Vísir - 16.09.1913, Blaðsíða 2
V I S I K
Lotterímálið íslenska.
í blaðinu »Politiken« 28. f. m.
er all iöng grein mn lotterímálið
hjer og þar rakinn gangur þess frá
því K. Phiiipsen, sem höf. kallar
hrossakaupmann, fjekk í lið með
sjer við málið M. Stephensen lands
höfðingja og Sighvat bankastjóra
og þar iii ráðherra fjekk — svo
sem þar segir — van'rauslsyfirlýs-
ingu á þingi út af málinu. Grein
in endar með þessum orðum:
»Nú er mælt að þeir, sem mál
þetta hafa með höndurn, hafi áít
að fá hátt verðkaup. Just Lund,
málfærslumaður og lögfræðisráðu-
nautur Iotlerímanna kvað hafa átt
að fá hundrað þúsund krónur.
Aftur hafði Philipsen verið svo hæ-
verskur, að taka ekki meir en sextíu
þúsundir kröna fyrir sina meðhjálp&.
Lögreglusvívirðingar
í París.
Ýmsir lögregkimenn í París eru
sakaðir um að hafa gefið rangar
skýrsiur til þess að fá alsaklaus-
um mönnum refsað eftir dómi.
Úr lögregluliðinu hafa 8 menn
þegar verið reknir brott. Meðal
rnargs annars eru þeir sakaðir um
að hafa ráðist á friðsaman mann
á næturþeli, barið nann niður og
stungið knífi í vasa hans, dregið
hann síðan á lögreglustöðvarnar
og fengið hann sektaðan fyrir
brot á banni um að bera vopn
á sjer.
Einnig höfðu þeir iaumað
peningjapyngju í vasann á ung-
um manni og kært hann svo
fyrir það, að hann hefði stolið
fje af dauðadrukknum manni;
var þessi ungi maðursíðan dæmd-
ur í 13 mánaða fangelsi. Ofan á
þetta bætist að þeir liafa unnið
eið að því, að skýrslur sínar væru
rjettar.
F-geisla maðurinn.
Ungi ítalski verkfræðingurinn,
Oiulio Ulivi, er getið hefur verið
í *Vísi«, og fundið hefur svo
nefnda F-geisla, er kveikt g; ta í
tundurefni inni í luktum málm-
hylkjum um langan veg og sam-
kvæmt skoðun hans eigi að gera
ómögulegt að heyja stríð í fram-
tíðinni, virðist vera mjög ein-
kennilegur, stórgáfaður hugvits-
maður. Auk móðurmáls síns
talar hann frakknesku, þýsku,
ensku, og spönsku. Hann er
allt af að uppgötva eitthvað nýtt,
— fimleikamaður er hann með
ifbrigðum og sundmaður frá-
bær. Hann er aðeins 33 ára.
Af uppgötvunum Ulivi’s má
íefna óskeikulan hraðamæli fyrir
úfreiðar, bifplóg og ýms land
)únaðarverkfæri, og nýa flugvjel
neð áður óþekktri gerð. Nú
hefur hann lagt á hilluna allt
annað en þessa heiðrauðu geisla
sína, F-geislana. Hann leigði sjer
í Pan's litla efnarannsóknarstofu
og er almæii, að hann njóti síð-
an styrks af stjórn Frakka.
Flotl Tyrkja
lagði leið sína í mánaðarbyrjun suð-
ur um Hellusund og mun honum
innlendar og eriendar, PAPPÍR og RITFÖNG
jL^f 17“ T1 kaup« menn í
| l/fÍH II | .BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR,
? Lækjargötu 2.
um 25 ára /ð aldri, vön afgreiðslu, óskast í vefnaðarvöruverslun
Góð meðmæli purfa.
ætlað að fara til Dedeagatch. borgar
sern liggur skammt tyrir vestan
Maritza-ár. Á leiðinni mætti flotinn
grísku herskipi og hafði skotið á
það nokkrum skotum, en frekar
hefur ekki frjettst af viðureign þeirra.
Stærðfræðingafundur
fyrir eMorðurlöíid.
Hinn 4. þ. m. var settur stærð-
fræðingafúndur fyrir Norðurlönd í
Kristjaníu og tóku þátt i honum 70
stærðfræðingar.
Meðal þeirra er sænski veður-
spámaðurinn Strömberg. Ætlar hann
að leggja íyrir fundinn útreikninga
sína við veðurspárnar og er binst
við að miklar umiæður spinnist út
af þeim.
Sfeinoliuiind í Hannover.
I byrjun þessa mánaðar fanust
steinolíulind mikil hjá þorpinu Hope
í Hannover, og er sagt að úr henni
fáist uni 100 þúsund pottar á dag
af ágælis oiíu.
Hjónaband og giffingar-
siðir á Indlandi.
Eftir Saint Nihal Singh.
---- Frh.
Indverjinn tekur sjer þessa skyldu
á herðar með ákafri alvörugefm,
sem mjög er eríitt að skilja fyiir
Vesturlandabúa. Áður en barnið
fæðist, og enda jafnvel áður en það
er gelið, fer móðirin að hugsa um,
í hvaða ætt hún eigi að leita um
giftingu fyrir afkvæmi sitt, og faðir
inn fer að safna skildingum til þess
að gera brúðkaupið hátíðlegt. Fæð-
ing barnsins bætir svo ánægjunni
viðallan þennan undirbúning ef kyn-
ferðið er svo sem á var ætlast. Frá
þeim tíma er öll urnhugsunin um
barnið miðuð við væntanlega gift
ingu þess, og situr það í fyrirrúmi
fyrir öllu öðru að leita barninu að
lífsfjelaga.
Undir þessa ieit Ijettir »mí 11i-
göngumaður*. Til þess er notaður
skeggrakari eða prestur og fær hann
kvenfólk sitt tii að aðstoða sig viö
að koma samningum á. Jafnvel
þótt foreldrar barnanna, er á að gifta,
búi í sömu borg, heimtar þröng-
sýnisvenja landsins að einhver níilli-
liður sje samt. Og livort sem hann
gerir nokkuð eða ekkert til þess að
hjálpar til að koma giftingunni af
stað, þá á hann rjett á borgun þeg-
ar brúðkaup hefur f-ram farið. En
skyldur er hann líka til að veita
allt af aðstoð sína í þessu efni. Auð-
vitað er milliganga hans alveg nauð-
synleg þegar hjónaefnin búa sitt í
hvorri borg í mikilli fjarlægð. Þar
sem minni háttar fólk á í hlut, er
talið að einn ineðalgangari nægi.
En öðru máli er að gegna ef auð-
manna eða heidri manna börn eiga
í hlut, þá þarf marga meðalgangara.
Ef útvega skal tii gjaforðs hertoga-
eða konungborinn svein, eða stúlku
af kouungsætt, er heill hópur send-
ur út að leita að sæmilegri tignar-
giftingu. Frh.
Ecimþrd.
/ÍMangar mig á vængjum vinda
* -T-
vítt um berast geim
yfir lög og láðið fagurt,
líta snöggvast heim;
aftur líta landið gamia,
landið sem mig bar;
livergi er svo frjálst og fagurt,
finst mjer, eins og þ.ir.
Mætti jeg aðeins citt «inn iíta
aftur fjöllin há!
Heyra Ijúfa lóu kvaka
lofís í geimi blá
Á björtum kvöldum blíðan heyra
bunu lækjar nið
og hlusta’ á svana sönginn fagra
og sumarfugla klið.
Ef þú kæri vestanvindur
vildir bera mig
þangað heim, sem fjöll í fjarska
falda bláu sig;
þangað heim, seni heiúr hverir
hvítan gufumökk
senda upp í loftið Ijósa
ljúfa færöu þökk.
Langar mig að iíta enn þá
lítinn dal og bæ,
þar sem áður ung jeg ijek mjer
oft í vorsins blæ;
líta vatnsins báru bláa
bratta hlíð og stekk
þar, sem jeg á kyrrum kvöldum
kringum lömbin gekk.
Mætti ieg aðeins^einu sinni
æsku—líta—reit!
Þar sem fagur fjallahringur
faðmar breiða sveit;
þar sem svalur særinn kyssir
sand við lága strönd
og Laxá kær og fljótið fagurt
finnur veg um lönd.
Ó, að’'mætti’ jeg út við strendur
aftur skemta^mjer!
Þar.sem hafið hvíium tröfum
háreist skautar sjer;
i þar jeg áður undi löngum
: ein um sumarkvöld,
er sandinn kysti silfurlituð
sævarbáran köld.
Mau jeg æ, er roða reifuð
rann til viðar sól,
þegar hana himinfagra
hafið örmum fól;
og roða glæstar geislarúnir
gyltu Æginn blá
og himinn glóði eins og eidur.
Enginn fegra sá.
Bygðin kær, hvar barn jeg dvakii,
blessi drottinn þig!
Þú í fjallafaðmi hlýum
fóstra gjörðir mig.
Svalur fossinn silfurfagur,
söng mjer þrek og dug;
lindar þinnar Ijóðin blíðu,
löngum glöddu hug.
Engu, sem jeg unni heima,
ennþá hef jeg gleymt;
það, sem áður yndi veitti,
er í hjarta geymt,
þótt jeg frá þjer fjarlæg uni,
fósturjörðin kær!
Hugur minn og hjarta ætíð
hjá þjer dvalið fær.
María O. Ámason.
Lögberg.
— *
p m
Ræðufjöldi í efri deild
alþingis 1913
er svo eftir lauslegri talningu:
Iíæöur.
Steingrímiir Jónsson 106
Sigurður Eggerz 69
Guðmundur Björnsson 63
jdsef Björnsson 63
Hákon Kristófersson 47
Einar Jónsson prófastur 46
Jón Jónatansson 36
Sigurður Stefánsson 35
Eiríkur Briem 33
Júlíus Havsteen 33
Guðjón Guðlaugsson 32
Björn Þorláksson 30
Forseti (Stefán Stefánsson) 26
Þórarinn jónsson 25
Ráðherra 16
Landritari (Kl. Jónsson) 14
alls 674
Lög frá Alþingi.
Lög um friðun fugla og eggja.
1. gr. Þessar fuglategundir skulu
friðaðar vera árið um kring: 1.
Erlur. 2. Steindeplar. 3. Þrestir.
4. Músarrindlar. 5. Þúfutitlingar
(grátitlingar). 6. Auðnutitlingar. 7.
Sólskríkjur (snjótitlingar). 8. Svölur.
9. Starrar. 10. Óðinshanar. 11.
Þórshanar. 12. Rauðbrystingar. 13.
Sendlingar. 14. Lóuþrælar. 15.
Hrossagaukar. 16. Tildrur. 17. Sand-
lóur. 18. Jaðrakön. 19. Keldusvín.
20. Heiðlóur. 21. Tjaldar. 22.
Stelkar. 23. Vepjur. 24. Hegrar.
25. Svanir. 26. Æðarkongar. 27.
Kríur. 28. Hettumáfar. 29. Haf-
tyrðlar. 30. Snæugiur. 2. gr. Þess-
ar fuglategundir skulu ekki vera frið-
aðar á neinum tíma árs: Valir,
smyrlar, hrafnar, kjóar, skúmar, svart-
bakar, hvítmáfar, grámáfar, helsingi-
ar, skarfar, súlur, svartfuglar, ritur
álkur, sefandir, toppandir, himbrim-
ar og hrotgæsir.
3. gr. Aðrar fuglategundir skulu
friðaðar svo sem hjer segir: a.
Rjúpur alfriðaðar á tímabilinu frá
1. febrúar til 20. september, og auk