Vísir - 28.05.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 28.05.1913, Blaðsíða 2
V 1 S 1 K um bolla detta af hillu í búri, án þess að nokkur kæmi við hann, voru þær þá í búri Ragnhziður ogVaigerður. Líkavoru þeirstadd- iríeldhúsi Davíð Kristjánsson og Aðalsteinn í Hvammi og segist Aðalsteinn hafa heyrt, er skál fiell af hillu í búri, og sáu þeir báðir að hún lá á hvolfi á gólf- inu, og var enginn þá í búrinu. Frú Borghild Arnljótsson sá könnu kastast á gólfíð í baðstofu, og var Ragnheiður þarhjáhenni; en ekki sá hún það svo glögt, að hún fuilyrði að það geti ekki skeð.að Ragnheiður hefði ekki með snarræði getað verið völd að því. Líka sá Jóhann Ounnlaugsson kommóðu velta um í baðsíofunni, og var þá Ragnheiður þar og engir aðrir, en ekki sá hann það svo glögt, að hann fullyrði að hún ekki hefði getað það, en þó með snarræði, er jeg og fleiri, er þekkjum stúlkuna, hugsum að hún eigi ekki til. Um kvöldið fóru allir þeim til ’ sín, jeg líka; hafði þá ekkert kom- ið fyrir, nema það sama. Pó segir Aðalsteinn mjer,að um kvöld- ið, þegar Ragnheiður fór að mjólka kýrnar, hafi hún haft með sjer , ljós og krakka á 7. eða 8. ári; kom hún þá með miklum flýti inn í baðstofuna og var því lík- ast sem það ætlaði að líða yfir hana, en fyr segist hann ekki hafa orðið var við svo mikla hræðslu hjá henni. Háttaði hún svo straks og fór upp í efri bæinn straks morguninn eftir, og litlu síðar út í Þórshöfn, og er þar hjá móður sinni síðan. Jeg skal geta þess, að tveir menn, Stefán á Gunnarsstöðum og Jóhann Tryggvason, sáu Ragn- heiði kasta hlutum; sá fyrnefndi sá hana kasta til steini í göng- unum, og hinn sá hana kasta flösku, sem brotnaði í göngunum, en hvort hún hefur gert þetta sjálfrátt eða ósjálfrátt, vitum við ekki. Þar á móti er flest af því, sem jeg sá og heyrði, þannig lagað, að hún gat alls ekki gert það á nokkurn skiljanlegan hátt, og sama má segja uin flest af því, sem jeg hef talið hjer að framan og aðrir hafa sjeð. Jeg skal nú að síðustu taka það fram, að í þessa 3 daga, er jeg dvaldi í Hvammi, gat Jeg ekki orðið þess var, að nokkur mað- ur stæði í sambandi við þetta, nema Ragnheiður, eins og áður er á vikið. Líka skal jeg geta þess, að jeg stend fullkomlega í þeirri mein- ingu, að henni sje samband þetta ósjálfrátt, og það þykist jeg al- veg viss um, að henni fellur þetta mjög ílla; jeg tók eftir því, að í hvert sinn, er einhverju var kast- að eða högg heyrðist, hrökk hún við eða tók kipp, enda hygg jeg að hún sje ekki kjarkmikil. Af því þessir kynlegu viðburð- ir eru svo fátíðir hjer um slóðir, myndast út af þeim ýmsar sög- ur, sem svo breytast og aflagast, mann frá manni, og verða því að nokkrum tíma liðnum blandað- PEESTSG-JÖLD í í j íyrir fardagaárið 1912—1913 og orgelsgjöld fyrir 1912 fjellu í gjald- \ daga 31. desemter 1912. Gjöldunum verður enn veitt móttaka á skrifstofu undirritaðs, i Suðurgöíu 8 B. hvern virkan dag k!. 4—7 síðdegis. Vangoldin gjöld verða innan skamms afhent bæarfógeta til lögtaks. K. Zimsen. ■ oddv. sólcnarnefnd. EIR í þessum bæ, sem jafnanlegu fyrir haustið vilja fá sjer hinar óvið- Mlðstöðvaloftlelöslu-vjelar í hús sín, ættu helst a!Sir aö vera með í næstu pöniun og semja við mig um útvegun þeirra um eöa fyrir lok þessa mánaðar, — til þess j að þær komi í tíma og verði sem ódýrasfar. — Þær kosta hjer komnar, 1 2—300 kr. og þar yfir, til húsa, sem eru 5—6000* rúmfet að stærð eða meira. Kynnist, þeim, það kostar ekkert. Reykjavík, Grettisg. 51, 17—5 —13. S. B. Jónsson. • * iijer hafði misprentast áður 600 í stað 6000. öllum málavöxtum, það er ætíð gott, að fleiri en einn segi frá«. »Það er sjálfsagt« svaraði Ray- mond »en jeg veit því miður ekki anuað en það sem þjónarnir hafa þegar sagt yður«. Sagði haun svo frá hvernig þjónn- inn hefði fyrstur orðið var við inn- brotið og að peninga og dýrgripi vanlaði í fjehirsluna, og bar þeirri frásögn alveg saman við það, sem þjónarnir höfðu sagt. Frh. og notið ekki cement, nema þetta skrásetta vörumerki sje á umbúðunum. Guðm. Pjetursson, massage- læknir, er fluttur á Hveríisgötu 45. (miðdyrnar.) Sínii 394. Heima kl. 6—7 síðd. ar svo miklum ósannindum og missögnum, að ómögulegt mun að vita, hvað satt er eða ósatt, og fanst mjer því rjett að færa það í letur sem fyrst, eins og það kom mjer og þeim, sem jeg hef nafngreint, fyrir augu og eyru. Álandi ytra 29. mars 1913. Hjörtur Þorkelsson. Að það, sem að framan er rit- að, sje rjett hermt, hvað nöfn vor áhrærir, vottast hjermeð. Þorsteinn Þórarinnss. Þorlákur Stefánss. fiuölaugur H. Vigfúss. Aðalsteinn Jónass- Jóhanna Sigfúsd. Pjetur Metúsalemss. Björn Guðmundss. Guðrún Björnsd. Halldór Benediktss. Árni Benediktss. Valgerður Friðriksd. Snæbjörn Arnljótss. Borghild Arnljótss. Jóh. Tryggvas. Jóhann Gunnlögss. Davið Kristjánss. Jóhannes Árnas. Stefán Guðmundss. Ekki er alt guíl, sem glóir. Skáldsaga eftir Charles Garvice. ---- f:rh. Seinna um daginn kom læknirinn, sem gert hafði verið boð eftir frá Lundúnum,og meðhonum tværæfðar hjúkrunarkonur. Hann skoðaði jarl- inn líka, en hann gat ekki sagt annað en það, sem stjettarbróðir hans var búinn að segja fyr um daginn. . . . Jarlinn var vitskertur, en livort sem það var um stundar- sakir eða fyrir fult og alt, það var ekki að segja að svo stöddu. . . . Lundúnalæknirinn skipaði svo fyrir, að enginn mætti dvelja í sjúkraher- berginu nenia hjúkrunarkonan og ungfrú Veronika og einnig hat'ði húslæknirinn skipun um að láta hann vita, ef nokkur breyting yrði á líðan sjúklingsins. Heyi var stráð á allar götur og vegi umhverfis höllina og allar bjöllu- hringingar úti og inni voru strang- lega bannaðar. Nú var einnig kominn lögreglu- þjónn frá Lundúnum, en fyrst í stað var Raymond lávarður svo yfirkominn af harmi, að hann hafði euga rænu á að heilsa upp á hann » en þegar áleið daginn fanst honum að hann gæti ekki dregið það leng- ur og hresti sig því upp og gekk inn í lestrarsalinn, þar sem lögreglu- þjónninn var búinn að bíða afar- lengi. Þegar Raymond kom inn, íeit !ög- regluþjónninn fljótlega á hann.stóð svo fljótlega upp, lineigði sig kurteis- lega og mælti: »Þjer munuð vera Raymond lá- varður. Er ekki svo?« »Jú«, svaraði Raymond. »Gerið þjer svo vel að fá yður sæti«. Hann athugaði Iögregluþjóninn nákvæmlega og komst að þeirri niðurstöðu, að varla hefði lögreglan getað sent lakari og einfaldari mann en þennan, til þess að grafast fyrir sannleikann í þessu dularfulla máli, og líkaði honum það harla vel. Það var ekki fyr en löngu seinna að Raymond komst að raun um, að hann var ekki eins sljór og hann virtist vera. »Eruð þjer frá Skotland Yard?*1) spurði Raymond svo eftir litia þögn. »Mjer þykir íeitt að jeg hefi látið yður bíða, en jeg gat ekki komið fyr, herra Fruser. Ef jeg get á nokkurn hátt hjálpað yður við hið erfiða verk, sem þjer nú eigið fyrir hönd- um, þá fullvissa jeg yður um að jeg er reiðubúinn til að gjöra hvað sem í mínu valdi stendur, til þess sannleikurirm sem fyrst verði leiddur í ljós.« »Þakka yður fyr« svaraði lög- regluþjónninn, »það væri ef til vill rjettast að þjer segðuð nijer frá ') Lögreglustöð í Lundúnum. Ágætar KARTÖFLUR fást í versluninni »HERMES«, Njálsgötu 26. Fæði og húsnæði fæst á Laugaveg 30. Hentugt fyrir gesti, sem korna til bæarins og dvelja langa eða skamma stund. KAUPSKAPUR Saumavjel til sölu. Laufásveg 43. 2 dósir af Rotteratin er til sölu. Afgr. v. á. Áburð kaupir Laugarnesspítali. Regnkápa er til sölu með tæki- færisverði á Frakkastíg 4. Kofort vönduð til sölu á Klappar- stíg 4. Barnakerra óskast keypt eða Ieigð yfir sumarið. Uppl. á Hverfis- götu 33. uppi. Barnarúm til sölu. Laufásveg 43. 4 eða 5 herbergja góð íbúð með eldhúsi og geymslu í mið- eða austurbænum óskast frá l.okt. n. k. Semjið sem fyrst. Afgr v. á. Ágætt herbergi með sjerinngangi og húsgögnum (fyrirtaks sumaríbúð) er til leigu á Stýrimannastíg 10. nú Þegar. TAPAÐ-FUNDiÐ Steinhringur hefur tapast frá Aðalstr. upp í Bergstaðastr. Skilist á afgr. Vísis. Búi fundinn á Hafnarfjarðarvegi. Afgr. v. á. Innraver af sæng og kodda hafa gleymst í Laugunum. Finnandi skili á Frakkastíg 19. gegn fundarlaunum. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. Ostlunds-prentsmiOjl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.