Vísir - 23.08.1913, Qupperneq 2
V í S I R
og lagöist upp í rúm. Skömmu síðar bað hann að losa flibbajni a!
hálsi sjer og seldi hann þá upp. Ekki voru í húsinu nema kona hans
og bróðurdóttir hennar, ungfrú Ingibjörg Brands. Vildu þaer láta sækja
Iækni en hann aftók það með fyrstu, þar sem þetta væri ekki neitt, Ijet
þó til leiðast, að Guðm. Magnússon yrði sóttur, hann áttaði sig þó fljótt
á því, að hann væri erlendis, og vildi þá þann lækni, sem fyrir liann
starfaði.
í því fór Mattías Einarsson þar framhjá og var kallað til hans og
hann beðinn að koma. Hann hlustaði hjarta og brjóst og fanst alt eðli-
!egt, bjóst við, að þetta stafaði frá maganum og myndi batna mjög
bráðlega. Ráðlagði Hoffmannsdropa og flóaða injólk og hjelt
svo áfram. Meðan farið var í lyfjabúðina, sem er næsta hús, þyngdi
sjúklingnum og komu fram krampateygjur í andlitinu. Fór þá ungfrú
I. Brands í ofboði yfir í alþingishúsi í þeirri von, að hitta þar Iandlækni
Guðm. Björnsson. Þar var þá staddur Sæm. Bjarnhjeðinsson og brá
hann þegar við, en er hann kom, var sjúklingur að dauða kominn. Reynd
var kamfórulnnsprautun, en kom fyrir ekki. Á næstu mínútu var
hann andaður.
Er dauðameinið talið heilablóðfall.
Öll börn skáldsins voru fjærverandi frá heimilinu, þegar andlátið
bar að. Haraldur steig á skipsfjöl daginn áður, til þess að sigla til
Hafnarháskóla , en dæturnar voru í sumarfríi, önnur eystra, en hin í
Hafnarfirði. Þær komu síðar um kveldið. Steingrímur mun hafa orðið
hverjum manni hjer á landi harmdauða. Flögg voru dregin á miðja
stöng um allan bæinn um kveldið.
Gymbelína
Mn fagra.
Skáldsaga
efíir Charles Oarvice.
---- Frh.
Hún hrökk við og tók skref
á bak aftur. Sex heila mánuði
alein hjá honum! Hún gat ekki
hugsað til þess. Henni fanst
eins og köldu væri skvett fram-
an í sig. Hún hugsaði ekki um
það, mundi ekki eftir því, að hún
átti ekki að eins að vera hjá
honum missiristíma, heldur það
sem eftir væri æfinnar!
»Nú, er það oflangt? Segjum
þá þrjá?«
»Mánuður er nóg! Pabbi er
veikur enn og ekki svo hress, að
hættulaust sje, að skilja hann eftir.
Já, jeg held að mánuður sje
nógu langur tími!«
Hann döknaði yfirliíum. Kuldi
hennar og auðsær viðbjóður á
að vera með honum, stakk hann
eins og hnffur í hjarta.
»Pú skalt ráða, ekki að eins í
þessu, heldur og í öllu öðru,
Cýmbelína,« sagði hann ákaft.
»Láttu þjer alveg á sama standa
um óskir mínar. Gerðu eins og
þjer líkar í öllu og jeg læt mjer
það vel !íka.«
— Hann hamaðistað búa undir
brúðkaupið, með svo miklu eirðar-
leysi, að hann virtist engan frið
hafa fyrri, en hann hafði komið
öllu í kring. Þótt hann hefði
margbreytt jarlssetrinu síðan hann
tók við því og bætt húsaskipun
þar á ýmsati hátt, fanst honum
enn þá nauðsyn til bera, að breyta
enn, skreyta og auka ýms þæg-
indi, áður en konan hans tilvon-
andí tæki þar við búsforráðum.
»Engin hefðarfrú ríkisins skal
búa í slíkum húsakynnum!« sagði
hann við North yfirforingja kvöld
eitt, er hann gekk um gólf í
svefnherbergi hans, þar sem yfir-
foringinn sat hreykinn og ham-
itigjusamur í hægindastól mikl-
um og horfði á jarlinn, tengda-
soninn tilvonandi. »Gimsteinn-
inn minn fær öskju til að geym-
ast í, sem er við hans hæfi!«
Ljett var að greiða úr öllum
peninga- og fjármálaflækjum yfir-
foringjans úr þessu. Jarlinn sendi
eftir Bradworthy lögmanni og bað
hann að borga allar skuldir yfir-
foringjans, leysa hann úr öllum
ábyrgðum ogkröggum og ánafna
honum og setja á vöxtu álitleg-
an lífeyri, svo hann gæti fram-
vegis lifað öllum óháður.
BRENNI !
^ til uppkveikju fæst hjá ^
^Timbur- og Kolaversl.,Reykjavik‘.^
æk innleudar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG
1 "I °&1í kaupa menn í
111 -BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR,
/ Lækjargötu 2.
í verslunina EDINBORG eru nýkomnar
allskonar leir- og gler-vörur. Ótal tegundir,
margt nýtt, sem ekki hefur sjesí hjer áður. Par
á meðai Piano-hljómaukar, blómpípur, blóm-
vasar frá 15 aur. til 3 kr. Skeija-asjettur frá
0,12—2 kr., o. m. fl.
100 tegundir bollapara, frá 0,12—2 kr. Diskar,
ótal tegundir, afar ódýrar.
^fettma mlktl 4m$A aj fpvottasUUtttn, s^kttvkevttm, tjóma-
Itönttttm og atts%.onM* teu- og gter-oövttm.
'Jevlattojott og föskttt, twevgl meua úvoat.
“Jatatjtttstav ajtsv&als góltv, mavgav tegttttóu.
Bradworthy hafði aldrei verið
mikið um jarlinn gefið, en nú
varð þessi gamli gæðamaður
honum bæði þakklátur og um
leið forviða.
»Yður ferst göfugmannlega,
lávarður minn!« sagði hann með-
an hann var að skrifa, »reglu
lega prúðmannlega, ef jeg má í
svo að orði kveða!«
Bellmaire jari brosti einkenni-
lega.
Frh.
KAUPSKAPUR
10 hestar verða seldir með góð>u j1
verði laugardaginu 23. þ. m. á !
Holtsgötu 8. Sveinbjörn Sæmunds- 1
son.
Þeir, sem vilja fá kenslu í Barnaskóla Reykjavíkur fyrir börn yngri
Nótur, lítið brúkaðar, tH sölu
næstu daga í Þingholtsstr. 28. niðri.
en 10 ára, verða að sækja skriflega um það fyrir 6. sept. næstkomandi.
H Ú S N Æ
2—3 herbergi og edlhús óskast
til leigu á góðum stað í bænum frá
1. okt. Afgr. v. á.
L E I G A
Orgel óskast til leigu nú þegar.
Afgr. v. á.
K E N S L A
Stöfunarbörn verða tekin frá
1. okt. (eða miðjum september, ef
óskað er), og þeim veitt tilsögn eftir
þörfum. Upplýsingar í »Ási« eða
síma 236.
Ef sótt er um ókeypis kenslu, verður sjerstaklega að geta þess í um-
sókninni. Fæðingardag og ár verður að tilgreina. Vegna rúmleysis í
skólahúsinu er þess ekki að vænta, að yngri en 8l/2 árs börn fái inn-
töku í skólann. Eyðublöð undir umsóknir fást hjá skólastj., borgarstj. og
skólanefndarmönnuni. Umsóknir sendist borgarstjóra.
Skólanefndin.
atvinnu um tíma, nú þegar. Uppl.
í Þingholtsstræli 7, (niðri.)
Útgefandi:
Kolamokari óskar eftir plássi. Einar Gunnarsson, cand. phll.
Góð meðmæli. Afgr. v. á, _____:_______________________
Trjesmiður vanur óskar eftir Östlundsprentsm.
t