Vísir - 10.08.1913, Qupperneq 1
12
697
Ostar
bestir og ódýrasíir ||
i verslun
Einars Árnasonar. p
\%\X
Síimpla og1
Innsiglismerki
útvenar afqr.
Visis,
Sýnishorn
liggja frammi.
s?
535
m
m
m
Kemur út alla daga. — Sími 400. i 25 blöð (frá 30. júlí) kosta á afgr.50 aura. Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi),
---- ' " * r i Chm/I (U <<m Iah/I Af) nll _ Pinel klr\A *3 nn I 1 O O SíttlÍ 400
IVcITlUr IU aiia uaga. — juiu ioo. ***' w ww* j ------------ö* *— ****““ 1 uoiuia 1
Afgr.í Hafnarstræti 20. kl. 11-3 og 4-6. Send út um land 60 au.—Einst biöð 3 au. opin kl. 12-3.
Langbesti augl.staður í bænum. Augl.
sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu.
Sunnudl. IO. ágósí 1913
Háflóð kl.l l,36’árd.ogkI.12 á hád.
Afmœli.
Frú Flora M. Zimsen.
Jóhannes Sigfússon, kennari, 60
ára. (Afmæli hans var ranglega sett
hjer fyrir nokkru.)
Stefán Jónsson, steinsmiður.
Á morgun:
Póstáœtlun.
Ingólfur fer til Borgarness.
Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer.
Vestan- og norðanpóstar fara.
Biografteater
Reykjavíkur
jBíól
9., 10. og 11. ág.:
stut&an.
Sjónleikur í kvikmyndum í
2 þáttum, og 60 atriðum.
Falleg og mjög áhrifamikil
mynd af stórborgarlífinu.
Leikin af dönskum leikendum.
Myndin sýnir nokkurn hluta
af hinni nýu járnbrautarstöð í
Kaupmannahöfn.
í,iTrlrietnrn<}rviðurkenciu> ódýru,fást
uUt-U-loluI líalávalt tilbúnar áHverfis-
götu 6.—Sími 93.—HELQI og F.INAR.
Samkomu- OíP_,«M«við Grund-
húsið ^WOam arstíg.
Samkoma sumiud. kl. 6V2 síðd.
ÚR BÆNIÍM.
Gísli Jónsson faktor í Borgar-
nesi lagði af stað í morgun hjeðan
austur í Vík í Mýrdal. Þaðan
hyggur hann að halda fjallavegi
til Borgarness.
Björgólfur Óiafsson læknir kom
með Botníu í gærmorgun og legg-
ur í fyrra málið upp í Snæfellsness-
ferð með Gísla lögmanni ogGrím-
ólfi bróöur sínum. Hann er her-
læknir á Java.
Botnía kom frá útlöndum í
gærrnorgun. Meðal farþegja voru :
Gunnar Gunnarsson skáld með
konu, Jul. Schau steinhöggvari,
Ásmundur Gestsson kennari, Böðvar
Kristjánsson kennari, Sigurður Jóns-
son kaupmaöur, ungfrú Ragnheiður
Jónsdóttir, Bogi Ólafsson stúdent,
Kragh símamaður, miss Disney Leith
og margir aðrir útlendir ferðamenn.
Frá Vestmanneyum Steinn Sigurðs-
son klæðskeri og Engilbert kaup-
maöur.
Skálholt kom í gær úr hring-
ferð. Meðal farþegja: Andrjes
Fjeldsted augnlæknir með frú sinni,
Páll Einarsson borgarstjóri, ungfrú
Fjóla Stefánsdóttir frá ísafirði, Sig-
urður Sigurðsson bóksali á Akureyri,
Edilon Grímsson skipstjóri, Kristinn
Magnússon kaupm., Oddur Gíslason
yfirrjettarmálaflutningsm. og Halldór
Ásmundsson (Vesturísl.) með fjöl-
skyldu.
Skátar, 19 að tölu, komu hingað
frá Danmörku í gær morgun með
Botníu og fylgdu þeim þrír leið-
sögumenn fullorðnir. Thomsen
ræðismaður hefur aðalumsjón með
leiðangrinum hjer. Skátar í bænum
tóku á móti flokksbræðrum sínum
á bryggjunni og buðu þeim til
vistar með sjer þann tíma, er þeir
dvelja hjer (þar til Botnía fer aftur).
Um tildrög ferðarinnar liefur Vísir
áður sagt.
Málverkasýningu hefurJóhannes
Kjurval listmálari um þessar mundir
í Iðnskólanum og fær alment hrós
fyrir. Leiðsögumenn útlendinga,ættu
að benda þeim á þessa sýningu.
Mætti vera að þeir vildu hafa með
sjer þaðan menjagrip frá landinu.
Sýningin er opin kl. 11—4 og lil
6 á sunnudögum. L.
Brjóstmynd af Steingrími Thor-
steinsson hefur Ríkarður Jónsson
myndhöggvari nýgert. Er hún nú
á lestrarsal Alþingis.
Loftskiparerðir verða sýndar
annað kveld á íþróttavellinum. Eru
það tvö smá Zeppelínsloftför, er stíga
þar upp. Má gera ráð fyrir mikilli
aðsókn að slíkri nýung.
Victoria Louise þýska skemti-
ferðaskipið kom í morgun kl. 51/,
með c. 500 farþega. Mun fara í
nótt aftur.
Drekktð Egilsmjöð og Malt-
extrakt frá innlendu ölgerðinni »Agli
Skallagrímssyni«. Ölið mælir með
sjer sjálft. Sími 390.
y%í
Neðri deiid
í gær.
1. Sala Reykja í Hrútafirði. Afgr.
sem lög frá alþingi.
2. Löggilding verslunarstaða í
Karlseyarvík og Hagabót í Barða-
strandars. — Afgr. sem Iög frá al-
þingi.
3. Eskifjarðarlóð (302), 1. u.
Efri deild.
í gær.
1. Sjódómar, samþ. til Nd.
2. Hallærissjóður (317); 3. umr.
Sig. St.: Vandasamt mál og þyrfti
góðan undirbúning frá stjórn og
landsmönnum. Ætti ekki að af-
greiðast í flýti lítt undirbúið Flutn
ingsm. hefðu gert of mikið úr hall-
ærum, of mikið af svörtum mynd-
um í lýsingum þeirra, líkt og þeir
væru aippi í byrjun 18. aldar en
ekki 20. Landið að ýmsu leyti
betur búið nú undir hallæri en áð-
ur á tímum, bæði hvað siglingar
og ræktun landsins snerti.
St. /.: Er ekki með hallæris-
sjóði. Áleit hollara að menn Ieiti
kraftanna hjá sjálfum sjer gegn því,
er á kann að falla, hallæri, sem
öðru. í hallæri gæti það orðið
góð trygging, að landssjóður ætti
kornforða um vissan tíma. En best
■ verður að landssjóður hafi einka-
sölu á rúgi og rúgmjeli fyrir alt
Iandið.
S. E.: Þetta hallæristal ber vott
um sjúkleika hjá þeim mönnum,
er berjast fyrir því. Þessu fje, uni
60 þús. kr. árlega, sem ætlað er
hallærissjóðnum, væri betur varið
til að bæta samgöngur á sjó eða
landi. Eða mundu menn vilja tapa
strandferðunum og leggja það fje í
hallærissjóð, sem til þeirra er varið.
Jeg held ekki. Skattar nógir fyrir,
þó ekki sje við þá bætt. Má skapa
hallæri hjá fólki með sköttum einum.
O. B.: Samgönguteppa ekkiaðal-
meinið í hallæri, heldur gróður-
Ieysi og íll veðrátta í ísárum, er
getur tekið yfir land alt, En með
skipum og símum er ekki hægt að
fá gott veður. Nú orðið alltítt við-
kvæði, að þjóðin þoli ekki nýa
skatta, og það ráð fundið við þeim
að taka lán, en þau lán verður ein-
hverntíma að borga — og gæta
verður þess, að slík lán ekki verði
að óláni. St. J. lalaði um 18. aldar
hugsunarhátt annara, en talaði sjálf-
ur sem maður á 9. öld, að hver
ætti að vera sjálfum sjer nógur,
slíkt ekki rjett hugsað, því samein-
aðir kraftar manna standast best
andstreymi lífsins. Nú geta meiin
fyrir samgöngurnar forðað sjer
hungurdauða með að flýa landið,
svo sem fólk gerði 1882—87, og
farið til Ameríku. Það fólk er land-
inu tapað, svo sem það hefði farið
í gröfina, og Iandinu til meira tjóns,
þar sem vesturfarar hafa góss sitt
á burt með sjer, en þeir er deya,
láta það eftir liggja.
J. H.: Hafís elcki hættulegur, eyði-
Ieggur ekki jarðgróður. Fylgir hon-
um sólskin og gott veður. Fólk
fór ekki sökum hallæris 1882 til
Ameiíku, heldur fyrir pólitískar ástæð-
ur og áhrif vesturfara-agenta.
J. Jðnat. Frumv. er til að lækna
fyrirhyggjuleysi landsmanna. Samþ.
til Nd.
3. Vörutollur (292); 1. umr.
Nefnd: G. G., J. J, St. J.
4. Síldarskoðun (291); 1. umr.
Nefnd: B. Þ., J. H., S. E.
5. Aðflutningsbann (290), 1.
umr. Nefnd. B. Þ., G. B., J. J.,
S. E., S. St.
Þingskjöl.
321. Nefnd.ál. um ábúð jarða.
322. Breyktill. um símakerfi.
323. BreyUill. um mannskaða-
skýrslur.
324. Hringnótaveiði e. 3. umr. í
Nd.
325. Þjóðjarðaumboð e. 3. umr.
í Nd.
326. Málaflutningur e. 2 umr. í
Nd.
M M M
Uppskipunarbáíur
óskast til kaups nú þegar.
Afgr. v. á.
M M M
327. Fiskiveiðaeftirlit e. 3. umr.
í Ed.
328. Barnakennarasjóður e. 2.
umr. í Nd.
329. Breyt.till. um rafmagnsveitu.
330. Símakerfi e. 3. umr. í Ed.
331. Mannskaðaskýrslur e. 3. umr.
í Ed.
332. Breyt.tiII. við sjódóma.
333. Nefnd.ál. um vitagjald.
334. Breyt.till. um girðingar.
335. Breyt.till. um hallærissjóð.
336. Frv. t. I. um að skjóta á
frest til ársloka 1915 niðurlags-
ákvæði 16. gr. laga no. 29. 16. nov.
1907 um lánsdeild við Fiskiveiða-
sjóð íslands. — Flutningsm.: L.H.B.
Að dæma hart er harla
Ijett, en hitt örðugra, að
dæma rjett.1)
Það var fjölment af löndum á
fundi, sem haldinn var hjer í bGpg
11. þ. m.
Kaupmaður Jóhann Jóhannes-
son frá Reykjavík hafði þar orðið.
Siðferðið heima á gamla Fróni
hafði hneykslað hann, og af því
hann átti leið hjer um garð, þurfti
hann að ljetta þessu þunga fargi af
hjarta sínu. Þó maðurinn sje eng-
nn málari, fór hann að mála npp
fyrir löndum sínum ástandið
heima. Svarta hliðin var honum
kærust, enda hjelt hann sjer óspart
við hana: Bændur veita vín, kvenn-
fólk drekkur og reykir og er borið
ósjálfbjarga heim. — Þetta talaði
sá góði maðnr í mörg þúsund
mílna fjarlægð frá föðurlandinu.
Og orð hans fjellu ekki í grýtta
jörð, þau voru tínd upp eins og
hver önnur gullkorn; og einn á-
heyrenda, sem var kvennmaður, gat
þess til, að kæmi svona kvennfólk
frá íslandi, eitraði það fjelagsskap-
inn íslenska í Winnipeg.
Kvennfólkið í Rvík getur verið
Jóhanni þakklátt, — hann er bú-
inn að tala máli þess hjer.
Málfærið var liðugt, og afar-
kurteist orðalag, enda voru þjett-
skipaðir bekkir af kvennfólki öðru-
megin í salnum.
Það er ekki furða, þó að góðar
ræður sjeu haldnar og íslenska
smjörið í háu verði á Englandi,
þegar strokk-froðan er orðin svo
mikil, að farið er að veita henni
vestur að Winnipeg-vatni.
Winnipeg 14. júlí 1913.
Þorbjörn Tómasson,
frá ísafirði.
') Qrein þessi er tekin eftir Heims-
kringlu.