Vísir - 04.10.1913, Page 2
V I s I R
verðurhaldið í J. P. T. Brydes verslun iaugardaginn
Mnn 4. október kl. 4 e. h.
ÁLNAVORUDEILDINNI.
Verður þar seldur aliskonar húðarvarningur svo sem:
Álnavara, iárnvara, glervara off Mysvarninffuro
“TT LANGUR GJ ALDFRESTU R.---------
Ekkjum af hærri stjettum Hindúa
er ekki leyft aö giftast aftur, — nær
bann þetta til hverrarekkju, á hvaða
aldri sem hún er. Víöa er þessu þar
svo stranglega framfylgt, að stúlku-
barn, er heitbundið hefur verið
sveinbarni, er deyr í bernsku, fær
ekki að giftast. Skýrslur er nýlega
hafa verið teknar, gefa til kynna,
að þar voru ekki færri en 15 þús.
stúlkubörn ekki ársgömul, er verða
að vera ekkjur æfilangt vegna þess-
ara ákvæða.
• í lægri sljettunum er stúlkum,
er hafa verið heitbundnar en misst
unnusta sína, og ekkjum leyfí að
giftast aftur. í sunium hjeröðum þar
er svo fyrirmælt í lögum, að yngri
bróðir hins látna manns er skyldur
að ganga að eiga ekkju hans, —
en það er skilyrði sem all oft leið-
ir til fjölkvænis. — Meðal sumra
kynkvíslanna mega ekkjur aðeins
ganga í hjónaband meðan tungl er
mjög minnkandi eða sjest ekki á
lofti, og við þau brúðkaup má eng
inn vera viðstaddur nema ekkjur.
Er þá oft giftingarathöfnin aðeins
fólgin í því, að kastað er rekkvoð
yfir brúðhjónin og lýst yfir að þau
rjeu lögleg hjón.
Aldurmunur er einnig oft æði
mikill á hjónum þar eystra; konur
giftast jafnan ungar, en karlar mega
vera svo gamlir sem vera skal og
eru þeir alla jafna jafnsólgnir í að
kvænast samt. Því fer oft svo að
ungbörn eru gefin gömlum körlum.
T. d. bar það við árið 1912íSook,
þorpi einu í Punjab, að sjöfugur
karl kvæntist sjö, ára telpu. Og í
febrúar sama ár kvæntist alkunnur
lögfræðingur og málfærslumaður í
Dacca í Bengal, er oröinn var hálf
sjötugur og hafði áður verið þrí-
kvæntur, þrettán ára gamalli stúlku.
Hlægilegt er það, að þegar ung
stúlka giftist eldgömlum karli, er
á uppkomin börn með fyrri kon-
um sínum og þau eiga líka börn,
þá kalla barnabörnln þessa nýu
konu önnnu sína, og ef hún er nú
barn, þá má nærri geta, hvaðmikið
vald hún hefur yfir »barnabörnun-
um -, sem eru miklu eldri en hún!
Borðið aðeins Suchards
súkkulaði. Án efa besta át-
súkkuiaðið. Fæst alstaðar.
Landhelgisgæslars.
innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNO
kaupa menn í
BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR,
Lækjargötu 2.
Þegar Danir frjettu vorið 1911,
að Alþingi hefði neitað um að Iáta
danska ríkissjóðinn fá nokkuð af
botnvörpusektunum, og hafði lýst
því yfir, að Danir mættu engrar
borgunar vænta fyrir landhelgisgæsl-
una hjer við iand fyrr en þeir
viöurkenndu það skýlaust, að íslend-
ingar sjálfir ætlu landhelgina, en
ekki Danir, þá tóku dönsku blöðin
að hóta því, að senda ekkert
gæsluskip hingað til lands eftirleiðis.
Hafa þeir sjálfsagt haldið, að við
það mundi íslendingum falla allur
ketill í eld, því ókleift mundi þeim
vera að geta gætt fiskiveiða sinna
sjálfir, enda mundu þeir hafa litla
hugmynd um, hvaða kostnað slíkt
hefði í för með sjer. Við slíkri
hótun mátti auðvitað búast. Einn
af þingmönnum Landvarnarflokksins
hafði því um þingtímann (1911)
gert ráðstafanir til þess að fá
ákveðna fræðslu um það, frá mönn-
um, sem vit hefði á, bæöi hvað
landhelgisgæslan hjer myndi kosta á
ári, og hvernig henni yrði hagan-
legast fyrir komið, svo að hún kæmi
að sem bestum notum. Skýrslu eða
áætlun um þetta fjekk hann frá
kapteini einum í flota Frakka, sem
og er riddari af heiðursfylkingunni.
Er skýrsla sú á þessa leið:
Skip af sömu gerð og botnvörp-
ungur, en útbúið sem skóla- og
spítalaskip, myndi, ef það værí 600
lestir að stærð, fást hjá skipasmið í
Le Havre fullbúið fyrir 250 þúsund
franka eða hjer um bil 180 þúsund
krónur. Ef nota ætti slíkt skip til
strandvarna, yrði að vopna það með
2 fallbyssum, 47 m. m. að vídd,
er drægi 6 kílomeíra. Ferð skipsins
með þessu verði gæíi verið 11
mílur á vöku.
Officerar á skipinu yrðu að vera
3. Tveir af þeim yrðu að kunna til •
herskapar og 1 þeirra til vjelafræði.
Þessir 3 officerar mundu — fyrst í
stað — þurfa að vera útlendingar,
og laun þeirra hæfileg 7000 frankar,
eða rúmlega 5000 kr. Þá væri
hægt að ráða á Frakklandi og væri
bezt að láta kunnuga menn gera
það, svo að menn ættu síður á
hættu að fá land- og iiðhlaupa. Auk
þessara manna myndi næg skips-
höfn, ef 17 manns væri, og væri ,
skipið jafnframt skólaskip, mundu
skipsmenn fást ókeypis eða ættu
jafnvel að gefa eitthvað með sjer.
Vjelarpróf . gætu þeir tekið hjá ’
vjelmeistara skipsins. Kennslutíminn
fyrir almenn skipstjóraefni yrði að
vera 1 ár, en fyrir herforingjaefnin,
er færir væru að veita landhelg-
isgæsluskipunum forstöðu, 3 ár.
Útgerð skipsins öll myndi árlega
kosta um 80,000 franka eða 57—
58,000 kr. Að skipi og skotfærum
mundi þurfi að ditta 4. hvert ár.
Skipsmenn yrðu að vera vopnaðir
og hafa einkennisbúning, og bendir
herforinginn til, hvar vopnin feng-
ist hentuglega. Á spítala skipsins
mætti gera ráð fyrir 5 sjúklingum
að jafnaði. Til þess að útgerðin beri
sig, yrði skipið að ganga allt árið.
í reksturskostnað skipsins ættu
botnvörpusektir og tekjur spítalans
að koma. Útlendir herforingjar
mundu ekki fást, nema þeim væri
ætluð eftirlaun. Áætlað er þegar alls
er gætt, að útgerðin myndi borga
sig. Upphæðir þær, sem að framan
eru taldar, eru allar miðaðar við,
hvað mest myndi til þessa ganga.
Skipið mætti ekki standa undir
umsjón flotam.-ráðuneytisins danska,
ætti að sigla undir íslensku flaggi,
og stjórnmál á skipinu ætti að vera
íslenska.
Andvari.
Um loftskeyti
og notkun þeirra
eftir
VILHJÁLM FINSEN,
loftskeytafrœðing,
er til sölu í afgreiðslu Vísis
fyrir aðeins 15 au.
Nokkur nýtísku reiðhjól
fyrir konur og karla, til sölu með
verksmiðjuverði hjá
G, Eiríkss,
Hafnarstræti 20.
Eftir
H. Rider Haggard.
----- Frh.
»Guð einn veit, hvort jeg lifi eða
dey,« mælti Hugi hátíðlega. »En
hitt vil jeg vita, hvort menn þínir
eða þessir Frakkar ætla sjer að ráða
á mig og hefna þín ef svo skyldi
fara að þú fjellir. Segðu mjer það
Jón Iávarður!«
»Ef þú fellir son minn í hólm-
göngu, sem hann hefur boðið þjer
að heyja við sig,« svaraði lávarður-
inn, »skal enginn lyfta hönd sinni
gegn þjer að svo miklu leyti sem
jeg fæ afslýrt því. En hitt máttu
vel vita, að jeg hef aðra ástæðu til
þess að leggja fæð á þig« — og
hann benti á dóttur sína — »og ef
þú ekki hætíir að gera henni van-
sæmd meö samvistum við hana, sem
er öörum heitin, skal það verða
bráður bani þinn.«
»Og má jeg biðja þig að skilja
það, ungi herra!« mælti Játmundur
Akkúr, »að á morgun verður ungfrú
Ragna konan mín að vilja föður
hennar og fólks. Og ef þú reynir
að gerast meinsmaður þess, skal jeg
drepa þig eins og rottu, hvenær sem
jeg fæ færi á, þótt jeg geti ekki
sjálfur baríst við þig, er jeg
lít til þess hver jeg er og hver
þú ert. Já, það sver jeg við ridd-
ara drengskap minn og heiður, að
jeg skal steindrepa þig eins og hund,
þótt jeg verði að elta þig til þess
alla veröldina á enda!«
»Þú þarft varla að fara svo langt,
ef svo fer sem jeg vildi kjósa,«
svaraði Hugi. »Úr því að Ragna
rauðskikkja er ástmey mín en ekki
þín, skal hún verða mín áfram hvort
sem jeg lifi eða dey. Þjer ferst að
sverja við riddaraheiður, herra Ját-
mundur Akkúr, greifi af Noyónu og
herrann af Kattrína! Hvaöa dreng-
skap og heiður á sá þorpari til, er
svíkur konung sinn — sem er hjer
njósnarmaður Filippusar Frakkakon-
ungs! Slíkur óþokki ert þú og það