Vísir - 10.08.1913, Blaðsíða 2
V I S I R
Draugurinn
í
Aðalstræíi.
Dularfull fyrirbrigði í
Vesturheimi á síðastliðnum
vetri.
Eftir T. f. Thomas.
[Kynjafrásögur þær, er hjer fara á
eftir, eru birtar í breska íímaritinu »Wide
World’s Magaz.«, júní 1913. — Höf.
kveðst[engan’veginn vera andatrúarniað-
ur eða trúa á tilveru drauga, en hann
liefur bæði sjeð og athugað hús það,
er draugagangurinn gerðist í og kveðst
þekkja þá, er drauginn sáu og heyrðu,
og ekki hafa minnstu ástæðu til þess
að rengja þá.]
August Schill heitir maður, er
býr í borginni Cleveland í Ohio.
— Kveld eitt sat hann og var að
lesa í blaði eftir máltíð, en konan
hans var að taka af borðinu og ætl-
aði svo að hátta börnin.
Hann leit á gamanmyndir í blað-
inu og brosti að. En alt í einu hælti
Schill að brosa og misti blaöið á
gólfið úr hendi sjer. Hann fann að
strokið var kaldri, rakri hendi um
vanga sjer. Hann snjeri sjer við,til þess
að sjá, hver Iæðst hefði að honum
svo hljóðlega til að hrekkja sig,
því hann hafði ekki heyrt neitt fóta-
tak. En honum brá í brún, er hann
sá engan og var aleinn inni.
Schill bar hönd að enni sjer og
fann að hann löðraði í köldum
svita. Hann stóð upp, fór fram í
eldhús, þar sem kona hans var að
þvo diska og börnin hlupu og Ijeku
sjer. Hann spuröi hvort nokkur
hefði komið inn í stofuna, en kon-
an kvað nei við því, — hvorki hún
nje börnin höfðu farið eitt fet úr
efdhúsinu og því síður nokkur
ókunnugur komið. — Schill fór þá
aftur inn, ljet sem ekkert hefði ískor-
ist og reyndi að fara að lesa í blað-
inu aftur, en það vildi ekki ganga
greitt. Hann var altaf að hugsa um
þessa kaldstömu liönd, og því tneir
sem hann hugsaði um þetta, sann-
færðist hann um, að sjer myndi
hafa runnið blundur í brjóst og
þetta hefði verið draumur.
Hann sagði konunni ekkert um
þetta og fólkið fór að hátta að vanda.
Ekkert bar frekar til tíðinda fyr en
klukkan rúmlega 2 eftir miðnætti,
þegar allir lágu í fasta svefni og
niðamyrkur var í öllu húsinu.
Alt í einu vöknuðu allir við, að
gengið var mjög þungan um stig-
ana, eins og stór og þungur jötun
gengi þar á járnvörðum sjóstígvjel-
um. Schill hljóp á fætur, greip hlaðna
skammbissu, gekk að loftsgatinu og
lýsti niður með ljósi, en varð einsk-
is vísari. Hann furðaði mjög á þessu,
fór og þaggaði niður hræðsluna í
fólki sínu, en meðan hann var að
þessu, heyrði hann og allir í húsinu,
að drepið var all þungt högg á úti-
dyr. Schill þaut ofan, með lampann
í annari hendi en skammbissuna í
hinni, og athugaði útidyrahurðina,
Hún var harðlæst, með sömu um-
merkjum og hann hafði skilið við
hana um kvöldið. Hann fór til bak-
dyra, en þær voru ekki aðeins læst-
ar, heldur og slagbröndum slegið
fyrir. Gluggar voru allir lokaðir, og
hvergi var hugsanlegt að nokkur
hefði getað komist inn eða út.
_________ Frh.
Cymbelína
hin fagra.
Skáldsaga
eftir Charles Garvice.
---- Frh.
Nú brá Cymbelínu og jarl fók
eftir því, að hún kreisti fast
gluggatjaldið.
»0-jæja, jeg held Bellmaire
komist af án hans, — ætli ekki
það!« sagði North yfirforingi.
»Jeg veit ekki, — við höfum
mist af honum,« sagði jarl. »En
þetta eru nú ekki aliar frjettirnar.
Jeg hef markverðari frjettir en
þetta. Þú veist, að Brandon af-
rjeð fyrst að fara í gærkveldi.
Jeg fjekk miða frá honum, þar
sem hann segir, að óvænt og
áríðandi störf kalli sig til Lon-
don.«
Cymbelínu sveið sáran. Hún
vissi vel, hve Godfrey lá ríkt á
hjarta, að fara sem lengst burtu
þaðan, sem hún hafði sært hann
sárast og valdið honum þyngsta
hugarstríðsins.
»Mjer þykir verst, að jeg eyði-
lagði miðann; jeg vildi að jeg
hefði ekki gert það, því eitthvað
mjög þýðingarmikið er í sam-
bandi við þessa skyndilegu burt-
för hans — mjer liggur við að
kalla þetta strok.«
»Pýðingarmikið? Hvað erþað?«
spurði yfirforinginn. Cymbelína
hlustaði ákaft þegjandi.
»Já jeg fjekk heimsókn í morg-
un,« sagði Bellmaire jarl mjög
seint og greinilega, eins og hann
væri hræddur um að Cymbelína
myndi missa af einhverju orði.
»Það var hvorki meira nje minna
en hertoginn af Coverlands.«
»Hvað, hertoginn?* hrópaði
yfirforinginn forviða.
»Já,« hjelt jarl áfram alvarlegur
mjög. »Hann fór að heiman í
mesta flýti. Þú hefðir naumast
þekt hann,---svo breyttur virt-
ist hann og beygður af sorg.«
»Hvað þá? Er náðug hertoga-
frúin — dáin?«
»Nei, en ungfrú Marion er
farin að heiman, skjótt sagt, —
hún er strokin! Alveg eins og
óvandaðar stelpur gera stund-
um.«
»Farin! Strokin! Hvaða vit-
leysa! Það er alveg ómögu-
legt!«
»Því miður er það dagsanna!
Hún skildi eftir brjef, sem sýnir,
að hún hefur ákveðið þetta
nokkrum dögúm fyrirfram.«
»Herra minn trúr og heilagur
Georg! Er heimurinn genginn
af göflunum! En hvað kemur
þetta við þessum klessulitara?«
»Ekki svo lítið, að því er virð-
ist!« svaraði Bellmaire jarl 'dræmt.
Ungfrú Marion hvarf ígærkveldi!
Godfrey Brandon fór í gær-
kveldi!« Frh.
Sendið auglýsingar tímanlega I
Bækur,
innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG
kaupa menn í
BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR
Lækjargötu 2.
Ágætur
reyktur lax
fæst I verslun
Gunnars Þorbjörnssonar.
^2LSS\mUS\ol
nýkomin neð »Botníu« til
Jóns Björnssonar & Co.
V. B. K.
8
hefur með »Botníu« fengið aftur hin eftirspurðu
Kassimírsjöl. §
Ennfremur mikið af Tvisttauunum góðkunnu á kr. 0,72. §
B 1
ANN,
Hjermeð er ölium bannað að taka sand og
möl úr fjörunni á Eiðsgranda á leigulandi voru.
Verði bann þetta brotið, munum vjer tafarlaust
hæra það fyrir lögreglunni.
Reykjavík 9. ágúst 1913.
HlfP.J.Thorsteinsson &Co.
Loftskip
7
á Iþróttavellirsum.
Mánudagskveldið kl. 8l/2 fara 2
Zeppelinsloftskip upp frá íþrótta-
vellinum. Verða fylt með gasi
áður.
Þetta er fyrsta sinni, sem
Rvíkurbúum gefst færi á að sjá
loftferðalag, og ætti enginn, sem
vetlingi getur valdið að sitja sig
úr færi, að sjá þessa nýstárlegu
sjón.
Aðgangur: 35 aura fullorðnir,
20 aura börn.
Allur ágóði rennur til íþrótta-
vallarins.
S N Æ D 1
2 herbergi með sjerstökum inn-
gangi eru til leigu á Laugaveg 46A.
Kristján Þorgrímsson.
2— 3 herbergi og eldhús ósk-
ast 1. okt. Látið afgr. vita.
3— 4 herbergi óskast til Ieigu
nú þegar. Afgr. v. á.
L E I G A
; Barnakerra óskast nú þegar til
leigu um mánaðartíma. Uppl. á
Skólastræti 5.
Útgefandi:
Einar Gunnarsson, cand. phil.
KAUPSKAPUR
Góðar skammbyssur eða marg-
hleypur óskast keyptar nú þegar.
Finnið ritstjórann.
Harðfiskur er til sölu á Klapp-
arstíg 11. uppi.
Kjóll nýr og vandaður, handa
unglingsstúlku til sölu. Afgr. v. á.
V I N N A
Kaupakona óskast nú þegar.
Gott kaup í boði. Semjið við Jón
Bjarnason kaupm., Laugav. 33.
Kaupavinna.
2 duglegar stúlkur og 1 karlmað-
ur geta fengið atvinnu við heyvinnu
á góðu sveita-heimili ekki tangt frá
Reykjavík. Afgr. v. á.
TAPAÐ-FUNDIÐ
Rautt skinnveski með pening-
um og verðmætum skjölum hefur
tapast í eða við sláturhúsið. Ráð-
vandur finnandi skiti því til Tómasar
Tómassonar í sláturhúsinu gegn
fundarlaunum.
Reiðhestur brúnstjörnóttur, fjör-
ugur vekringur, hefur tapast frá Skitd-
inganesi 8. þ. m. Finnandi skili í
Þingholtsstræti 26.
Regnhiíf gleymd í fyrrakveld á
grindunum kringum Thorvaldsens-
mynd á Austurvelli. Finnandi skili
gegn fundarlaunum í Pósthússtr. 15.
Östiundsprentsm.