Vísir - 22.10.1913, Blaðsíða 1

Vísir - 22.10.1913, Blaðsíða 1
775 Ostar bestir og ódýrastir f f,verslun Einars Árnasonar. 15 \S\Y Stimpla og Innsiglismerki útvegar afgr. S5 551 Vísis. Sýnishorn S3 liggja framml. i Kemur út alla daga. — Sími 400. Afgr.í Hafnarstræti 20, kl. 11-3 og 4-6. 25 blööffrá 10. okt.) kosta á afgr. 50 aura. Send út um land 60 au.—Einst. blöð 3 au. Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi) opin {kl. 12-3. Sími 400, Langbesti augl.staður i bænum. Augt. sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu. Miðvikud. 22. oki. 1913. Háflóð kl. 10,2‘ árd. ogkl. 10,43’ síðd. 1 Afmceli. Frú Helga Thorsteinsson. Guðm. Ölsen, kaupmaður. Sig. Guðmundsson, afgreiðslum. f A morgun: Póstáœllun. Keflavíkurpóstui kemur. Sterling kemur frá Breiðafirði. Botnía kemur frá útlöndum. Oj Biografteater OlOj Reykjavíkur 21., 22., 23. og 24. október. Hvíta leikfíflið. Sjónleikur um ást og hatur. Leikinn af dönskum leikurum. ^aupsjetl. Stór amerískur gamanleikur. ÍÖ Ú R BÆNUM 1 Botnía kont til Vestmanneya kl. 7l/i í morgun. Fer þaðan um há- degi. Engin veðurskeyti í dag sök- um símslita. í gær ætlaði ráðherra að leggja fyrir konung — í ríkisráði — nokkuð af lögum frá síðasta al- þingi. Suilafje. Nýlega var slátrað á Kieppi 115 sauðum úr Gríms- nesi. Voru 113 þeirra með sullum. Vjelabáta segir »Ingólfur« rekið hafa á land í Kefiavík, Leiru og Garði í síðasta ofviðri. Leiru-bát- urinn hafði verið hafður til land- helgisgæslu. Gefin saman: /8. þ. m. Björn Pálsson lögfræöingur og ym. Marta María Indriðadóttir (borg- aralegt hjónaband). Frálönflumveslra. Winnipeg. Islandsfararnir. Peir J. J. Vopni og Árni Eggerts- son með fylgdarliði sínu, komu aftur heim til sín á miðvikudag- inn var eftir fjögra mánaða burtu- veru. Peir ferðuðust um ísland, bæði upp í land á hestum og nokkuð með skipum umhverfis land. Árni og hans fólk ferðað- ist meira landveg og átti lengur viðdvöl þar. Á meðan fór Vopni nokkuð um Svíþjóð og Noreg. Viðtökur góðar á íslandi, og veisluhöld í Rvík. Hittist ferða fólkið aftur í Kaupmannahöfn og hjelt suður um Pýskaland, Sviss, Frönskukennarinn hr. A. Barroud (Ecole Normale Supérieure Université de Paris) byrjar fyrirlestra sína um franskar bóknient- ír og æfingar í frönsku fyrir byrjendur og aðra, sem lengra eru komn- ir, mánudaginn 3. nóvember næstkomandi kl 5 síðd. Þeir sem æt!a sjer að hiýða á fyrirlesfrana eru beðnir að koma til viðtals við kennarann í 1. kennslustofu skóla'ns miðvikudaginn 22. októ- ber kl. 6 síðd., en þeir sem ætla að taka þátt í æfingunum eru beðnir að koma á föstudag 24. s. m. kl. 6. » Reykjavík 18. október 1913. Jón Rósenkranz háskólaritari. vík. Afbragðs vottorð hefur hún frá skólum þeim er hún hefur geng- ið í á Bretlandi. Heimiii hennar er að 661 Agnes stræti. (»Lögberg« 25. sept.). js®©s®EE®::®a®®aOT®2i®a9HS®s Gunnlaugur Glaesseu læknir Bókhlöðustfg 10. Sb Heima kl. 1—2. H 6as©s»ai9a»s®®®®ii®B®B®B®a 'J Þessi ágætu allra bestu, sem ekki einn af tíu gátu náð í síðast, koma nú aftur fyrir næstu mánaðamót. Tryggið yður þessi góðu kaup með því að snúa ylckur annaðhvort beint til mín undirritaðs eða í Tóbaksbúðina á Laugaveg 5. Virðingarfyllst ÖLAFUR ÓLAFSSON. Frakkland og síðan til Lundúna; þá vestur um haf til Boston og þaðan heim. Margt nýstárlegt og fróðlegt sáu íslandsfararnir í ferð sinni og væri æskilegt að ein- hver þeirra segði frá þessari skemmtilegu för. Lögberg myndi fúslega vilja Ijá þeirri ferðasögu rúm, því að margan myndi fýsa að sjá hana og heyra. Concert sá, er hr. Theodór Árnason fiðluleikari hjelt á fimmtu- dagskvöldið var (8. sept.) í Good Templars Hall, var heldur vel sóttur, og frá listarinnar sjónar- miði tókst hann ágætlega. Við- fangsefnin voru vel valin, — effir fræga tónsnillinga — og hljóð- færið og lögin virtist hann hafa alveg á valdi sínu. Tónarnir, sem hann seiddi úr fiðlunni, voru hreimfagrir, þýðir, viðkvæmir — hvellandi eða þungir eftir því sem við átti. Einna mest virtist »Berceuse Slave« eftir Fr. Neruda hrífa áheyrendur, er klöppuðu fiðluleikarann fram aftur — og ljek hann þá »mazurka« eftir Wieniawski. Síðasta númerið á skránni, »Romance and Bolero* eftir Dancla var leikið af hrein- ustu snild. — Hr. Einar Hjalt- sted aðstoðaði með söngvum. Laginu við kvæði Gr. Thomsens »Sverrir konungur* eftir Svb. Sveinbjörnsson, var vel tekið og söngvarinn klappaður fram aftur. Hr. Hjaltsteð hefur afar mikla rödd og hvella; ekki þó að sama skapi æfða, en hún stendur til bóta. —- Miss Sigríður Fredrick- son, píanó leikari, annaðist um undirspilin og leysti hlutverk sitt ágætlega af hendi. — Hr. Theodór Árnason (jóhannessonar banka- ritara í Rvík), er uppalinn á Seyðis- firði, en hefur dvaldið síðastliðin 6 ár hjá foreldrum sínum í Reykjavík. — Það er sannarlegt gleðiefni fyrir oss Vestur-fsiend- inga, að fá jafn listfengan tónfræð- ing í hóp vorn, sem þessi ungi og efnilegi landi vor er. Vjer bjóðum hann velkominn og ósk- um honum góðs gengis á braut listarinnar í hinu nýa heimkynni hans. ---------------- Miss Sigríður Hermann, dóttir fyr- verandi skólastjóra Hermanns Jónas- sonar, sem kom hingað frá íslandi fyrir nokkrum dögum ásamt móður sinni, ætlar að kenna ensku í vetur. Hún hefur verið við skólanám bæöi á Skotlandi og Englandi og tekið próf við kennaraskólann í Reykja- Sáttkvsikjur í ryki. Heimsblaðið »Daily Mirror« hefur vakið máls á því, hve stdr hætta stafi af ryki í húsum og liefur það látið rannsókn fram fara til sönn- unar máli sínu. Rannsakað var ryk úr: 1. stórri skrifstofu, þar sem mikið var að gera. 2. af burst á kvenklæðaskáp. 3. afeldhúsborðhyllu í kjallaraeldhúsi. í 62 milligrm. af skrifstofuryki fundust 36 400 sóttkveikjur og 11 200 í sama þunga af klæðaskáps- rykinu. í eldhúshyllurykinu fundust ýmsar sóttkveikjur og gerlar, — yfir 10 000 myglusporar og 28 000 sóttkveikjur í fyrnefndum þunga af ryki af efstu hyilu í eldhúsi. Bók- staflega allir gerlar þeir, er rannsak- aðir voru, voru stórhættulegir og enda banvænir, ef þeir hefðu kom- ist inn í líkamann gegnum rispu á húð eða sár. Nærri má því geta, hver hætta stafar af þurru ryki í húsum, ekki síst í eldhúsum, er rykið rýkur upp og berst í mat, — skyldi því aldrei bursta eða sópa ryki þurru, heldur ávalt strjúka gæti- lega allt daglega, er beinlínis er ekki þvegið, með rennvotri þurku, til þess að sóttkveikjurnar þyrlist ekki út um allt. Fellibylur í Alaska. Ógurlegur fellibylur dundi,yfir borgina Nome í Alaska, — gull- nema bæ með 3 500 íbúa, en sem stundum eru miklu fleiri, t. d. árið 1900 voru þar 12 000 íb.— Þetta var 6. þ. m. og eyddi byl- urinn bænum að miklu leyti, molbraut 500 hús og stórskemmdi önnur. Gullsandsnáma ein sóp- aðist gersamlega burtu. Sjór gekk ískaldur yfir rústirnar og óðu karlar og konur sjóinn á götunum í beltisstað að reyna að. bjarga börnunum og hús- munum sínum. Tjónið er talið 5 500 000 króna og hætta mikil á hörmungatjð fyrir borgarbúa, er vetur fer í hönd með grimmd- arhörkum þeim, er þar eru tíðar. Japanskt hersklp, Ikatsuki,sprakk 10. þ, m. við Ominato í Aomarifylki, klofnaði sundur og sökk samstundis. Skip komu til hjálpar, en manntjón varð og fjöldi meiddist stórkostlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.