Vísir - 17.10.1913, Side 2

Vísir - 17.10.1913, Side 2
V í S I R Svuntuefni og Slifsisefni eru fegurst og best í vefnaðarvöruversluninni Laugaveg 18 B. M. Th. Rasmus. Radíum lækningar. Breski skurölæknirinn mikli, Sir Frederic Treves, formaöur fram- kvæmdarnefndar Radíumlækninga- stofnunarinnar í London og líf- læknir Bretakonungs, hefur látið í ljós að hann hefði góðar vonir um, eftir tilraunum síðastliðins árs að dæma, að takast muni að lækna krabbamein með radíum. Hefur hann skýrt frá ýmsum merkilegum tilraunum er virðast hafa heppnast að minnsta kosti í svipinn. t>á má og geta þess, að hann skýrir frá því, að radíum-útgeislanir (eða »ra- díum-gas«) hefur sömu verkanir og radíum sjálft, — er það eink- 'iim notað til gigtarlækninga. Ra- díum-gasið er innilukt í málmhylkj- um og sent læknum víðsvegar til að nota við sjúklinga, er ekki geta náð til radíum-stofnunarinnar sjálfr- ar. í sama tilgangi er og notað »radíum-vatn« til drykkjar þ. e.: vatn er svo er mettað radíum-gasi að það Iýsir í myrkri. Radíum-gas- vatn þetta hjer um bil 5000 sinn- um sterkara en hið sterkasta náttúr- lega »radio-adiv« vatn, er þekkist. Þykja þessar nýþekktu verkanir af geislunum eða gasi þessa undra- efnis hinar stórmerkilegustu. Elsti þegn Bretaveldis er kona ein í London, Rebecca Qark, 109 ára gömui. Hún er bláfátæk og lifir af lögboðnum ellistyrk ein- vörðungu, því fólk hennar er svo fátækt líka, að það getur ekkert af mörkum látið. Leynilögreglu foringi Rússa á Póllandi var myrtur á götu í bænum Lomzha að kvöldi þess 27. f. m. Leynilögreglufor- inginn ók í ljettivagni um stræt- in, — kom hann þá að húsi nokkru, er prestur bjó í, vinur hans, og stje út úr vagninum. En er hann var genginn fá fet þaðan, óð að honum ungur maður og hleypti 3 marghleypu- skotum í höfuð honum og háls. Hnje lögregluforinginn niður örendur, og í sama vetfangi skaut morðiriginn sig sjálfan til bana. Hann var frá Varsjövu. Bækur, gg 8S; innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNO kaupa menn í BÓKAVERSLUN SIOFÚSAR EYMUNDSSONAR L.ækjargötu 2. I Allir sem kaupa Iðunnartau og annaö sem til fatanna þarf fá 10% afslátt á tillegginu. Ull og vel þvegnar prjónatuskur eru teknar í skiftum í vefnaðarvöruversluninni Laugaveg 18 B. M, Th. Easmus. SU 3Uaxi&s. (Eftir fimtán ára fjarveru). fEiR segja þú sjert svo lítil, að sje þjer ei nokkur vörn og helst ættu’ að flytja frá þjer í fjarlægðir öll þín börn. En segi þeir hvað þeim sýnist og syngi þjer eyðispár, mjer nægir þín sjón og saga um sfðustu fimtán ár. Þeir segja þú hafir sofið og svikist um flest þín störf, en Vesturheims-gyðjan vakað í vörnum og sóknum djörf. En beri þeir sögur saman, og sanngirni kalli til, og dragi svo, ef þeir dirfast, úr dæminu sjer í vil. Peir segja þú börn þín sveítir og sitjir á röngum stað og lifir ei hálfu lífi — því ljúga þeir — guð veit það. • Þú veittir þeim yl og orku í æsku, við brjóstin þín, þeir kasta’ að þjer klaka’ í staðinn — þeir kunna’ ekki’ að skammast sín. — Jeg veit að hún Vestur-álfa fer vel með sín tökubörn; en bein þeirra margra malar hann Mammon í aurakvörn. Og segi þeir hvað þeim sýnist; jeg syng þjer mitt barnaljóð. Því móðir er manni kærust, þótt mörgum sje fóstra góð. Þá hár mitt er orðið hjela og hugurinn sól og ský, sem grætur og gleðst af öllu, og gerist jeg barn á ný, hve Ijúft væri þá að lifa og leika við gullin sín — og þegar mig syfjar síðast að sofna — við brjóstin þín. Sig. Júl. Jóhannesson. h|f Niðursuðu- og pjáturs-verksmiðjan ísland á Norðurstíg tekur að sjer niðursuðu fyrir almenning, býr til fiskibollur, fiskirendur, fiskibúdding, kæfu, kjöt- og fiskl-fars og margt fleira, þegar efni er fáanlegt. Nánar verður auglýst fyrir- komulag sölunnar á farsinu. Selur einnig kjöt í smásölu og síðarmeir ferskan fisk. Á vjelaverkstofunni fást tilbúnar dósir og eftir pöntun margt annað, t. d. pípur, þakrennur o. fl., miklu ódýrar en áður hefur þekkst. mr Útsölumenn á farsi o. f!., t. d. mjólkursalar og kjötsalar o. fl. gefi sig fram. Vefnaðarvörur og Borðið aðeins Suehards súkkulaði. Án efa besta át- súkkulaðið. Fæst alstaðar. Massage Iæknir Guðm. Pjetursson. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9. (niðri). Sími 394. prjonavorur eru ódýrastar og bestar í vefnaðarvöruversluninni Laugaveg 18 B. M. Th. Rasmus. Cymbelína Tiin fagra Skáldsaga eftir Charles Garvice. ---- Frh. »En hvers vegna fór hún frá okkur?« spurði hertoginn titrandi af geðshræringu. »Því svarar hún yður sjálf er þið hafið fundist aftur,* sagði God- frey, er örvænti um það með sjálf- um sjer, að nokkru sinni væri unnt að koma þessum þóttafulla aðals- manni í skilning um, hvað hefði valdið burtför dóttur hans. »En verið viss um það, að til þess gekk henni ekkert það, er aðalsmey er ósamboðið; miklu fremur var ástæð- an göfugmannleg, háfleyg og sam- boðin henni.« »Herra Brandon! Jeg hef gert yður ákaflega rangt til! En afsökun hef jeg þó nokkra: Það var illa Ieikið á mig. Viljið þjer fyrirgefa mjer?« »Það hef jeg þegar gert fyrir löngu«, mælti Godfrey og tók í titrandi hönd hertogans. »Jeg get ekki lýst því, hve jeg er guði og gæfunni þakklátur fyrir að hitta yður í dag, náðugi herra!« »Og jeg get það ekki heldur, því illa hefði farið, ef ofsi minn og reiði hefði hrakið yður burt, áður en þjer gátuð fært mjer heimsann- inn um misgrip mín«, sagði her- toginn. »En hvað skal nú til bragðs taka? Afsakið, herra Brandon, en mjer finnst jeg svo ruglaður af þessu öllu, að jeg verði að treysta á dáðríki yðar og úrræði. Jeg er gamall orðinn, herra minn! ogsann- færing mín um það, að dóttir mín hefði hegðað sjer annan veg en henni sæmdi, hefur fengið mjög á mig. En þettabrjef? Falsbrjef sögð- uð þjer?« »Já, það er faisbrjef*. »Hver hefur falsað það? Hver getur hafa gert það? Hver gat haft hag af því?« «Við skulum komast að raun um það!« svaraði Godfrey stillilega. Hertoginn velti vöngum um stund. »Hvers vegna færðist Bellmaire jarl undan að láia mig fá brjefið í hendur?« spurði hann og varskrít- inn á svip. Godfrey sneri sjer undan. »Við verðum að komast aö ástæð- unni til þess,« sagði hann og gætti sín vel að segja ekki hertoganum hug sinn allan. »Og nú, náðugi hertogi!—Viljið þjer nú fela málið mjer á vald?« »Já, algerlega!* svaraði hertog- inn. «Jeg á yður mikið að þakka. Gefið mjer dóttur mína aftur, og þakkarskuld mín við yður tífaldast, Brandon!« Frh.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.