Vísir - 06.10.1913, Blaðsíða 3
V I S I R
Þessar vöruiegundir fá-
ið þjer ódýrast í verslun
Jóns Zoega, Bankastr.14.
Sykur Skólatöskur
Súkkulaði Skrifbækur
Syltutau Skrifpappír
Sveskjur Strokleður
Sagógrjón Sandpappír
Síld Spil
Sardínur Spilapeningar
Smjör Spilakassar
Salt Saumakassar
Sinnep Stólsetur
Soya Suövesti
Sítronolía Skófiur
Spritt Steypuskóflur
Sápa Stálbretti
Sódi Siettirekur
Skeggsápa Sandsikti
Speglar Skautar
Skósverta Skrár
Stívelsi Saum
Steinolía Skrúfur
J. z.
B. 14.
Bæarstj órnarumræður
20. sept.
Um barnaskólann.
Sveinn Björnsson skýrði nefnd-
arálit það er fyrir lá. Hann sagði
starf það mikið og seinunnið er
fyrir nefndinni hafi Iegið og svo
hafi það einnig orðið orsök til
dráttar, að einn nefndarmaður-
inn,J. Porláksson, hafi verið lengst
af starfstíma nefndarinnar burtu.
Nú væri samt nefndarálitið kom-
ið fram og í því gætu bæar-
fulltrúarnir sjeð orsakirnar til þess,
að kröfurnar til barnaskólans
færu sífellt hækkandi, allt af
fjölgaði þar börnum og kennslu
og annað þyrfti þar af leiðandi
meira en áður.
Pareð nefndin myndi hafa
verið kosin aðallega í því augna-
miði, að íhuga fjárhagslegu hlið-
ina, hefði hún aðallega hagað
starfi sínu eftir því. Bærinn væri
fjelítill og þyrfti að spara, ýmis-
legt sem nauðsyn væri á, væri
látið sitja á hakanum, t. d. vant-
aði bæinn sjúkrahús, götur væru
heldur ekki í æskilegu lagi. Þetta
væri fjárskorti að kenna. Ef nú
sama fyrirkomulag væri haft á
barnaskólanum og undanfarið,
þyrfti bærinn eftir 2 til 3 ár að
byggja nýtt skólahús, það inyndi
kosta um 100 þúsund krónur,
og slíkt væri ofvaxið bænum.
Þess vegna þyrfti að breyta fyrir-
komulagi á skólanum þannig, að
ekki þyrfti annað skólahús í
nánustu framtíð, og í þá átt mið-
uðu tillögur nefndarinnar. Að
minnka aðsóknina að skólanum
með því að taka eigi yngri börn
í hann en 8 ára gömul, það
Já dí 5 á Laugavegi, það er staðurinn þarsemallar
hyggnar húsmæður og yngismeyjar gjöra
innkaup sín á
Vefnaðarvörum
af hvaða tagi sem er og öllu því tilheyrandi; það er
heldur engin furða, þvf þar eru vörurnar allar
nýar, gæðin velþekkt og verðið lægst, og
svo þar að auki hinn mikli afsláttur
ennþá. Við, þesar sparsömu,
förum allar beint til
\&\ti$ttv,
Enn get jeg tekið fáeinar stúlkur'á námsskeið það,
sem jeg ætla að halda næstkomandi vetur. Náms-
greinar verða: fslenska, danska og enska (að lesa
tala og skrifa bæði málin), skrift, reikningur, bók-
færsla, söngur, handavinna og fl. eftir óskum nem-
enda. ‘Kenslan fer fram síðari hluta dags og byrjar
15. okt. og endar 1. maí. Nemendur verða teknir f
einstakar námsgreinar.
Hólmfriður Árnadóttir,
að hitta í Þingholtsstr 25 (gamla spítalanum)
kl. 11-12 árd. og 7- 8 síðdegis.
Ludvig Andersen
Kirkjustræti 10
er nú birgur af fataefnum, svörtum, bláum, misl. og
röndóttum buxnaefnum, yfirfrakkaefnum o. fl.
© K K
Einnig fóður og allt til fata.
Kaffiö í Nýhöfn er indælt og
ágætt,
ódýrt og bragðgott og Ijúffengt og
hreint,
raalað og brennt,—það er fyrir-
tak fágætt, —
fá þjer eitt pund, og þú iðrast þess
seint.
Massage læknir
Guðm. Pjetursson.
Heima kl. 6—7 e. m.
Spítalastíg 9. (niðri).
Sími 394.
Borðið aöeins Suchards
súkkulaði. Án efa besta át-
súkkulaðið. Fæst alstaðar.
F L U T T I R
Sæmundur Bjarnhjeðinsson
læknir er fluttur á Laugaveg 11.
Sími 162.
Jón Hj. Sigurðsson
hjeraðslæknir er fluttur í Veitusund
3B uppi. (Hús M. Benjamínssonar
úrsmiðs.)
Viðtalstími kl. 2—3l/2. Sfmi 179.
Guðr.Jónsd. saumakona er flutt frá
Klapparstíg 1 í Þingholtsstræti 25.
(Gamla-spítalann uppi.)
Jeg undirrituð, sem hefi strauað
á Kárastíg 5, er flutt á Frakkastíg 19.
Tek einnig pilta og stúlkur til þjón-
ustu.
Jóhanna Jóhannesdóttir.
virtist heldur eigi ástæða til þess'
því börn ættu á 2 vetrum að
geta lært nægilega undir skyldu-
námið, er stendur frá 10 til 14
ára aldurs. — Nú væru kenndar
í skólanum fleiri námsgreinar en
fræðslulögin heimtuðu, gæti því
komið til tals að takmarka það
nám meira en verið hefði. —
Nefndin áliti ekki rjett að láta
börnin sitja eftir í bekkjum, held-
ur að greining sje gerð í bekk
á milli barna á líku reki eftir
hæfileikum. Það fyrirkomulag
myndi gefa bæði börnunum
og aðstandendum þeirra blíðari
tilfinningar.
Ef tillögur nefndarinnar yrðu
samþykktar myndi sparast dálítið
je. í fyrra voru yfir 50 börn
í skólanum innan 8 ára og 12
yfir 14 ára, og ef svo fækkað
væri stundum til bóklegs náms,
gerði nefndin ráðfyrir.að við þetta
lækkaði tillag til skólans um 3
þúsund krónur.
Borgarstjðri. Skólanefnd hefur
ekki fengið tækifæri til að íhuga
tillögur nefndarinnar, sem hefði
verið æskilegt, svo álit hennar
um þær hefði fylgt þeim. Sparn-
aður myndi lítill að því, að úti-
loka frá skólanum börn yfir 14
ára aldur, fyrst væru þau fá og
svo hefði verið borgað fyrir þau
skólagjald nema 1 eða 2, sem
bláfátæka hefðu átt að.
Hvað niðurröðun barna í bekki
skólans snerti, væri það athug-
andi, að ýms börn sem komin
væru á skólaaldur (10 ára og
eldri), væru ekki fær til að fylgjast
með hinum í lærdóminum, þeg-
ar þau hefðu ekki verið í skóla
áður, t. d. börn er flyttust hing-
að úr sveit, þess vegna yrði að
setja þau í hina lægri bekki
skólans í fyrstu.
Að draga úr náminu getur
líka verið athugavert. Fyrir skóla-
nefnd hefur vakað það takmark,
að nemendur barnaskólans geti
að afloknu námi.með sem minnstri
aukakennslu stigið upp í æðri
skóla, t. d. menntaskólann og í
3. bekk kvennaskólans.
Áleit það stórhnekki fyrir bæ-
inn, ef afturför yrði f kennslu
við barnaskólann, því hann á að
undirbúa borgara bæarins í fram-
tíðinni undir lífið. Hjelt að nefnd-
in myndi koma með aðrar til-
lögur, svo sem þær, að óumflýj-
anlegt væri að byggja nýtt skóla-
hús fyrir bæinn og ráða til að
undir búa það mál.
Sveinn Björnsson: Álit nefndar-
innar var fullgert og prentað
síðastliðinn þriðjudag, skólanefnd-
inni gafst því tækifæri til að
íhuga tillögurnar fyrir þennan
fund og koma fram með álit sitt
á þeim. Borgarstjóri bjóst við
öðrum tillögum um nýa skóla-
byggingu; til þess verður að vera
fje fyrir hendi, og hvað kennsl-
una snertir og markmið skóla-
nefndar, að hafa hana sem full-
komnasta, þá gæti það dregið
til þess, að hún setti kröfur sín-
ar svo hátt, að nemendurnir
ættu að geta gengið beint úr
barnaskólanum upp í háskólann
1 en það myndi auka kostnaðinn