Vísir - 25.06.1913, Síða 4

Vísir - 25.06.1913, Síða 4
V I S I R Hváð vikuböðin segja. Ingólfur (þriðjud.): Launahœkk- unin. — Atrúnaður, eftir G. Sv., endir. Hver er vilji vor í samgöngu- málinu? eftir Civis, endir. Leiðrjetting. { blaðinu Vísi, er kom út í dag, er þess getið, að bæarfulltrúi L. H. Bjarnason hafi á síðasta bæar- stjórnarfundí sagt, að jeg hafi »beðið Odd Gíslason að taka aftur kæru sína á hendur borgarstjóra og mundi þá alt lagast, en Oddur Gíslason hafi neitað að verða við þeirri bón.« Til þess að fyrirbyggja misskiln- ing, skal jeg geta þess, að jeg hefi aldrei beðið Odd Gíslason að taka aftur kœruna á hendur borgarstjóra, nje heldur talað við hann um málið fyrir bargarstjóra. Hafi Oddur Gíslason skýrt trún- aðarmanni sínum í bæarstjórninni, L. H. B., þannig frá samtali okk- ar, eins og bæarfulltrúinn segir, þá hefur Oddur gefið honum rangar .. upplýsingar. 24. júní 1913. Guðm. Ólafsson. Smávegis. Pegar þið komið til borgarinnar, þá komið og skoðið hinar fjölbreyttu vörur, sem Verslunin .Verðandi’, Hafnarstræti 18., hefur á boðstólum, t. d. alskonar NÆRFATNAÐ, HANDKLÆÐI, OLÍUFÖT fyrir konur og karla, PEYSUR, fjölda tegunda, MANILLA, ágæta í reipi fyrir ykkur sveitamennina. Alt þetta selst fyrir mjög lágt verð. Munið, að verslunin er í Hafnarstræti 18. Lax og Sílungur fæst daglega í » I S H lí S Í n U (Hafnarstræti 23). Hestar til sölu. í dag verða norðlenskir hestar (er áður voru auglýstir í ísafold) sýndir og til sölu í hestarjettinni við Laugaveg (Lauganeshestarjett- inni). Kæri Vísir. Mig langar til að biðja þig fyrir nokkur orð um ýmislegt smávegis, sem gerist í þessum bæ, og mjer finnst öðruvísi fara en rjett er. Jeg skal reyna að vera stuttorður, og bið þig svo að afsaka, þótt jeg vaði nokkuð úr einu í annað. Það er þá fyrst, að mjer finnst það óþarfi, sem nú er farið að reyna að fá menn til að gera, að taka ofan, þá Ieikinn er á lúðra þjóðsöngur vor. Þetta á illa við Islendinga flesta, auðsjáanlega, mjer fyrir mitt leyti er bölvanlega við það. Enda er það alveg til- gangslaust og hreinasti óþarfi. Verð- ur aldrei nema kák, því margir gera það alls ekki. Best að sleppa því alveg. Alveg eins að vera að biðja stóran mannsöfnuð að syngja, það er að berja höfðinu við stein, og mesta furða að ekki skuli löngu hætt við að reyna það. Taka kannske undir nokkrir vanir söngmenn, all- ur fjöldinn þegir auðvitað. »Land- inn^ er of rólyndur og ómontinn, liggur mjer við að segja, til þess að standa berhöfðaður, galandi á strætum og gatnamótum. Getur eins mikill hugur fylgt máli, þótt þegj- andi sje hann, og með húfuna sína á höfðinu. Jeg efast ekki um að ýmsir eru svo barnalegir, eða þá svo mikið fyrir að láta bera á sjer, að þeim finnst þetta skrif mitt óþarft og öfugt. Þeir ætla sjálfsagt gott með því. (Meira.) Pollux. Sunnudagaskólar. Eins og vikið er að annarsstaðar í blaðinu, var rætt um þá á »syno- dus< í gær, og væri þá ekki ófróð- legt til frekari íhugunar, að heyra hvernig þeim gengur á Englandi, þar sem þeir eru stofnaðir og lengst á veg komnir. Árið sem leið fækkaði um 33000 börn í sunnudagaskólum nokkurra utanþjóðkirkjuflokka á Englandi (Wesleymanna, Baptista, Metodista og Kongregationalista), að sarna skapi fækkaði og kennurum við sunnu- dagaskólana og nokkrir þessara skóla hættu alveg. Eins og nærri má geta, hefur þetta vakið mikla eftirtekt og verið tölu- vert rætt um það í enskum blöðum. Er svo skýrt frá í blaðinu »The Christian«, að hnignun þessi eða afturför hafi byrjað fyrir 6 árum, en fari vaxandi með ári hverju, enda þótt áhangendum þessara trúflokka hafi alls eigi fækkað, en á hinn bóg- inn hafi fjölgað mjög í sunnudaga- skólum þjóðkirkjunnar (biskupakirkj- unnar), í hitt eð fyrra jafnvel um 40 þúsund. Blaðið sjálft og marg- ir prestar, sem í það hafa skrifað um þetta mál, telja hiklaust biblíu- krítíkinaaðalorsökað þessari hnignun. Þegar starfsmenn sunnudagaskólans, sem allir starfa kauplaust við hann- í frítímum sínum, fara að vantreysta biblíunni, hætta þeir eða vinna meö hangandi hendi; eins fer um börnin og foreldra þeirra, allur áhugi þeirra á þessu niáli hverfur, þegar farið er að kenna þeim, að biblían sje harla óáreiðanleg. Þetta er aðalinntakið úr vitnis- burðum fjölda manna, er skrifað hafa um þessa afturför. Enda er biblíukrítík og skoðanir nýguðfræð- innar miklu útbreiddari hjá þessum flokkum, en hjá biskupakirkjunni á Englandi. Einn presturinn enski, D.J.Findley, skrifar í »The Christian* á þessa leið: »Jeg fyrir mitt leyti efast ekkert um, að vjer sjeum nú í sunnudaga- skólunum, — eins og á öðrum sviðum kristindómsstarfsins, — að uppskera ávextina af hinni svo nefndu »hærri krítík«. »Nýmóðins« skoðanir þær um biblíuna, opinber- unina og Krist sjálfan, sem berast munnlega og skriflega frá hásætum guðfræðinnar alla Ieið til sunnu- dagaskólanna, valda þar reglulegu satans athæfi. — (Biblían segir að Satan hafi í fyrstu spurt: »Er það satt að guð hafi sagt?«) Sunnu- dagaskólakennarar, sem aðhyllast þessar »nýmóðins« skoðanir, sjá að þeir hafa lítið eftir, sem er ómaks- vert að kenna börnunum og hverfa frá skólunum þúsundum saman. Skynsöm börn, sem hafa orðið áskynja um, að grundvöllur kensl- unnar eða ein kenslubókin er talin óáreiðanleg, hætta þá að bera virð- ingu fyrir öllu saman, og hverfa á brott í stórhópum. En guði sje lof, að þótt víða gangi svona hörmulega, þá er það ekki alment orðið. í mörgum söfn- uðum og sunnudagaskólum er sí- feld framför. En einkenni allra þeirra skóla eru, að því er jeg veit best, þessi 4: 1. Afturhvarf barn- anna er skýrt og ákveðið takmark kennarans; 2. forstöðumaðurinn og kennararnir eru sjálfir afturhorfnir eða sannkristnir menn; 3. fijllkomn- um innblæstri ritningarinnar og full- gildi er trúað og kent; 4. starfið er rekið með bænaranda og kennar- arnir hafa reglubundnar samkomur.« S. Á. Gíslason íslenskaði. Þorvcitíur FáEsson, læknir Laugaveg 18. — Símar: 334 og 178. Heimsóknartími 10—11 árd. Sjerfræðingur í meltlngarsjúkd. yvexiwstákau ^ x s 6 l \3ö heldur fund í kveld kl. 8x/2. Meðlimir fjölmenni. Stúkan heldur fund í kveld. Umræður um bannlagadóm Iandsyfirrjettarins. Fjölmennið. K. F. U. M. Kl. 8V2. Væringjar mæti uppi við Skólavörðu. KAUPSKAPUR Taða nýsleginn fæst í Þingholts- stræti 27. Ratin til sölu á afgr. Vísis. Dúfur fást með tækifærisverði á Vitastíg 17. Handvagn lítið brúkaður óskast keyptur. Afgr. v. á. Skúfhólkur og sjal til sölu. Afar- lágt verð. Bergst.st. 8. Söðull til sölu mjög ódýrt. Afgr. v. á. Hestur úr Borgarfirði til sölu, ef um semur. Er í porti hjá G. Gunnarssyni kl. 3 síöd. á morgun. Reiðföt nýleg til sölu á Njáls- götu 47. | TAPAÐ-FUNDIÐ 2 hestar, grár og rauðskjóttur, Ujárnaðir, töpuðust úr hesthúsi Brydesverslunar aðfararnótt mánu- lagsins. Hafi einhver orðið var við oá, er hann vinsamlega beðinn, að gjöra Guðm. Guðmundssyni, Kjíra- itíg 5., aðvart. (Q H Ú S N Æ Ð I 2 herbergi sólrík, að minsta kosti annað stórt, óskast til leigu frá 1. okt. Afgr. v. á. 2 herbergi eru til leigu í sum- ar á góðum stað í bænum. Afgr. v. á. 3herbergi og eldhús óskast til leigu frá 1. okt. Svar merkt »300« sendist afgr. þessa blaðs. Stofa með húsgögnum til leigu frá 1. júlí. Afgr. v. á. Herbergi er til leigu á Klappar- stíg 1 A. m V I N N A Til hreinsunar og »afdönipun- ar« eru tekin ullar- og klæðisföt karla og kvenna á Laugaveg 44. — Ólína Bjarnadóttir. Stúlka, vön húsverk- um, óskast í yist hjá C. Olsen, Laugaveg 20 B. L E I G A Ritvjel óskast til leigu. Afgr.v.á. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.