu. Þar áttu feðurnir frægðar- og hamingju daga. Fræum til blessunar stráðu þær Iðirnn og Saga, Ljúfmenskan, hreystin og harkan og þrekið og mildin, Háttprý'ðin, drenglyndið, viskan og trygðin og snildin. Gott er að kalla til arfs úr þeim ótæmda sjóði: fslenskum drengskap og norrænu víkinga blóði. Mest er þó sæmdin að sýna í orði og verki: .— Sonur hvers lands sem þú ert — að þú berir þess merki. Og vittu það, barn, sem að hefur á landinu lifað Og lesið þær rúnir, sem tímarnir hafa þar skrifað, Að föðurlands ást er þar Ietrað í sjerhverri línu. — Hún Iifir þó fegurst í ókveðna Ijóðinu þínu. * * * Með glóandi sólskin á sjerhverjum hnjúki og tindi, Sumar í loftinu og smáblóma angan í vindi, Að alveldis barminum Fjallkonan höfðinu lialiar Og heim í sitt móðurskaut fjarlægu börnin sín kaliar. (»Lögberge) z t 4» drekka allir þeir, er vitja tá góöan, óskaðlegan og ódýran kaffi- drykk. Fæst hjá Sveini J ónssyni, Templarasundi. /. á aðeins 80 au. pundið. Agætt brent og mafað kaff \ fæst í verslun y Asgríms Eyþórssonar. Sfmi 316. IVfeð .STERLING* og ,SKÁLHOLT‘ eru komnar feiknabirgðir í SÖLUTURNSWN, sem nýbúið er að taka upp, af ágætu tóbaki, og vindtum af mörgum tegundum, er óvíða mun fást með jöfnu verði, og alls ekki ódýrara og enn síður brtra. Ennfremur mikið af sælgæti, konfekt, súkku- laði, kakaó, o. fl. o. fl., sem of langt yrði upp að telja, því margt er til, en fátt vantar. Þó má geta um afbragðs ritföng með ágætu verði. Lítið inn í Turninn og vitið, hvort þið iðrist þess. * . J mum\, frá 20. J). mt til 7. júní i. k., annast hr. Björgólfur Stefánsson alt, er verslun mínni víðkemur. Reykjavík. 19. aprís 1913. Jón Brynjölfsson. ,)&SES5(Í m m m „Ölgerðin Égill Skallagrímsson'. Reykjayík Templarasundi 5. (í húsi Sigurjóns trjesmiðs Sigurðssonar), framleiðir Maltextrakt-öl bestu tegundar til sölu í ölgerðinni, verslun Guðm. Olsens, Gunnars Þorbjarnarsonar, Marteins Einarsonar, Jóns frá Vaðnesi, bakaríi Sveins Hjartarsonar, og hjá Böðvars Jónssyni í »Steinar. Fyrst um sinn tekið móti pöntunum til Ölgerðar- innar, talsíma 190 og Templarasundi 5. Verð: 1—10 hálfflöskur, innihald kr. 0,23 hver 10-25 25—50 50 Eftirlit sjerfræðings í ölgerð tryggir kaupendum heil- nærni og gæði ölsins. — Ölgerðin mun einnig innan fárra daga framleiða aðrar ódýrari öltegundir (»Egils mjöð«), er fæst á sömu afgreiðslum. 18. apríl 1913. 'Sómas ^ómassotv. . Og þar yfir — 0,22 0,21 0,20 Pádæma mikið skrautíegt gott, en þó ódýrt postulín I. _ _ „ _ nýtomiö í versl. Jóns Póröarsonar. Ennfremur mikið úrval af leirvöru, glervöru og búsáhöldum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.