Vísir - 20.10.1913, Blaðsíða 1
13
773
Stimpla og
Innsiglismerki
útvegar afgr.
Vísis.
Sýnishorn
liggja framml.
Kemur út alla daga. — Sími 400.
Afgr.í Hafnarstræti 20. kl. 11-3 og 4-6.
25 blöð(frá 10. okt.) kosta á afgr. 50 aura.
Send út um land 60 au.—Einst blöð 3 au.
Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (upi
opin |kl. 12-3. Sími 41
ií), Langbesti argl.staður i bænum. Augt.
)0. sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu.
Mánud. 20. okt. 1913.
Háflóð kl. 8,12‘ árd. ogkl.8,36’ síðd.
Afmœli.
Frú Ellen Hallgrímsson.
Frú Kristín Gestsdóttir.
Gísli Finnsson, járnsmiður.
Morten Hansen, skólasljóri.
Siguröur E. Hjörleifsson, múrari.
A morgun:
Póstáœtlan.
Ingólfur til og frá Garði.
Keflavíkurpóstur kemur.
Díxl Biografteater |d; '
OlO| Reykjavíkur jDlO
í dag í síðasta sinn
^J\r $tf\8.
Sjónleikur í 2 þáttum.
Framúrskarandi átakanlegur
sjónleikur.
Feikna hlægilegur
gamanleikur.
Elstur fást venjulega tilbúnar
fverfisg. 6. Fegurð, verð og
)i undir dómi almennings. —
Sími 93. — Helgi Helgason.
Jarðarför Vilborgar Ólafs-
dóttur fer fram á morgun þ.
21. okt. kl. 111/2 f- h. frá
heimili hennar Þingholts-
stræti 26.
Sveinn Guðnason
Oddrún Sveinsdóttir
Jónas Sveinsson.
1 Ú R BÆNUM 8
Sunnanfari nýútkominn flytur
myndir af Árna Eggertssyni fast-
eignasala í Wmnipeg, Guðl. Guð-
mundssyni sýslum., Safnabygging-
unni í Rvk., Steingr. Thorsteinson
skáidi, Jóhanni kaupm. Jóhannessyni,
kaleiki og patínu úr Skálholtsdóm-
kirkju, Bertel E. Ó. Þorleifssyni
skáldi, Birni Ásmundssyni frá Svarf.
hóli og Vífilstaðahæli.
Ofsarokið í dag teppir Sterling
hjer á höfninni og Ingólf uppi í
Borgarnesi.
Thomsen ræðismaður fór til út-
landa með Flóru. Kemur ekki aftur
fyr en að sumri.
Kolageymsluskip frönsku
verslunarinnar hjer sleit upp kl
5 í nótt og rak í land hjá >Sjáv,
arborg*. Tveir menn voru í skip-
inu. Þeim var óbjargað kl. 10 í
dag, en höfðu bundið sig við
borðstokkinn.
Völundarbryggjan er brotin í
spóti.
Særokið var upp í miðjan bæ. 1
Háskóli Islands.
Frönskukennarinn hr. A. Barroud (Ecole Normale Supérieure-
Université de Paris) byrjar fyrirlestra sína uni franskar bókment-
ir og æfingar í frönsku fyrir byrjendur og aðra, sem lengra eru komn-
ir, mánudaginn 3. nóvember næstkomandi kl 5 síðd.
Þeir sem ætla sjer að hlýða á fyrirlestrana eru beðnir að koma til
viðtals við kennarann í 1. kennslusiofu skólans miðvikudaginn 22. októ
ber kl. 6 síðd., en þeir sem ætla að taka þátt í æfingunum eru beðnir
að koma á föstudag 24. s. m. kl. 6.
Reykjavík 18. október 1913.
Jón Rósenkranz,
háskólaritari.
M
11
Yuan-Shi Kai.
Eins og getið var í símskeyti
til »Vísis«, var Yuan-Slii-Kai kos-
inn forseti kínverska þjóðveidis-
ins 6. þ. m. í kjöri voru um 20
manns, þar á meðal dr. Sun-
Yat-Sen. Yuan-Shi-Kai fjekk 507
atkv., en næst honum fjekk Li-
Yuan-Heng 179 atkv. — Var
Yuan-Shi-Kai endursettur þegar
inn í tignarstöðu sína með viðhöfn
mikilli í Tai-Ho-höllinni, þar sem
ýmsir keisarar Kínverja hafa krýnd-
ir verið. Voru þar margir inn-
lendir og erlendir hófðingjar við-
staddir. í ræðu þeirri er hann
hjelt við það tækifæri, Ijet hann
í Ijós, að hann myndi verða
fremur íhaldsamur, en fastur og
ákveðinn í að sameina krafta
þjóðarinnar til sannra framfara.
Heill þjóðarinnar væri fyrir öllu,
en varhugavert að uppræta forn-
ar venjur og kenningar í einu
með öllu. Hann lagði mikla á-
herslu á verklegar framfarir, fjár-
hag ríkisins og menningu þjóðar-
innar. Möguleikar væru þar mikl-
ir, en Kínaveldi væri líkt manni
þeim, er grafið hefði niður auð-
æfi sín og kvartaði svo um ör-
birgð. Nú yrði að grafa þessi
auðæfi upp og nota.
Yuan-Shi-Kai er 54 ára gamall
og um þrjátíu ára skeið hefur"
hann verið forgöngumaður í
opinberum málum Kínaveldis og
oft svarað fyrir athafnir stjórnar-
innar út á við, er mikið hefur
þótt við liggja. Blendinn hefur
hann þótt einatt og miður vand-
ur að meðölum. f Boxarastríðinu
1900 var hann yfirmaður í Shan-
tung og í rauninni sá eini kín-
verski stjórnmálamaður, er slapp
óskemmdur út úr vandræðaástandi
þeirra tíma. Svik hans við Kuang-
Hsu keisara 1898 eru alkunn.
Hann varð vísikonungur í Chihli
1903 eftirmaður Li-Hung Shang’s,
i FRA UTLONDUM.
Wti\
og æðsti maður utanríkismálanna
1907. í nóvember 1908 dó keis-
araekkjan gamla og hinn ríkj-
andi keisari, en barnið Pu-yi kom
til valda, en Chun prins hafði
stjórnina á hendi fyrir hans liönd.
Chun var bróðir Kuang-Hsu og
launaði hann Yuan-Shi-Kai lambið
grá, — framferði hans við bróð-
ur sinn, og rak hann frá embætti
og tign. Sat hann valdalaus í
ættborg sinni í Honan tvö ár,
uns hann var kallaður til aðbæla
uppreistina niður 1911. Hann
varð stjórnarformaður fyrsta ráðu-
neytis Kínverja 1912 ogþótt hann
hafi sætt mótspyrnu af dr. Sun-
Yat-Sen og fleirum, hefur hann
þó traust og fylgi ailmikið. Nærri
lá að hann yrði ráðinn af dög-
um í janúar í fyrra og fjand-
menn á hann ekki fáa enn. Sýndi
það sig núna 10. þ. m. er hann
var endursettur inn í forsetatign
sína og upp komst
banatilræði við hann.
Chen, yfirmaður riddaralögreglu-
liðsins í Peking var tekinn fast-
ur einmitt þennan dag fyrir grun
um banatilræði við Yuan-Shi-
Kai. Leitað var í fórum hans og
fundust þar allmargar sprengi-
kúlur. — Chen hefur játað,
að uppreistarmenn Suðurríkjanna
hafi mútað sjer til þess að myrða
Yuan-Shi-Kai einmitt sama dag-
inn sem hann tæki við forseta-
tign. Grunur um græsku fjell á
Chen, vegna þess að yfirvöldum
þótti Chen hafa lagt allmikið
kapp á að útvega sjer fyrirfram
vissu fyrir því, að hann stæði
jafnan sem næst forsetanum við
hátíðahöldin þennan dag.
Kaisura prins dáinn.
Þess er getið í Vísi 10. þ. m.,
að þessi merki stjórnmálamaður
Japana Iægi dauðvona, og myndi
skamt eiga eftir ólifað. Reyndist
Vísir þar sannspár sem oftar, því
einmitt sama dag andaðist hatin í
Tokio. Skal nú þessa merkismanns
nokkru nánar getið.
Katsura prins var fædduríChosu
1847. Hann tók þátt í borgara-
stríðinu 1874 og síðar í frelsisstrlð-
inu japanska. Hann var á sinn
kostnað í herforingjaskóla í Berlín
frá 1869 til 1873, varð höfuðsmað-
ur í her Japana 1874 og hermála-
ráðunautur við sendisveit Japana í
Berlín 1875—78. Þá var hann
kallaður heim og fór í innanríkis-
ráðuneyti Japana. Árið 1882 hækk-
aði hann að hertign og varð að-
stoðarmaður Oyama marskálks her-
málaráðherra; fóru þeir utan til að
kynna sjer hermálafyrirkomulag
1884—5. í ófriðnuni milli Kfnverja
og Japana gat hann sjer góðan
orðstír og varð yfirhershöfðingi, og
fjekk greifanafnbót að stríðinu loknu
Hann var landstjóri á Formosa 1886*
og var hermálaráðherra 1897—1900
Þegar fjórða ráðuneyti íto’s furgta
fór um koll í júní 1901, bað keisari
Katsura að mynda nýtt ráðuneyti.
Hann gerði jóað, og var í hans
forsætisráðherratíð gerður bandalags-
samningur Japana og Breta, er undir-
ritaður var 1902 og endurnýaður á
rýmri grundvelli. Hann var og
forsætisráðherra er ófriðurinn hófst
með Rússum og Japönum. For-
sætisráðherra var hann öðru sinni
1908 eftir fall Saionij-ráðuneytisins.
— Katsura vár glöggskyggn, gætinn
°g bygginn stjórnmálamaður og ráð-
vandari talinn, en títt er um mikla
stjórnmáiamenn á seinni tímum.
Frábærlega ljómandi
fallegtgull-doublekarl-
manns úr fyrir aðeins
kr. 4,70.
Þetta úr er ágætis
akkersgangsúr,36 tíma
gangur, rafmagnshúð-
að í 8 kar. gulli. 4 ára
ábyrgð á að úrið sje
rjett.
1 úr kostar kr. 4,70
— 2 úr kosta kr. 9,10
Hverju úri fylgir ókeypis falleg, gyllt
úrfesti. Sömuleiðis skíuandi failegt
kvenúr fyrir kr. 5,70.
1 úr kostar 5,70, 2 úr kosta kr.
11,10. Engin áhætta. Peningunum
skilað aftur ef úrin^ líka ekki. Sent
gegn póstkröfu. Úrverksmiðja H.
Springarti Krakau No. 313Aust-
ria.
VísindinJ og
kynferðið.
(Úr Daily Mail.)
Maður er nefndur Mr. Burt. Hann
lagði fram mjög nýstárleg vísinda-
Ieg gögn um kynferðismismun í
Breska vísindafjelaginu á fundi þess
í Birmingham 15. sept. Hann ersá
fyrsti maöur sem hefur lagt stund
á þessi fræði af hvötum hins opin-
bera. Bæarstjórn Lundúnabórgar
veitti honum sem sje stöðu í all
óvenjulegu skyni. Hann er opinber
sálfræðilegur ráðunautur fyrir bæinn
og er einn af þeim mönnum, sem
hefur mest að gera í Lundúnum.
— Það sem hann leggur aðalstund
á, er munurinn á karllegu eðli og
kvenlegu, og hefur hann haft geysi-
mikil gögn að vinna úr. Þessar eru
helstu ályktanir hans:
Karlmenn eru duglegri til líkam-