Vísir - 20.10.1913, Blaðsíða 2
V I S 1 R
legra starfa vegna þess að þeir eru
kröftuglegar vaxnir, pn á venjulegri
greind getur hann engan mun fund-
ið og helclur ekki á iunderni eöa
hyggjuviti, er á neinn hátt komist í
samjöfnuð við líkamlega mismun-
inn. Þaö sem sálfraeöingar nefna
undirvitund er hjá kvenfólki miklu
sterkari hlið en hjá karlmönnum.
En einkum skara konur fram úr í
því aö finna mismun með áþreif-
tngu og öðrum skynfærum. í því
munu þær vera allt að því helm-
ingi næmari en karlmenn. f öllum
skynfæraprófunum skara þær fram
úr í næmleik, nema í því að finna
mun á þunga. Þar eru karlmenn
næmari. Öll gögn virðast benda á,
að því ofar í þroskastiganum sem
leitað er, því líkari verða hæfileikar
karla og kvenna.
Hvergi í bænum
er úr fleiri tegundum af margar-
íne að velja en í Nýhöfn.
Kostar frá 48—60 aura pundiö,
minna ef 10 pd. eða meira er
keypt í einu.
Fyrirlestur
og súkkulaði
Anna: En hvað þaö er gaman að
hitta þig hjerna, Ranka, jeg
var einmitt á leið heim til
þín, til að vita hvort þú vildir
ekki koma með mjer á fyrir-
lesturinn í kvöld.
Ranka: Jeg get það því miður ekki,
því jeg er boðin út, upp á
kaffi og súkkulaði, mjer þyk-
ir hvorttveggja gott, og get
ekki verið að neita mjer um
það, þegar tækifærið býðst.
Anna: Þetta finnst mjer ekki rjett
af þjer, Ranka. Því þó súkku-
iaðið >sje gott fyrir tunguna*
eins og barnið sagöi, þá
hefur maðursannarlega meiri
not af að hlusta á það sem
er til fróðleiks,'— okkur veit-
irekkiafþví, kvenfólkinu, við
höfum ekki verið settarsvo
mikið til menntanna. —
Ranka: Jæja, það er nú sama, mig
langar svo I súkkulaðið,
og svo er það af nokkru
öðru, sem jeg vil fara; hún
Stína, sem bauð mjer, keypti
í Kolasundi fallegu bolla-
pörin, sem komu með Flóru
í fyrradag, hún sagðist aldrei
hafa sjeð eins falleg bolla-
pör og nú langar mig til
að vita, hvort jeg verðeins
hrifin af þeim, því jeg ætla
að gefa henni Rannveigu
frænku kaffistell í brúðar-
gjöf, hún giftir sig á laug-
ardaginn kemur. —
Anna: Já, ekki er ofsögum sagtaf
leirtauinu í Kolasundi, en
þú getur sjeð það án þess
að fara í boðið — því auk
þess sem stillt er út í glugg-
ana, er skápur úti, með sýn-
ishorn af bollapörum, en
auðvitað er margt fallegt
inni sem ekki er hægt að
sfilla út. Jeg skal koma með
þjer á morgun ofan í Ko!a-
sund, fil að sjá allf þeita
nýa og fallega leiríati, ef
þú kemur með mier á fyrir-
lesturinn í kvöld. —
Ranka: Æ nei, mig langar svo í
súkkulaöið og til að sjá
faliegu bollapö in.
Vertu blessuð, Anna mín.
Anna: Vertu þá sæl.
^a&tva,
Eftir
H. Rider Haggard.
Frh.
Hugi varð glaður við að mega
hverfa aftur frá hinu dulræna til
dagsins atburða, mega hörfa úr
skýum ofan og halda sjer á jörðu
niðri. Hann lýsti nú Akkúr sem
best hann kunni.skil á.
»Já,« sagði klerkur. »Mjög hefur
hann þá líkst manni þeim er stóð
við gröfina, sem Murgur hjelt vörð
við, andspænis þjer. Og ekki eru
líkur miklar á því, að þið verðið
vinir um sinn, eða hyggur þú það?
En jeg hverf frá umtalsefninu. Þú
heldtir að þetta hafi allt draumvitr-
un verið og nú finnst þjer fjarstæða
hin mesta, að sá er austur í Cathay
er kallaður Hlið himins, skuli koma
til Blíðuborgar. Svo er nú það, en
jeg hygg að allur heimurinn sje
jurtagarður hans, gefinn honum af
guði, — en eflaust er það aöeins
önnur hliðin á draumi mínum, er
við tölum nú ekki meira um — í
þetta sinn. Nú er að tala um krögg-
ur þínar og þær eru enginn draum-
ur. Legg þig nú til hvíldar á þess-
um röndótta villidýrsfeldi. Dýr það
drap jeg í Catliay á draumárum
mínum og vona jeg að þjer verði
draumar hægir á því og ekki sæki
að þjer augu Jóns frá Kleifum, er
þú vógst. Jeg fer nú að finna föð-
ur þinn og ganga frá ýmsu. Jeg
held þjer sje óhætt um stund með-
an Grái-Rikki gætir dyra með bent-
an boga. En verði vörn sú ónóg,
er hjer matarskápur seni þú geíur
falið þig í.«
Hann dró aö svo mæltu vegg-
tjald frá og sýndi Huga leynihólf,
er vel mátti geymaj mann í, og gekk
út að þvf búnu.
Hugi lagðist út af á feldinn dýrs-
ins, — var það tígrisfeldur, þótt
ekki þekkti hann nafn dýrs þess.
Svo var hann þreyttur, að ekki gat
umhugsunin um viðburði dagsins
nje heldur um kynjasögu gamla
hernaðarklerksins, er snerti hann og
Rögnu svo mjög, haldið augum hans
opnum. Hann steinsofnaöi og lá
þannig þangað til einhver vakti
hann fjórum stundum síöar. Og er
hann lauk upp augunum, sá hann
sjera Andrjes sitja við skrifborð sitt
að skriftum. Frh.
Nú er hið margþráða
haframjel
pökkunum aftur komið í
Nýhöfn.
Prentsm. D. Östlunds.
Bækur,
innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG
kaupa menn í
BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR
Lækjargötu 2.
DANSKEmSLTJ '
fyrir börn og unglinga byrjum viö á morgun, þriðjudag 21. október.
(Iðnó kl. 5)
Stefanía Gnðmundsdóttir. iuðrún Indriðadóttir,
Cymtelína
hin fagra
Skáldsaga
efíir Charles Garvice.
---- Frh.
Hann fleygði bókinni frá sjer,
hallaðist aftur á bak, stakk
höndum í vasa sína og horfði upp
í loftið. Hann ætlaöi sjer að vera
rólegur og stilltur. En hver hafði
komist í slíkt sem hann? Svo var
guði fyrir þakkandi, að nú var hann
rjett sloppinn! Á morgun yrði Cym-
belína konan hans. Hann skyldi
byrja nýtt líferni, gersneytt ‘svikum
og glæpum. Ámorgun! á morgun!
— Hvað var nú framorðið?
Hann leit á úrið sitt. Það var
aðeins rjett 10. Hvernig f ósköpun-
um átti hann að eyða þessum tína
til morguns? Hann yppti öxlum
yfir svefnleysinu, tók sjer vindil og
kveikti á eldspýtu. Þegar hann strauk
henni við kveikiflötinn, heyrðist hon-
um hljóðið sem kom fram við það
bergmála fyrir utan gluggann. Hann
hlustaði ákaft, en heyrði ekkert, bölv-
aði sjálfum sjer fyrir asnaskapinn
og hræðsluna og kveikti á annari
eldspýtu.
Áður en hann hafði kveikt í vindl-
inum, heyrði hann þetta skrjáf aftur,
og nú var ofboð hægt drepið á
gluggahlerana. Nú var það enginn
hugarburður. Það var eitthvaö eða
einhver að berja þarna úti, — ein-
hver flakkarinn eða einhver, er sjeð
hefði glætuna af ljósinu inni gegn
um rifuna.
Þessu var hann að velta í huga
sjer og leita slíkrar skýringar á þessu,
er honum datt í hug næturheim-
sókn Slade’s, nóttin er hann skýrði
frá vígi Godfrey’s. Það fór hrollur
um hann. Nei, svo var hamingj-
unni fyrir þakkandi að Slade var
nú Iengra burtu en svo, að hann
gæti verið að ráfa þarna umhverfis
húsið! Einmitt meðan hann var
að drepa þessum græðismyrslum á sál
sína, var barið aftur. Hann stökk
upp og þreif marghleypu úr skrif-
borðsskúffunni. hjelt á henni fyrir
aftan bak og lauk upp glugganum
ákafjega varlega og hleypti hlerun-
um frá' Frh'
L E I G A
Piano fæst til æfinga á Lauga-
veg 30A.
Rúmstæði óskast til leigu.
Afgr. v, á.
Orgel óskast til leigu sem fyrst.
Afgr. v. á.
Útgefandi:
Einar Qunnarsson, cand. phii.
í bænum.
Pegar jeg las greinina í Vfsi
í gær um, hve fátæk börn eiga
erfitt með að fá sjer mjólk, fór
jeg að reyna að útvega mjer
húsnæði til að halda áfram mjólk-
ursölu þeirri, er jeg hefi haft í
kjallaranum á »Uppsölum«, og
fjekk jeg þá gott herbergi í aust-
urenda »Hótels Reykjavíkur« og
get byrjað þar mjólkursölu um
hádegi á morgun. Jeg mun gera
mjer far um að láta fátæklinga
sitja fyrir kaupum. Potturinn
kostar 20 aura.
Sigríður Sigurðardóttir.
Eldur!
Eldur!
Vátryggið í „General“
Umboðsmaður
SIG. THORODDSEN,
Fríkirkjuveg 3. Heima 3-5.
Sími 227.
V I N N A
Stúlka óskar eftir vist nú þegar
helst hjá dönsku fólki. Afgr.v.á.
Stúlka, þrifin og heilsugóð, ósk-
ast í vetrarvist nú þegar. Bræðra-
borgarstíg 15.
Ung og liðleg stúlka vön innan-
hússverkum óslcar eftir vist í góðuhúsi.
Meðmæli fyrir hendi. Afgr. v. á.
Stúlka óskar eftir atvinnu við
skrifstofustörf, nú þegar eða um
nýár. Góð meðmæli fyrir hendi.
Afgr. v. á,_____________
KAUPSKAPUR (ggj
Þægilegur kvenreiðhestur til sölu
Afgr. v. á.
Lftið hús til sölu með c. 2150
ferálna ræktaðri lóð. — Mjögódýrt.
Útborgun aðeins 400 krónur. Borg-
ist að öðru leyti á 15—20 árum.
Getur verið lausttil íbúðar nú jjegar.
Upplýsingar gefur Sig. Björnsson,
Grettisg. 38.
Rúmstæði af ýmsum gerðum
fást hvergi ódýrari en á Laugaveg 1.
Nýr 12 hesta
Gideons
mótor
er til 'sölu fyrir minna en
hálft verð.
Fljótir nú!
Finnið
Jón Brynjólfsson,
Pósthússtr. 14.
H Ú S N Æ Ð I
Reglusamur maður getur fengið
herbergi með öðrum. Áfgr. v. á.