Vísir - 05.05.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 05.05.1913, Blaðsíða 2
'---JíS aörir megi eigi flytia fólk um bæinn byr'r borgun í stærri vögnum en fyrir 8 manns. 3. Að einkaleyfið sje veitt til 25 ára °g greiði leyfishafi i bæarsjóð 300 kr. fyrstu 5 árin, 500 kr. næstu 5 árin og svo 1500 kr. ár hvert úr því gegn því, að fyrirtækið skuli þá vera undan- þegið aukaútsvari. Viðvíkjandi þessu gjaldi kvað hann I.R. hafa farið fram á það, að fyrirtækið og einkaleyfið yrði undanþegið aukaútsvari; inn á það hafi nefndin ekki viijað ganga; hafi þá I, R. heldur kosið, að greiða skyldi ákveðna upphæð til bæar- ins ár hvert, hveldur en sæta því, er kunni að verða lagt á fyrirtækið í aukaútsvar. 4. Að einkaieyfishafi skuli hafa rjett til þess að nota krana sína við að láta vörur upp í spor- vagnana og úr þeim. 5. Um gerð sporanna og viðhald á þeim skyldi ákvæði tekin upp í samninga. 6. Að bærinn skuli hafa rjett til að kaupa sporbrautirnar með vögnum og tilheyrandi fyrir sannvirði, nær sem krafist yrði af bænum. Með sannvirði væri meint, að tillit væri haft til fyrn- ingar á spori og tilheyrandi, þá það væri keypt, í samanburði við nýtt. Ýniislegt fleira kvað hann að gæti komið til athugunar t. d. hvað mann- flutningar kostuðu með sporvögn- unum; um það hefði verið rætt við I. R. og mundi hann hyggja á að hafa það líkt og gerðist í öðr- um bæum nágrannalandanna eða hámark (fulla leið) 10 aura á mann en 5 aura fyrir hálfa. Um gjald fyrir vöruflutninga hafði hann (I. R.) gekki etað gefið svar, ekki verið búinn að hugsa það mál nóg. Hann kvaðst álíta rjett að ganga að þessu tilboði 1. R., þar þörfin fyrir spor- brautir í bænum yrði meiri og meiri með ári hverju, sem liði, það væri langt fyrir fólk að ganga í gegnum allan bæinn t. d. til vinnu, þar sem mundi vera í kring- um 3 metrar frá Kirkjusandi fram á Eiðsgranda. Eins væri með vöru- flutninga, að mjög líklegt væri að þeir vrðu miklir, þegar höfnin væri komin, ínn um bæinn til kaup- manna og til fiskverkunarstaðanna. Hið eina, er á móti þessu gæti mælt, væri að ökumenn mistu at- vinnu sína, en svo væri jafnan, er um einhvenjar endurbætur væri að tefla, að þær yrðu keppinautar við það, sem áður hefði verið. Þótt þetta væri galli, væri hann ekki svo stór, að hafna ætti tilboðinu fyrir hann, enda mundi atvinnumissirinn, er það hefði fyrir einstöku menn, smá hverfa. Sagðist álíta, að bæ- arstjórnin ætti að taka svo liðlega í málið og fara svo sanngjarnlega í kröfur sínar, að beiðandi sjái sjer fært að ganga að þeim. Auk þessa kvað hann Indriða Rein- holt sækja um, að fá gegn hæfilegu eftirgjaldi leigu á landi, 25 engjadag- sláttu stóru eða sem næst 14 ha. á Melunutn fyrir vestan íþróttavöllinn með rjetti til að taka jarðefni úr því landi ti! að hagnýta sjer til iðnaðar, er V I hann viil korna á stofn þar, einnig að ; hann fengi leyfi að leggja þartgað j vatn, er tekið væri úr vatnsveitu bæarins. Hann kvað I. R. ekki hafa getað gefið nefndinni upplýsingar um í hvaða ástandi landið yrði eftir slíka notkun og því hafi nefrid- in heldur eigi getað ákveðið neitt um leigu á því, en hvað vatn . snerti fyndist nefndinni rjettast, að það væri leyft og borgað eftir því, hversu tnikið það væri notað. Sveinn Björnsson kvað það gleðja sig, að þetta mál væri komið á dagskrá, því það væri mjög þarft að bæta samgöngurnar í bænum, og kjörin, sem levfisbeiðandi byði, væru aðgengileg hvað það snerti, að bær- inn gæti, nær sem vildi, keypt alt af honum. Um hin einstöku atriði málsins áleit hann ekki hægt að ræða að svo komnu, á meðan ekki væri búið að athuga það nánar og ekki komið fram greinilegra samn- ingsuppkast, en kvaðst vilja greiða sem best fyrir málinu. Frh. Undirritaður kaupir háu verði Rímur' sem eru prentaðar fyrir 1890. Bjamhjeðinn Jónsson. Raddir almennings. Börn og lögregla. R.vík 1. maí 1913. Má jeg biðja yður, ritstjóri »Vís- is«, að taka þessar línur til birting- ar í yðar heiðraða blað: Jeg var að ganga mjer til gam- ans á götum borgarinnar á upp- stigningardag. Veðrið var gott, svo jeg lagði leið mína víða um bæinn, þar á meðal gekk jeg inn á Laugaveg. Þegar inn á götuna kom, varð jeg var við tvo drengi, sem voru að leika sjer að bolta á götunni. náttúrlega er það ekki leyfilegt, að jeg ímynda mjer, en virðist vera saklaus skemtun, og þegar eins og nú stóð á, að líti! umferð var um aðalgötuna, því flestir gengu gangstjettina það jeg sá, enda hafa þessi blessuð börn hvergi stað til að leika sjer á, og því náttúrlegt að þeim verði á að kasta bolta á götunni, því það virð- ist ekki vera mikið hugsað um leik- svið handa þessum krakkagreyum. Það var nú samt ekki um leik- völl handa börnum sem jeg ætiaði að tala, heldur um atvik, sem fyrir kom, óþekt að jeg held, þó leitað væri heimskautanna milli. Mjer varð litið inn á götuna, því jegvarkom- inn inn fyrir Hansens-bakarí, og þá sá jeg hvar einn lögregluþjónn kem- ur með öðrum manni gangandi og held jeg að mjer sje óhætt að segja að jeg hafi ekki sjeð þennan lögreglu- þjón slíta skónum þar innfrá, þó meiri ástæður hefði veríð fyrirhann að koma þar inneftir t. d. að líta eftir keyrandi og rfðandi mönnum i K — en hvað haldið þið að hnnn hafi gert. Hann gengur til drengs- ina, sem var að leika sjer að bolt- anum, ýtir við honum, tekur af honuni boltann og sker hann í sund- ur fyrirfátæka, umkomulausa drengn- um, sem hljóp grátandi inn ti! mömmu sinnar, sem er bláfátæk, og hefir það víst kostað hana marga svítadropa að geta gefið drengnum boltan. Flvað segið þið um þetta menn og konur? Finst ykkur þetta drengilegt? Finst ykkur þetta mannúðlegt? Haldið þið að þetta hefði verið gert, ef það hefði verið embættis- manns barn, sem átti hlut að máli? Haldið þið að hann hefði gert það barninu sínu? Nei, jeg held ekki. En aumingj- arnir, þeir virðast ekki vera rjett- háir. Og að endingu eitt orð »Vísir« sæll! Eru nokkur lög iil, sem leyfa þetta. Gramur. Ekki er alt guil, sem glóir. Skáldsaga eftir Charles Garvice. ----- Frh. Rayniond kraup nú aftur á knje við hlið föður sfns, og sá nú að lífsmark var með honum, hann var aðeins í fasta svefni. »Jeg er ljóti kjáninn« sagðihann við sjálfan sig, »þetta var það, sem jeg bjcst við, jeg ætlaðist sannar- lega ekki til þess að hitta gamla manninn glaðvakandi; jeg er eius ! og hjartveik kerling«; nú fór liann að svipast að lyklinum, hann leií iði fyrst í frakkavösunum, en þar var »ekkert. Hann laut því enn á ný niðurað hinum meðvitundarlausa líkama föður síns og fann lykilinti í vestisvasa hans. Hann flýtli sjer nú aftur inn í herbergi sitt og fór í snatri í fötin, sem Luke hafði út- vegað honum. »Þetta er alveg ágætt*, sagði hann við sjálfan sig á eftir, um leið og hann Ieit í spegil »jeg er viss um að jafnvel faðir minn, hver sem hann nú er, mundi ekki þekkja mig í þessum ham«. Tíminn var nú kominn og hann læddist nú niður, til þess að opna bakdyrnar og hleypa fjelaga sínum inn, dyrnar voru mjög afsíðis og var því engin hætta á að heyrðist til þeirra. Þegar Raymond kom að dyrunum, heyrði hann að fjelagi hans var orðinn óþolinmóður og farinn að berja lágt á dyrnar. Allra snöggvast datt honum í hug, að snúa við og vekja þjónana og láta laka hinn ókunna mann fastan, en svo varð honum litið á búning sinn og hann sá nú að fjeiagi hans mundi ekki hlífa honum, heldur segja jarl- inum alt — — — — það gat haft alt of miklar afleiðingar í för með sjer. Hann opnaði því dyrnar gætilega og hleypti Luke iun. »Du!argerfið er gott«, sagði Luke og tók upp Ijóskerið og aðgætti Raymond nákvæmlega »en hvernig stendur á því að þjef- komið svona seint? Við megum svei mjer flýta okkur!« ’Je2 ekki komið fyrri, jeg var meira að segja, að hugsa um að hætta við alt saman«. Frh. Og (Úr »Ýrns atriði úr lífinu í Reykjavík fyrir 40 árum.) Eftir K I e m e n s J ó n s s o n . Jeg mintist á lestirnar áðan. Já, þá var nú Iíf og fjör í bæn- um. Óinögulegt að þverfóta fyrir þröng í búðunum, bæði fyrir innan borðið og utan,illmögulegt að kom- ast áfram í Hafnarstræti fyrir hesta- þvögu, og krögt af tjöldum á Aust- urvelli. Á kveldin var þar oft gleði og háreysti mikil. Við strákarnir hjeldum okkur helst þar, bæði til að horfa á það, sem kynni til að bera, og svo var það líka tilgang- urinn hjá mörgum að sníkja mat- arbita, sem sveitamenn voru óspar- ir á. Þar á Austurvelli hef jeg oft borðað »kjúku« með nýu smjöri of- an á hjá einum frænda mínum að austan og þótti mjer það dýrðleg fæða. Vegna þess að Austurvöllur rúmaði ekki öil tjöld lestamanna, var það mjög alment að tjalda í Fossvogi, enda voru þeir þar nær hesturn sínum. Reykjavíkurdrengir gættu hestanna fyrir þá og fengu ákveðna borgun fyrir hvern hest um sólarhringinn, og höfðu marg- ir drjúgan skilding upp úr því. Stundum var líka tjaldað á Lækjar- torgi, en það var fremur sjaldgæft. Frh. !<rí.óður heitur matur fæst ailan daginn á LAUOAVEO 23. H Ú S N Æ -Ð I £l 2 herbergi lítil ásamt eldhúsi óskast til Ieigu frá 14. maí. Afgr.v.á Stór ódýr stofa með sjerinngangi. er til leigu, Grettisg. 20 A. 2 herbergi með sjerinugangi cra til leigu frá 14. maí í Austurbæn- um. Uppl. Hverfisg. 10 B. 2 herbergi og eldhús eru til leigu 14-. rnaí (kálgarður fylgir). Uppl. á Njálsg. 52. Frá miðjum maí næstk. eru til leigu 1—2 rúmgóðar samliggjandi stofur með húsgögnum fyrir ein- hleypa rnenn. Fæði og ræsting fylgir, ef óskað er. Afgr. v. á. TAPAÐ-FUNDIÐ Kvennúr fundið. Má vitja þess á Grettisg. 43. uppi gegn fundar- Iaunum o.tr auglýsingargjaldi. Kvennskór tapaðist á leið frá Vesturg. inn á Hverfisg. Skilist á Hverfisgötu 28. Stúlku vantar í vist. Uppl. á Laufásveg 4. Ung stúlka óskast í búð 5—6 tíma á dag nú þegar. Afgr. v. á. KAU PSKAPU R (jg§ Dömu- eða lítið herra skrifborð úr mahogni eða hnotu óskast keypt Afgr. v. á. Orgel óskast til leigu frá 14. maí til 1. okt. Afgr. v. á. Útgefandi: Einar Gunnarssou, can L ph I. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.