Vísir - 09.07.1913, Síða 1

Vísir - 09.07.1913, Síða 1
665 5 Ostar bestir oj> ódýrasiir i verslun Einars Árnasonar. ■o \s\v |K^Kís®íf^^i®gíK{SK^tss;iSKraKKfE55K^g5í'} | Stimpla ogi :***•*• * Srsíisigiismerki Vísis. Sýnishorn liggja frammi. 8 BBSSSSE3S s&nsszsszz^s? S5 '4 Kernur út alla daga. — Sími 400. Afgr.í Hafnarstræti 20. kl. 9-3 og 4-8. 25 blöð (frá 5. júlí) kosta á afgr,50 aura. Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi), Send ut um land 60 au.— Einst. blöð 3 au. opin kl. 8-9, 12-3 og 6-8. Sími 400. Langbesti augl.staður í bænum. Augl. sjeskilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu. Miðvikud. 9. júlí 1913. Háflóð kI.9,5’árd.ogkI. 9,28’ síðd. Afmœli. Frú Guðrún Wathne. Frú Helga Bjarnason. Guðbjörn Guðbrandsson, bókb. Ingólfur Lárusson, skipstjóri. Páll Þorkelsson, gullsm. Þorsteinn Jónsson, járnsm. I A morgun: Póstáœtlun. Póstvagn kemur frá Þingvöllum. Veðrátta í dag: Loftvog X -4-* < Vindhrað Veðurlag Vestme. 756,5 9,4 OjSkýað Rvík 756,2 11,5 OjLjetísk. ísaf. 754,9 10,6 OiSkýað Akureyri 755,2 11,0 NNV 1 Þoka Grímsst. 720,5 9,0 N 1 Alsk. Seyðisf. 754,8 7,3 SV 1 Lj ettsk Þórshöfn 759,8 9,9 SSA 3 Regn N—norð- eða norðan,A—aust-eða austan.S -suð- eða sunnan, V—vest8 eða vestan. Vindhæö er talin í stigum þann- ig : 0—Iogn,l—andvari,2—kui,3 — gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningsknldi, 7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9—stormur, 10—rok,l 1 — ofsaveður, 12—fárviðri. Skáleíurstölur í liita merkja frost. Líkkisturnar viðurkendu, ödýru,fást ávalt tilbúnar á Hverfis- götu 6.—Sími 93.—HELGI og EINAR. ^rá 4U'6t\d\xm. Nýtt lárviðarskáld. Látin er nýlega Alfred Austin, lárviðarskáldið enska, sem þann titil hlaut árið 1896, þegar Tennyson dó. Hann varð 77 ára. Hann rit- aði um langt skeið í tímaritin Standard og Quarterly Review; þótti aldrei afburða skáld. Nú er það Asquith-stjórnarinnar, að skipa eftirmann lians. Er um tvo að velja, eftir því sem ensk blöð segja, þá Thomas Hardy og Rudyard Kipling. Er svo að sjá, að stjórnin hallist fremur að hinum fyrnefnda, er þykir eitthvert fremsta ljóðskáld, sem nú er uppi meðal Englendinga, en hins vegar á Kip- ling meiri vinsældum að fagna, og telja fylgismenn hans hann alveg sjálfkjörið lárviðarskáld, enda hefur hann um mörg ár verið kallaður »lárviðarskáld ríkja Bretakonungs.. (The Laureate of the Empire.) »Öldunga«-fjelagið. í Japan er nýlega stofnað einkennilegt fjelag, sem nefnist Öldungafjelagið. Orðið »öldungur« er hjer notað um þá, er Iifað hafa í heila öld, 100 ár. Stofnandinn er Okuma greifi, fyrrum ráðherra, er hyggur að menn geti almennt orðið 125 ára. Eng- inn getur orðið meðlimur fjelags- ins yngri en áttræður. Á fyrsta fundi fjelagsin svoru samankomnir yfir 500 fjelagar. Elsti fjelaginti var 115 ára gömul kona, sem hafði ferð- ast 200 mílur til þess að hittajatn- aldra sína. Umræður voru fjörug- ar og allir höfðu gaman af að hitt- ast, bera saman hverjir heyrðu verst, hefðu Iakasta sjón og sljóvastar tennur. Blóðbaðið í skólanum. Vitskertur maður í Bremen skaut nýlega úr skammbyssu inn í skóla, drap einn kennarann og 3 börn, en særði 6 og sum all hættulega. Maðurinn er 30 ára. Hann var tekinn höndum og bar þá á sjer 6 skammbyssur hlaðnar og fjölda af skothylkjum. Skofin í kirkjunni. Sjera Jóhann Vojka, prestur í þorpinu Romote Vasyars i Ungarn dró skammbyssu upp úr hempuvas- anum við hámessu í kirkjunni og skaut til bana sæmdarkonuna Önnu Szentemrey fyrir augum safnaðaríns. Sjálfan sig skaut hann þegar á eftir. Sagt er, að ástabrall sje orsökin. Neðri deild hjelt 6. fund sinn í gær. Forseti skýrði frá að formaður í Embættismannalaunanefndværi kos- inn Guðrn. Eggerz ogskrífari Sig. Sig. 1. Stjórnarskrármálið: B.f V: Bræðingurinn drap málið á þingi í fyrra, en afkomandi hans, sem nú væri dauður, ætti ekki að drepa það á þessu þingi. Menn væru sammála um að afnema konungkjörna þing- menn, því órjettlátt væri að ráðh. hefði 6 falt og 7-falt atkv. í þing- inu. L. H. fi.:Undarlegt aðstjórn- in hefði ekki sjálf komið með frum- varpið, sem síðasta þing gaf þó til- efni til. E.f.: Samkvæmt vilja þjóð- arinnar ætti að samþykkja stjórnar- skrárbreytingu. Sk. Th.: sagði að B. f. V. væri aðalhöfundur þessa frv. Sjálfur vildi hann fá fleiru breytt, svo sem 3 ráðherra, það jyki ekki útgjöld nema 6 þús. Ekki furða þó stjórnin kæmi ekki með frum- varpið, þar það væri sama sem að þingmenn hennar legðu sig á högg- pallinn. Ráðh.: Kr. J. ráðh. hefði komið með þau skilaboð frá kon- ungi, að hann ijeti ekki orðin »í ríkisráði« ganga úr stjórnar- skránni, meðan ekki væru komnirá sambandssamningar milli landanna, og sömu skoðunar væri konungur nú, því ættu samb. samningar að ganga á undan, en tilraunum um þá væpi ekki lokið enn og ekki hefði verið útkljáð um, hvort uppkastið frá í vetur yrði lagt fyrir þingið, fyr en á þingmannafundi í þing- byrjun. Ríkisráðsákvæðið væri Iíka aðeins forin. L.H.B.: áleit, að des- emberboðskapurinn í fyrra hefði ekki verið svo fagur, að ástæða hefði verið til að hleypa honum inn í þiugið. E. ].: Eftir frumvarpinu hafa þjófar og bófar kjörgengi til þings. B.f. V: Ef ríkisráðsákvæðið væri ekki annað en form, þá ætti konungur ekki að standa öndverður gegn breytingu. Þeir þjófarnir myndu eins hættulegir á þing- mannabekkjum, sem ómerktir væru, sem hinir, er hegningu hefðu út- tekið. Sk. Th.: Ákvæðið um alfrjálst kjörgengi væri frá sjer. Sá, sem hefði orðið brotlegur við hegning- arlögin, gæti orðið nýtur þing- maður, og væri ókristilegt að varna því. Ráðh.: Síðasta þing hefði ekki á neinn hátt gefið stjórninni tilefni til, að leggja fram stjórnarskrárfrum- varp, enda yrði alls ekki staðfest. B. f. V: ísland er ekki í ríkis- rjettarsambandi við Dani, heldur þjóðrjettar. V.G.: Konungur er ekki einvaldur um gjörðir sínar. Danir gætu sagt konungi að fara til ís- lands. Þetta hefði komið fram í »Vort Land« gagnvart Fr. VIII. Yrði úrfellingin samþykt og staðfestingar neituð, yrði ráðherra að fara frá,og svo gengi, þar til enginn fengist til að verða ráðherra, og gæti þá svo farið, aö konungur tæki aftur stjórnarskrána og setti hjer jarl. Ef Danir beittu hjer hervaldi, yrði ekki meira skift sjer af því, en þegar Rússar kúga Finna. Stjórnarskrár- breyting lægi ekkert á. Afnám konungkjörinna þingmanna gæti verið stórhættulegt. B. f. V.: Óvið- eigandi að brúka ógnanir til að skelfa ístöðulausa. Ámælisvert að ætla konungi, að hann fari að taka af okkur stjórnarskrána. Kr. D.: Vilji þjóðarinnar að fá stjórnar- skrárbreytingu. Konungkjörnir hafa eitt sinn verið setn steinn í vegi stjórnarinnar. f.Ól.: Þetta óleyfilegar umræður um frumvarpið við 1. umr. Valtýr hefði talað eins og maður, því hann hefði gert ráð fyrir afleiðingunum. B. f. V. hefði í umræðunum verið eins og strút- fuglinn, sem stingur nefinu niður í sandinn og vill ekki sjá afleiðingarnar. Margir gallar á frumvarpinu. Þætti skemtilegt að fá allar Bríetar inn á þing ? — 77/ 2. umr. samþ. með 21 : 2. Nefnd: J.M., L.H.B., P. J., B.f.V., J. J., S.S., J.Ól. 2. Eftirlaun Stgr. Th. Felt frá nefnd. Vísað til 2. umr. 3. Landsverkfræðingur. Ráðh:. Nauðsynlegt að embættið væri svo vel launað að það tryggði sjer góða menn. B. f. V: Óþarft að gera hann konunglegan embættismann. Launaviðbótin ætti heldur heiina í fjárlöguni. B. 5v.: Traðkað vilja þjóðarinnar með nýum embættum. “'Sfe, Súrmjólk (Yoghurt) fæst á Kaffi Uppsölum og er hún sýrð með hreinræktuð- um súrgerlum frá gerlarannsóknar- stöðinni í Lækjargötu. Ráðh. Verkfr. landsins hefði álíka mikið fje til umráða og póstmeist- ari og mikil störf. Vísaö til launa- laganefndar. 4. Landsbókasafnið. B. Sv.: Embættið nýtt og því undarlega fljótt hækkað. Því ekki þá eins hækk- að hjá landsskjalaverði.: Ráðh: Land- skj.v. sókti ekki um liækkun, ekki ástæða til að troða henni upp á hann. B. Sv: Þetta var gert við bisk- upinn. Ráðh: Það var öðru máli að gegna. B. Si\: Landskjalav. treystir sjer ef til vill að lifa »einfaldara Iífi« en bókavörðurinn. L. H. B: Málinuættiað vísatil launalaganetndar og mætti svo kalla hanna »ílátið«. Vísað til sömu nefndar. 5. Kennaraskóli. Vísað til sömu nefndar. 6. Barnafræðsla. Vísað til sömu nefndar. 7. Fiskiveiðaeftirlit. Nefnd. H. St„ Tr. B., M. ÓI., Kr. D., J J. Efri deild 5. fundur var haldinn í gær. Landheígissjóður. Nefnd. S. St., J. Jónat., Jós. B. Þingskjöl. 49. Nefndarálit utu ábyrgðar- fjelög. Nefndin (í e. d.) ieggur til, að frv. sje samþ. óbreytt. ) Ur bænutn. Söfnuðir í Reykjavíkur-presta- kalli. í manntalinu í árslok 1912 er svo gjört upp á milli safnaðanna, að í þjóðkirkjusöfnuðinum eru 7480, í fríkirkjusöfnuðiiium 4729, í kaþ. söfnuðinum 52 og í aðventistasöfn- uðunum tveim 68 og fylgja Östlund 37, segir Kirkjublaðið. Drekkið Egilsmjöð og Malt- extrakt frá innlendu Ögerðinni « Agli Skallagrímssyni«. Ölið mælir með sjer sjálfþ Sími 390. Frá sýnódns. ----Niðurl. Umræður um þetta mál urðu töluvert heitar, einkum milli sr. Ói. Ólafssonar fríkirkjuprests annars- vegar og sr. Fr. Friðrikssonar og frummælanda hins vegar. Því að sr. Fr. Fr. fór mjög þungum orð- um um stofnun fríkirkjusafnaðarins

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.